Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 31. JANUAR 1992 urn hátt. Bjartsýni ríkti um árangur væntanlegra aðgerða. Því er sorgin enn sárari. Það dregur hver nokkurn dám af sínum sessunaut, er sagt. Við sem fengum að kynnast Alla á unga aldri, deila með honum æsku- og manndómsárum, læra af honum og þroskast með honum, munum njóta ávaxta þess alla okkar daga hér eftir. Það er hluti lífsgæfu okkar hvers og eins, sem við virðum og þökkum. Elsku Sibba, kæra vinkona, við Hirtirnir og konur okkar, sendum þér og fjölskyldu þinni, okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessari stund sorgarinnar, sem enginn var undir búinn. Guð varðveiti þig og styrki og Guð varðveiti Aðalstein Hall- grímsson vin okkar. Blessuð sé minning góðs drengs. Hirtir R.S. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns Aðal- steins Hallgrímssonar. Ég kynntist honum 1979, þá var ég unglings- stelpa nýlega orðin skotin í strák. Hann tók mér sérstaklega vel frá fyrstu tíð. Hann var svo ræðinn og hrífandi að tíminn var fljótur að líða í návist hans. Fljótlega komst ég að því hve fróður hann var, þekkti nöfn allra báta og skipa í höfninni. Ferðirnar á Grandann eru sérstaklega eftir- minnilegar, þær voru farnar seint á kvöldin og ég var stundum að verða of sein heim. I fyrstu ferðinni komst ég að því hve hefðir og venjur voru ríkur þáttur í hans lífi, því ferðin var skipulögð. Fyrst var farið á BSÍ til að kaupa kók og Prins, síðan ekið á Grandann, bílnum lagt og þá fyrst mátti opna kókflöskurnar og bíta í kexið. Hann Alli var skáti. Skátahreyf- ingin átti sterk ítök í honum. Marg- ar sögur úr skátastarfinu, af atburð- um og fólki, sagði hann svo hríf- andi að maður var kominn hálfa leið með í atburðarásina. Við störf- uðum lítið saman því við vorum í sitthvoru skátafélaginu. Hins vegar spjölluðum við oft um þetta sameig- inlega áhugamál okkar, stundum svo mikið að það varð þreytandi fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Okkur lærðist að tala um það í einrúmi. Hann Alli var harmonikkuleikari og unnandi harmonikkutónlistar. Þær voru ófáar stundirnar sem við skemmtum okkur við söng og dans við undirleik hans. í sumarbústaðn- um, heima og í samkvæmum lék hann tímunum saman. Ég gjeymi ekki sumrinu sem hann æfði Ólívu- blómin eftir Frosini. Það er ótrúlegt hvað hann átti mörg áhugamál sem hann gaf sér tíma til að sinna. Hann var svo fróð- leiksfús, sérstaklega um sögu og landafræði. Var mikill áhugamaður um íslenska tungu, hafði áhuga á kveðskap og setti saman vísur. Hafði ánægju af ferðalögum, áhuga á ensku og svo setti hann saman módel. Alli var trygglyndur, ræktaði heimili sitt og hugsaði vel um sína. Ég minnist þess hve vel hann lagði sig fram um að útvega þá hluti sem hann hafði heyrt að kæmu sér vel eða hann hélt að hentuðu. Hann var maður framkvæmda, handlaginn og duglegur að pússa og laga það sem úr lagi gekk. Sum- arbústaður tengdaforeldra minna ber vott um þá lagni og einbeitingu sem hann bjó yfir. Fyrir rúmum þremur árum varð hann afi. Þetta nýja hlutverk fórum honum sérstaklega vel. Ekki stóð á honum að gerast dagafi þegar barnabarnið var fimm mánaða. Hann sinnti því starfi um þriggja mánaða skeið, þá daga sem hann var á frívakt. Hvað hann var natinn við drenginn, bjó til ýmislegt sem hann kallaði leiki og hæfði barninu á þeim tíma. Seinna smíðaði hann sandkassa við sumarbústaðinn, mál- aði gamlan vörubíl, sendi leikföng og byggingarefni norður á Siglu- íjörð til sonarsonar síns. 3. desemb- er sl. eignaðist hann lítinn dóttur- son, en því miður náðu þeir ekki að njóta hvors annars að neinu marki. Hann var svo upptekinn af augnablikum og gullkornum, gerði hversdagslega atburði að frábæru umtalsefni. Notaði fjölbreyttan orðaforða sinn til að glæða frásagn- ir lífi. Allt síðastliðið ár átti Alli í veik- indum. Vonin og bjartsýnin um bætta heilsu entist honum til hinsta dags. Friðjón bróðir hans ætlaði að gefa honum nýra og við það ætlaði hann að verða nýr maður. Hann var mjög þakklátur hjúkr- unarfólkinu og læknunum sem önn- uðust hann. Síðustu helgina sem hann lifði kom hann norður á Siglufjörð til að heimsækja okkur og vinna síð- asta verkið. Hann stillti ventla í bíl sonar síns og ræddi möguleika á frekari heimsóknum til okkar á Siglufjörð. Nú kveð ég félaga og vin minn. Eftir lifir minningin um góðan dreng. Guð geymi hann. Jónína Magnúsdóttir. Kveðja frá Skátasambandi Reykjavíkur Aðalsteinn Hallgrímsson gekk ungur skátahreyfingunni á hönd og tók virkan þátt í störfum hennar með litlum hléum allt til æviloka. Honum voru snemma falin ábyrgð- armikil foringjastörf á hendur og reyndist hann vel til forystu fallinn. Hann hafði einkar gott lag á því að starfa með börnum og unglingum og fá skátana sína til þess að leggja sig fram í hvívetna, með hæversku og léttri lund. Aðalsteinn var næm- ur maður og fundvís á verkefni sem höfðuðu til ungra skáta. Því var hann ævinlega í fararbroddi fjöl- mennra skátadeilda, átti miklum vinsældum að fagna og ól upp fjöl- marga hæfa leiðtoga sem hann fól síðan á tilsettum tíma verðug verk- efni. Þannig myndaðist skjótt öflug- ur kjarni skátaforingja umhverfís Aðalstein. Hann kunni til hlítar þá góðu list að hvetja fólk til dáða á óbeinan hátt. Hann var í forsvari fyrir Birkibeinadeild Skátafélags Reykjavíkur á árabilinu 1958-1963, árið 1965 deildarforingi Jómsvík- inga og stofnaði ásamt nokkrum öðrum reyndum skátum Skátafélag- ið Árbúa í Árbæjarhverfi í Reykja- vík árið 1977. Varð það skátafélag á skömmum tíma fjölmennt og lof borið á starfsemi þess alla. Var hann félagsforingi skátafélagsins uns hann tók við formennsku í Skát- asambandi Reykjavíkur en því ábyrgðarstarfi gegndi hann til árs- ins 1986. Þessi störf öll og fjölda annarra verka sem skátahreyfingin fól honum vann hann með stakri prýði. Aðalsteinn var maður léttur í lund og áhugamaður um landið, náttúru þess og fegurð. Er enginn vafi á því að betur átti við hann að fylgja glöðum skátahópi í útilegu og stjórna glaðbeittur skátamóti, en að sitja fundi í þungbúnum stjórn- um, þótt hann teldi það ekki eftir sér. Það er öllum tregt tungu að hræra við fráfall ungra manna, sem hafa sannarlega átt hlutverki að gegna í ræktun lands og lýðs. Þótt Aðalsteinn hafi ekki gengið heill til skógar um hríð var fráfall hans óvænt og óvægið. Áttu fáir von á að liði að kveðjustund. íslenskir skátar flytja Aðalsteini Hallgríms- syni og fjölskyldu hans þakkir og auðsýna honum virðingu fyrir hönd þeirra mörgu sem nutu leiðsagnar gæðamanns í skátastarfi sínu, en ekkju hans frú Sigurbjörgu Ragn- arsdóttur og börnum þeirra fjórum vottar skátahreyfingin dýpstu sam- úð. Ólafur Ásgeirsson. Mér er minnisstætt þegar ég hitti Aðalstein í fyrsta skipti. Það var fyrir fjórðungi aldar, stúlka sem ég var byijaður að stíga í vænginn við ætlaði að passa fyrir systur sína og mág. I því tilefni renndi Alli eftir mér vestur í bæ. Hann ferðaðist þá um á einum af þessum bílum sem auk ökuskírteinis þarf að vera bif- vélavirki eða vélvirki til að aka. Mig minnir að hann hafi komið við í úthverfí þar sem hann geymdi ann- að eintak sömu tegundar og skipti um einn, tvo varahluti áður en lengra var haldið. Leiðin lá út úr bænum í hverfi sem þá var að rísa á slóðum sem í huga Reykvíkinga voru í einhveijum óskilgreindum fjarska kenndum við Elliðaár og Árbæ. Óljóst hugboð hafði maður um að þarna væru lönd skáta og hestamanna en bærinn hafði tekið sig til og læðst þangað upp eftir svo lítið bar á — til dæmis held ég að strætó hafi ekki haft hugmynd um þessa byggð fyrr en þónokkru síðar. Nú var numið staðar fyrir framan hálfkaraða blokk og haldið upp stiga sem voru í mótun og Aðalsteinn lauk upp dyrum að íbúð sem var líka í bígerð. Innandyra voru börn á ýmsum þróunarstigum — og svo Sigurbjörg — og var auðfundið að hér þótti Aðalsteini sköpunarverkið hossa nokkuð hátt. Nú tóku þau hjón að tygja sig til brottfarar en áður en gengið var út kippti Aðalsteinn harmónikku upp af gólfinu eins og hveijum öðr- um brúkshlut og hafði á brott með sér. Sagði svo ekki meira af þeim fyrr en undir morgun að þau skiluðu sér heim öll þijú. Hér höfðu strax við fyrstu kynni komið við sögu nokkrar höfuðstærð- ir í lífi Aðalsteins: vélar, Hraunbær- inn, Sibba, börnin og nikkan. Hann var vélvirki að mennt og starfi, hann var einn af frumbýlingum í Hraunbænum, hann var ástríðufull- ur harmonikkuleikari, drottningin í lífi hans hét Sigurbjörg og börnin voru helsta hugðarefni hans. Aðalsteinn Hallgrímsson var son- ur Hallgríms Péturssonar skósmiðs og Kristínar Aðalsteinsdóttur. Hann var elstur fjögurra systkina, alinn upp í Laugarásnum og lauk vél- virkjaprófi frá Iðnskóla Islands árið 1963. Það sama sumar gekk hann að eiga unnustu sína, Sigurbjörgu Ragnarsdóttur og eignuðust þau börnin Ragnar, Kristínu, Eggert og Svanlaugu. Úr foreldrahúsum hafði Aðal- steinn það veganesti að hann var upplitsdjarfur og mannblendinn, glaðsinna og góðgjarn. En það sem sérkenndi hann öðru fremur var sí- vakandi, smitandi áhugi sem gerði að verkum að hann var sýknt og heilagt að brjóta heilann og miðla samferðafólki sínu í einhveiju. Skip voru til dæmis ástríðuhlaðin fyrir- bæri í hugarheimi Aðalsteins og dæmigert að þegar heitmey hans dvaldi vetur í Englandi bauð hann systur hennar á barnsaldri iðulega á bíó og Hrafnhildur hefur sagt mér að þá hafi Aðalsteinn aldrei getað setið á sér að tala við hana um skip. Hann gat talað um skip eins og þau væru lifandi verur með örlög og ævisögu. Auk þess sem gangvél skipsins var einatt starfsvöllur hans. Áðalsmerki Aðalsteins var hið góða skap sem honum var ríkulega úthlutað og glaði hlátur sem dillaði hlustum samferðamanna. Þetta ásamt sjaldgæfri þolinmæði gerði að verkum að mörg óleysandi vand- amál hreinlega gáfust upp á honum. Þessir eðliskostir Aðalsteins nutu sín vel í umgengni hans við börn. Það var aðdáunarvert hve hann sinnti þeim af mikilli alúð og gaf sig allan í vangaveltur og leiðbein- ingar. Ekki bara sínum eigin börn- um: æskulýðsstarf í Árbænum átti hauk í horni þar sem Alli var, en líka unglingarokksveit sem þurfti a fá nikkuna hans lánaða svo vikum skipti eða barnungur píanóleikari sem hann lagði sig í líma við að útvega nótur með skemmtilegum danslögum. Ég ímynda mér að fijótt samband hans við börn og unglinga hafi stafað af því hve vel honum tókst að varðveita barnið í sjálfum sér: hann gat gleymt sér við að líma saman módel eins og lítill strákur og alla tíð upptendrast af áhugamál- um sínum eins og barn. En fyrst og síðast var hann heim- ilisfaðir af lífi og sál og þótti mest- ur ókostur þegar hann var á sjó að vera fjarri fjölskyldunni og mestur kostur þegar hann vann við Lór- aninn á Snæfellsnesi að hafa fólkið sitt í seilingu, kallfæri og sjónmáli. Nú þegar hans eigin börn voru sprottin úr grasi urðu barnabörnin honum fagnaðarefni. Þessi síðustu misseri þurfti ekki lengi að spjalla við Alla áður en sonarsoninn Hjalta bæri á góma og ljómaði hann þá eins og tími kraftaverkanna væri rétt að renna upp. Fjársjúkur tók hann sig upp aðeins fáum dögum fyrir skapadægur sitt og flaug norð- ur til Siglufjarðar til að hitta vin sinn. Og síðustu vikurnar sem hann lifði bættist honum dóttursonur sem stafaði birtu á þá dimmu daga sem fóru í hönd. Síðast hitti ég Aðalstein réttri viku áður en hann mætti örlögum sínum. Erfiður sjúkdómur hafði gengið honum nærri og fram undan var tvísýn barátta. Áður en við kvöddumst tók hann mig afsíðis og sýndi mér flókið líkan af fiskiskipi sem hann var nýbyijaður að glíma við og sagði meira en orð um hug- rekki hans. Síðustu tvo áratugi var Aðal- steinn starfsmaður Pósts og síma, fyrst við Lóraninn á Gufuskálum og síðan á Keflavíkurvelli. Unnið var á vöktum og því var það að Alli þurfti einatt að ráðstafa sínum tíma öðruvísi en tíðkast í 9-5 félag- inu. Oft þurfti hann að sinna skyldu- störfum þegar aðrir héldu hátíð eða kveðja í miðjum fjölskyldufagnaði. Og nú er hann farinn — langt fyrir aldur fram. Harmdauði ástvin- um — eftirminnilegur öllum sem honum kynntust. Pétur Gunnarsson. Mig langar til að minnast Aðal- steins Hallgrímssonar og dvelja ögn við samverustundirnar sem fylla út tómið þessa dagana. Fyrst kemur í hugann sú hlýja sem stafaði af ná- vist hans og hversu nærveran við hann var átakalaus og einföld. Hann kom inn í líf mitt sem fyrsti alvöru kærasti stóru systur minnar og þar af leiðandi voru ekki litlar þær vænt- ingar sem við yngri systurnar gerð- um til hans. Einhvern veginn var hann allt öðruvísi en allt það karl- kyns sem við höfum kynnst áður. Hann var mjúkur og hjarta hans var ekki lokað líffæri heldur var á því lítii hurð sem enginn aðgangs- eyrir var að. Fyrirfram reistir for- dómar barnsheilans reyndust óþarf- ir og misstu tilgang sinn. Hann vann okkur með blíðunni, rósem- inni, þolgæðinni og léttleikanum. Þegar fram liðu stundir og allir fór að hafa skoðun á öllu var greinilegt að hann hafði lúmskt gaman af að vera á öndverðri skoðun, enda gat hann verið ansi ákveðinn á stundum. Iðulega, eftir nokkuð þóf, þegar búið var að velta upp ýmsum hliðum var hægt að sameinast um sjónar- horn sem útvíkkaði gildi allra. For- vitni hans og fróðleiksfýsn gerðu það að verkum, að aldrei var komið að tómum kofunum hjá honum. Þegar maður var kominn inn í stofu og hefðbundinni móttökuathöfn, sem fólst í hlýju faðmlagi og kossi á vanga var lokið, átti hann til að segja: Veistu það Ranka, ég var að lesa í tímariti að nú væri hægt að framleiða þetta eða hitt tækniundrið á ótrúlega hagkvæman hátt, eða eitthvað í þá áttina. Eða þá að hann útlistaði fyrir manni hjartfólgna búta úr mannkynssögunni. Þannig var hann barnslega einlægur og hissa á lestrarbók heimsins, aldrei áhugalaus eða lokaður fyrir hvað hefði gerst né hvað væri hægt að gera. Áhugamál hans voru ærin, einkum áttu þó vélar og flóknar samsetningar hug hans, en skringi- leg listaverk svæfðu heldur ekki áhugann. Hann hafði skoðanir og löngun til að ræða fram og til baka allt milli himins og jarðar. Eðlislæg forvitni hans gaf ekki tómhyggjunni ráðrúm. Samverustundimar heima í Hraunbænum voru notalegar og kynntu mér nýja hlið á stóru systur minni, sem vafalítið má skrifa á sambúðina við Aðalstein. Einhvern veginn var allt svo eðlilegt og ljúft. Þau byijuðu saman sem krakkar, áttu sjálf krakka, bösluðu að manni fannst í heila eilífð og náðu í gegn um súrt og sætt að koma kraftmikl- um börnum til manns, þroskast og fullorðnast saman. Myndin af ball- inu sem slegið var upp í bjartri sum- arnóttinni uppi á fjalli við vatn norð- ur á Ströndum fyrir tæpum tveimur árum, lýsir upp myrkrið og dillandi harmoníkutónarnir við undirleik himbrimans renna saman við birtu þessarar gleðistundar, þar sem börn og fullorðnir veltust um móana í óstöðvandi polka og ræl. Nú er harmoníkunnar sætur sónn sjatnað- ur, en ómurinn lifir. Sá, er sameinar karlmennsku og kvenlega blíðu, mun verða eins og breitt fljót, sem allar lindir renna til. Þannig mun hann öðl- ast hin eilífu dyggð. Hann mun verða sem lítiðbarn. (Lao-Tse.) Ragnheiður Ragnarsdóttir. FIAT UNO 45 Fullt verð 516.465 án vsk. Tilboðsverð 485.943 án vsk. VASK- BÍLAR Ath.: Takmarkað magn FIORINO 1100 Fullt verð 630.000 án vsk. Tilboðsverð 595.090án vsk. FIORINO 1300 Fullt verð 650.000 án vsk. Tilboðsverð án vsk. Skeifunni 17 - S. 688850

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.