Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 Morgunblaðið/Ingvar Mannlaus vöru- flutningabíll útaf Mannlaus vöruflutningabifreið með aftanívagn rann af stað þvert yfir Skútuvoginn um miðjan dag í gær og stöðvaðist ekki fyrr en hún var hálf komin út af. Engin slys urðu af þessu ferðalagi bifreiðarinnar og þurfti að fá kranabíl til að ná henni upp á götuna aftur. Morgunoiaoio/Ami Sæberg VEÐUR 1/EÐURHORFUR í DAG, 31. JANÚAR YFIRþlT: Á Grænlandssundi er 975 mb lægð á leið norðaustur, og vaxandi lægð um 1000 km suður af Vestmannaeyjum fer norð- norðaustur. Víð Nýfundnaland er önnur vaxandi lægð á leið norð- austur. SPÁ: Lægð yfir austanverðu landinu ki. 12 og því breytileg vind- átt, 5-7 vindstig og úrkoma víðast hvar á landinu. Hiti 0 til 7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestlæg átt og heldur kólnandi veð- ur, skúrir eða siydduól um sunnan- og vestanvert landið en annars þurrt. HORFUR Á SUNNUDAG: Vestlæg átt og fremur svalt í veðri. Él um vestanvert landið en annars þurrt. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 7 r / r r r f Rigning / r r * r * r * r * Slydda r * / * * * * * * * Snjókoma * * * -| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma híti veöur Akureyri 11 skýjaö Reykjavik 5 þokumóða Bergen 4 þoka ígrennd Helsinki 0 skýjaö Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq +5 alskýjað Nuuk vantar Osló +1 þokaígrennd Stokkhólmur 6 léttskýjað Þórshöfn vantar Algarve 16 léttskýjað Amsterdam 2 þokaigrennd Barcetona 14 heiðskirt Berlfn 4 þokumóða Chicago • ■4-1 þokumóöa Feneyjar 10 þokumóöa Frankfurt 0 alskýjað Glasgow 2 þokumóða Hamborg 2 þokumóða London 2 þoka LosAngeles 14 heiðskírt Lúxemborg 9 léttskýjað Madrid 7 heiðskirt Malaga 16 hálfskýjað Mallorca 14 skýjað Montreal 0 snjókoma NewYork 0 léttskýjað Orlando 16 þokumóða París 6 þokumóða Madeíra 17 léttskýjað Róm 11 skýjað Vín 6 léttskýjaö Washington 4-1 þokumóða Wlnnipeg +4 frostúði Landsbanki mun lækka nafnvexti um 0,25-0,50% LANDSBANKINN lækkar út láns- og innlánsvexti um 0,25% til 0,5% á laugardag. I Islandsbanka og sparisjóðunum verður tekin ákvörð- un um vaxtalækkun í dag, en að minnsta kosti livað íslandsbanka varðar verður lækkunin á svipuðum nótum og hjá Landsbankanum. Búnaðarbankinn hefur hins vegar þegar tilkynnt um 2% meðallækk- un útlánsvaxta og samkvæmt því verða útlánsvextir 2-2,5% lægri þar en hjá öðrum bönkum eftir helgina. Landsbankinn lækkar víxilvexti á laugardag úr 15,5% í 15,25%. Yfirdráttarvextir lækka úr 18,5% í 18%, kjörvextir á óverðtryggðum skuldabréfum lækka úr 14,75% í 14,25%. Þá lækka vextir á almenn- um sparisjóðsbókum og einkareikn- ingum úr 1% í 0,5% en vextir á kjörbókum hækka úr 5% í 6%. Lánskjaravísitalan hefur hækkað um 2,5% síðustu sex mánuði og sýnir nú verðhjöðnun, sem þýðir að ofangreindir nafnvextir jafngilda raunvöxtum. Raunvextir á verð- tryggðum útlána bankanna eru hins - vegar um 10%. Þegar Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjóri Landsbankans var spurður hvers vegna bankinn lækkaði ekki vexti til samræmis við verðbólgu og verð- tryggða vexti sagði hann að Lands- bankinn teldi að ríkið þyrfti að sýna ákveðið frumkvæði hvað varðaði lækkun á ríkisvíxlum og ríkis- skuldabréfum, sem væru í beinni samkeppni við innlánsform bank- ans. Því til að geta lækkað útláns- vexti yrði að vera hægt að lækka innlánsvexti. Þegar Brynjólfur var spurður hvort bankinn ætlaðist til þess að ríkið hefði frumkvæði að frekari vaxtalækkunum svaraði hann játandi. Endanleg ákvörðun um vaxta- lækkun hjá íslandsbanka og spari- sjóðinum verður tekih í dag, en Tryggvi Pálsson bankastjóri ís- landsbanka sagði aðspurður að lækkun þar yrði frekar í samræmi við lækkun Landsbanka en Búnað- arbanka. Rök bankanna fyrir háum nafn- vöxtum á síðustu mánuðum síðasta árs voru að þeir væru að vinna upp tap fyrri hluta ársins sem hefði skapast vegna þess að misræmi var milli verðtryggðra og óverðtryggra vaxta. Þegar Tryggvi var spurður hvers vegna ekki væri hægt að lækka nafnvexti á nýju ári til sam- ræmis við raunvexti, sagði hann að bankarnir ætluðu ekki að lenda í sömu stöðu á þessu ári og því síð- asta heldur vonuðust til að þega. ákvarðanir væru teknar yrðu það ákvarðanir sem bankinn, og við- skiptavinir hans, gætu búið við til lengri tíma. „Við viljum ekki aðeins sjá í bak- sýnisspegilinn heldur einnig fram á veginn, og viljum taka ákvarðanir sem geta staðist. Stöðugt verðlag er ekki lengur fjarlægur draumur á íslandi og við vitum að bæði nafn- vextir og raunvextir eru nú of háir miðað við að stöðugt verðlag hald- ist og árangur náist í kjarasamning- um og efnahagsmálum. En við vilj- um ekki lenda í því að lækka núna vexti meira heldur en kemur á dag- inn að sé réttlætanlegt og þurfa þá að hækka vextina aftur í kjölfar kjarasamninga,“ sagði Tryggvi. Vaxtabreytingar eru heimilar á 10 daga fresti. Tryggvi var spurður hvort það stuðlaði ekki einmitt að stöðugu verðlagi að færa nú vextina niður til samræmis við núverandi verðbólgu en eiga möguleika á að hækka þá aftur síðar með stuttum fyrirvara ef á daginn komi að verð- bólgan aukist í kjölfar kjarasamn- inga, og hvað mælti á móti því að hafa þá aðferð. „Ef samið verður gætu falist hækkanir í slíkum samningum sem tækju gildi við undirritun þeirra," sagði Tryggvi. „Tíðar vaxtabreyt- ingar eru að sjálfsögðu mögulegar, í raun hafa vextirnir breyst hægar, við höfum ekki farið í dýpstu lægð- ir vísitölunnar og heldur ekki í hæstu hæðir. Og síðustu tvö ár hafa bankar og sparisjóðir miðað við að minnsta kosti þriggja mán- aða tímabil, gjarnan tvo mánuði fram í tímann og einn mánuð aftur og í því felst viss útjöfnun," sagði Tryggvi. Páll Halldórsson formaður BHMR: Fráleit hugmynd að afnema biðlaun Harðorð gagnrýni frá BSRB, BHMR og KÍ PÁLL Halldórsson formaður BHMR segir að hugmyndir í fjármálaráðu- neytinu um afnám biðlauna opinberra starfsmanna séu alveg fráleitar og út í hött. „Auk þess finnst mér furðulegt að koma fram með svona hugmyndir í miðjum samningaviðræðum því biðlaunin eru hluti af laun- akjörum opinberra starfsmanna og oft vitnað til þeirra sem slíkra,“ segir Páll. Ragnhildur Guðmundsdóttir varaformaður BSRB segir að alveg sé út úr myndinni að ljá máls á þessum hugmyndum. I máli Páls Halldórssonar kemur fram að á undanförnum árum hafi verið vöxtur á fjölda opinberra starfsmanna og því lítið reynt á ákvæðið um biðlaunin. „Mér finnst skjóta skökku við að nú þegar horfur eru á samdrætti á störfum hjá hinu opinbera skuli menn allt í einu telja það tímabært að afnema biðlaunin," segir Páll. Aðspurður telur Páll það engu skipta þótt nú séu komin til sögunnar ákvæði um gagnkvæman 3ja mánaða uppsagnarfrest opin- berra starfsmanna, biðlaunin séu eftir sem áður hluti af launakjörum þeirra. í sameiginlegri yfirlýsingu um mál þetta frá BSRB, BHMR og Kennara- sambandi íslands kemur m.a. fram að samtök þessi lýsa yfir furðu sinni á ummælum skrifstofustjóra starfs- mannaskrifstpfu fjármálaráðuneytis- ins. Síðan segir: „Á sama tíma og ummæli þessi koma fram hafnar samninganefnd ríkisins öllum kjara- bótum fyrir viðsemjendur sína og gefur ekki kost á viðræðum um ann- að en kjaraskerðingu á næstu tveim árum. Opinberir starfsmenn líta á ummæli skrifstofustjórans sem lið í skipulagðri aðför ríkisvaldsins að eigin starfsmönnum." Ragnhildur Guðmundsdóttir segir að réttindi opinberra starfsmanna séu þrengri en annars launafólks og m.a. er hægt að skylda þá til að vinna yfirvinnu. Af þeim sökum séu frek- ari áform um skerðingu þessara rétt- inda út í hött. Og í fyrrgreindri yfir' lýsingu kemur fram að þeir opinberu starfsmenn sem rétt eiga á biðlaun- um eru að stærstum hluta fólk sem valið hefur sér störf innan velferðar- kerfisins að ævistarfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.