Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 48
Rétti val- .. kosturirm SJOVAOPALMENNAR MORCIJNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆT! 85 FOSTUDAGUR 31. JANUAR 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þernurnar Sigrídur Sæunn Óskarsdóttir og Bjarney Valgeirsdóttir í rústum veitingasölunnar. Heijólfur fékk á sig brotsjó milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja: Mildi að enginn slasaðist V estmannaeyj um. FARÞEGASKIPIÐ Herjólfur fékk á sig slæman brotsjó þegar skip- ið var á áætlunarleið sinni frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja síðdeg- is í gær. Gluggi í farþegasal brotnaði og skall sjór inn um gluggann á þil veitingasölu sem mölbrotnaði. Mest allt sem í veitingasölunni var eyðilagðist eða skemmdist en engin slys urðu á fólki. Jón Eyjólfsson skipstjóri sagði að hnúturinn hefði tekið sig upp rétt við stjórnborðssíðu skipsins. Hann hafi séð hann rísa upp og reynt að beygja undan en hnútur- inn hafí verið svo nærri að hann hafí skollið á skipinu. Mikil mildi var að ekki urðu slys á fólki en farþegar sem í salnum voru héldu sig bakborðsmegin þar sem skip- stjórinn hafði bannað að setið væri stjórnborðsmegin á leiðinni. „Ég átti að vera inni í veitinga- sölunni en settist í augnablik fram í sal til að tala við aðra þernu sem þar var. Ég ætlaði að fara að standa upp til að fara inn í veitinga- söluna þegar brotið kom inn. Ég hefði örugglega slasast hefði ég verið þarna inni því þá hefði þilið sem brotnaði lent á mér,“ sagði Bjarney Valgeirsdóttir, þerna á Heijólfi. Grímur Rí kisskattstj óri: 900 milljonirnar verða skatt- lagðar við álagningu 1993 Svo fremi sem fjármálaráðherra skýtur málinu til dómstóla Háskólinn: Innritunar- gjöld hækka ■'um 15þús. HÁSKÓLARÁÐ tók ákvörðun um að hækka innritunar- og efnis- gjöld háskólanema næsta skólaár um 15.000 krónur á fundi sinum i gær. Sveinbjörn Björnsson há- skólarektor segir að með hækkun- inni náist um 75 millj. en þá vanti enn 120-150 millj. Háskólanemar greiddu 7.700 kr. í skólagjöld á þessu skólaári. Svein- björn Björnsson háskólarektor sagði að í bókun Háskólaráðs kæmi fram að ráðinu væri þvert um geð að hækka gjöldin. -----»--»-■♦- Vextir Lands- banka lækka um 0,25-0,5% LANDSBANKI íslands lækkar nafnvexti inn- og útlána um 0,25-0,5% nú um mánaðamótin. Eftir lækkun verða forvextir víxla 15,25%. Sparisjóðirnir og Islands- banki taka ákvörðun um vaxta- breytingar í dag. - -* Búnaðarbanki Islands hefur þegar tekið ákvörðun um lækkun nafn- vaxta í kringum 2% og verður með lægstu vextina samkvæmt því áfram. Sjá frétt á bls. 4. -----» ■♦ »-- Rektor Tækniskólans: Blokkir án járnabindinga \ veggjum HÉR Á LANDI eru heilu íbúðar- blokkirnar byggðar án járnabind- . ^inga í veggjum, segir Guðbrandur Steinþórsson, rektor TÍ, í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann seg- ir að liönnun húsa sé ábótavant, of mikið vatn sé í steypu og fagleg- ur metnaður hafi verið vanræktur i iðnfræðslunni. Guðbrandur segir óskiljanlegt að menn spari við járnabindingu húsa vitandi hversu sá þáttur geti skipt miklu máii varðandi öryggj. Sjá bls. 35: „Fúsk í bygging- ariðnaði“. Miðað við breytingu lánskjaravísi- tölu frá því að samningurinn var gerður fyrir 18 mánuðum, má því RIKISSKATTSTJÓRI mun sam- kvæmt upplýsinguin Morgun- blaðsins gefa skattstjórum skatta- ætla að Sameinaðir verktakar eigi um 1.470 milljónir króna í óúttekn- um bankabréfum til fimm ára. Út- umdæmanna á Islandi þau fyrir- mæli að skatlleggja þær 900 millj- ónir króna sem hluthafar Samein- greiðslurnar til Sameinaðra verktaka eru ekki hafnar, samkvæmt upplýs- ingum Stefáns Friðfinnssonar, for- stjóra Aðalverktaka, vegna þess að enn er ekki búið að ganga frá öllum eignaskiptum, svo sem húseigna- skiptum Samkvæmt samningi ríkisins við Sameinaða verktaka og Regin hf. minnkaði eignarhlutur Sameinaðra verktaka í íslenskum aðalverktökum úr 50% í 32% og hlutur Regins hf. úr 25% í 16%. Hlutur ríkisins jókst að sama skapi úr 25% í 52%. Svo aðra verktaka fengu greiddar 19. þessa mánaðar, sem um arð- greiðslur væri að ræða, ef fjár- virðist sem Sameinaðir verktakar fái 86 milljónir króna, við það að minnka eignarhlut sinn í Aðalverktökum úr 50% í 32% og Reginn hf. að sama skapi 43 milljónir króna fyrir að minnka sinn eignarhlut úr 25% í 16%. Þetta er langt innan við raun- verulegt innra virði Aðalverktaka hvort sem miðað er við hvers virði félagið var þegar samningurinn var gerður, eða við það hvers virði það er eftir að búið er að greiða eig- endunum út þá 2,4 milljarða króna sem um samdist að minnka höfuð- stól Aðalverktaka um. Sjá fréttaskýringar og fréttir á miðopnu, bls. 24-25. málaráðherra ákveður að skjóta málinu til dómstóla. Það hefur það í för með sér, að þeir sem ekki eiga ónýtt skattatap munu þurfa að greiða skatta af þessum greiðslum, sem um tekjur væri að ræða. Verði úrskurður dómstóla fjármálaráðuneytinu í óhag, þeg- ar þar að kemur, munu gjaldendur eiga endurkröfurétt á hendur rík- issjóði. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra mun að líkindum vísa til dóm- stóla ágreiningsefni Félags vatns- virkja hf. og ríkisskattstjóra, þar sem embætti ríkisskattstjóra hefur ekki fallist á úrskurð ríkisskattanefndar í þá veru að Félag vatnsvirkja sem á 7% í Sameinuðum verktökum hafi haft heimild til útgáfu jöfnunarhluta- bréfa á síðasta ári, umfram það sem ríkisskattstjóri hafði álitið. Hjá ríkis- skattstjóra er nú í vinnslu álitsgerð um þetta mál sem fjármálaráðherra mun fá í hendur öðru hvorum megin við helgina. Embætti ríkisskattstjóra upplýsti Morgunblaðið í gær að ef þessi yrði niðurstaðan, þá giltu fram að dóms- orði þau fyrirmæli sem ríkisskatt- stjóri gæfi skattstjórum umdæm- anna um álagningu. Það hefði það í för með sér að þær 900 milljónir króna sem greiddar voru út til hlut- hafa Sameinaðra verktaka 19. janúar sl. yrðu skattlagðar sem arður, þar sem það á við, á næsta ári. Islenskir aðalverktakar: -Ríkið jók eignarhlut sinn um 27% fyrir 129 milljónir Aðrar útgreiðslur eru samkvæmt samkomulagi eigenda um að lækka eiginfjárstöðu Aðalverktaka um 2,4 milljarða króna SAMEINAÐIR verktakar eru enn ekki farnir að taka út neitt af þeim l. 340 milljónir króna sem þeim ber, samkvæmt samningi ríkisins við ^pjSamcinaða verktaka og Regin hf. frá því í júlí 1990. Samningurinn fól m. a. í sér að eigendur íslenskra aðalverktaka tækju út af höfuðstól fyrirtækisins samtals um 2,4 milljarða króna. Ríkissjóður hefur þegar tekið þær 400 milljónir króna sem honum bar, samkvæmt samningn- um, og Reginn þær 670 milljónir sem lionuin bar. Útreikningar gefa til kynna að ríkið hafi aukið eignarhlut sinn í Aðalverktökum um 27%, fyrir 129 milljónir króna, sem skiptast þannig að í hlut Sameinaðra koma 86 miHjónir króna og í lilut Regins hf. 43 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.