Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 47
, , . \Ui\. „ t,./i ' 'MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 47 HANDKNATTLEIKUR / VIKINGSKÆRAN Frávísunarkröfu Vals hrundið Munnlegum málflutningi lauk í gær og úrskurðar að vænta um helgina DÓMSTÓLL Handknattleiks- sambands íslands varð ekki við kröfu handknattleiksdeildar Vals um að kæru Víkings vegna bikarleiks félaganna í undanúr- slitum, sem fór f ram 15. janúar s.l. og Valur vann, yrði vísað frá dómi. Þess í stað var ákveð- ið að taka málið til efnislegrar meðferðar og fór munnlegur málflutningur fram í gær. Aðil- ar lögðu fram greinargerðir máli sínu til stuðnings, en úr- skurðar dómstólsins er að vænta um helgina. Aðilar áskildu sér rétt il að áfrýja úr- skurðinum til dómstóls ISÍ. Kæra Víkings byggir á því að í báðum framlengingum leiks- ins var gert leikhlé, en samkvæmt reglum skal leikið án leikhlés. Hins vegar skal vera leikhlé á undan framlengingu. Vegna þessa krefst Víkingur að leikurinn verði dæmdur ógildur og að liðin verði skylduð til að leika hann að nýju. Valur lagði til að málinu yrði vísað frá en til vara að kærði [Vaiur] verði sýknað- ur af kröfu kæranda [Víkings] og úrslitin standi óbreytt. Athygli vakti að dómarar leiksins voru ekki á fundinum, en sú skýring var gefin að misskilnings hefði gætt varðandi boðun þeirra. Hins vegar lá skýrsla þeirra fyrir og Karl Jóhannsson, eftirlitsdómari á umræddum leik, var kallaður fyrir dóminn. Hann staðfesti að skýrsla dómaranna væri rétt, en aðspurður sagði hann efnislega að þeir hefðu hvorki rætt um að taka leikhlé né tímalengd þess. Hann áréttaði, sem fram kemur í skýrslu dómaranna, að hlé hafi verið gert, en leikmenn Víkings hefðu haft frumkvæði að því að gangatil búningsherbergja. Jóhannes Sigurðsson, sem flutti málið fyrir hönd kæranda, sagði að ljóst væri að um leikhlé hafi verið að ræða og mótmælti framburði Karls, þar sem hann hefði færst undan að svara spurningum, en ÚRSLIT Körfuknattleikur 1. DEILD KVENNA ÍBK - Haukar.............65:51 UMFG-ÍR..................55:63 1. DEILD KARLAR ÍS - Reynir............ 82:78 vissi betur. Hann sagði ágreining um hvort leikhlé hefðu verið eða ekki ástæðulausan, því fyrir lægi að leikhlé hefðu verið þrátt fyrir skýr ákvæði um ólögmæti þeirra og því ætti að ógilda leikinn og láta leika hann að nýju. Til vara byggði hann' kröfu kæranda á því að verulegar lýkur væru á því að brotið hafi haft áhrif á gang og úrslit leiksins, kæranda í óhag. Hann vísaði í eigin greinargerð, hrakti rök varnarinnar lið fyrir lið og benti á fyrri dóma máli sínu til stuðnings. Helgi Sigurðsson flutti mál Vals. Hann byggði sýknukröfu kærða á því að 15. gr. reglugerðar tiltæki Morgunblaðið/Bjami Víkingurinn Árni Friðrleifsson sækir að marki Valsmanna í bikarleiknum fræga í Valshúsinu. ekki viðurlög við því að formreglum ákvæðisins væri ekki fylgt eftir heldur fæli dómstóli HSI að meta eftir atvikum hveiju sinni hvaða afleiðingar brot á þessum reglum ætti að hafa í för með sér. Þegar haft væri í huga að kærði ætti enga sök á kærðri framkvæmd, frávikin væru smávægileg og vörðuðu minni háttar þætti ákvæðisins, ákvæðið gerði ráð fyrir að skipt væri um vallarhelming, sem hefði óhjá- kvæmilega tafir í för með sér og bryti ekki gegn jafnræði liðanna, nauðsyn þess að samræming væri á milli fráviks sem yrði á formregl- um og þeirra afleiðinga, sem slík frávik ættu að hafa í för með sér og það að kærandi hefði ekki gert neina athugasemdir við fram- kvæmdina heldur þvert á móti stuðlað að því að leiktafirnar dróg- ust, hlyti krafa kæranda að leiða til sýknu. Varðandi varakröfu kæranda gerði Helgi athugasemdir við rök- semdirnar og sagði aðalatriðið að úrslit leikja réðust í leiktímanum inni á vellinum en ekki í leikhléum. Valgarður Sigurðsson, formaður dómstóls HSÍ, sagði eftir að málið hafði verið dómtekið að dómstóllinn ætlaði ekki að tefja málið og vonað- ist til að úrskurða í því um helgina. Einar Öm hættur hjá HSÍ Einar Örn Stefánsson,fram- kvæmdastjóri Handknatt- leikssambands íslands, hættir störfum hjá sambandinu 1. fe- brúar. Hann sagðist hafa sagt upp starfi sínu 1. nóvember s.l. með þriggja mánaða uppsagnar- fresti vegna óánægju með óvið- unandi starfsskilyrði, sem fyrst og fremst stöfuðu af hinni slæmu fjárhagsstöðu sambands- ins. Einar Örn hóf störf hjá HSÍ 15. desember 1990. V BIKARGLIMA REYKJAVIKUR NBA-DEILDIN: Leikir í fyiTÍnótt: Cleveland - Detroit Pistons... Miami Heat - Seattle.......... New York - Washington......... Indiana Pacers - Philadelphia. San Antonio - Dallas........... Atlanta - Milwaukee........... Phoenix Suns - New Jersey..... Utah Jazz - Sacramento........ LA Lakers - Golden State....... IMHL-deildin Leikir i fyrrinótt: Buffalo Sabres - Detroit Red Wings.4:4 ■Eftir framlengingu. New Jersey Devils - Montrea! Canadiens 4:3 Toronto Maple Leafs - Quebec....5:2 Chicago Blackhawks - Edmonton Oilers. 1:3 Handknattleikur 2. DEILD KARLA Fjölnir-HKN..................23:27 KR-ÍR.........................23:32 IH - Ögri..................—35:17 Fj. leikja u j T Mörk Stig ÍR 11 11 0 0 308: 193 22 ÞÓRAk. 9 9 0 0 245:161 18 HKN 12 9 0 3 301: 227 18 UMFA 11 7 0 4 238: 215 14 ÍH 11 6 0 5 250: 247 12 ÁRMANN 12 5 0 7 263: 273 10 KR 11 3 1 7 244: 243 7 FJÖLNIR 11 3 1 7 218: 277 7 VÖLSUNGUR12 2 0 10 238: 304 4 ÖGRI 12 0 0 12 178:343 0 Jón Birgir lagði alla JÓN B. Valsson úr KR varð hlut- skarpastur í bikarglímu Reykja- víkiur 1992 sem fram fór í íþróttahúsi Melaskólans á þriðjudagskvöld. Hlaut 8 vinn- inga en Ingibergur Sigurðsson, Ungmennafélaginu Víkverja, varð annar með vinninga. Jón Birgir stóð vel að glímunni og glímdi vel og drengilega. Hann sigraði alla andstæðinga sína á fellegum brögðum. Jón Birgir háði einvígi við Ingiberg um sigur- inn glíman á milli þeirra var tvísýn og hörkuspennandi. Úrslitin réðust er Jón Birgir náði að leggja Ingi- berg á góðu vinstri fótar klofbragði á síðustu sekúndu lotunnar. Kjartan Bergmann, fyrrum glímukóngur og skjaldarhafi setti mótið. Glímustjóri var Jón M. ívars- son og yfirdómari Hjörtur Þráins- son. Helstu úrslit: Karlar vinningar Jón B. Valsson, KR....................... 8 Ingibergur Siguiússon, UV.................7 Orri Bjömsson, KR.......................5+1 Stefán Bárðarson, UV....................5+0 95: 90 119:114 101: 89 115: 90 108: 93 110:100 128: 95 124:105 112: 99 Ólafur Haukur Ólafsson, Glímukóngur íslands, ásamt verðlaunahöfum í karlaflokki Jóni Birgir Valssyni, KR, Ingi- bergi Sigurðssyni, UV og Orra Björnssyni, KR. Siguiður Hjaltesteð, U V.................4 Ágúst Snæbjörnsson, KR...................3 Jóhann Sveinbjömsson, UV.................3 ChrisTrefall, KR.........................1 ArnarÆgisson, UV.........................0 Sveinar, 12-13 ára: Bjöm Róbert Ómai'sson, KR...............4 Ágúst Ásbjömsson, KR....................2 Hnokkar, 10-11 ára: Benedikt Þ. Jakobsson, UV.............7,5 Sveinn Guðmundsson, KR................6,5 Stiilkur, 12-13 ára: Jóhann Jakobsdóttir, UV....................1,5 ÁsgerðurH. Guðmundsdóttir, KR..............0,5 Telpur, 10-11 ára: Steinunn Helga Jakobsdóttir, KR............2,5 írena Lilja Kristjánsdóttii-, KR...........1,5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.