Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 Eflum íslenskt - með öfl- ugri rannsóknastofnun eftir Emil B. Karlsson Sameining stofnana sem fara með rannsókna- og þróunarmál fyr- ir atvinnulífið hefur oft komið til umræðu. Nú hefur slík umræða rétt einu sinni farið af stað, vonandi í meiri alvöru en verið hefur. Iðnaðar- ráðherra hefur sett á laggirnar nefnd til að kanna kosti samstarfs og hugsanlegan samruna þeirra rannsóknastofnana sem undir ráðu- neytið heyra. Stofnanirnar eru; Iðn- tæknistofnun, Orkustofnun og Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins. Kostir sameiningar stofnan- anna sýnast mér vera ótvíræðir: Auknir möguleikar til að takast á við verkefni sem leiða til frekari nýjunga í atvinnulífinu og hagræð- ing í rekstri. Jafnframt tel ég að kanna ætti aukið samstarf eða samruna fleiri rannsóknastofnana atvinnulífsins. Sumar þessara stofnana fást við sams konar verkefni og oft er tilvilj- unum háð hvar þau lenda. Jafnvel má gera ráð fyrir að sum verkefn- anna sem unnið er að á einni stofn- ananna yrðu betur leyst á annarri. Hverri og einni af rannsókna- stofnunum atvinnuveganna er ætlað að ná yfir ákveðið svið atvinnulífs- ins. Iðntæknistofnun sinnir aimenn- um iðnaði, Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins sinnir mannvirkja- gerð og Orkustofnun sinnir rann- sóknum tengdum orkunýtingu o.fl. En slík einskorðun er ekki möguleg. Mörkin á milli atvinnugreinanna sem rannsóknastofnunum er ætlað að þjónusta verða sífellt óljósari. Dæmin eru mörg: Sjávarvinnsla tengist sífellt meira rafeindabúnaði og sjálfvirkni, mannvirkjagerð og byggingar tengjast í auknum mæli notkun efna á borð við ál, plast og önnur efni, nýting orkulinda tengist fjölmörgum öðrum atvinnugreinum. Þannig vinnur Iðntæknistofnun að miklu fleiri verkefnum en þeim sem eingöngu tengjast hefðbundn- um iðnaði. Þar er t.d. unnið að verk- efnum sem tengja sjálfvirkni og fiskvinnslu og rannsóknir og próf- anir á efnum sem notuð eru til mannvirkjagerðar. Vegna þessarar skörunar á sér stað samvinna um einstök verkefni milli rannsóknar- stofnanna.Betri kostur væri þó enn nánari tengsl eða samruni þeirra. Á slíkri stofnun væri samankomin „þverfagleg" þekking til að takast á við umfangsmeiri rannsókna- og þróunarverkefni en nú er. Þannig samnýttust kraftarnir enn frekar til nýsköpunar. Á komandi árum má gera ráð fyrir að byggður verði upp orkufrek- ur iðnaður hér á landi. Þá er mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa bol- magn til að annast tæknilegar at- huganir og þjónustu sem annars yrði keypt erlendis frá. Þar kæmi samvinna stofnananna þriggja sér vel. í þeim undirbúningi sem átti sér stað áður en Atlantsál ákvað að fresta ákvörðun um byggingu álvers, kom berlega í ljós að mikil þörf væri fyrir ýmsar rannsóknir, prófanir og eftirlit áður en nýtt ál- ver hæfi rekstur. Við eigum margt hæft tæknimenntað fólk en megum ekki láta tækifærin frá okkur vegna skipulagsskorts. Talið er lífsnauðsynlegt fyrir okk- ur að fylgjast með og taka þátt í tækniframförum sem nú eiga sér stað í Evrópu. Mikilvægur þáttur í sameiningu Evrópubandalagsríkj- anna er að vinna innan rannsókna- áætlana sem hafa það markmið að veita ríkjunum forskoþ í tækni- þróuninni í heiminum. íslendingar hafa gert rammasamkomulag við EB um takmarkaða þátttöku í hluta af áætlununum. Til að geta notfært okkur þennan aðgang að tækniþró- uninni þurfum við að hafa á að skipa sterkri og vel skipulagðri rann- sóknaaðstöðu, því annars verða umsóknir okkar um þátttöku í ein- stökum verkefnum matur fyrir rus- lakörfurnar í Brussel. Nauðsynlegt er að geta sýnt fram á að við séum hæfir þátttakendur með „þverfag- lega“ rannsóknaaðstöðu. Þar tel ég að ein öflug tæknistofnun væri betri kostur en sú skipting sem nú er. Reynslan á hinum Norðurlöndunum Á hinum Norðurlöndunum hefur þróunin orðið sú að samtímis því sem rannsóknastofnanirnar hafa verið gerðar sjálfstæðari frá ríkis- valdinu hefur átt sér stað sameining þeirra. Danska tæknistofnunin varð til fyrir liðlega tveimur árum með sameiningu tveggja stofnana. „Betri kostur væri þó enn nánari tengsl eða samruni þeirra. A slíkri stofnun væri saman- komin „þverfagleg“ þekking til að takast á við umfangsmeiri rann- sókna- og þróunarverk- efni en nú er. Þannig samnýttust kraftarnir enn frekar til nýsköp- unar.“ Ástæða sameiningarinnar var eink- um sú að unnið var að hliðstæðum verkefnum á tveimur stöðum og oft var samkeppni milli þeirra um að afla samskonar verkefna. Nýja stofnunin er mun sterkari en forver- arnir tveir, hver í sínu lagi. í samein- ingu eru verkefnin leyst með árangursríkari hætti en áður var og nú hefur stofnunin haslað sér völl víða erlendis. Stofnunin tekur þátt í Ijölmörgum iðnþróunarverk- efnum sem styrkt eru af Evrópu- bandalaginu og vinnur að verkefn- um varðandi tækniyfirfærslu til Austur-Evrópuríkja. í Svíþjóð voru þijár helstu stofn- anirnar sem styðja tækni- og þróun- arstarf sameinaðar í eina, NUTEK, iðnaðar- og tækniþróunarstofnunin. Ástæðan var fyrst og fremst meiri afkastageta þessara stofnana undir einum hatti fremur en hver í sínu lagi. Þau svið sem stofnununum þremur voru ætluð fyrir sameiningu voru stuðningur við rannsóknir og þróunarstarf í iðnaði, rannsóknir á hagkvæmni í orkunýtingu og þeirri þriðju var ætlað að stuðla að jafnri byggðaþróun með því að veita iðn- fyrirtækum ráðgjöf og þróunar- styrki. í viðtali sem undirritaður átti við Göran Aldskogius aðstoðar- forstjóra NUTEK og stjórnanda undirbúnings að sameiningunni kom fram að sameiningin endurspeglaði þær breytingar sem eiga sér stað í umheiminum. Þó stofnanirnar hefðu haft hvert sitt starfssvið áður gæf- ust tækifæri til að takast á við „þverfagleg" verkefni eins og t.d. umhverfismál. Einnig er þróunin í tæknistarfi Evrópu veigamikill hvati að sameiningunni. Mér er kunnugt um að ekki eru allir sammála um gagnsemi sam- runa rannsóknastofnananna þriggja Iðntæknistofnunar, Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins og Orkustofnunar. Þær skoðanir sem hér eru viðraðar ber ekki að líta á viðhorf annarra en mín. Höfundur er kynnmgarstjóri Iðntæknistofnunnr. * Hvað get ég gert fyrir Island? eftir Hólmstein Brekkan ísland og EB Hvort sem okkur líkar betur eða verr er það staðreynd að við Islend- ingar verðum að taka tillit til þeirra afla sem mynda Evrópu nútímans. Hjá því verður ekki komist að taka ákvörðun um hvort aðild að EB sé æskileg eða ekki. Hætta er á að ísland, sem er lítil framleiðslueining á Evrópumælikvarða, týnist í Brusselbákninu. Að það sem einu sinni hét sjálfstæð þjóð með sér- staka menningu heyri sögubókun- um til. Kannski ekki glæsileg fram- tíðarsýn en margir trúa því að svona geti farið. Aðrir trúa því að aðild sé það stærsta gæfuspor sem þjóð- in getur tekið. Þjóð Þjóð er þjóð vegna fólksins, ekki landsins, og sérstaða Islands í þessu samhengi er fólksfæð. Til glöggv- unar má geta þess að landsmenn alla mætti hýsa í einu blokkahverfa Berlínar (Þjóðverjar eru um 80 milljónir) og að íslendingar eru helmingi færri en íbúar Gautaborg- ar í Svíþjóð. Það er nauðsynlegt að við áttum okkur á og skiljum hversu fáir við í rauninni erum og við- kvæmir sem þjóð. Einangrunin rofin Eins og sakir standa þykir mér mjög óheillavænlegt að þjóðin bruni nánast óundirbúin í faðm Evrópu upp á von og óvon. Ymislegt geta stjórnvöld gert og framkvæmt án tafar þjóðinni til heilla. í fyrsta lagi: Fylgja Norðurlandaþjóðunum Að efla samskipti og samstarf við hin Norðurlöndin um minnst 400%. Hvetja íslendinga til að kynnast Norðurlöndunum betur og hvetja til hins sama af Norðurlönd- um. Skilningur á milli þjóða bygg- ist 100% á mannlegum samskiptum og tel ég að hag okkar íslendinga sé best borgið í samfloti með Norðurlöndunum í EB. í öðru lagi: Efla markaðssókn í Skandinavíu Hvetja íslendinga til að ijárfesta í fyrirtækjum á Norðurlöndum svo og að hvetja Norðurlandabúa til fjárfestinga á íslandi. Þetta er mál sem vinna verður að hefjast við strax svo að jafnvægi náist milli íslands og hinna Norðurlandanna áður en af inngöngu í EB verður. Hefur ísland allt að vinna en engu að tapa með því að opna upp á gátt fyrir frændþjóðum okkar. Mæli ég með að þeim sem vilja stofna og fjármagna fyrirtæki á íslandi verði boðin ýmiskonar skatt- fríðindi og jafnvel nokkur skattlaus ár. I þriðja lagi: Að afeinangra þjóðina Rjúfa strax átthagafjötrana, þá einangrun sem þjóðin hefur mátt búa við samgöngulega gagnvart frændþjóðunum í Skandinavíu. Þetta má gera með lækkun flugfar- gjalda til Norðurlanda, t.d. með nið- urgreiðslu á fargjöldum eða bjóða út áætlunarflug á Skandinavíu. Þetta er mikilvægasta atriðið og forsenda fyrir eðlilegum samgangi á milli íslands og hinna Norðurland- anna. Þegar stórt er spurt... Það er ekki hlaupið að því að útfæra stórar hugmyndir í stuttu máli og því síður að binda hnút á alla enda stórspurningarinnar: „Hvað verður um Island eftir inn- göngu í EB?“ Ég hef leitast við að „ Aftur á móti spurning eins og „hvernig get ég best leyst þetta verk- efni?“ býður heim rétt- um svörum og er hvetj- andi. Því spyr ég mig: yHvað get ég gert fyrir Island?“ Átt þú þér spurningu sem hvetur þig til átaka?“ leggja fram fáeina punkta sem ég tel mikilvæga og krefjast athygli. Það er okkur eðlislægt að spyija spurninga og í rauninni byggist öll okkar tilvera á stöðugum spurning- um. Er það því grundvallaratriði að spyija réttra spurninga sem leið- beina og gefa að lokum rétt svar. Nú hugsa eflaust einhveijir með sér á þessa leið: „Greinin er búin að vera ágæt hingað til en þetta slær nú öll met.“ En leyfið mér að útskýra hvað ég á við. Spurning eins og „hvort kom á undan, hænan eða eggið?“ Hólmsteinn Brekkan býður ekki upp á neitt rétt svar og er því síður þess eðlis að hvetja til einhverra framfara. Aftur á móti spurning eins og „hvernig get ég best leyst þetta verkefni?" býður heim réttum svörum og er hvetj- andi. Því spyr ég mig: ;,Hvað get ég gert fyrir ísland?“ Att þú þér spurningu sem hvetur þig til átaka? Höfundur er búsettur í Svíþjóð og rekur þar fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.