Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 Andsvar við rangfærsl- um Garðars Eiríkssonar eftir Guðna Agústsson Garðar Eiríksson fyrrverandi úti- bússtjóri Búnaðarbankans á Sel- fossi kýs að opna umræðu í fjölmiðl- um hvers vegna hann lét'af störfum við útibúið. Hann skrifar opið bréf til Sunnlendinga' í Morgunblaðið föstudaginn 24. janúar sl. og var til viðtals á útvarpsstöðvum sama dag. Því miður talar Garðar og skrifar gegn betri vitund og fer með staðlausa stafi í málinu. Garð- ar sakar undirritaðan um að hafa vegið ódrengilega að mannorði sínu í frétt sem DV birti um málið 18. janúar sl. Fram að þessum skrifum hafði ég talið mér skylt að neita allri umræðu um málið við fjölmiðla og gert það, en sé mig nú knúinn að ijalla um þær staðreyndir máls- ins sem hægt er að ræða um. Hvað DV fréttina varðar kemur það glöggt fram að ég neita frétta- manni um viðtal og upplýsingar en blaðamaðurinn segir mér að frétta- skot berist inn um málið og eftir að blaðamaður hefur rætt um efni fréttaskotanna, segi ég enn að ég ræði ekki málið en hann megi hafa eftir mér að til slíkra aðgerða sé ekki gripið nema verulegir hnökrar hafi verið á störfum útibússtjórans. Allt annað sem í þessari frétt var, var blaðsins og blaðamannsins, Ferðaraðir voru þá nýjung. Þetta voru vikulegar ferðir þar sem ákveðið svæði var tekið fyrir og það gert í áföngum. Fyrsta ferðin var farin um Reykjavík, síðan Grinda- vík og með ströndinni upp í Kjós. Eitt sveitarfélag var tekið fyrir hverju sinni. Á laugardaginn 1. febrúar vill Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands minna á þessa starfsemi sína og kynna nýja ferðaröð sem hefst 15. febrúar. Þetta verður gert með því að ganga í þetta sinn frá Nor- ræna húsinu kl. 13.30 niður í Gróf- ina. Þar og á leiðinni verður ýmis- sjálfsagt eftir ýtarlega skoðun, því fréttin var hógvær og nálægt stað- reyndum málsins. Dagblaðið Tíminn sá ástæðu til að semja brenglaða frétt upp úr DV-fréttinni án þess að hafa sam- band við mig þótt mitt nafn væri þar nefnt. Garðar Eiríksson fer all fijálslega með staðreyndir í grein sinni og að iokum finnur hann þá skýringu á brotthvarfi sínu að hann hafi verið „of velviljaður Sunnlend- ingum“. Leggur síðan málið í þeirra dóm án þess að rekja í neinu mjög langa atburðarás sem snerist um allt aðra hluti. í Ríkisútvarpinu í hádegisfréttum 24. janúar gefur hann þá skýringu að hann hafi átt í „útistöðum við yfirstjórn Búnaðar- bankans í Reykjavík sem snerust um grundvallarstefnu og ímynd“. Síðan segir Garðar í sömu frétt að hann hafi hundsað viðvaranir yfir- stjórnar og farið eftir eigin sann- færingu“ í rekstri útibúsins. Ég sé ástæðu til af þessu tilefni að hrekja í nokkru rangfærslur Garðars og opna örlítið hina hliðina á málinu. Vil þó taka fram að eng- um voru það jafn mikil vonbrigði og þeim er þetta ritar hvernig þetta mál fór og þróaðist á löngum tíma. Það er rétt að ég stóð að því að hvetja Garðar til að sækja um stöðu útibússtjóra og náði um það al- gjörri samstöðu í bankaráðinu og einnig í bankastjórninni þar sem Iegt skoðað og hugmyndir um fram- tíðarsýnir um náttúrulegt og mann- gert umhverfi og nýtingu ræddar í fylgd fróðra og hugmyndaríkra manna, um leið og nýja ferðaröðin verður kynnt. Að því loknu gefst kostur á að fara í stutta náttúruskoðunarferð út á Kollafjörð ef veður ieyfir. í sjóferðina, sem er sjálfstæð ferð, verður farið kl. 15.30 frá Grófar- bryggju með farþegaskipinu Ár- nesi. Ollum er heimil þátttaka, hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. (Úr fréttatílkynningu.) bankastjórarnir þrír mæltu með ráðningu Garðars, völdu hann úr hópi margra hæfra umsækjenda. Garðari var það vel ljóst að útibús- stjórar fá ekki fastráðningu fyrr en að loknum reynslutíma sem er eitt ár. Hann gerir mikið úr því að ég hafi uppálagt sér að breyta ímynd bankans í lifandi fyrirtæki sem Sunnlendingar vildu eiga viðskipti við. Þetta kann vel að vera en ég minni á að bankinn var ekki að byija, afgreiðslumar á Lgugarvatni og ekki síður á Flúðum voru öflug- ar en mér þótti nauðsynlegt að gera hlut Selfoss stærri sem er miðstöð þjónustu og viðskipta á svæðinu og þá með því að kljúfa Ámesingaútibú og gera á Selfossi sjálfstætt útibú og að afgreiðslur uppsveitanna fylgdu Selfossi. Ég hvatti Garðar aldrei til ann- ars en að fara að reglum bankans. Búnaðarbankinn á ágæta ímynd og útibúin hafa dafnað æði vel víða um land, undir þeim vinnureglum sem í gildi eru og útibússtjórar sætta sig við og telja sér skylt að fara eftir. Enda hljóta allir að sjá að sá sem segist „hundsa“ vinnu- reglur þess fyrirtækis sem honum er trúað fyrir er á rangri leið. Garðar kom í bankann sem vanur maður sem hafði að ég hygg búið við allstrangar reglur í Samvinnu- bankanum sem mun hafa verið vinnuregla þar. Því þótti nóg að fara munnlega yfir heimildir um útlánareglur. Að heimildir Búnaðar- bankans séu mun þrengri en ann- arra banka á svæðinu er tal út í loftið, bankinn hefur staðist alla samkeppni og dafnað betur en hin- ir bankamir undir svipuðum útlána- reglum. Garðar veit það sjálfur að þeir hnökrar sem vom á störfum hans og gagnrýndir voru af bankastjórn- inni svo til frá upphafi snerust ekki um neina ímynd. Þar tókst honum og hans starfsfólki prýðilega. End- urskoðun bankans kom í útibúið í nóvember 1990 og gerði þá æði margar athugsemdir á útlánum og vinnubrögðum. Bankastjórnin tók málið til skoð- unar og taldi að í óefni stefndi. Ég lagði áherslu á að leysa málið í friði og taldi að þetta yrði lagað með skjóturn hætti og sannfærðist um það eftir að hafa kallað Garðar á Guðni Ágústsson „Það er nauðsynlegt að þeir sem lána peninga almennings hafi blý í hnjáliðunum þegar ýmsa tungulipra og harðsvíraðra aðila ber að garði bankastofn- ana. Enn veit enginn hvert tapið verður vegna þessara mála og vonandi verður það sem minnst.“ minn fund þar sem ég lagði fyrir hann málamiðlun sem bankastjórn- in hafði fallist á. Stöðu Garðars yrði í engu raskað en Moritz W. Sigurðsson aðstoðarbankastjóri með langa reynslu sem útibússtjóri hjálpaði til að koma röð og reglu á ný og fyrsta kastið mætti leita til hans með öll stærri mál og þegar einhver vafí væri á um meðferð máls. Þetta mál er viðkvæmara en svo að hægt sé að rekja það og yfir því hvílir trúnaður og leynd. Vandamálið snerist aldrei um hina mörgu og traustu viðskiptavini bankans á' svæðinu, heldur um þröngan hóp manna og í mörgum tilfellum háar upphæðir utan við- skiptasvæðis, þar sem var verið að taka áhættu og ganga lengra í lán- veitingum án alls samráðs. Útibússtjórar vita að lánveitingar eru ábyrgðarstarf og þeir skilja að stundum þarf að skoða mál í hag- deild eða með sérfróðum mönnum. Góður bankastjóri veit að nei er oft orðið sem bjargar viðskiptavini frá glötun. Hins vegar hlaut reynslu- tími útibússtjórans að vera á enda þegar hann leysti til bankans þijár eignir án samráðs og hlaut það að vera honum ljóst að kaupin voru fórnaraðgerð þar sem peningar myndu tapast. Útibústjórar hafa engar heimildir til kaupa og sölu fasteigna. Þessi aðgerð útibús- stjórans svo og löng saga viðvar- ana þar sem sömu hnökrarnir birtust aftur og aftur hlaut að kalla á þennan endi á reynslutím- anum. Ég ligg ekki undir þeirri sök að hafa verið Garðari Eiríkssyni ódrengilegur. Ég ráðlagði honum heilt og gerði honum oft grein fyrir alvöru málsins og hvatti hann. Ágreiningurinn snerist fyrst og fremst um að knýja útibússtjórann til að fara að settum reglum og meta rétt útlánaáhættu. Það er nauðsynlegt að þeir sem lána pen- inga almennings hafi blý í hnjálið- unum þegar ýmsa tungulipra og harðsvíraðra aðila ber að garði bankastofnana. Enn veit enginn hvert tapið verður vegna þessara mála og vonandi verður það sem minnst. Ég ætla ekki hér að fjalla um þær tölur sem fram koma í grein Garðars, enda enginn ágreiningur um það innan bankans að marga hluti gerði hann vel. Var góður og vinsæll yfirmaður á vinnustað, vin- sæll af viðskiptavinum og var að því leyti líklegur til stórræða. Hitt voru mikil vonbrigði að hon- um tókst ekki að ráða við einn þátta starfsins og ekki þann veigaminnsta þrátt fyrir viðvaranir, hjálp og beiðnir manna sem vildu allt fyrir hann gera. Búnaðarbankinn er sterkur á Suðurlandi, bakhjarl fólks og fyrirtækja en engum líðst að vinna eftir eigin duttlungum að svo vandasömu starfi sem útibússtjóra- starf er. Garðar kórónar nú barnaskap sinn þegar hann heldur því fram, að „óánægja eins aðalbankastjóra Stefáns Pálssonar hafi aukist í réttu hlutfalli við vaxandi viðskiptavild óg velgengni útibúsins undir sinni stjórn“. Málið snerist aldrei um persónu Garðars Eiríkssonar heldur við- skipti og vinnubrögð. Garðar Ei- ríksson fékk gnægð tækifæra og nægan tíma til að hverfa frá villu sinni. Sjálfskaparvítin eru verst og stundum sárust. Höfundur er alþingismnður og formaður bankastjórnar Búnaðarbankans. Ný ferðaröð kynnt VORIÐ 1984 hóf Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands ferðaröð sem nefndist: „Umhverfið okkar“. Þetta var önnur ferðaröð félagsins, árið áður hafði félagið steðið fyrir ferðaröðinni: „Náttúragripasafn undir berum himni“. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Kíndakjöt og Eldur ís Neðanmáls er bezt Mikið lifandis skelfing er ég feginn að vera kominn hér neðan- máls aftur. Við neðanmáls-dálka- skriffínnar getum yfirleitt látið í ljós skoðanir okkar án þess að allt of mikið veður verði út af því gert. Ef til vill er ekki alltaf tekið of mikið mark á okkur. Fyrir nokkru hætti ég mér upp fyrir svörtu línuna og neðanmáls- verndina og lét birta, efst á síðu, grein um sölumál á íslenzkum freðfiski hérna í henni Ameríku. Ég vona, að þið, kæru lesendur, séuð ekki móðgaðir yfir því, að ég skyldi bregða mér upp á síð- una. Þetta var alvarleg grein og ekki skrifuð í okkar venjulega rabbstíl og þar að auki var graf- in upp gömul mynd og birt með til áherzluauka. Þegar ég sá myndina varð mér ljóst, hvað árin hafa liðið hratt. Það er tími til kominn, að ég komi heim og láti taka af mér nýja mynd. Með greininni móðgaði ég og reitti til reiði ýmsa viðskiftajöfra og sannaði það fyrir mér, að sannleikanum verður hver sár- reiðastur. Þeir sendu mér tóninn og gerðu eins lítið úr mér og þeir gátu. Svo fékk ég á gúlann sérstaka og feiki alvarlega yfir- lýsingu hér í blaðinu frá útflutn- ingsráði Félags _ íslenzkra stór- kaupmanna. Ég var svo skammarlega illa að mér, að vita ekki einu sinni að þetta merka ráð væri til. Engin mannanöfn fylgdu þessari mergjuðu grein, en ég reikna með, að merkir og góðir Islandsmenn hafi samið hana. Þeir sögðu, að ég væri vondur maður, líklega rógberi og meira að segja fulltrúi SÍS. En hvað gerir annars þetta útflutn- ingsráð? Flytur það út stórkaup- menn? Ef svo er, eru þessir ráðs- menn að vinna þjóðinni vel og ég fyrirgef þeim af öllu hjarta. Markaðssetning eða mörkun Þegar ég ritaði, illu heilli, hina alvarlegu grein um fisk-markaðs- málin greip ég tækifærið til þess að ota fram tillögu minni um að notuð verði ný orð í staðinn fyrir hin ljótu orð markaðssetning og að markaðssetja. Prentvillupúk- inn vann spellvirki á útskýringum mínum og varð útkoman sú, að ekki var hægt að skilja upp né niður hvað ég var að fara. Vegna þessa ætla ég að endurtaka til- lögu mína. í stað skrípisins markaðssetn- ing verði notað orðið mörkun, kvenkyns orð, sem til er í mál- inu, en mjög lítið notað nema í hugtakinu mörkun sauðfjár og í samsetningunni takmörkun. í staðinn fyrir að markaðssetja myndum við merkja. Þetta orð er ekki til í málinu samkvæmt íslenzkri orðabók Menningar- sjóðs. Þessi nýju orð gef ég ís- lenzkri tungu gratís. Eldur slokknar - ís bráðnar Vodkadrykkju-fólk í Suður- Flórída er í sorg þessa dagana. Islenzka vodkað, Eldur ís, er horfið úr verzlunum hér. Þegar ég heimsótti Albertson-búðina rétt fyrir jólin til að kaupa jólaöl- ið brá mér heldur í brún. Stolt íslands og augasteinn Fjallkon- unnar, vodkað okkar Eldur ís, var horfið úr hillunni. Landar okkar hafa sagt mér að þeir hafi oft brugðið sér inn til Albert- sons, þegar eitthvað bjátaði á í lífsbaráttunni. Þeim hafi strax liðið betur, þegar þeir sáu raðir af hinum smekklega hönnuðu Eldur ís flöskum og þeir hafí fyllst ættjarðarást -mg þjóðar- stolti. Til að viðhalda tilfinning- unni hafi þeir oftast keypt eina og tekið með sér heim. Þegar ég spurði búðarþjóninn um hvarfið svaraði hann, að Eld- ur ís hefði ekki selzt nógu vel. „Það eru líklega ekki nógu marg- ir íslendingar í Flórída," sagði hann og hló. Sagði hann mér að kíkja í útsölukörfuna, en þar lenda ýmsar flöskur af tegund- um, sem hætt er að bjóða til sölu. Þarna fann ég síðustu flösk- una af Eldur ís, þvælda, niður- lægða og illa á sig komna. Verð- ið hafði verið fært úr $ 13,75 niður í $ 9,50 og var ég ekki iengi að grípa hana. Ég hugsa mér að geyma flöskuna til minn- ingar um vodkaveldi íslendinga á amerískum markaði. Kindakjöt til Kanada Fyrir mörgum mánuðum klippti ég út grein úr Mogganum, þar sem sagt var frá því, að ís- lenzkt fyrirtæki væri að kanna sölu á kindakjöti til Kanada. Hinn væntanlegi kaupandi var sagður hafa mjög góð viðskiptasambönd í Kanada og Bandaríkjunum og væri líka að komast inn á mark- að í Hong Kong. Talsmaður ís- lenzka fyrirtækisins sagði, að ís- lenzka kjötið yrði selt í verzlunum og einnig til veitingahúsa. Yrði boðið upp á það sem sérstaka gæðavöru. Upprunalega hafði íslenzki aðilinn boðið Kanadamönnum 500 tonn af kjötinu, en þá hefðu þeir sýnt þá rausn að lýsa sig reiðubúna til þess að kaupa allt að 2.000 tonn. Allt þetta er nú gott og blessað. Ég hefi verið að kíkja í Moggann af og til í þeirri von að sjá frétt um endanlega sölu. Reyndar var ég ansi spennt- ur að sjá, hvernig þetta færi, því í greininni var tekið fram, „að eingöngu ætti eftir að semja um verð kjötsins". Fastlega vona ég, að svoleiðis smáatriði hafi ekki orðið til þess að koma í veg fyrir þetta útflutningsafrek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.