Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 13 Um æviráðningu háskólakennara eftir Illuga Gunnarsson Háskóli íslands er ein mikilvæg- asta menntastofnun landsins. Til hans er gerð sú krafa að hann sé leiðandi afl á sviði mennta og rann- sókna. Til þess að geta staðið undir þessari kröfu er það grundvallaratr- iði að til starfa við skólann veljist hinir hæfustu menn á hverjum tíma. Nauðsynlegt er að tryggja þeim sömu mönnum laun, sem eru sam- bærileg við þau laun sem þeir fengju á hinum almenna vinnumarkaði. Við val á prófessorum er skólan- um vandi á höndum. Oft er um að ræða val á milli mjög frambærilegra manna, þar sem vart má á milli sjá hver er hæfastur. Valið fer þannig fram að skipuð er þriggja manna dómnefnd, einn er skipaður af Háskólaráði, einn af menntamálaráðherra og einn er skipaður af þeirri deild sem umsækj- andi á að starfa við. Dómnefndin metur störf umsækjanda á því sviði sem hann byggst starfa og sé það álit nefndarinnar að hann fullnægi þeim skilyrðum sem lög kveða á um, er það deildarinnar að ákveða hver umsækjendanna hlýtur starfið. Hinn heppni er síðan ráðinn, ævilangt. Það hlýtur að vera augljóst að í þessu fyrirkomulagi felst ákveðin hætta fyrir Háskólann. Engin nefnd, hversu vel sem hún er annars skip- uð, er óskeikul. Sú hætta hlýtur að vera fyrir hendi að prófessor sem ráðinn hefur verið ævilangt sinni ekki skyldum sínum, hvorki á sviði rannsókna né kennslu. Ekki má taka orð mín svo, að þetta sé stórt vandamál við Háskól- ann, mikill meirihluti prófessora við skólann sinnir störfum sínum af kostgæfni og trúmennsku. Slíkir menn þurfa í raun ekki á æviráðn- ingum að halda, þar sem skólanum er hagur í að hafa þá í vinnu. En það getur ekki samrýmst reglum Háskólans að skólayfirvöld geti ekki Illugi Gunnarsson „Sú sjálfsagða regla gildir, að nemendum er gert að víkja standi þeir sig ekki í námi. Sama regla hlýtur að gilda um störf kennara." vísað þeim mönnum úr starfi sem berir verða að vanrækslu eða áhuga- leysi. Við öll störf er það nauðsynlegt að veita mönnum aðhald, annars geta menn orðið værukærir. En hitt er öllu alvarlegra að vanhæfir menn geti haldið hæfum mönnum frá stöð- um með það eitt að vopni að vera æviráðnir. Nemendur hljóta að gera þá kröfu að störf prófessora séu metin með ákveðnu millibili, þannig að tryggt sé að gæði Háskólans séu í hámarki á hveijum tíma. Sú sjálfsagða regla gildir, að nem- endum er gert að víkja standi þeir sig ekki í námi. Sama regla hlýtur að gilda um störf kennara. Höfundur er nemi íhagfrieði við H.I. Mælsku- og rök- ræðukeppni eftír Gunnjónu Guðmundsdóttur Fyrri umferð í mælsku- og rök- ræðukeppni I. ráðs ITC verður hald- in sunnudaginn 2. febrúar nk. og hefst kl. 13. Keppnin er útsláttar- keppni þar sem fjögur lið keppa um rétt til áframhaldandi þátttöku. Tvær tillögur liggja fyrir fundinum, en þær eru: 1. „Lagt er til að utan- landsferðir íslendinga verði bannað- ar í eitt ár.“ Meðmælandi er ITC Ýr en ITC Harpa andmælir. 2. „Lagt er til að framleiðsla og sala áfengis verði gefin frjáls á Islandi.“ ITC Korpa er meðmælandi en ITC Björk- in andmælir. ITC-samtökin eru alþjóðleg og stendur ITC fyrir „International Tra- ining in Communication“, sem merk- ir á íslensku þjálfun í samskiptum. Samtökin voru stofnuð í Kaliforníu 1938 og hafa nú borist til 24 landa. Á íslandi numu þau land 1973 og eru nú starfandi 18 deildir víða um land. í hverri deild starfa frá tíu til þtjátíu félagar og eru fundir haldnir tvö kvöld í mánuði. Deildirnar skipt- ast síðan niður í þijú ráð, sem halda þijá til fjóra fundi á vetri, svokallaða ráðsfundi. Ráðin þijú nefnast fyrsta, annað og þriðja ráð og saman mynda þau landssamtökin ITC. Starfsárinu lýkur síðan með landsþingi lands- samtaka ITC á vorin. ITC leggur áherslu á að kenna fólki að tjá sig, vera málefnalegt og koma hugsun sinni skýrt til skila. Einnig er lögð áhersla á að félagar fái þjálfun í fundarstjórn og læri að Gumijóna Guðmundsdóttir „ITC leggur áherslu á að kenna fólki að Ijá sig.“ skipuleggja dagskrá funda. ITC veit- ir félögum sínum tækifæri til að þjálfa sig í vinsamlegu umhverfi og hjálpar þeim þannig að öðlast ör- ugga og yfirvegaða framkomu. ITC-samtökin eru í rauninni afar ódýr skóli, þar sem hver og einn ræður sínum námshraða og ákveður hvenær hann eða hún útskrifast. Sumir halda áfram árum saman, m.a. vegna félagsskaparins, á meðan aðrir hverfa til starfa á öðrum vett- vangi, reynslunni ríkari. Höfundur er blaðafulltrúi ITC. markadur BÍLDSHÖFÐA 10 Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtækja-hefurstór-útsölumarkarðurinn svo sannarlega slegið í gegn og stendur undir nafni. OPNUNARTÍMI Föstudaga kl. 1 I: I 13-19 1 Laugardaga l d. 10-16 I 1 Aðra daga l tl. 13-18 | Fjöldi fyrirtækja - gífurlegt vöruúrval STEINAR Hljómplötur — kasettur STRIKIÐ Skór á alla fjölskylduna KARNABÆR Tískufatnaður herra og dömu SONJA Tískufatnaður KJALLARINN/KÓKÓ Alhliða tískufatnaður STUDIO Fatnaður PARTY Tískuvörur SAUMALIST Allskonar efni BOMBEY Barnafatnaður ARBLIK Peysur BLOMALIST Allskonar gjafavörur XOG Z Barnafatnaður KAPUSALAN Kvenfatnaður Undirfatnaður OG MARGIR FLEIRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.