Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 37 Minning: Líney Bjömsdóttir frá Héðinshöfða Fædd 22. janúar 1904 Dáin 11. september 1991 Það gat ekki orðið af því sökum fjarlægðar, að ég fylgdi mágkonu minni til grafar á síðastliðnu hausti, og síðan þá hafa aldurdómur og ýmislegar truflanir tafið þá ætlun að bera fram þakkir mínar að leiðar- lokum fyrir langa og góða kynn- ingu. Líney Björnsdóttir var fædd 22. janúar 1904, í Syðri-Tungu á Tjör- nesi, dóttir Bjöms Helgasonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Jóhannesdóttur. - Björn Frímann (1867-1942), faðir Líneyjar, var sonur Helga (1831-1911) bónda og hreppstjóra á Hóli á Tjörnesi Þor- kelssonar bónda í Garðshorni í Kinn, Jónssonar bónda í Hólsgerði í Kinn Steinssonar. Voru það dugn- aðar- og hagleiksmenn, þekktir að verkkunnáttu. Guðrún Snjólaug (1867-1949), móðir Líneyjar, var dóttir Jóhannesar frá Sílalæk (1829-1922), bónda og hreppstjóra í Saltvík og síðar í Fellsseli í Kinn, fræði- og sagnamanns, Guðmunds- sonar (1793-1874), bónda á Sílalæk Stefánssonar (1758-1834), bónda þar Indriðasonar, gamla bónda þar Árnasonar. Systkini Jóhannesar voru: Jónas á Sílalæk, Sigurbjörg á Sandi, Sigurveig í Grímshúsum og Þorkell á Fjalli. Kona Jóhannes- ar og móðunnóðir Líneyjar var Jó- hanna (1839-1920) Jóhannesdóttir (1795-1871), bónda á Laxamýri Kristjánssonar. Föðurmóðir Líneyj- ar, kona Helga á Hóli, var Hólmfríð- ur (1838-1929), fædd á Héðins- höfða, Andrésdóttir, bónda þar Helgasonar og konu hans Hólmfríð- ar Pálsdóttur. Björn og Guðrún fluttu frá Syðri- Tungu eftir sex ára búskap, vorið 1904, þegar Líney var á fyrsta ári, að Ytri-Tungu og bjuggu þar síðan allan sinn búskap; og þar ólst Líney upp, þriðja í röð sex systkina er á legg komust. Líney var í barnaskóla í heima- sveit hjá Karli Kristjánssyni og síð- ar einn vetur í unglingaskóla Bene- dikts Björnssonar á Húsavík. Vetur- inn 1929-1930 var hún í Kvenna- skólanum á Blönduósi, hjá Krist- jönu Pétursdóttur. Sumarið eftir réðist hún kaupakona að Héðins- höfða, til Úlfs Indriðasonar frá Fjalli, er keypt hafði hálfa jörðina fyrir þremur árum og hafið þar búskap. Þá var framtíð hennar ráðin. Líney og Úlfur giftust 24. júlí 1931. Líneyju og Úifi farnaðist vel á Héðinshöfða. Þau bjuggu þar með myndarskap og risnu. Má segja með vissum hætti að þar byggi Lín- ey á ættarslóðum. Þar hafði amma hennar í föðurætt, Hólmfríður, ver- ið fædd og uppalin og foreidrar Hólmfríðar, Andrés Helgason og Hólmfríður Pálsdóttir höfðu búið þar eftir langa búsetu föður henn- ar, Páls Björnssonar frá Fjöllum Þorlákssonar. - Úlfur gegndi marg- háttuðum félagsstörfum fyrir sveit sína og einnig fyrir Kaupfélag Þing- eyinga, en þar var hann lengi í stjórn og formaður um skeið. Þessi störf orsökuðu frátaFir og burtveru. Þetta hlaut að auka á vanda hús- freyju um búsumsjón. Þannig leið fram ævi þeirra í meira en hálfa öld. Líney var áhuga- söm um blóma- og trjárækt, það sýndi garðurinn hennar sunnan við húsið þeirra á Héðinshöfða. Hún var líka hannyrðakona og saumaði mikið út. Hún unni fegurð umhverf- is sig. Einkasonur þeirra hjóna er Indriði, rithöfundur og skólastjóri Oddeyrarskólans á Akureyri. Kona hans er Helga Þórólfsdóttir frá Hraunkoti í Aðaldal. Börn þeirra eru tvö: Úlfar Þór, viðskiptafræð- ingur í Reykjavík og Ingunn Líney, hjúkrunarfræðingur á Húsavík. Þau hafa bæði stofnað heimiii og eiga börn. Fóstursonur þeirra hjóna frá sex ára aldri er Jóhannes Þorsteinn Jóhannesson. Hann bjó um skeið á Héðinshöfða, en á nú heimili á Húsavík. Hann er giftur og á börn. Árið 1982 fiuttu þau frá Héðins- höfða til Akureyrar. Eftir fimm ára dvöl þar fluttu þau að Hvammi, heimili aidraðra á Húsavík. Þar andaðist Líney 11. september síð- astliðið haust, 87 ára að aldri. Síðla næstliðið sumar kom ég norður á ættarstöðvar. Þá heim- sótti ég Úlf og Líneyju í Hvammi. Hún var alúðleg í fasi, mild og vin- gjarnleg og spurði margs um mína hagi. Það barst í tal að ég hefði fyrirhugað ferð til sólarlanda í sept- emberlok. Er við kvöddumst óskaði hún mér góðrar ferðar og að ég nyti hlýiTa, sólríkra daga á fjarlæg- um ströndum. Ekki grunaði mig að áður en ég hæfi mína för, yrði hún farin til sólarlanda eilífðarinnar, handan brims og boða okkar hér- vistardaga. Þetta spjall er kveðja mín til Lín- eyjar frá Héðinshöfða. Því fylgja alúðarþakkir fyrir áratuga kynn- ingu, er aldrei bar skugga á. Fjöl- skyldu hennar, systkinum og vand- amönnum öllum flyt ég samúð- arkveðju. Guð blessi minningar um góða konu. Indriði Indriðason. Grímur Magnússon læknir - Kveðjuorð Fæddur 1. mars 1907 Dáinn 31. desember 1991 Ruhe in Frieden aile Seele die verbracht ein banges Leben die vollendet siissen Traum lebenssatt, geboren kaum aus der Welt hinuber schieden alle Seele, ruhe in Frieden. Grímur Magnússon lést á heim- ili sínu hinn 31. desember síðastlið- inn, eftir strangan vinnudag. Með honum er genginn einn mikilvirk- asti og kunnasti geðlæknir íslensk- ur á þessari öld. Ég var svo lán- samur að kynnast honum strax á fyrstu námsárum mínum í lækna- námi er ég sótti tilskilið námskeið á Kleppi þar sem Grímur vann þá. Þessa fjóra mánuði þróaðist gagn- kvæm vinátta, sem hvergi bar skugga á meðan báðir lifðu, enda áttum við síðar meir náið samstarf og samleið um langt árabil. Slíkan vin ber að kveðja, þó af veikum mætti sé. Hins vegar mun bíða þeirra sem betur kunna, að gera verðug skil miklu lífsstarfi hans og sérstöku. Grímur hefur hlotið mörg eftir- mæli og verðug. Öll skýra þau frá því er ævintýrið vitjaði efnalítils heimilis í Landeyjum, sem nýlega hafði misst fyrirvinnu frá stórum barnahópi. Þar á meðal var drengur á tektaraldri, sem á stuttri barna- skólagöngu hafði sýnt svo frábær- ar gáfur og næmni, að orð fór af, en líkur til frekara náms hverf- andi. Einmitt þá birtist gæfan þessu ungmenni, með orðum og gjörðum örláts valmennis, sem frétt hafði af hæfileikum hans um langan veg, og bauð að opna hon- um menntastofnanir að vild, sakir verðleika, og nú skyldi hann ganga á fund menntagyðjunnar áhyggju- laus. í Vínarháskóla nam Grímur læknisfræði frá grunni að sér- fræðigráðu, en síðar meir við aðrar merkar menntastofnanir erlendar. Þessar staðreyndir þekkja margir, án þess að hafa komist í veruleg kynni við einstaklinginn Grím. En við góðvinirnir þekktum að sjálfsögðu hinar ýmsu og fjöl- breyttu hliðar hans, og vil ég að- eins nefna hér tvo þætti sterka, sem mótuðu hann eindregið og áberandi. Annars vegar gáfur með ólíkindum fjölþættar, ásamt sívak- andi fróðleiks- og menntaþorsta er fylgdi honum ævilangt. Hins vegar mikið þrek, líkamlegt og andlegt, auk orku sem engan veg- inn þurfti að fullnýta á langri námsbraut. Þessir gildu eðlisþættir urðu þess valdandi, meðal annars, að hjá því gat ekki farið að hann drykki óspart af ýmsum þeim mennta- og listabrunnum, sem Vínarborg hefír löngum búið yfir. Af nógu var að taka, og fyrr en varði var hann kominn á vettvang klassískra fræða ýmis konar, svona í hjáverkum sínum. Kannaði meðal annars sögu, fræði og listir fomra menningarþjóða, og hafði síðar- meir á hraðbergi, með stálminni sínu. Óperur, leikhús og tónlistar- hallir þaulsetin. Listasaga rýnd og listasöfn og hvers konar listvið- burðir sóttir, en Vínartónlistin grunntónn og undirleikur þessa vettvangs. Með slíkan aukafeng í fartesk- inu hélt fullþroska heimsmaður úr Landeyjunum heim til Fróns og bauð fram krafta sína. Fyrir 40 árum áttu aðstæður til lækninga langt í land að þróast til þess ágæta forms sem nú er og ólíku saman að jafna. Sjúkrahús smá, sjúkrarými mjög takmarkað og annaði vart þörfum á stundum svo gat iðulega reynst tafsamt að leggja inn veikt fólk. Félagsráðgjöf að þróast og skorti sérmenntað fólk, félagsaðstoð því á annan veg en nú gerist. Lækningastofur oft þröngar, án allrar aðstoðar og þeirra þæginda sem nú þykja eðli- leg. Veikindi kröfðust hjálpar, þá sem nú í dag. Þannig stóðu málin þegar Grímur settist endanlega hér að og hóf að fullu starf sitt sem sérfræðingur í geðlækningum. Varla mun öllum gefið að starfa, svo að fullu gagni komi, við slíkar aðstæður. Til þess þurfti sterkan vilja og einbeitni, þrek og þraut- seigju, en einmitt þessum kostum var hann búinn í ríkum mæli, auk hjálpsemi og velvilja. Ifyrstu árin, áður en verulega tók að vænkast um sjúkrarými, þurfti að skipuleggja alla vinnu mjög vel og nýta stofuna svo sem framast var hægt. Vitja þurfti bráðveiks fólks, sem ekki komst strax á sjúkradeild, og stunda á heimilum, stundum nokkum tíma. Finna má og dæmi þess, að Grím- ur skyti skjólshúsi á heimili sínu yfír þá er stuðnings þurftu við um stundarsakir, en veglitlir voru. Á stofu var mikið sótt til Gríms og hafði hann því stórum hópi að sinna allt þar til hann lét af störf- um sakir aldurs. Þannig einkenndust starfshættir hans frá upphafi af mikilli vinnu enda að eðlisfari ógjarnt að hopa. Samtímis Grími vann ég tíu ár á sjúkradeildum, lengst af á geð- deild Borgarspítalans. Það var lær- dómsríkur og góður tími, enda við- móti hans og vinnubrögðum við- brugðið af starfsfólki öllu. Návist okkar var þó langtum lengri, þar sem við rákum samtímis lækninga- stofur í Domus Medica, eða þar til hann hætti stofurekstri sakir ald- urs. Ógleymanlegar og góðar minn- ingar geymi ég frá ferðum okkar erlendis, ávallt með viðkomu eða þá beina leið til Vínarborgar, sem átti hug hans heilan, og þar sem honum var fagnað af hópi trygg- lyndra vina, jafnt lærðra sem leikra. Ég vil meina að ég hafi þekkt Grím vel, þar sem nú eru liðin vel 48 ár frá því fundum okkar bar fyrst saman, þegar ég var ungur læknastúdent. Um árin þau get ég það eitt hermt að ég er þakklátur þeirri ríku gjöf, sem góð og fals- laus vinátta er. Einn söng veit ég, sem var hon- um mjög kær, sakir fegurðar og mildi. Það er sú litanía, sem er hér efst á blaði. Þessi fagri bænasöng- ur skal vera honum hinsta kveðja mín. Hvíli hann i friði. Ekkju og börnum votta ég dýpstu samúð. (Hinn þýski texti kirkjuskáld- skaparins hér að ofan, bænasöngn- um, hljóðar efnislega á þessa leið í lauslegri þýðingu: Hvíli í friði allar sálir / þær sem lifðu í óttans greipum / þær sem luku fögrum draumi / saddar lífdaga eða vart fæddar / burtkallaðar upp til him- ins / og allar sálir hvíli í friði.) Þorgeir Jónsson. Minning: Birgir O. Helgason Fæddur 15. október 1923 Dáinn 22. janúar 1992 Þegar manneskja, sem manni hefur þótt vænt um og þekkt alla sína ævi, deyr fara ótal minningar á kreik í huga manns. Mig langar að minnast Birgis Helgasonar, eða Bibba eins og ég kallaði hann þegar ég var lítil, með fáeinum orðum. Hann var alltaf glæsilegur riddari í mínum augum. Ég man hvað hann Bibbi var glæsi- legur á að líta þegar hann setti upp einkennishúfuna sem hann bar í vinnunni. Ég ætlaði að giftast manni eins og Bibba þegar ég yrði stór, svo takinarkalaus var mín barnslega aðdáun á honum. Ég minnist ótal ánægjulegra samveru- stunda með honum og Elsu móður- systur minni, því oft var ég hjá þeim hjónunum heilu dagana og nætur. Ég minnist þess líka þegar hann færði mér sorgarfregnina þeg- ar amma mín dó. Þá hné ég í fang hans og hann hélt á mér eins og litlu barni alla leið heim til þeirra Elsu. Þá var gott að gráta við öxl- ina hans Bibba. Þegar ég svo gifti mig og flutti til Sandgerðis voru Elsa og Birgir ólöt við að koma í sunnudagskaffi til okkar hjónanna, en þegar við svo fluttumst aftur til Reykjavíkur fækkaði því miður samverustundum okkar og þær urðu að lokum allt of fáar. Elsku Elsa frænka, ég votta þér og fjölskyldu þinni mína einlægu samúð. Með Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Biessuð sé minning Birgis. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku íþagnarbrag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horGnn dag. (Steinn Steinarr) Hiida. „Þá fyrst skiljum við dauðann er hann leggur hönd á einhvern sem við elskum .“ Madame de Stael. Við heilsumst og fögnum, kveðj- um og syrgjum, — það er gangur lífsins. Ótal spurningar hrannast upp í hugann þegar fólk sem manni þyk- ir vænt um er látið. Sjö ára afa- stelpa sagði: „Af hveiju er Birgir afi dáinn og ég sem er bara sjö ára?“ Birgir Olafur tengdafaðir minn lést að kvöldi miðvikudags 22. jan- úars eftir löng og erfið veikindi. Hann var Austfirðingur, fæddur í Fagradal í Breiðadal, en móðir hans Guðlaug Björg Guðmundsdóttir var frá Felli í sömu sveit. Faðir Birgis, Helgi Ólafsson, er lært hafði út- skurð, lést úr dreyrasýki þegar Birgir var 11 ára gamall. Þá fTutt- ist Birgir ásamt móður sinni að Bessastöðum, þar sem Björg hóf störf. Birgir átti tvö systkini, hálf- bróður Svavar, sem faðir hans hafði eignast áður en hann kvæntist og alsystur Emelíu Benediktu. Auk þess átti hann bróður, Stefán, sem lést á fyrsta ári. Birgir starfaði lengst af hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, síðast sem birgðavörður. Hann var sér- staklega heimakær maður og undi sér best heima hjá konunni, sem honum þótti vænt um, Elsu Kristínu Guðlaugsdóttur frá Vestmannaeyj- um. Alveg til hinstu stundar sýndí hann henni þá ást og væntumþykju sem hann hafði löngum gert. Hann mat hana mikils og var það gagn- kvæmt. í veikindum Birgis sat Elsa hjá honum allar stundir og veitti honum mikinn stuðning. Birgir var greindur maður og réttsýnn, en gat verið þungur á bárunni gagnvart mönnum og mál- efnum. Þar gætti stundum nokkurr- ar stífni, en þó um leið ákveðins sveigjanleika er svo'bar undir og málin voru rædd. Birgir og Elsa eignuðust fjórg drengi. Hilmar, sem er búsettur í Þýskalandi, Viðar, sem er búsettur í Danmörku, Guðlaug Kristin og eiginmann minn, Helga, sem eru báðir búsettir í Kópavogi. Barna- börnin eru orðin sex. Við fjölskylda Birgis sem kveðj- um hann í dag söknum þeirra góðu stunda sem við áttum með honum, við vitum að núna líður honum vel. Una María Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.