Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 Fjárhagsáætlun Húsa- vfloirbæjar samþykkt Húsavík. FJÁRHAGSÁÆTLUN Húsavíkurbæjar fyrir líðandi ár var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar nýlega og var hún nú afgreidd fyrr á árinu en verið hefur undanfarin ár. Litlar breytingar komu fram í síðari umræðu um áætlunina en bæjarstjórinn, Einar Njálsson, gerði grein fyrir þeim. Tekjur bæjarins og bæjarfyrir- tækja eru áætlaðar 440 millj. króna. Helstu gjaldaliðir eru: Yfirstjórn bæjarins og bæjarfyrirtækja er áætlað að kosti 46,4 millj. króna, félagsþjónusta 38,6 millj., fræðslu- og menningarmál 51,4 millj., æskulýðs- og íþróttamál 34,9 millj. og hreiniætismál 18,2 millj. Stærsti framkvæmdaliður bæjarins á árinu eru hafnarfram- kvæmdir fyrir 120 millj. króna en það á að dýpka höfnina og setja niður stálþil, en allt verkið er áætlað að kosti 160 millj. og á því að ljúka á næsta ári. Aðrir fram- kvæmdaliðir eru meðal annarra bygging grunnskóla, gatna- og holræsaframkvæmdir, framlag til stækkunar Dvalarheimilis aldr- aðra, framlag til félagslegra íbúðabyggingar og kaupa á slökkvibifreið. Áætlunin var samþykkt sam- hljóða með 8 atkvæðum, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins greiddi ekki atkvæði og G-listinn lét fylgja samþykkt sinni sérstaka bókun. - Fréttaritari. Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Jónas Ingimundarsson. Tónleikar: Ingveldur Yr í Gerðubergi Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran, heldur einsöngstónleika í Gerðubergi laugardaginn 1. febrúar n.k. kl. 17. Á efniskránni eru verk eftir Johannes Brahms, Charles Ives, Samuel Barber, Aaron Copland og Manuel de Falla. Einng íslensk verk eftir Jórunni Við- ar, Þórarin Guðmundsson, Karl Ó. Runólfsson, Björgvin Guðmunds- son og Pál ísólfsson. Undirleikari á tónleikunum er Jónas Ingimund- arson. Ingveldur Ýr er fædd í Reykjavík árið 1966. Hún hóf ung söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, hóf nám hjá Svanhvíti Egilsdóttur í Vínarborg 18 ára gömul og lauk prófi frá Tónlistarskóla Vínarborg- ar. Þá lá leið hennar í Manhattan School of Music í New York og lauk hún mastersgráðu þaðan síðastliðið vor. Ingveldur Ýr vann til verðlauna í keppni fyrir söngvara og hljóð- færa leikara í mars s.l. sem haldin var á vegum „92nd Street Y“ starf- seminnar og söng á hljómsveitar- tónleikum í Kaufmann Hall í New York af því tilefni. Síðastliðið haust söng hún aðalhlutverkið í óperu Rossinis „La Scala di Seta“ í Brem- en; Hún hlaut styrk úr Óperusjóði F.Í.L sumarið 1991. HRINGDU OG FÁÐU SENT EINTAK. Pöntunarlistinn kostar 250 kr. + póstburöargjald. PÖNTUNARLÍNA 91-653900 BÆJARHRAUNI 14, 220 HAFNARFIRÐI Eitt atriði úr leikritinu Hinn eini sanni Seppi. Frumsýning hjá Stúdentaleikhúsinu Stúdentaleikhúsið frumsýnir í dag, föstudaginn 31. janúar leikritið Hinn eini sanni Seppi eftir Tom Stoppard í þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Jakob Bjarni Grétarsson leikstýrir í sam- vinnu við Steinunni Ólafsdóttur. Hinn eini sanni Seppi er morð- gáta í stíl Agöthu Christie, en þar með er ekki öll sagan sögð, því leikritið státar af hvoru tveggja í senn; alvarlegum og jafnframt gamansömum undir- tóni. Sýnt verður í Tjarnarbíói við Tjarnargötu og áætlað er að sýna leikritið í þijár vikur. Leiksýn- ingin tekur rúman klukkutíma í flutningi og heíjast sýningar kl. 21.00. Veðurstöð á Núpi í stað Kambaness PÁLL Bergþórsson, veðurstofu- stjóri, segir að búið sé að setja upp veðurstöð á Núpi á Beru- fjarðarströnd í stað veðurstöðv- arinnar á Kambanesi. Einnig hefur verið sett upp sjálfvirk veðurstöð á Kambanesi. „Veðurstöðin á Núpi er utan við Næsto SPENHAMPÍ! -efþú áttmiða! mynni Berufjarðar og er mitt á milli Dalatanga og Hornafjarðar og liggur því vel við veðurathugunum, sérstaklega á sjólagi, því hún liggur við opnu hafi,“ segir Páll. Hann segist hins vegar vera smeykur um að ekki sé eins mikið að marka vindmælingar á Núpi eins og á Kambanesi. „Þess vegna grip- um við til þess ráðs að setja sjálf- virka stöð á Kambanes og þaðan fáum við vindátt og vindhraða ásamt lofthita allan sólahringinn. Með þessu vonumst við til að sóma- samlega sé bætt fyrir missi veður- stöðvarinnar á Kambanesi." Páll segir það afskaplega erfitt að fá fólk til að gera veðurathugan- ir á annesjum, vegna stijábýlis. „Einnig höfum við heyrt ávæning af því að í framtíðinni verði vitar minna notaðir vegna sparnaðar. Ef til þessa kemur verðum að bregðast við eins og best lætur á hveijum stað, m.a. með fleiri sjálfvirkum veðurstöðvum," segir Páll Berg- þórsson. -------» ♦ ♦------- ■ ÓLAFUR Gíslason sýnir fjögur myndverk á tveimur stöðum í Reykjavík 1.—13. febrúar. í Gall- eríi einn einn, Skólavörðustíg 4a, sýnir hann tvær myndir og í gall- eríi Gangur, Rekagranda 8, sýnir hann aðrar tvær myndir. Ólafur er fæddur 1962 í Reykjvík og hefur búið í Hamborg síðan 1983 þar sem hann starfar. Ólafur hefur haldið einkasýningar í Hamborg, Amst- erdam og Zúrich. Þetta er þriðja einkasýning hans í Reykjavík. Vesturland: Mest fólks- fjölgun í Grundarfirði Grundarfirði. í GRUNDARFIRÐI fjölgaði íbú- um um 3,5% á siðasta ári, tals- vert meira en í flestum öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi. Má rekja þessa fjölgun til góðra atvinnumöguleika á staðnum. I Ólafsvík fækkaði íbúum hins vegar um 3% á árinu, en í Stykkis- hólmi fjölgaði um 1,2% eftir stöðuga fækkun undanfarinna ára. í Nes: hreppi fjölg'aði um 2,1% á árinu. I mörgum sveitum Vesturlands fækkaði hins vegar fólki verulega, t.d. í Dalasýslu. Sé litið til síðustu 10 ára hefur fækkun á Vesturlandi verið um 3% en á sama tímabili fjölgaði um 2,1% á höfuðborgar- svæðinu. - Hallgrímur. A1 Copley látinn ALFRED Copley, vísindamaður, lést á heimili sínu í New York á miðvikudag. Hann var kunnur listmálari undir nafninu A1 Cop- ley. Eiginkona Alfreds var Nína Tryggvadóttir, listmálari, en hún lést árið 1968. Eftir að hann kvænt- ist Nínu tók hann miklu ástfóstri við Island og kom hingað árlega síðustu 40 ár. Átti hann hér fjölda „vina“ og kunningja. Þeim hjónum varð einnar dóttur auðið. Hún heit- ir Una Dóra og býr í New York. Alfred Copley var 81 árs þegar hann lést. Halldór Karl Hermannsson nýr- áðin sveitastjóri í Suðureyrar- hrepps á skrifstofu sinni. Nýr sveit- arstjóri til starfa á Suðureyri Suðureyri. HALLDÓR Karl Hermannsson tók við starfi sveitasljóra í Suð- ureyrarhreppi af Snorra Sturlusyni á fyrstum dögum þessa árs. Halldór er borinn og barnfædd- ur Súgfirðingur en fluttist suður á mölina 16 ára gamall. Hann hefur frá þeim' tíma fengist við ýmfs störf og nú síðast statfaði hann sem útibússtjóri kaupfélags Húnvetninga á Skagaströnd. Snorri Sturluson hyggst nú snúa sér alfarið að útgerð sinni hér á Suðureyri. - Sturla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.