Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 -T Morgunblaðið/Emilía Frá fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær. Frá vinstri: Magnús Gunnarsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Ellert Borgar Þorvaldsson, Jóhann G. Bergþórsson, Magnús Jón Árnason, Gunnar Rafn Sigurbjðrnsson bæjarritari, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Ingvar Viktorsson, Árni Hjörleifsson og Valgerður Guðmundsdóttir. Samanburður óhagstæðari sé tekjuskatturinn tekinn út - segir Jóhann G. Bergþórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjóm Hafnarfjarðar um rök bæjarsljóra vegna gagnrýni ASI JÓHANN G. Bergþórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar, segir meirihluta Alþýðuflokks í bæjarstjórninni beija hðfð- inu við stein og neita að horfast í augu við staðreyndir þegar hann reyni að sverja af sér gagnrýni ASÍ á skattbyrðar í bænum. Hann segir að rök bæjarstjóra, um að samanburður á gjöldum sveitarfélag- anna sé ósanngjarn þar sem tekjuskattur sé tekinn með, falli um sig sjálf þar sem samanburðurinn sé þvert á móti óhagstæðari þegar tekju- skatturinn haFi verið dreginn út. Allharðar umræður urðu í bæjar- s^jórn Hafnarfjarðar í gær um bréf sem ASÍ sendi Guðmundi Árna Stefánssyni, bæjarstjóra, þar sem fram kemur að greiðslur meðalfjöl- skyldu í fasteignagjöld, telguskatt og útsvar á árinu 1992 séu hæstar í Hafnarfirði af bæjarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Þáttur þreytu og syfju í um- ferðarslysum rannsakaður RANNSÓKNARSTOFA geð- deildar Landspítalans og Um- ferðarráð hafa ákveðið að rann- saka þátt þreytu og syfju í umferðarslysum. Leitað verður til allra þeirra, sem lent hafa í umferðarslysum við að aka út af vegi á tímabilinu 1. janúar 1989 til 31. desember 1991, til að taka þátt í rannsókninni. Rannsóknin felst í því að þátt- takendum er sendur spurningalisti um helstu ástæður óeðlilegrar syfju, um heilsufar og fieira. Upp- lýsingar um umferðarslysin eru fengnar úr lögregluskýrslum sem Umferðarráð hefur skráð. Tölvu- nefnd hefur héimilað rannsóknina svo og dómsmálaráðuneytið um aðgang að lögregluskýrslum. Til þess að marktækar niður- stöður fáist úr rannsókninni verð- ur einnig leitað samtímis til samanburðarhóps sem valinn verður af handahófi úr þjóðskrá. í fréttatilkynningu um rann- sóknina segir m.a. að ein af ástæð- um umferðarslysa sé talin vera þreyta og syfja bílstjóra. Lítið sé þó vitað um heildaráhrif syfju á umferðarslys þar sem rannsóknir hafi hingað til einskorðast við sjúklingahópa. Ef í ljós kæmi að svokallaður kæfisvefn, svefnvand- amál sem einkennist af öndunar- hléum í svefni, háværum hrotum og dagsyfju, skipti verulegu máli í umferðarslysum mætti hugsan- lega draga úr tíðni slíkra slysa í framtíðinni. Jafnframt segir í fréttabréfi að farið verði með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og fyrirhugað sé að bjóða þeim, sem hafa ein- kenni syfjusjúkdóma, til frekari rannsóknar kæri þeir sig um. -------------- Sundlaug Kópavogs: 9,1% hækkun á gjaldskrá BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt beiðni íþróttafulitrúa um 9,1% hækkun á gjaldskrá Sundlaugar Kópavogs. Hækkunin er til samræmis við gjaldskrár sundlauga í nágranna- sveitarfélögum. Einstakur miði full- orðinna hækkar úr 110 krónum í 120 krónur. Einstakur miði barna hækkar úr 50 krónum í 60 krónur. 30 miða afsláttarkort fyrir fullorðna hækkar úr 2.500 krónum í 2.700 krónur og 10 miða kort fullorðinna hækkar _úr 1.000 krónum í 1.100 krónur. Árskort fullorðinna hækkar úr 14.300 krónum í 16.000 krónur. Guðmundur Árni Stefánsson, bæj- arstjóri, sagði á fundinum að mikils misskilnings gætti í útreikningum ASÍ og rangt væri farið með tölur. Tekjuskattur ríkisvaldsins sem væri alls 'Ahlutar af útsvarinu væri all- sendis óviðkomandi Hafnarfjarð- arbæ og því villandi og rangt að blanda þeim þætti inn í. Hann sagði Hafnarljörð væri í miðjunni hvað álögur sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu snerti. í Garðabæ væru útsvar og fasteigna- gjöld tæplega 1.000 krónum hærri en í Hafnarfirði, í Kópavogi væri samtalan rúmlega 1.000 lægri, í Mosfellsbæ væri upphæðin 9.000 krónum hærri, á Seltjarnamesi 2.000 krónum hærri en í Reykjavík væri þessi tala talsvert lægri. Hafnarfjörður ekki svefnbær Guðmundur Árni gagnrýndi að miðað væri við Reykjavík og sagði það fjarri öllu lagi að bera saman tekjumöguleika Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðar. Auk þess sagði hann Garðabæ, Mosfellsbæ og Sel- tjarnarnes vera sveitarfélög á allt öðrum grundvelli en Hafnarfjörð þar sem þar væri um mjög takmarkaða þjónustu að ræða á ýmsum sviðum sem íbúar sæktu til nágrannabyggð- arlaga. „Við Hafnfirðingar höfum haft til þess metnað að standa fyrir veiga- mikilli þjónustu við bæjarbúa og vera sjálfum okkur nógir á flestum sviðum. Við höfum aldrei verið og verðum aldrei svefnbær frá höfuð- borginni,“ sagði Guðmundur Árni. 23.600 króna gjaldaauki á heimili á ári Jóhann G. Bergþórsson vitnaði á fundinum í viðbótarútreikninga ASÍ þar sem tekjuskatturinn hafði verið dreginn út. Þar sagði hann að fram kæmi að meðalfjölskylda þyrfti að greiða í fasteignaskatt og útsvar 200.888 krónur í stað 179.500 í fyrra, sem næmi hækkun upp á rúm- lega 21 þúsund og væri 13,5% hærra en greitt væri í Reykjavík. „Samanburðurinn verður þannig óhagstæðari eftir að búið er að taka tekjuskattinn út en hann er auðvitað sá sami um allt land. Væri hann ekki tekinn út væru gjöldin 8,1% hærri en í Reykjavík," sagði Jóhann. Hann sagði að hækkumn á útsvar- inu leiddi til 106 milljón króna tekju- auka hjá sveitarfélaginu. „Ef við ályktum að það séu 4.500 heimili í bænum þá eru þetta 23.600 krónur á heimili. Með einhvetjum undarleg- um reikningskúnstum fær bæjar- stjórinn hins vegar út að þessi upp- hæð sé 2.400 krónur,“ sagði Jóhann. Ríkisvaldinu kennt um Hann gagnrýndi bæjarstjórann fyrir að varpa sífellt sökinni yfir á aðra. í fyrra hefði bæjarstjórnar- meirihlutinn ákveðið að Ieggja 5.000 króna skatt á íbúa vegna tilkomu sorpeyðingarstöðvar. Bærinn hefði hins vegar einungis greitt 9 milljón- ir til Sorpu en bæjarbúar hefðu ver- ið skattlagðir upp á 22,7 milljónir. „í rökstuðningi bæjarstjóra nú fyrir því að útsvarið ætti að hækka ur 6,7% í 7,5% var sama upp á tem ingnum, nema þá var ríkisvaldinu kennt um en ekki Sorpu,“ sagði Jó- hann. Hann sagði að staðreyndin væri sú að kostnaðaraukinn vegna auk- innar álögu ríkisvaldsins væri í hæsta lagi 47 milijónir en auk þess væri gjald til Sorpu upp á 10 milljón- ir. Gjaldaaukinn væri því í heild 57 milljónir en bæjarsjóður legði 106 milljónir á íbúa. í bónus hefðu síðan komið 50 milljónir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem skerða myndu framlag til annarra sveitarfélaga sem verr væru stödd. Bærinn með 100 milljónir í plús Magnús Jón Árnason, bæjarfull- trúi Alþýðubandalags, sagðist telja röksemdina sem Alþýðuflokkurinn beitti fyrir útsvai-shækkuninni furðulega. Hann sagðist draga í efa að skattbyrði Hafnarfjarðarbæjar vegna álögu ríkisvaldsins yrði hærri en 50 milljónir. Meirihluti bæjar- stjórnar ætlaði hins vegar að hækka útsvar um 11,9% sem gefa myndi 106 milljónir og þar við myndi bæt- ast 50 milljónir úr Jöfnunarsjóði. I heild væri bæjarsjóður því kominn með 100 milljónir í plús. „Bæjarstjóri treystir á að almenn- ingur kunni ekki að reikna. Hann leggur að jöfnu 11% lækkun á fast- eignagjöldum og 11,9% hækkun á útsvari. Þarna eru prósentur hins vegar reiknaðar af mismunandi gjaldstofni og tölur hallast á,“ sagði Magnús Jón. ---- ♦ ♦ ♦---- 101 kandídat brautskráð- ur á Há- skólahátíð HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður haldin í Háskólabíói laugardaginn 1. febrúar 1992 kl. 14.00 og fer þar fram brautskráning kandídata. Athöfnin hefst með því að Aðal- heiður Eggertsdóttir píanóleikari, Edda Kristjánsdóttir flautuleikari og Þórhildur Halla Jónsdóttir selló- leikari Ieika. Háskólarektor, Svein- björn Björnsson, ávarpar kandídata og síðan afhenda deildarforsetar prófskírteini. Félagsstofnun stúd- enta afhendir nú í fyrsta sinn kandí- dat styrk fyrir vel leyst og áhuga- vert lokaverkefni. Stúdentum frá Eystrasaltsríkjunum sem stunda nú nám í Háskóla íslands er sérstak- lega boðið til Háskólahátíðar. Að lokum syngur Háskólakórinn nokk- ur lög undir stjórn Ferenc Utassy. Að þessu sinni verður braut- skráður 101 kandídat og skiptast þeir þannig: Guðfræðideild. Embættispróf í guðfræði 2. Læknadeild. Náms- braut í hjúkrunarfræði. BS-próf í hjúkrunarfræði 1. Námsbraut í sjúkraþjálfun. BS-próf í sjúkra- þjálfun 1. Lagadeild. Embættis- próf í lögfræði 11. Heimspeki- deild. BA-próf í heimspekideild 25. Cand.mag.-próf 2. M. Paed.-próf 2. Bacc.philol.ísl.-próf. 1. B.Ph.Isl.- próf (íslenska fyrir erlenda stúd- enta) 1. Viðskipta- og hagfræði- deild. Kandídatspróf í viðskipta- fræði 16. Verkfræðideild. Loka- próf í rafmagnsverkfræði 1- Félagsvísindadeild. BA-próf í félagsvísindadeild 24. ( Raun- vísindadeild. BS-próf í raun- vísindadeild 15. Sveinn Björnsson sýnir í Hafnarborg Myndirnar málaðar við Sálma á atómöld eftir Matthías Johannessen SVEINN Björnsson listmálari opnar á morgun, laugardag, sýningu á 65 myndum unnum með pastel- og olíukrít í Menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, Hafnarborg. Myndirnar eru málaðar við ljóð Matthíasar Johannessen í Sálmum á atómöld. Þær eru allar unnar á síðasta ári. „Þannig var að ég fór til Skot- lands í maí í fyrra og hafði þá þessa bók með mér, nýju útgáfuna af Sálmum á atómöld," sagði Sveinn í samtali við Morgunblað- ið. „Ég fór nú til að spila golf en ég las bókina og teiknaði flestall- ar myndirnar í þessari ferð. Ég gat bara ekki hætt. Þegar ég kom heim fór ég í tíu daga til Akur- eyrar og setti lit í myndirnar. Ég lauk þeim svo Öllum síðastliðið sumar. Þær létu mig ekki í friði, ég varð að klára þetta.“ Sveinn sagði að trú og anda- gift í Ijóðum Matthíasar hefði haft áhrif á sig til að mála. „Ég nota andagiftina úr ljóðunum og Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sveinn Björnsson við nokkur verk á sýningu sinni. nokkrar setningar úr þeim, sem ég skrifa sjálfur inn í myndirnar," sagði Sveinn. „Ég held að þetta hafi ekki verið gert áður; að mála svona við heila ljóðabók. Þetta var skemmtilegt og mér fannst ég fá hvíld frá olíumálverkinu, sem ég hef fengizt mest við.“ Sýningin verður opnuð kl. 14 á morgun. Hún stendu- fram til 15. febrúar og er opin frá kl. 12 til kl. 18 alla daga nema þriðjudaga. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.