Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 21 Sjálfstæðisféiag Kópavogs: Jón Kristinn Snæhólm kjör- inn formaður JON Kristinn Snæhólm, sagn- fræðinemi, var kjörinn formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs á ný- legum aðalfundi félagsins. Jón Kristinn hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um árabil og er m.a. varafulltrúi flokksins í bæjarstjórn. Auk Jóns Kristins voru kjörin í stjórn þau Sverrir Matthíasson, vara- formaður, Birgir Ómar Haraldsson, ritari, Sigurrós Þorgrímsdóttir, gjald- keri, Jón Guðmann Pétursson, Óli B. Lúthersson, Guðrún Stella Gissur- ardóttir, Guðni Níels Aðalsteinsson og Jón Halldórsson. Reglur um flugrekstrarleyfi: Íslendíngar hafa reynt að fara meðalveginn -segir Pétur Einarsson flugmálastjóri Jón Kristinn Snæhólm íþróttamiðstöð í Grafarvogi: Hagvirki bauð 55,2 milljónir króna í þak og klæðningu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði Hagvirkis hf. í tvö verk við Iþróttamiðstöðina í Grafarvogi. Óskað var eftir til- boðum í þak hússins og utanhús- klæðningu ásamt gluggum og gleri. Hagvirki hf. bauð 32.050.245 milljónir króna, sem er 90,94% af kostnaðaráætlun í þakið og var það þriðja lægsta boð og 23.163.756 milljónir króna sem er 104,1% af kostnað- aráætlun í utanhúsklæðningu en það var lægsta boð. Fimm önnur fyrirtæki buðu í þak íþróttamiðstöðvarinnar og átti Fagtún hf. lægsta boð, tæpar 27 millj. eða 76,48% af kostnaðaráætl- un, Sveinbjörn Sigurðsson bauð rúmlega 30,7 millj. eða 87,39% af kostnaðaráætlun og þriðja lægsta boð átti Hagvirki hf. Istak hf. bauð rúmar 41 millj. eða 116,72% af kostnaðaráætlun, Örn Úlfar Andr- ésson bauð 52 millj. eða 147,56% af kostnaðaráætlun og Sigurður K. Eggertsson hf. bauð rúmar 60,7 millj. eða 172,35% af kostnaðar- áætlun. Auk Hagvirkis hf. buðu þijú önnur fyrirtæki í frágang á glugg- um, gler og utanhússklæðningu. Næst lægsta boð átti Sveinbjörn Sigurðsson hf., sem bauð rúmlega 26,1 millj. eða 117,63% af kostn- aðaráætlun, þá S.R. Sigurðsson, Járnsm.-Verktak, sem bauð 26,5 millj. eða 119,50% af kostnaðar- áætlun og loks Örn Andrésson, sem bauð 27,5 millj. eða 123,68% af kostnaðaráætlun. PETUR Einarsson, flugmálastjóri, segir að það sé rétt að það séu engar samræmdar reglur til innan Evrópurbandalagsins um flug- rekstrarleyfi eins og sagt er frá í frétt í Morgunblaðinu, en hins vegar liggi fyrir drög að slikum reglum sem ef til vill eigi eftir að taka breytingum. Ýmsar þjóðir væru með injög harðar reglur í þessum efnum en Islendingar hefðu þrætt meðalhófið og stydd- ust við reglur sem væru nvjög svip- aðar þeim reglum sem hafi verið lagðar fram innan EB. Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Atlantsflugs, sagðist hafa bent á að þær kröfur sem gerðar væru hér á landi við veitingu slíkra leyfa giltu almennt ekki í öðrum Evrópulöndum. Halldór sagði að þær tillögur sem nú liggja fyrir innan EB og eru hluti af svokölluðum „þriðja pakka“ í flug- málalöggjöf sem framkvæmdastjórn EB hefut' lagt fram gerðu ráð fyrir að settar yrðu fjárhagslegar kröfur gagnvart flugrekendum. Hins vegar væru sett önnur skilyrði gagnvart þeim sem sækja um flugrekstrarleyfi í fyrsta sinn en við endurnýjun flug- rekstrarleyfa. „Þessar kröfur hafa verið gagniýndar fyrir að vera of strangar. Ég skil því ekki af hveiju allt í einu eru settar fram þröngar kröfur hér á landi sem stórþjóðirnar í kringum okkur treysta sér ekki til að gera,“ sagði hann. Pétur sagði að margar þjóðir Evr- ópu væru með mjög harðar reglur í þessum efnum, til dæmis Svíþjóð og Bretland, jafnframt því sem Banda- ríkjamenn væru með mjög þróaðar reglur um þessi efni. Þessar reglur væru yfirleitt ekki gefnar út opinber- lega heldur samþykktar sem vinnu- reglur innan flugmálastjórnanna, það er sá hluti þeirra sem snýr að fjárhagslegri getu umsækjenda. Sagði hann að íslendingar hefðu þrætt meðalhófið í þessum efnum og þær regiur sem við styddumst við væru mjög svipaðar þeim sem lagðar hefðu verið fram hjá Evrópubanda- laginu. Reglur EB væru kannski heldur strangari en okkar þar sem þær gerði ráð fyrir sífelldri endur- skoðun flugrekstrarleyfa, en hér væri einungis gert ráð fyrir eftirliti við frumútgáfu leyfis eða endurnýjun þess. Esjan og Heklan heita nú Kistufell og Búrfell NAFNABREYTING hefur nú farið fram á Esjunni og Hekl- unni, sem áður voru í eign Ríkis- skipa. Við yfirtöku Samskipa á skipunum ber Esjan nú nafnið Kistufell, en Heklan nafnið Búr- fell. Allt eru þetta fjallanöfn. Víða um land eru fjöll, sem bera nafnið Kistufell og mjög mörg fjöll bera nafnið Búrfell. Munu þau skipta nokkrum tugum. Áhöfn Kistufells er 10 manns, skipstjóri Jón Arnórsson. Skipið fer væntanlega á Austfjarðahafnir á morgun, laugardag. Áhöfn Búrfells er einnig 10 manns, skipstjóri Jón Ingólfsson, og fer Búrfellið sína fyrstu ferð á vegum Samskipa á þriðjudag, hringferð vestur um land. Þriðja strandferðaskipið er svo Arnarfell, áhöfn 11 manns, skip- stjóri Kristinn Aadnegaard. Það hefur verið í strandferðasiglingum um árabil. Borgarráð: 5,7 milljómr til land- kynningar í Japan BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu ferðamálanefndar Reykjavík- urborgar um að borgin taki þátt í Islandskynningu í Japan. Kynningarátakið stendur fram til 31. mars 1994 og mun markaðs- skrifstofa í Japan sjá um allar framkvæmdir. Að sögn Ólafs Jónss- onar upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, er gert ráð fyrir að lilutur borgarinnar í kostnaði vegna átaksins verði 2 milljónir á þessu ári, 3 milljónir árið 1993 og 700 þús. árið 1994. Að tillögu ferðamálanefndar hef- ur borgarráð samþykkt samstarfs- samning, sem gerðut' hefur verið milli ferðamálanefndar Reykjavík- urborgar, Ferðamálaráðs íslands, Félags íslenskra ferðaskrifstofa, Flugleiða og Sambands veitinga- og gistihúsa um landkynningu í Japan. Samningurinn gerir ráð fyr- ir að Ferðamálanefnd Reykjavíkur og Ferðamálaráð skipti með sér föstum skrifstofukostnaði vegna átaksins en Samband veitinga- og gistihúsa, Félag íslenskra ferða- skrifstofa og Flugleiðir greiði 2% af tekjum fyrirtækjanna af sölu á Japansmarkaði. Verður það fé nýtt til að kynna fyrirtækin og til út- gáfu á bæklingum. „Island hefur fengið góða kynn- ingu í Japan með heimsóknum Vig- dísar Finnbogadóttur forseta þang- að á undanförnum árum,“ sagði ólafur. „Og það er talið að Japans- markaður sé einn áhugaverðasti ferðamannamarkaður í heimi. Jap- anir ferðast mikið og eyða töluverð- um peningum á sínum ferðalögum." Jón Sigurðsson tón- listammður látínn JÓN Sigurðsson fyrrverandi bankamaður lést á Borgarspítal- anuni í fyrradag eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu, 66 ára að aldri. Hann var kunnur tónlistar- maður og höfundur dægurlaga- texta. Jón var fæddur á Brúnum undir Eyjafjöllum 13. júlí 1925, sonur hjónanna Bjargar Jónsdóttur og Sigurðar Vigfússonar kennara, bónda og organista. Hann fluttist að Ásólfsskála í sömu sveit og ólst þar upp. Ungur fór Jón til Reykja- víkur og gerðist fljótlega starfsmað- ur Búnaðarbankans þar sem hann vann þar til fyrir fjórum árum. Hann var um tíma útibússtjóri í Seljaútibúi Búnaðarbankans í Mjódd. Jón var kunnur tónlistarmaður. Hann lék í áratugi á harmoníku í danshljómsveitum, lengst af með eigin hljómsveit. Jón var mikilvirkur textahöfundur og á um 300 dægur- lagatexta á hljómplötum. Einnig samdi hann allmörg dægurlög sem náðu vinsældum. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Jón Sigurðsson. Helga Helgadóttir frá Kálfafelli í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafells- sýslu. Þau bjuggu síðastliðinn ald- arfjórðung í Kópavogi. Jón og Helga eignuðust fjögur börn. KJUKUNGAR ÁK0STAB0ÐI Fjölskyldupakki fyrir 5. 10 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verð 2000 kr. Athugib abeins 400 kr. á mann. Fjölskyldupakki fyHr 3. 6 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verð 1300 kr. Pakki fyrir 1. 2 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verð 490 kr. Þú getur bæbi tekib matinn meb þér heim eba borbab hann á stabnum. Simi 29117 Hraórétta veitingastaóur • hjarta borgarinnar Sími 16480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.