Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 31 Um 248 tonn af fatnaði söfnuðust Morgunblaðið/Sigui-ður Jónsson Hafsteinn Stefánsson tekur fyrstu skóflustunguna að þjónustuíbúðum. Selfoss: Framkvæmdir við byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða Selfossi. FYRSTA skóflustunga að þjónustuíbúðum fyrir aidraða við Grænu- mörk á Selfossi var tekin laugardaginn 11. janúar. Jarðvinna hefur verið boðin út og var lægsta tilboð í hana frá Árvélum, um 60% af kostnaðaráætlun. Um stórbyggingu er að ræða, með 24 íbúðum og þjónusturými. Útboð fyrir fullbúið hús og lóð voru auglýst 12. janúar og verða opnuð 18. febrúar. Gert er ráð fyr- ir verklokum 15. apríl 1994. Fyrstu skóflustunguna að hinu nýja húsi tók fulltrúi Alþýðusambands Suð- urlands, Hafsteinn Stefánsson, og í kjölfar þeirrar athafnar hófust framkvæmdir. Bygging þjónustuíbúðanna er sameiginlegt verkefni bæjarstjórn- ar Selfoss og Alþýðusambands Suðurlands. Þessi nýja bygging leysir úr brýnni þörf og skapar auk þess félagsstarfi aldraðra góða aðstöðu í þjónusturýminu á fyrstu hæð, ásamt því að gera mögulegt að bjóða upp á dagvist fyrir aldraða, þá sem heilbrigðir eru og þá sem eru að einhveiju leyti rúmfastir. Sjúkrahús Suðurlands er í næsta nágrenni sem auðveldar allt sam- starf og samskipti. Húsnæðisstofnun ríkisins fjár- magnar 12 íbúðir samkvæmt fé- lagslegu kaupleiguíbúðakerfi og 12 samkvæmt almennu kaupleigu- íbúðakerfi. Auk þess mun stofnun- in lána hluta af kostnaði við bygg- ingu dagvistarhluta þjónusturýmis. Framkvæmdasjóður aldraðra mun- styrkja hluta af kostnaði við bygg- ingu dagvistarrýmisins en Selfoss- kaupstaður leggur fram fjármagn til byggingar dagvistar- og þjón- ustuhlutans, allt að 100 milljónir króna. Kaupstaðurinn mun einnig ábyrgjast 10% af kostnaði við byggingu 12 íbúða og Byggingafé- lag Alþýðusambands Suðurlands ábyrgist 10% af kostnaði við aðrar 12 íbúðir. Hinni nýju byggingu hafa þegar borist gjafir til kaupa á búnaði til hins nýja húss. Það var Þórhallur Guðnason sem gaf eina milljón króna í október á síðastliðnu ári. Gjöfin verður ávöxtuð og notuð 1994. Sig. Jóns. Tveir af aðalleikurum myndar- innar í hlutverkum sínum. Bíóborgin sýnir kvik- myndina „Svikráð“ BÍÓBORGIN hefur hafið sýning- ar á myndinni „Svikráð". Með aðalhlutverk fara Goldie Hawn og John Heard. Leikstjóri er Damian Harris. Myndin segir frá Adrienne Saunders sem gift hefur verið í 6 ár. Hún heldur að samband hennar geti ekki verið betra. Hún á elsku- legan eiginmann, yndislega dóttur og er í góðu starfi. En hræðilegt slys þar sem maður hennar iætur lífið breytir hennar högum svo um munar. Ýmislegt dularfullt kemur nú fram og í ljós kemur að ekki var allt eins og sýndist og maður hennar ekki sá sem hann sagðist vera. Nýtrúarhreyfing- ar á okkar tímum ÞRJÁTÍU og einn 40 feta Iangur gámur söfnuðust í fatasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar og Slysavarnafélagsins fyrir Kúrda. Gámarnir eru nú á Ieið frá íslandi til Danmerkur en þaðan verður þeim ekið til Tyrklands og inn í norðurhluta íraks. Tveir gámar voru sendir flugleiðis fyrir mánaðarmótin og verður farið að dreifa fatnaðinum fyrsta dagana í febrúar. Endurmenntunarstofnun Há- skóla Islands í samvinnu við Fræðslu- og þjónustudeild kirkj- unnar efnir til námskeiðs um nýtrúarhreyfingar á okkar tím- um — félagslegar og guðfræði- legar forsendur með sérstakri áherslu á ísland, segir í frétt frá Fræðslu- og þjónustudeild kirkj- unnar. Fjallað verður um ýmsar hug- myndir nýtrúarhreyfinga út frá guðfræðilegum forsendum og einn- ig um hlutverk þeirra. Gefið verður yfirlit yfir efnahagslegar og félags- legar forsendur þessara hreyfinga, einkum hér á landi, og fjallað um afstöðu þeirra til nútímaþjóðfélags, afhelgunar og ríkjandi kirkju. Leiðbeinendur verða: Dr. Pétur Pétursson dósent, umsjónarmaður námskeiðsins, en auk hans flytja fyrirlestra dr. Björn Björnsson pró- fessor, Dagur Þorleifsson trúar- bragðasagnfræðingur, dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor og dr. Erlendur Haraldsson prófessor. Námskeiðið verður haldið í Tæknigarði, Dunhaga 5, á fimmtu- dögum 6. febrúar til 9. apríl (10 skipti) kl. 20-22. Alls söfnuðust 248 tonn.af fatn- aði og hefur aldrei farið fram önn- ur eins fatasöfnun hérlendis. For- ráðamenn Hjálparstofnunar kirkj- unnar leituðu liðsinnis Slysavarna- félags íslands þar sem ljóst var að verkefnið yrði umfangsmeira en fámennt starfslið Hjálparstofn- unar fengi við ráðið. í raun renndu Guðríður Jóhannesdóttir Nýr fram- kvæmdastjóri Is- lensku óperunnar GUÐRÍÐUR Jóhannesdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Islensku ópcrunnar í stað Jóns Gunnars Björnssonar. Hún lauk prófi frá Lagadeild Háskóla Is- lands vorið 1980 og eins og hálfs árs rekstrar- og viðskiptanámi á vegum Endurmenntunarnefndar Háskólans vorið 1991. Að loknu lögfræðiprófi starfaði Guðríður m.a. um þriggja ára skeið í Ríkisbókhaldi við tölvuvæðingu sýslumanna- og bæjarfógetaemb- ætta og síðast alls fimm ár í Tölvu- deild Kristjáns Ó. Skagfjörð. Síðasta eina og hálfa árið hefur hún starfað í Innheimtu- og matsdeild Fjárfest- ingafélags íslands. í íslensku óperunni er nú unnið við æfingar á Otello eftir Verdi og verður frumsýning 9. febrúar. menn blint í sjóinn með undirtekt- ir, bjuggpst kannsi við þrem eða fjórum gámum. Undirtektir lands- manna urðu liins vegar margfalt meiri eða 31 gámur alls. Söfnunin sjálf tók aðeins þrjá daga og síðan tók um viku að pakka og ganga frá fatnaðinum í gáma. Kostnaður við söfnunarátakið er kringum þijár milijónir króna þrátt fyrir að margir hafi gefið vinnu og veitt afslátt. Sótt hefur verið um framlag frá Ríkissjóði. Stærstu kostnaðarliðirnir eru flutningur og umbúðir. Samskip og Eimskipafélag íslands lána gáma og flytja þá endurgjaldslaust til Kaupmannahafnar. Kostnaður við flutning frá Danmörku til Kúrdistan verður yfir 9 milljónir króna sem Kjálparstofnun dönsku þjóðkirkjunnar greiðir með styrk frá danska ríkinu. Fyrirlest- ur um fast- eignavið- skipti á Florida FYRIRTÆKIN Húsakaup og McLean Investment Inc. í Or- lando í Bandaríkjunum standa fyrir kynningu á sölu fast- eigna í Florida laugardaginn 1. febrúar. Kynningarfundur- inn er á Hótel Loftleiðum, klukkan 13 í fundarsal Nes. McLean Investments hefur að baki 18 ára reynslu í fast- eignaviðskiptum á þessu svæði, segir í frétt, sem Morgunblaðinu hefur borizt. Forstjóri fyrirtæk- isins Murphy McLean kemur til landsins og verður sunnudaginn 2. febrúar til viðtals í húsakynn- um Húsakaupa í Borgartúni 29. Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! UTSALA »hunm*l^? SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555 Opid laugardag frá kl. 10-16 20-50% afsláttur Dæmi um verð: Áóur kr. Nú kr. Barnaúlpa 6.490,- 3.990,- Fulloröinsúlpa 8.990,- 5.990,- íþróttagallar 6.990,- 3.990,- Rúskinnsskór 32-46 4.490,- 2.990,- Tvískiptir skíóagallar barna 9.290,- 4.990,- Samfestingar LUTHA 24.900,- 17.900,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.