Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apn'l) Vertu var um þig í viðskiptum. Ferð sem þú hyggst takast á hendur verður kostnaðarsam- ari en þú reiknar með. Haltu fast utan um budduna þína og stattu við kostnaðaráætlanir. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér kann að þykja erfitt að tjá tilfinningar þínar núna. Pen- ingar sem þú áttir von á skila sér ekki á tilsettum tíma. Gættu þess að týna ekki greiðslukortinu þínu. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Þú verður að taka á þig aukna ábyrgð vegna maka þíns. Vertu vakandi fyrir vafasömum við- skiptatilboðum í dag. Eigin ráðstöfunartími þinn er mjög takmarkaður. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hg Ef þig langar til að áfram miði hjá þér verðurðu að standa í stykkinu í vinnunni. Þú verður að ýta félagsstarfi þínu til hlið- ar vegna áríðandi verkefnis. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú þarft ekki að hafa allar þessar áhyggjur út af vinn- unni. Blandaðu samt ekki sam- an leik og starfi í dag. Bamið 1 þitt þarfnast sérstakrar athygli þinnar núna. Meyja (23. ágúst - 22. september) Aldraður ættingi þinn þarf á hjálp þinni og umhyggju að halda í dag. Þú ert með of margt í takinu núna til að geta notið þess að fara í skemmti- ferð. Vog (23. sept. - 22. október) Samningaviðræður sem þú hef- ur tekið þátt í hafa siglt í strand. Lofaðu engu sem þú ert ekki viss um að geta staðið við. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú skilar einhverju sem þú keyptir nýlega. Maki þinn telur sig eiga inni hjá þér núna að þú takir eftir því sem hann hefur að segja. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þú ert einum of eirðarlaus til að koma því í verk sem þú hefðir viljað. Gættu þess að fá nóga hvíld og hugsaðu um heilsu þína. Steingeit •‘(22. des. - 19. janúar) Þú ferð með hálfum huga í skemmtiferð í dag. Þér fmnst erfitt að skipta allt í einu um gír. Slappaðu bara af og láttu stressið lönd og leið. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú kannt að fá gesti þegar illa stendur á hjá þér núna. Vinur þinn leggur vandamál sín fyrir þig. Þú hefur ekki eins mikinn tíma fyrir fjölskyiduna og þú hefðir óskað. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ?£* Bráðlæti þitt kann að koma í veg fyrir góðan árangur. Þú átt ekkert allt of auðveit með að koma skoðunum þínum á framfæri núna. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra sta&reynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA Jæja, Kalli. Ertu búinn að ákveða þig? Hvora líkar þér betur við, Möggu eða mig? Ef það er jafnt, verður þá fram- lcngt? BRIPS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þótt sagnhafi hafi nægan efnivið í níu slagi gæti vörnin orðið fyrri til að taka fimm. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ K95 VK4 ♦ G962 ♦ DG53 Suður ♦ Á108 ¥ 1082 ♦ ÁD3 + ÁK102 Suður opnar á einu grandi og norður hækkar í þrjú. Útspil vesturs er spaðadrottning. Hvernig myndi lesandinn spila? Hættan í spilinu er bersýni- lega sú að vestur komist inn á tígulkóng og spili hjarta. Þá gæti spilið tapast í legu eins og þessari: Vestur ♦ DG4 ¥9753 ♦ K1084 ♦ 86 Norður ♦ K95 ¥ K4 ♦ G962 ♦ DG53 II Suður ♦ Á108 ¥ 1082 ♦ ÁD3 ♦ ÁK102 Austur ♦ 7632 ¥ÁDG6 ♦ 53 ♦ 974 Til að mæta þessari hættu er taktískt að spila smáum tígli að gosa blinds í öðrum slag. Vestur er vís með að dúkka og þá fást örugglega níu slagir með svín- ingu fyrir spaðagosa. Ef sagn- hafi fer inn í borð á lauf til að svína fyrir tígulkóng, getur vest- ur varla annað en drepið og skipt yfir í hjarta. Eftir útspilið reiknar suður með að fá þijá slagi á hjarta og þarf því aðeins einn á tígul. Umsjón Margeir Pétursson Á Hoogovens-mótinu í Wijk aan Zee sem lauk á sunnudaginn kom þessi staða upp í B-flokki í viður- eign búlgarska stórmeistarans Evgenis Ermenkos (2.505) og hollenska alþjóðameistarans Gert-Jans De Bocrs (2.425), sem hafði svart og átti leik. 26. — Hxe2+! (Ennþá sterkara en 26. - De6.) 27. Dxe2 - Bxf3, 28. Hxf5 - Bxe2, 29. Hxf8+ - Bxf8 og með tvo menn og peð fyrir hrók vann svartur auðveld- lega. Eins og fram hefur komið urðu úrslit í A-flokki ekki óvænt, stigahæstu keppendurnir Gelfand og Salov deildu sigrinum. Hollend- ingurinn Van Wely sem tók foryst- una í byijun missti flugið og end- aði í 9,—11. sæti. Lokastaðan í B-flokknum varð þessi: 1. Tukm- ankov, Úkraínu, 9 v. 2. Wolff, Bandaríkjunum, 8V2 v. 3. Nijboer 6‘/2 v. 4.-5. Moskalenko, Rússl., og Winants, Belgíu, 6 v. 6. De Boer 5‘/2 v. 7. Cifuentes, Chile, 5 v. 8.-9. Finegold, Bandar., og Van Mil 414 v. 10. David Bronstein, Rússl., 4 v. 11. Ermenkov 3'/2 v. 12. Kuijf 3 v. Bronstein, sem orð- inn er 67 ára, má auðvitað muna sinn fífil fegurri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.