Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 Evrópubandalagið: Atak til bjarg- ar skipastólnum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttarilara Morgunblaðsins. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins (EB) hefur boðað til samevrópSks átaks til að forða skipastól Evrópu frá fullkominni niður- lægingu. Auk aðildarríkja EB munu fjögur aðildarriki Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) leggja átakinu lið, þ. á m.lsland. Gert er ráð fyrir að fjórir vinnuhópar verði skipaðir og skili áliti innan niu mánaða. Átakið flær til margra sviða og atvinnugreina sem varða rekstur skipa, s.s. fiskveiða, skipasmíða, flutninga á sjó og siglingatækni. Nú þegar hefur framkvæmdastjóri EB komið á fót stofnun sem ætlað er að draga úr hentiskráningu evróp- skra skipa utan Evrópu. í ávarpi sem Karel Van Miert, sem . fer með samgöngumál iniían fram- kvæmdastjórnar EB, flutti við setn- ingarathöfnina í Brussel var m.a. bent á að árið 1960 hefðu 40% af skipastól heimsins verið skráð í Evr- ópu, árið 1991 hefði þetta hlutfall verið minna en 14%. Van Miert sagði að 90% af útflutningi EB-ríkja færu með skipum og þriðjungur flutninga á milli aðildarríkjanna, auk þess sem evrópsk skipafélög veittu þjónustu um allan heim. Fjöldi skráðra skip- veija hefði árið 1980 verið 300 þús- und en væri nú kominn í 119 þús- und. Áhrif þessa samdráttar á allt viðskiptalíf væru óútreiknanleg. Til þess að draga úr skráningu skipa undir hentifánum hefur m.a. komið til tals að beita skattaívilnun- um af ýmsu tagi innan EB. Van Miert lagði áherslu á að líta yrði á málefni skipastólsins í samhengi við skyldan eða tengdan rekstur, s.s. flutninga á skurðum, vegum og með jámbrautalestum. Það væri lítil von til þess að hægt væri að leysa vanda greinarinnar ef einblínt væri á hags- muni hennar einnar sér. Það væri ljóst að í huga almennings tengdust flutningar fyrst og fremst lestum og flutningabílum en skip og sjóferð- ir, að frátöldum lystireisum og sjó- slysum, nytu lítillar athygli. For- senda þess að reisa mætti útgerð og skipastól Evrópu við væri m.a. að auka skilning fólks á mikilvægi greinarinnar. Habash til læknis- meðferðar í París Grunaður um mörg hryðjuverk í Frakklandi París. Reuter. GEORGE Habash, einn af róttæk- ustu leiðtogum Palestínumanna, var fluttur til Frakklands í fyrra- kvöld til læknismeðferðar en hann hafði fengið heilablóðfall. Hefur koma hans vakið mikla reiði með- al Frakka en Francois Mitterrand Frakklandsforseti sagði í gær, að þótt Habash væri talinn bera ábyrgð á mörgum hryðjuverkum væri hann ekki eftirlýstur í Frakk- landi. Habash, sem er 64 ára gamall og leiðtogi Alþýðu- íylkingarinnar til frelsunar Palest- ínu, var fluttur til Parísar frá Túnis með flugvél franska Rauða krossins og var það gert að beiðni _ , , Rauða hálfmánans Geor^e Habash meðal Palestínumanna. Hafa margir mótmælt komu hans ákaflega, jafnt stjórnmálamenn sem almenningur, en Habash er oft talinn upphafsmað- ur ílugrána og grunaður um mörg hryðjuverk í Frakklandi, flugrán og morð. „Þetta er yfirgengilegt,“ sagði Robert Pandraud, fyrrum öryggis- ísrael: Kosning- ar 23.júní Jerúsalem. Iteuter. YITZHAK Shamir, forsætisráð- herra ísraels, hefur náð samkom- ulagi við Verkamannaflokkinn um að efnt verði til þingkosninga 23. júní. Sarah Doron, formaður þingflokks Likud-flokksins skýrði frá þessu í gær. Boða þurfti til kosninga ekki síðar en í nóvember en stjóm Sham- irs missti meirihluta sinn á þinginu nýlega er tveir flokkar lengst til hægri sögðu skilið við samsteyþu- stjórn hans til að mótmæla áformum hans um að veita Palestínumönnum á hemumdu svæðunum sjálfstjóm. málaráðherra í stjóm hægrimanna. „Mér verður aðeins hugsað til allra fómarlamba þessa manns. Að hon- um skuli vera leyft að leita sér lækn- inga hér sýnir algert virðingarleysi við örlög þeirra.“ AFVOPNUNARTILLÓGUR BUSH OG JELTSÍNS TILLÖGUR BANDARlKJANNA Kjamaoddum á landi fækki um 1,500-2.000 TILLÖGUR SAMVELDISINS B-2 (lorséða) sprengju flugv. Langdrægar kjarnaflaugar í kafbátum 'S Langdrægar Midgetman- flaugar meö einum kjarnaoddi Stýriflaugar Fyrir Eftlr 75 20 3,400 2,300* Próun stöövuð Langdrægar MX-flaugar með 10 kjarna- oddum hver 1,000 640 50 Einnkjarnaoddur ftaugar ^ ó hverla ,lau9 með 3 kjarnaoddum hver Áætlun 4 um fram- Aflýst leiöslu „Sæljónsins" TU-160og TU-95 sprengju- flugvélar Langdrægar flaugar á landi og hafi meö samtals. 1.250 kjarnaodda * X- Fyrir Eftir Framleiöslu hætt Langdrægar stýriflaugar í flugvélum X Framleiðslu hætt 130 skotpallar fyrir langdrægar flaugar veröa eyöilagöir. Bush skoraöiá riki Samveldisins aO eyOa SS-18, SS-19.SS-24 og öOrum fjölodda kjamaflaugum. Bandariska vamarmála- riOuneyliO segir aO þær beri rúmlega 5.000 kjarnaodda. Aætlaö Ognarj afn væg- ið úr sögnnni? Borís Jeltsín, forseti Rússlands, og George Bush Bandaríkjafor- seti ræðast við á morgun um afvopnunarmál en báðir hafa í vikunni lagt fram víðtækar tillögur um þau efni. Alexander Obukhov, starfs- bauð Bush að Bandaríkjamenn maður rússneska utanríkisráðu- neytisins, sagði í gær að tillögur Jeltsíns miðuðu að því að útiloka árásir hvors ríkis á hitt þannig að ógnaijafnvægið og gagn- kvæm kjarnorkufæling yrði úr sögunni. Bush lagði til í stefnu- ræðu sinni á þriðjudagskvöld að Rússar myndu eyðileggja allar íjölodda kjarnorkuflaugar sínar á landi. Þarna er um að ræða ógnvænlegustu vopn Sovétríkj- anna fyrrverandi sem nú eru flest staðsett í Rússlandi. í staðinn myndu eyða sínum fjölodda kjarnaflaugum. Slíkar flaugar eru mun mikilvægari hluti af vörnum Rússa en Bandaríkja- manna. Hinir síðarnefndu byggja fremur á kjarnaflaugum í kafbát- um. Bush sagði Bandaríkjamenn reiðubúna til að fækka kjarna- oddum í kafbátum um þriðjung. Rússar segja að svar Jeltsíns feli í sér tillögur um að hvort ríki fækki kjarnaoddum sínum niður í 2.000-2.500. Brids: Bandaríkja- menn unnu 5 milljónir í einvígisleik FJÓRIR bridsspilarar urðu 5 millj- ónum króna ríkari í vikunni þegar þeir unnu einvígisleik tveggja bridssveita sem stóð yfir í tvo daga í London. Sigurvegararnir, Bandaríkja- mennirnir Bob Hamman, Bobby Wolff, Jeff Meckstroth og Eric Rodweli, máttu nota hvaða gervi- sagnir og sagnvenjur sem þeir kusu. Andstæðinganiir, Tony Forrester og Andy Robson frá Bretlandi, og Gabri- el Chagas og Marchelo Branco frá Brasilíu, notuðu hins vegar aðeins eðlilegar sagnir. Leikurinn fór 298-228, og fengu sigurvegararnir allt verðlaunaféð, 50 þúsund pund eða rúmlega 5 milljónir króna. Von er á einum Bandaríkjamann- anna, Eric Rodwell, til íslands í næsta mánuði til að taka þátt í al- þjóðlegu bridsmóti. ♦ ♦ ♦ Vogel í forystu í Thíiringen Bonn. Reuter. BERNHARD Vogel, fyrrum for- sætisráðherra í sambandslandinu Rheinland-Pfalz, var á mánudag kosinn formaður Kristilega demó- krataflokksins (CDU) í Thiiringen í austurhluta Þýskalands. Mun Vogel að öllum líkindum taka við embætti forsætisráðherra í sam- bandslandinu af Josef Duchac sem sagði af sér í síðustu viku vegna ásakana um að hann hefði haft tengsl við austur-þýsku öryggislögregluna Stasi. Vogel var forsætisráðherra Rhein- land-Pfalz um tólf ára skeið en for- veri hans í því embætti var Helmut Kohl kanslari. Á þingi CDU í Rhein- land-Pfalz árið 1988 var hann felldur sem formaður flokksins þar og sagði í kjölfar þess af sér ráðherrastarfi. Fyrrum lýðveldi Sovét- rðganna fá aðild að RÖSE Prag. Reuter. TÍU af fyrrum lýðveldum Sovét- ríkjanna fengu í gær aðild að Ráðstefnunni um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (ROSE). Var þetta ákveðið á fundi utanríkis- ráðherra RÖSE-ríkjanna sem hófst í Piag í gær og eiga nú alls 48 ríki aðild að ráðstefn- unni. Eitt fyrrum Sovétlýðveldi, Georgía, hefur ekki sótt um aðild enn og tveimur fyrrum lýðveld- um Júgóslavíu, Króatíu og Slóve- níu, hefur einungis verið veitt áheyrnaraðild. James Baker, utanríkisráðherra Krafa Sambands írskra ferðaskrifstofa Aer Lingns reki aldrei framar ferðaskrifstofur Var knúið til að loka ferðaskrifstofu sinni eftir að hafa falið uppsafnað tap SAMBAND írskra ferðaskrifstofa hefur Iýst því yfir að það muni leita eftir tryggingu fyrir því frá Aer Lingus að félagið freisti þess aldrei framar að grafa undan rekstrargrundvelli ferðaskrifstof- anna. Flugfélagið var knúið til þess af írskum stjórnvöldum á síð- asta ári að loka dótturfyrirtæki sínu, ferðaskrifstofunni Aer Lingus Holidays, eftir að í ljós kom áð það hafði falið uppsafnað tap á rekstri ferðaskrifstofunnar upp á um 10 millj. írskra punda eða tæpan milljarð í reikningum sinum. Aer Lingus hafði upphaflega takanna sagði á aðalfundi sam- árið 1983 heitið ferðaskrifstofu- sambandinu að dótturfyrirtækið myndi ekki stunda beina sam- keppni við ferðaskrifstofurnar og reka hana á hreinum viðskiptaleg- um grunni, að því er fram kemur í fagritinu Travel Trade Gazette hinn 23. janúar sl. Talsmaður sam- bandsins nýverið að í ljós hefði hins vegar komið ferðaskrifstofa Aer Lingus hafi stundað fullkomnlega óðelilega viðskiptahætti og þótt samband ferðaskrifstofanna hefði hingað til ekki gefíð neinar yfirlýs- ingar um niðurstöðu málsins mætti ekki túlka þögn þess sem stuðning við Aer Lingus Holidays sem graf- ið hefði undan rekstrargrundvelli annarra sjálfstæðra ferðaskrif- stofa. Sambandið hefði lagt áherslu á að málið yrði leyst og gripið til nauðsynlegra aðgerða. Myndi verða leitað eftir tryggingu fyrir því frá Aer Lingus að mál af þessu tagi gæti ekki endurtekið sig. Frá því að ferðaskrifstofu Aer Lingus var lokað hefur félagið lát- ið vinna sjálfstæða skýrslu um málið og niðurstaða hennar leitt til þess að höfðað hefur verið mál á hendur félaginu. Samkvæmt frétt TTD fylgjast ýmsir ferðaskrifstofueigendur sem neyddust til að hætta rekstri meðan Aer Lingus Holidays starfaði, grannt með þróun mála. Bandaríkjanna, sagði í ræðu við upphaf ráðstefnunnar að aðild lýð- veldanna tíu ætti einungis að vera fyrsta skrefið í þá átt að gera þau að hluta þeirrar heildar sem ríki Evrópu og Bandaríkin mynduðu. „Við verðum að aðstoða [fyrrum Sovétlýðveldin] við að breyta viljan- um til lýðræðislegs stjórnskipulags yfir í varanlegar stofnanir. Við verðum að styðja. við bakið á þeim sendinefndum RÖSE sem aðstoða við að koma á umbótum til að öll fögru orðin verði að veruleika," sagði Baker. Hann lagði einnig til að RÖSE myndi í framtíðinni láta efnahags- mál til sín taka í auknum mæli en fram til þessa hafa afvopnunar- og mannréttindamál fyrst og fremst verið á dagskrá. Baker sagðist telja rétt að setja á stofn sérstakt efn- hagsmálaráð RÖSE sem yrði aðal- lega umræðuvettvangur en ekki ný stofnun með umfangsmikla stjórn- sýslu. Hans Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Þýskalands, hvatti til þess að sá möguleiki yrði til staðar í framtíðinni að settar yrðu á lagg- irnar friðargæslusveitir á vegum RÖSE áþekkar friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráð- herra Armeníu, Raffi Hovannisian, tók undir þessi orð. Hann sagði Armena hafa óskað eftir friðar- gæslusveitum frá SÞ og myndu þeir einnig fagna sveitum á vegum RÖSE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.