Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 0 SINFONIUHUOMSVEITIN 622255 • VÍNARTÓNLEIKAR - GRÆN ÁSKRIFTARRÖÐ í Háskólabíói í kvðld kl. 20 og laugardaginn 1. febrúar kl. 17. Hljómsveitarstjóri: Siegfried Köhler Einsöngvari: Claudia Dallinger LEIKFEL. HAFNARFJARÐAR 50184 BLOÐ HINNAR SVELTANDISTETTAR eftir Sam Shepard Sýn í kvöld kl. 20.30. Sýn. fös. 31. jan. kl. 20.30. Sýn. sun. 2. feb. kl. 20.30. Sýnt er í Holinu, Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Dorg- og stang- veiði í Hvammsvík ÞRÁTT fyrir að vetur eigi að heita, er hægt að stunda dorg eða stangaveiði á þessum árstima. Allar helgar í vetur verður opið í Hvammsvík í Kjós fyrir veiðimenn á öllum aldri. Haldnar verða tvær dorg- veiðikeppnir í vetur, sú fyrri verður helgina 15. og 16. febrúar en sú seinni verður 7. og 8. mars. Keppt verður um glæsileg verðlaun og veitt verða verðlaun fyrir stærsta fiskinn. I vatninu eru 14-16 punda laxar og regnbogasil- ungar. Núna eru um 11 þús- und fískar í vatninu. Það hefur verið góð aðsókn í Hvammsvík síðustu helgar, enda veður mjög gott. Allar upplýsingar um veiði og veiðihorfur er í veiðihúsinu í Hvammsvík. (Frcttatilkynning) Styttist í þrjú verk hjá Leikfélagi Reykjavíkur œisÆicD.UMMiaoQSfo 2?® ath! engii(n) inn ái persówmkilríkis iteð myid. HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu hverfa þijú verk brátt af fjölunum eftir ágæta aðsókn frá haust- mánuðum, tvö af Litla sviðinu og eitt af Stóra sviðinu og önnur koma á svið í þeirra stað í febrúar. Þétting eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson hefur verið leik- in flörtíu sinnum frá því í september við góðar viðtökur áhorfenda og er síðasta sýn- ing fyrirhuguð þann 1. fe- brúar. Bamasýning Leikfélags- ins á þessum vetri, Ævintýr- ið, hefur verið sýnd nærri sextíu sinnum og eru síðustu sýningar sunnudaginn 2. fe- brúar. Ljón í síðbuxum eftir Björn Th. Björnsson var frumsýnt í október og verður þrítugasta sýningin á þessu verki, 1. febrúar en sýning- um fer að fækka. Æfíngar standa nú yfír á Þrúgum reiðinnar eftir John Steinbeck í leikgerð Frank Galati en fmmsýning á þessu viðamikla verki er áætluð í lok febrúar. Það er Kjartan Ragnarsson sem leikstýrir nú í fyrsta sinn á Stóra svið- inu en mikill fjöldi leikara kemur fram í þessari við- mestu sýningu vetrarins á Qölum Borgarleikhússins, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. -------■■♦---------- ■ Á PÚLSINUM föstu- dags- og laugardagskvöld 31. og 1. febrúar leikur KK-Band og verður þetta 2. KK-helgi ársins. KK er um þessar myndir með mörg járn í eldinum en m.a. er hann að vinna tónlist við leikverkið Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck sem væntan- lega verður frumsýnt í Borg- arleikhúsinu í febrúar. KK- Band mætir fullskipað til leiks þessa helgi en auk KK skipa sveitina Ellen Kristj- ánsdóttir, söngkona, Eyþór Gunnarsson, hljómborðs- leikari, Ásgeir Óskarsson, trommuleikari og Þorleifur Guðjónsson, bassaleikari. I veröld gyðinga Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Morðdeildin („Homicide"). Sýnd í Regnboganum. Leik- stjórn og handrit: David Mamet. Aðalhlutverk: Joe Mantegna, William H. Macy, Natalija Nigulich, Ving Rhames. I nýjustu mynd sinni, Morðdeildin, heldur leikrita- skáldið og leikstjórinn David Mamet áfram að gera litlar, persónulegar sögur sem leggja áherslu á hið smáa mannlega og sál- arstríð persóna. Hann legg- ur áherslu á að skapa við- eigandi andrúmsloft í kring- um þær frekar en hasar og læti og hann er einkar lunk- inn í því og hann velur sér góða leikara til samstarfs, sem ekki bregðast honum. Morðdeildin er um gyð- ingalöggu sem vaknar til vitundar um stöðu sína sem gyðings í samfélagi þar sem gyðingahatur og kynþátta- hatur almennt er mjög ríkt í fólki. Uppáhaldsleikari Mamets, Joe Mantegna, fer með hlutverk gyðingsins, löggu sem fær það verkefni að rannsaka morð á gyðingakonu, kynnist um leið gyðingasamfélagi og fínnur köllun og tilfínningu fyrir samstað í tilverunni sem hann hefur ekki áður fundið fyrir. En það brýst um í honum tryggð við starfið og tryggð við herskáa gyðinga þegar í ljós kemur að þeir vilja að hann fremji lögbrot fyrir sig. Texti Mamets minnir á að hann kemur úr leikhús- unum, hann er mikill og sannarlega á talsvert skáld- legra plani en venjulega fínnst í löggumyndum. Frá- sögnin er hæg og það er þungi yfír myndinni sem mönnum gæti fundist frá- hrindandi enda er ekki á ferðinni þessi venjulega löggufélagamynd. Það sem þó reynist helsti dragbítur Mamets er að efnið sjálft er fjarlægt og skyndileg upplifun Mantegna á sjálf- um sér sem gyðingi og hvernig hann skynjar eins og uppúr þurru að hann verður að taka þátt í alda- langri baráttu gyðinga reynist ekki trúverðugt. Mantegna er stórgóður í rullunni, yfírlætislaus, venjulegur launaþræll sem vinnur sitt verk í friði fyrir guði og mönnum þar til morðmál kveikir í honum meðvitund um stöðu hans. Hann spilar á láguin nótum sem henta einkar vel blæ myndarinnar. Þótt ekki sé hún neitt stórvirki er Morð- deildin athyglisverð. Drep- skák Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Bakslag - „Ricochet“ Leikstjóri Russell Mulca- hy. Tónlist Alan Syl- vestri. Aðalleikendur Denzel Washington, John Lithgow, Ice T, Kevin Pollak. Bandarísk. Wam- er Bros. 1991. Washington leikur hinn sanna fyrirmyndarnegra. Glaðbeittur, gáfaður, orð- heppinn, fyrirmyndar fjöl- skyldufaðir og valmenni. Utan að vera glæsimenni, lagarefur og einkavinur umkomuleysingja og úti- gangsbarna. Enda farinn að hyggja að pólitískum ferli og forsetastól þegar hremmingamar hellast yfír hann af ofurkrafti. Á sínum flekklausa ferli frá því að vera ofurlögga uns hann verður saksóknari með láð hreppti hann í fangelsi geð- sjúkt hrakmenni (Lit- hgow). Sá þraukar af set- una með því að hatast við þennan örlagavald sinn og hraðferð hans upp frama- brautina. Hyggur á hinar grimmilegustu hefndir. Og Lithgow situr ekki með hendurnar í skauti sér er honum tekst eftir sjö, löng ár að bijótast út úr prísundinni. Upphefjast nú hinar útsmognustu hefnda- raðgerir sem enda í tilkomu mikilli drepskák. Það má segja að uppfrá þessum vendipunkti missi Bakslag þá litlu vitglóru sem fyrir var og síðari hlut- inn er ein samfelld rökleysa og kvalalostafullt ofbeldi. Hér hnika leikstjóri og handritshöfundur öllum vitsmunum til hliðar til að byggja upp sem mest hat- ursamband á milli aðalper- sónanna. Lithgow situr lengi vel yfir sífellt betri stöðu en svo kemur auðvit- að að því að ofurmennið tekur völdin í hendurnar. Það húllumhæ er eitt það fáránlegasta lokauppgjör sem sést hefur á tjaldinu um árabil. Það er því fátt gott að segja um Bakslag annað en að spennan er með ágætum á meðan höfund- arnir kunna sér læti og verður myndin sjálfsagt vinsælt myndbandaefni. Og tónlist Sylvestri bregst ekki frekar en fyrri daginn. Leikararnir taka sig ekki alvarlega - frekar en sögu- þráðurinn. ★ ★ ★ Pressan - ★ ★ ★ ★ Bíólínan ★ ★ ★ 1/2 HK DV ★ ★ ★ ★ S.V. Mbl. „Tvímælalaust ein eftirminnilegasta mynd, sem ég hefj séð á árinu. Gott handrit og frábair leikur." Valdís Gunnarsdóttir. Bókin Bilun í beinni útsendingu facst í bókaverslunum! Sími 16500 Laugavegi 94 Stórmynd Terrys Gilliam: w w og söluturnum. Sýnd i A-sal kl. 6.45, 9 og 11.30. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5. BÖRM Framlag íslands til Óskarsverðlauna. SýndíB-sal kl. 7.20 og 9. STÓRA SVIÐIÐ: IKATTHOLTI eftir Astrid Lindgren Frumsýning: mið. 5. feb. kl. 20 2. sýn. lau. 8. feb. kl. 14 fá sæti laus. 3. sýn. sun. 9 feb. kl. 14 fá sæti laus. 4. sýn. sun. 10. feb. kl. 17 5. sýn. mið. 12 feb. kl. 17. Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare Lau. 1. feb. kl. 20. Fim. 13. feb. kl. 20. Lau. 8. feb. kl. 20. Fös. 21. feb. kl. 20. Hii LnnrmesMt er ao imta eftir Paul Osborn Sun. 2. feb. kl. 20. Lau. 22. feb. kl. 20, Fös. 7. feb. kl. 20. næst síöasta sýn. Fös. 14. feb. kl. 20. eftir David Henry Hwang í kvöld kl. 20. Lau. 15. feb. kl. 20. Fim. 6. feb. kl. 20. Fim. 20. feb. kl. 20. LITLA SVIÐIÐ:_______________ KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju f kvöld kl. 20.30 uppselt. Uppselt er á allar sýningar út febrúarmánuö. Ekki er hægt aö hleypa gestum í salinn eftir að sýning hefst. Miðar á Kæru Jclenu sækist viku fyrir sýningu, elia seldar öörum. SMIÐAVERKSTÆÐIÐ: ÉG HEITI ÍSBJÖRG, ÉG ER UÓN eftir Vigdísi Grímsdóttur í kvöld uppselt. Uppselt er á allar áður auglýstar sýningar út febrúár nema fös. 28 fcb. og lau. 29. feb. Aukasýningar: Mið. 5. feb. uppselt, fim. 13. feb., mið. 19. feb., mið. 26. feb. Sýningin hefst kl. 20.30 og er ekki viö hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gcstum í salinn eftir aö sýning hefst. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningu sýningardagana. Auk þess er tekið við pöntun- um í síma frá kl. 10 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta - Græna línan 996160. Leikhúskjallarinn er opinn öll föstudags- og laugardagskvöld. Leikhúsveisla; leikhúsmiði og þríréttuð máltíð öll sýningar- kvöld á stúra sviðinu. Borðapantanir í miðasölu. Leikhúskjallarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.