Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 // Ec) veit hver hLóbþrýstingur þinn, er ó hnncJLeggnum^ /" En sú heppni. Þetta er ör sem Stattu ekki eins og nátttröll. tilheyrir þjóðflokki sem talinn Sneiddu ofan af egginu maður! var útdauður ... HÖQNI HREKKVÍSI Fáránlegt að skattleggja sparifé Sú fáránlega hugmynd að leggja skatt á sparifé landsmanna virðist njóta vinsælda um þessar mundir hjá stjómarandstöðunni enda misvitrir stjómmálamenn þar í forsvari. Allan vanda á að leysa með því að taka fé sparifjáreig- enda, sem þegar er búið að skatta, og nota það til að rétta af ríkis- sjóð. Þessir góðu menn gleyma því að auðvitað munu sparifjáreigend- ur taka út sitt sparifé og nota það fyrir sjálfa sig ef skattlagning kemur til og því yrði lítið sparifé til að skattleggja þegar til kæmi. Þetta er ósköp einfallt mál en virð- ist þó ekki nógu einfalt til að allir skilji. Þegar fólk verður neytt til að hætta að leggja fyrir verður hag þjóðarinnar illa komið. Allt yrði að fjármagna með erlendum lán- um (enginn mun kaupa ríkis- skuldabréf t.d. eftir að þau hafa- verið skattlögð). Útlendingar sem hingað lána fé hagnast vel á háum vöxtum og ekki getum við skattlagt þá. En þetta er víst skyn- samlegt, að mati stjómarandstöð- unnar. Það vantar bara óðaverð- bólgu eins og var hér fyrir einum áratug - þá yrðu vinstri menn ánægðir. Þá töpuðu þeir sem voru svo heimskir að reyna að spara öllu sínu sparifé - en ekki minnist ég þess að talað hafi verið um skattaafslátt til að bæta þeim skaðann. Það eina sem skyggir á þessa framtíðarsýn vinstri manna er að nú era spariljáreigendur betur á verði og ekki víst að eins auðvelt verði að draga þá á asnaeyranum og hirða af þeim spariféið. Umtal- ið eitt um þessa nýju skattastefnu er farið að skaða þjóðarbúið því minni áhugi er á ríkisskuldabréf- um en áður og mun sala þeirra hafa dregist saman. Manni verður líka hugsað til þess hvort ekki borgi sig að losa sig við þessi bréf fyrr en seinna, því ef þau verða skattlög verða þau innleyst í svo miklu magni að verðgildi þeirra mun hrapa niður úr öllu valdi. Þetta vita allir sem þekkja eðli skuldabréfa en fólk hefur ekki verið varað við þessari hættu. Þvert á móti er haldið áfram að auglýsa þessi bréf og lögð áhersla á það í auglýsingunum að þau séu skattfijáls. Borgari Þessir hringdu . . Þátturinn verður endurfluttur Óskað var eftir því í Velvak- anda miðvikudaginn 29. janúar að þáttur Aðalstöðvarinnar ís- lendingafélagið, sem tileinkaður var 100 ára afmæli Ólafs Thors og fluttur var 17. janúar, yrði endurfluttur. Þátturinn var endur- fluttur sunnudaginn 26. janúar og hefur Aðalstöðin ákveðið að fytja hann á ný kl. 22.10 sunnu- daginn 2. febrúar. Nagladekk valda mengun Ragnheiður hringdi: Vitað er að nagladekk skemma götur og kostar gatnaviðhald af þessum sökum mun meira en ella. Nú hefur komið í ljós að naglarn- ir valda auk þess mikilli mengun. í einni snjóþyngstu borg í heimi, Sapparó, hafa naglamir verið bannaðir vegna mengunar. Fólk áttar sig ekki á þessu enda hefur ekkert verið fjallað um þetta hér á landi. Reykingar Lesandi hringdi: Það var ljót að sjá reykingasen- una í Sjónvarpinu þegar þeir vora að koma af fundi, Jón Baldvin Hanníbalsson, Þorsteinn Pálsson og Þórarinn V. Þórarinsson. Eg tel að stjómmálamenn ættu ekki að reykja á almannafæri og hafa þennan ósið fyrir ungu fólki. Þá skil ég ekki hvers vegna Sjónvarp- ið vill ekki sýna mynd sem sýnd hefur verið í skólum að undanf- örnu og fjallar um skaðsemi reyk- inga. Þessi mynd hefur verið sýnd í skólum með góðum árangri. Ég hélt að Sjónvarpinu væri skylt að leggja sitt af mörkum í þessu efni. Hringir Tveir silfurhringir, annar með svörtum steini en hinn bylgjóttur í laginu, töpuðust við Hamraborg eða Menntaskólan í Kópavogi föstudaginn 17. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 44832. Vettlingar Tapast hafa grænir fingravettlingar, 25. janúar, á Umferðarmiðstöðinni eða við Keil- una í Öskjuhlíð. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 34464. Víkverji skrifar A Atímum bölmóðs og svartsýni í þjóðfélaginu ætla háskóla- menn að efna til atvinnumálaráð- stefnu í Háskólabíói í dag með það fyrir augum að vekja umræðu um hvað framundan er í þjóðfélaginu og þá sérstaklega meðal mennta- manna. Að ráðstefnunni standa at- vinnumálanefnd Stúdentaráðs, Upplýsingaþjónusta Háskólans og Kynningarnefnd HÍ. Ráðstefna þessi er áreiðanlega þarft og tíma- bært framtak, þar.sem nú ríkja þær aðstæður í þjóðfélaginu að jafnvel er farið að bera á atvinnuleysi með- al háskólamenntaðs fólks. Ungt fólk sem er að útskrifast úr háskól- anum getur ekki lengur gengið að því vísu að þess bíði trygg störf úti í þjóðfélaginu og því ekki að undra að uggur sé í mörgum háskólanem- anum. Frumkvæðið að ráðstefnunni er ekki síst Jóns Erlendssonar, for- stöðumanns Upplýsingaþjónustu Háskólans. Hann hefur öðrum fremur blásið á alla bölsýni og haft á því óbilandi trú að með því að virkja og tengja saman þekkinguna innan háskólans og reynsluna, hug- myndirnar og athafnaþrána úti í þjóðfélaginu megi vinna sig út úr öllum vanda á tiltölulega skömmum tíma. Hann hefur á undanförnum árum unnið af því af mikilli eljusemi að byggja upp þekkingu og afla sambanda og gagna á sviði atvinnu- mála til að koma á fót upplýsinga- miðstöð á þessu sviði. Hugmyndin er að reka síðan á þessum granni afkastamikið en ódýrt kerfi til að aðstoða stúdenta jafnt sem ei'n- staklinga í atvinnulífi við sívirkt sjálfsnám um atvinnumál og sköpun tækifæra á því sviði. Víkveiji dagsins hefur átt þess kost að fylgjast með. óbilandi eld- móði Jóns í þessu efni og getur ekki annað en dáðst að því hvemig hann hefur yfirstigið öll tregðulög- mál vantrúar og áhugaleysis. Árangurinn er m.a. ráðstefnan í dag og ijölskrúðugur hugmyndabanki sem Jón hefur sjálfur af ýtni krafið forsvarsmenn milli 30 og 40 fyrir- tækja um, og ætlar stúdentum að geta sótt í efni að náms- og loka- verkefnum í háskólanum. Einhveij- um kann að þykja nóg komið af loftköstulum en Víkveiji getur ekki að því gert að finnast þetta ólíkt fijórra en loka sig af í fílabeinst- urni fræðanna eins og sumir vilja meina að sé ekki óþekkt vestur á Melum. XXX ótt Víkveiji sé sanntrúaður markaðssinni fínnst honum undur og stórmerki að verða vitni að því hvernig allt í einu verður til markaður þar sem ekkert var fyrir og sem lýtur sínum eigin lögmálum. Málavextir: Meðal ungra stráka í a.m.k. ákveðnum hverfum borgar- innar hefur gripið um sig æði sem lýsir sér í því að þeir safna í gríð og erg myndum af leikmönnum í NBA, úrvalsdeildinni bandarísku í körfuknattleik. Verslanir sem hafa þessar myndir á boðstólum hafa vart undan að panta þær inn, og enginn kann almennilega skýringu á því hvernig þetta fyrirbæri er til orðið. 1 sjálfu sér má segja að þessi söfnunarárátta sé ekki mikið frá- brugðin því þegar Víkveiji og hans kynslóð safnaði leikaramyndum hér í fyrndinni. Það var hins vegar fyr- ir daga sjónvarps þegar 3-bíóin voru og hétu, en hjá drengjunum virðist ásóknin í körfuboltamynd- irnar snöggt um meiri en áhuginn á íþróttinni. Fróðlegast hefur þó verið að fylgjast með því hvernig markaður hefur myndast með myndirnar og mismunandi gengi orðið til á leikmönnum á afar lífleg- um skiptimarkaði. Þannig fer Mich- ael Jordan, sú frækna körfubolta- hetja, á tíföldu gengi, þ.e.a.s. gefa þarf tíu myndir af hinum minni spámönnum bandarísks körfubolta fyrir eina af kappanum Jordan. Gengi „Magic" Johnsons, annars frægs kappa, hefur hins vegar eðli- lega fallið nokkuð stöðugt frá því að hann tilkynnti um alnæmissmit sitt. Á þessum sérstæða dverg- markaði er engin opinber íhlutun og þess vegna virka lögmálin. xxx Og enn í sama dúr. Nú má lesa um það í útlendum blöðum að markaðshyggja Rússa er jafnvel farin að ganga fram af Vestur- landabúum. í leiðara síðasta Ec- onomist, breska vikuritsins, er verið að fjalla um þann vanda sem Sam- einuðu þjóðirnar standa frammi fyrir við fjármögnun friðarsveita sinna. Þar kemur fram að Rússar hafa varpað fram þeirri tillögu að fjölþjóðleg stórfyrirtæki sem hafa hagsmuna að gæta á ófriðarsvæð- um heimsins, verði fengin til að kosta friðargæslusveitirnar sem beri þá jafnframt fyrirtækjamerki þeirra á búningunum. Þannig yrðu friðargæslusveitirnar í Kúvæt kyrfilega merktar í bak og fyrir með Exxon, rétt eins og gerist nú í íþróttunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.