Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 Efnt til samkeppni um bestu smásöguna Menningarsamtök norðlend- inga, Menor, og dagblaðið Dagur efna í sameiningu til smásagna- samkeppni en þessir aðilar efndu til slíkar samkeppni veturinn 1989-1990 og til ljóðasamkeppni á síðasta vetri. Mikil þátttaka bendir til að hljómgrunnur sé fyr- ir ritverkasamkeppni af þessu tagi. Keppnin verður með svipuðu sniði og fyrsta keppnin. Verðlaun verða veitt fyrir þá sögu, sem dómnefnd metur besta en viðurkenning fyrir þá eða þær sem næst komast. Dóm- nefndin er skipuð Þórdísi Jónsdótt- ur, íslenskukennara við Verkmennt- askólann á Akureyri, Stefáni Sæmundssyni, blaðamanni á Degi, og Sigurði Jónssyni, íslenskukenn- ara við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki. Sögur á að senda Hauki Ágústs- syni, Gilsbakkavegi 13 á Akureyri, en síðasti skiladagur sagna í sam- keppnina er 16. mars og er átt við póstlagningardag. Dómnefnd mun skila af sér niðurstöðum í síðasta lagi 7. apríl, en úrslit verða kynnt 12. apríl ki. 16 í Gamla Lundi á Sjallinn: Akureyri. Verðlaunasagan verður birt í páskablaði Dags, en blaðið hefur einnig rétt til að birta þær sögur sem viðurkenningar hljóta. Menor áskilur sér rétt til birtingar sömu sagna á eigin vegum. (Úr fréttatilkynningu.) ---------------- Hádegistón- leikar í Akur- eyrarkirkju ORGELTÓNLEIKAR verða' haldnir í Akureyrarkirkju á morgun, laugardag, kl. 12.00. Þar mun Björn Steinar Sólbergs- son, organisti Akureyrarkirkju, leika verk eftir J.S. Bach, auk þess sem lesið verður úr ritningunni. Tónleikarnir eru liður í því að auka hlut orgelsins í helgihaldi kirkjunn- ar og hafa organisti, sóknarnefnd og sóknarprestar ákveðið að slíkir tónleikar verði haldnir fyrsta laug- ardag í hveijum mánuði. Aðgangur er ókeypis og allir sem vilja eiga rólega hádegisstund í kirkjunni vel- komnir, en að loknum tónleikum gefst gestum kostur á léttum veit- ingum í safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Lítils háttar ijón í hvassviðri Mikið hvassviðri var á Akureyri í gær og fór vindhraðinn upp í 64 hnúta eða rúmlega 11 vindstig í mestu hviðun- um. Ekki varð þó umtalsvert tjón af völdum þess, en járnplötur losnuðu frá húsum á einum stað, bátar skullu saman inn við Höepfner, hurðir fuku upp af bílskúrum og plast fór af gróðurhúsum auk þess sem einhveijir lausamunir færðust úr stað. Á myndinni má sjá hvernig brotin riðu yfir Eimskipafélagsbi’yggjuna, en áttin stóð af suðri og á minni myndinni sést járnplata sem losnað hefur frá húsinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þokkaleg aflabrögö viö Grímsey: F eguröar- samkeppni 28. febrúar Um 1.600 tonn af físki flutt til TIU STULKUR taka þátt í feg- vinnslu í Hrísey á síðasta ári Saltfiskvinnsla hófst í eynni að nýju í vikunni NÝTT fiskverð hefur verið ákveðið fyrir þá báta sem leggja upp fisk hjá Fiskverkun KEA í Grímsey og gildir það til loka febrúarmán- aðar. Alls róa nú sex bátar úr eynni, en á morgun, laugardag, mega krókaleyfisbátarnir hefja veiðar að nýju eftir stopp sem hófst 1. desember og bætast þá nokkrir bátar við flotann. Saltfiskvinnsla hófst hjá Fiskverkun KEA í eynni á miðvikudag, en fram að þeim tíma var allur fiskur fluttur í vinnslu hjá Fiskvinnslustöð KEA í Hrisey. urðarsamkeppni sem haldin verður í Sjallanum á Akureyri föstudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi. Stúlkumar tíu eru frá Akureyri, Hauganesi, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði og keppa þær um titilinn Ungfrú Norðurland. Sú er sigur ber úr býtum mun síðan verða fulltrúi þessa landsfjórðungs í Fegurðar- samkeppni íslands sem haldin verð- ur í Reykjavík í vor. Kolbeinn Gíslason, fram- kvæmdastjóri Sjallans, sagði að stúlkumar væm þegar byijaðar í þjálfun vegna keppninnar hjá Alice Jóhanns á Akureyri og yrðu það allt þar til að keppninni kemur. „Það gekk mjög vel að fá stúlkur til að taka þátt í keppninni og gleði- legt er hversu víða að þær koma,“ sagði Kolbeinn. 31.1. 1992 - VÁKORT Gengið hefur verið frá nýju fisk- verði, sem greitt er þeim bátum sem leggja upp afla hjá kaupfélaginu og gildir það fyrir tímabilið 1. jan- úar til loka febrúar. Fyrir slægðan þorsk verður greitt 80 krónur fyrir kílóið í fyrsta flokki, 70 krónur fyr- ir óslægðan þorsk, 52 krónur fyrir slægðan undirmálsþorsk og 45 krónur fyri'r óslægðan undirmáls- þorsk. Sama verð er greitt fyrir ýsu, en 35 og 40 krónur fyrir ufsa, eftir því hvort hann er slægður eður ei. Þá verða greiddar 46 krónur fyrir slægðan steinbít og 40 krónur fyrir hann óslægðan. Fyrir hlýra verða greiddar 35 krónur ef hann er slægður, en 30 krónur fyrir óslægð- an hlýra og fyrir karfa verða greidd- ar 28 krónur á kílóið, 65 krónur fyrir kola. Þrír bátar fiska fyrir kaupfélag- ið, Bjargey EA, sem er á netum, Björn EA, sem er á línu, og Magn- ús EA á snurvoð. I janúar hefur verið landað hjá Fiskverkun KEA um 40 tonnum, að sögn Þorsteins Orra Magnússonar, en aflinn var heldur meiri fyrir sama tíma í fyrra eða um 46 tonn. Saltfiskverkun hófst þar á miðvikudag, en fram að þeim tíma var allur afli fluttur til vinnslu í Hrísey. Alls voru á síð- asta ári flutt á bilinu 1.500 til 1.600 tonn af fiski héðan úr Grímsey til vinnslu í Hrísey, en þar er allur smáfiskur unninn. Hjá fiskverkuninni Sigurbirni fengust þær upplýsingar að Þorleif- ur EA, sem er stærsti báturinn í Grímseyjarflotanum og leggjur þar upp afla, hefur fengið 35 tonn í janúar, sem er mun meira en hann fiskaði í janúarmánuði á síðasta ári þegar hann aflaði ríflega 10 tonna. Garðar Ólason hjá Sigurbirni sagði að aflinn væri að mestu góður þorskur, eilítið blandaður ufsa. All- ur afli er verkaður í salt, en 6 manns vinna hjá Sigurbirni. Þar hirða menn einnig hausa og hengja upp. Garðar kvaðst telja nægan fisk í sjónum, sér fyndist útlitið að minnsta kosti mun skárra en var á þessum tíma í fyrra. Hljóðið í sjó- mönnum hér almennt er ágætt og virðist meiri bjartsýni ríkjandi þeirra á meðal en var. Aflabrögð hafa verið þokkaleg að undanförnu hjá netabátunum, en eitthvað er dræmara á línu. Þá hafa snurvoðarbátar lent í nokkrum erfiðleikum vegna mikils straums. Á fimmtudag gerði hvassa suðvest- anátt hér og komu allir bátar að landi um kaffileytið, en þá gengu stór brot hér yfir hafnargarðinn. -HSH ----♦ ♦ ♦---- Ungverskur píanóleikari á tónleikum Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0012 4759 4543 3700 0003 6486 4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 3075 4543 3700 0008 4965 4548 9000 0033 0474 4548 9000 0035 0423 4548 9000 0033 1225 4548 9000 0039 8729 Öll kort útgefin af JUGOBANKA og byrja á: 4506 21** Öll kort útgefin af B.C.C.I. V Afgreióslufólk vínsamlegas*. takiö ofangreind kort úr umferö og sendið VISA islandi sundurklippt. VEHDLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa í vágest. iluujimv.l Höföabakka 9 • 112 Reykjavfk Sfmi 91-671700 J Leikfélag Akureyrar: Um 2.600 hafa séð söng- leikinn „Tjútt og* tregau UM 2.600 manns hafa séð söng- og gleðileikinn Tjútt og trega sem sýndur er hjá Leikfélagi Akureyrar, en 12 sýningar hafa verið á verkinu, sem þýðir að um 200 manns hafa að meðaltali verið á sýningu. Verkið er eftir Valgeir Skagfjörð, sem jafnframt leikstýr- ir því. Ragna Garðarsdóttir í miðasölu Leikfélags Akureyrar sagði að við- tökur áhorfenda við verkinu hafi verið með mestu ágætum. „Það er óhætt að segja að þetta leikrit sé vinsælt, enda lífleg og fjörug sýn- ing með nokkurri alvöru í bland,“ sagði Ragna. Hún sagði að fólk kæmi víða að til að sjá sýninguna, svo til úr öllum landshlutum og mikið væri um að fólk kæmi saman í hópum til að sjá verkið. Komið hafa hópar fólks frá Vopnafirði, Sauðárkróki, Blönduósi, Húsavík og Dalvík svo eitthvað sé nefnt. Þijá sýningar verða um helgina, föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld, og er uppselt á sýning- una á laugardagskvöid. Reikna má með að um 3.000 manns hafi séð verkið eftir sýningar helgarinnar. Ætlunin er að sýna tjúttið út febrú- armánuð, þijá sýningar um hveija helgi, en um tniðjan mars verður frumsýning á Islandsklukkunni eft- ir Halldór Laxness. UNGVERSKI píanóleikarinn Zsuzsanna Budai leikur á tónleik- um í sal Tónlistarskólans á Akur- eyri á morgun, laugardaginn 1. febrúar, kl. 17. Zsuzsanna Budai fæddist í borg- inni Szegred árið 1964 og hóf píanó- nám sex ára að aldri. Árið 1983 vann hún til verðlauna í píanó- keppni æskufólks í Ungveijalandi og stundaði síðan nám við Franz Liszt tónlistarháskólann í Búdapest til ársins 1988, en hefur kennt í Búdapest frá jþeim tíma eða þar til hún kom til Islands síðasta haust. Hún kennir nú við Tónlistarskólann á Isafirði. Þá má nefna að hún varð í öðru sæti í kammertónlistarkeppni sem kennd er við Leó Weiner árið 1987. Á efnisskrá tónleikanna á laugar- daginn eru nokkur fegurstu vet'k píanóbókmenntanna, m.a. eftir Haydn, Beethoven, Liszt og Chopin. (Úr fréttatilkynniugu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.