Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 Yestmannaejrjar í 60 ár Bókmenntir Sigurjón Björnsson Haraldur Guðnason: Við Ægis- dyr. Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár. I. bindi, 1982, 340 bls. Útg. Vestmannaeyjarbær; II. bindi, 1991, 528 bls. Útg. STOFN. Níu ár eru á milli útkomu þess- ara tveggja bóka sem nú koma saman í öskju í bókabúðir í tilefni af útkomu II. bindis. Fyrra bindið ber undirtitilinn Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, en hið síðara Saga Vestmannaeyja- bæjar. Þann 1. janúar fengu Vest- mannaeyjar kaupstaðarréttindi. Arið 1969 var því „50 ára afmæli bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum". Haraldi Guðnasyni hafði verið falið að rita „sögu bæjarstjórnar“ en útgáfan dróst úr hömlu, m.a. vegna gossins og var síðan ákveðið að ritunin næði til ársins 1979. Verk- efni höfundar var samkvæmt framansögðu nokkuð þröngt. Rit- verkið er ekki Saga Vestamanna- eyjar og-varla heldur Saga Vest- mannaeyjabæjar nema að hluta til. Þetta ber að sjálfsögðu að hafa í huga. I fyrra bindi segir fyrst frá að- draganda þess að Vestmannaeyjar fengu kaupstaðarréttindi. Þá var allítarleg lýsing á aðstæðum og atvinnuháttum í Eyjum árið 1918 og fyrstu bæjarstjórnarkosningun- um er lýst nákvæmlega. Að þessu loknu kemur langur annáll (150 bls.) þar sem gerð er grein fyrir því helsta sem við bar á árunum 1918-1979 frá ári til árs. Er það vissulega fróðleg lesning, sem margt má lesa úr, þó að vissulega geti alltaf verið álitamál hvernig velja skuli efni í slíkan annál. Þá kemur um 100 bls. kafli, Heilbrigð- ishættir og þróun heilbrigðisþjón- ustu. Örn Bjarnason, fyrrum hér- aðslæknir í Eyjum, er meðhöfundur þessa kafla. Það er prýðilega læsi- legur og áhugaverður þáttur. Vestmannaeyjar voru sérstakt kjördæmi frá 1845-1959. Á þessu tímabili hafa Vestmanr.aeyjar átt fjórtán alþingismenn. Aftast í bók- inni er æviskrá allra þessara manna, einkum þó þingsaga þeirra. Eru það mun lengri frásagnir en venja er í æviskrám og er það vel. Langlengst er frásögn um Dr. Valtý Guðmundsson sem var þing- maður Vestmannaeyja 1894-1901. Annað bindi ritsins er sýnu lengra en hið fyrra og fjallar um mun fleiri efnissvið. Það skiptist í fimmtán aðalþætti. Sáíyrsti þeirra, Vestmannaeyjahöfn, er langlengst- ur (93 bls.). Er það mjög efnismik- Haraldur Guðnason ið og vandað yfirlit yfir hafnar- framkvæmdir frá því fyrst á öld- inni. Aðrir þættir eru: Samgöngur, gatnagerð, bæjarverkstæði, skipu- lag á Heimaey, björgunar- og varð- skipið Þór, Bæjarútgerð Vest- mannaeyja, brunavarnir, rafveita, Ijarhitun, vatnsveita, lögi'egla, landbúnaður, félagsmál, íþróttir. Að loknum þessum þáttum kem- ur bæjarfulltrúatal og er yfirleitt um hálfrar blaðsíðu frásögn um hvern. Níutíu og sex telst mér að þeir hafi verið, þar af sex konur. Bæjarstjóratal er hér einnig, en tólf hafa bæjarstjórar verið í Eyj- um. Margt gott er hægt að segja um þetta ritverk. Það er unnið af vand- virkni, mikilli elju við söfnun heim- ilda sem varla hafa allar legið á glámbekk. Texti er skýr og útúr- dúralaus. Helstu annmarkar ritsins eru það sem í það vantar. Höfund- ur getur þessa raunar í eftirmála seinna bindis og nefnir sérstaklega safnamál og skólamál sem eftir sé að gera skil. Bæði eiga þessi efnis- svið sér langa og merka — í sumum tilvikum stórmerka — sögu. Margs annars saknar maður við lestur þessa ritverks, t.a.m. því að ekki skuli greint meira frá bæjarlífinu almennt, einstökum mönnum sem „settu svip“ á bæinn með athöfnum sínum og æði. Fróðlegt hefði verið að'fá sitthvað að vita um fuglayeið- ar, eftirminnilegar sjóferðir, atvik ýmis. Hvernig lifði fólk í raun? Hvernig skemmti það sér t.a.m.? Var aldrei ort vísa? Þannig mætti lengi telja. Vissulega hefðu dreifðar frásagnir af þessu tagi gefið verk- inu mun meira líf og fært lesand- ann nær því mannlífi sem lifað hefur verið í Eyjum. En það hefði orðið önnur bók og ekki „saga bæjarstjórnar". Við höfund er varla að sakast. Hann hefur gert það sem fyrir hann var lagt. Engum er til þekkir dylst heldur að hann er manna færastur til að rita um safn- amál Eyjamanna. En hver veit nema framhald verði á þessari sagnaritun? HVORKIFUGL NÉ FISKUR Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Sálfarir — Leyndardómar hins óþekkta. Eftir ritstjóra Time- Life bóka. Helga Þórarinsdóttir íslenskaði. Útgefandi: Almenna bókafélagið hf. Það hefur líklega ekki farið fram- hjá neinum að á seinustu árum hefur áhugi á andlegum málefnum vaxið til muna. Eftir því sem krepp- ir meira að veröldinni fjárhagslega (ísland er til dæmis talið eitt af andlegustu punktunum á jörðinni — enda með skuldugri og úrræða- lausari þjóðum), eykst áhuginn á andlegum málefnum. Hjónaband og fjölskyldulíf er í molum, það þykir sannað að ný manngerð sé að ryðja sér til rúms; manngerðin sem getur ekki myndað tilfinningatengsl við annað fólk, við erum hætt að ríg- halda í ævagamlar siðavenjur og lífsgildi — og erum bara farin að leita. En það er dálítið makalaúst að um leið og við höfnum þeim gildum sem við höfum alist upp við, byijum við að leita þeirra — utan við okkur sjálf. Það er of flókið að leita or- saka að glundroðanum hjá sjálfum sér og axla þar með ábyrgð á afleið- ingunum. Það er.einfaldara að leita skýringa á fallvaltleika mannlegs eðlis í einhveiju yfirskilvitlegu eða dulrænu; sálnarölti, karma, hlutum ákveðnum fyrir fæðingu og svo framvegis. Það er gott og blessað ef manneskjan er að leitast við að finna kennileiti til að botna eitthvað í eigin tilfinningaflækjum, bælingu og höftum — sem koma í veg fyrir að hún lifi farsællega og njóti sín sem einstaklingur. Svo er talað um nýöld og að ver- öldin sé að verða svo andlega, af því allir hafi svo mikinn áhuga á þessum andlegu málefnum. En því miður, er að verða deginum ljósara að ósköp lítill hluti okkar hefur áhuga á því að grauta í sjálfum okkur, heldur er nýaldarvakningin í rauninni fíkn síðasta áratugar ald- arinnar, tekur við af svelti/ofáts fíkninni, sem tók við af eiturlyfja- fíkninni, sem tók við af áfengisfíkn- inni, sem er orðin svo gömul fíkn að þeir sem fara í meðferð við áfengissýki eru kallaðir „antíkalk- ar“; Áhugi okkar á andlegum málefn- um er því ekkert annað en flótti; leið til að takast ekki á við okkar hversdagslegu, þreytandi og hund- ómerkilegu vandamál, horfast ekki í augu við okkur sjálf; leita að sönn- unum fyrir því að manneskjan geti farið úr líkamanum, leita að sönn- unum fyrir því að eftir dauðann bíði okkar sæluríki, leita að fyrri lífum til að sanna að þetta sé allt saman karma og að þessvegna get- um við ekkert gert að aðstæðum okkar. Svo er alveg sama hvað við köf- um, við verðum engu nær. Stöndum alltaf eftir með okkur sjálf, skuldir okkar, basl, hversdagsleika, tilfinn- ingavandamál og óleyst verkefni. En því andlegri sem við verðum, því fleiri óyggjandi staðreyndir sem við þykjumst finna í öllum þeim hafsjó af bókum sem gerðar eru út á þessa flóttaleið, færumst við fjær því að „leysa það karma“, sem við höfum „uppgötvað að við komum til að leysa“. Við ijarlægjumst raun- veruleikann. Það er augljóst merki fíknar á sjúklegu stigi. Þessi bók er gerð út á þennan flóttamannamarkað. Hún segir ekkert, bætir engu við, rekur ýmsar rannsóknir sem eiga að sanna eða afsanna ódauðleika sálarinnar og endurholdgun. Afstaða er hvorki tekin með né á móti, svo bókin er ekki líkleg til að vekja upp and- mæli eins eða neins. Niðurröðun efnis er óskipuleg. Á eftir löngum kafla um rannsóknir á fyrri lífum kemur kafli um fyrri líf Dalai Lama og byijað er að tala um hann á tveimur síðan, en þá, án aðgreining- ar er farið að skrifa um Edgar Casey og vinnu hans og í lokin kemur myndaröð um Dalai Lama og Búddatrú. Þetta er bara eitt dæmi. Það er tæpt á vinnu nokk- urra sálfræðinga og vísindamanna sem hafa kannað sálfarir, minning- ar fólks frá fyrra lífi og nánast all- ar frásagnirnar byija á því að þær séu eiginlega þær merkilegustu. I bókinni eru margar laglegar myndir, en efnistök eru harla ómerkileg. Kaflaheitin er sterk: Ferðir sálarinnar, Ýmis stig sálfara, Úr heljargreipum, Af fyrri jarðvist. Það er engu líkara en hér verði lífs- gátan ráðin. Hún er það ekki. Ritverk þetta er vissulega mikil fróðleiksnáma og gagnlegt upp- flettirit. Um suma þætti er varla miklu við að bæta, s.s. heilbrigðis- mál, hafnarmál eða stjórnun bæjar- félagsins. Verkið er prýðilega vel útgefið. Mikill fjöldi mynda er þar sem skýra textann og lífga. í lok seinna bindis er mannanafnaskrá yfir allt verkið. Þá vil ég loks geta þess að nafn ritsins, Við Ægisdyr, finnst mér einstaklega fallegt og vel valið. B ílamarkaóurinn MMC L-300 4x4 8 manna '90, ek. 21 þ km., grár/tvílitur. V. 1780 þús. Koranda (Willys cj-7) ’88, 2.3 diesel, ek. 29 þ. km. V. 980 þús., sk. á ód. Honda Accord EX-2.0Í ’88, hvítur, 5 g., ek. 60 þ. km., rafm. í öllu, glæsil. bíll. V. 1180 þús., sk. á ód. Peugout 405 GL ’88, hvítur, 5 g., ek. 62 þ. km., 2 dekkjag., o.fl. V. 820 þús., sk. á ód. Wagoneer LTD '86, 6 cyl., búnsans m/viðarkl., sjálfsk., ek. 52 þ. km., rafm. í öllu. Jeppi í sérfl. V. 1550 þús. BMW 630 CS ’77, 2ja dyra, 6 cyl., álf. o.fl. Sjaldgæfur bíll. V. 780 þús. Ath. sk. á góð- um jeppa. Chrysler Town & Country, turbo st. '88, ek. 43 þ. km., m/öllu. V. 1390 þús., sk. á ód. Dodge Ramcharger Royal SE ’85, sjálfsk., ek. 88 þ. km. V. 1280 þús. Fiat Uno 45 '90, ek. 11 þ. km., 2 dekkjag., sem nýr. V. 565 þús. (465 stgr). Honda Accord EXi 16v 2200 '91, m/öllu, ek. 26 þ. km. V. 2150 þús., sk. á ód. Honda Civic GL Sport '90, ek. 22 þ. V. 940 þús. (sk. á ód.) Honda Prelude EX 2,0 '88, 5 g., ek. 28 þ. km., sóll., o.fl. V. 1280 þús., sk. á ód. NÝJUNG Skoðunarskýrsla frá þekktu bifreiðaverkstæði fylgir öllum bílum á sýningarsvæði okkar. Viö erum við símann 12 tíma á dag, frá 9 til 21. Sími 629011. Grænt númer 99 6290. Skandia r Island Fresturinn er að renna Þannig hefur þú 4 vikur til að bera saman iðgjöld tryggingafélaganna. Að sjálfsögðu er bíllinn tryggður á meðan! Ef þú ert með endurnýjunardag bifreiðatryggingar þinnar 1. mars ættir þú að segja upp núverandi tryggingu skriflega í síðasta lagi í dag!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.