Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Niðurskurður og mótmæli Mótmælaalda ríður yfir þjóðfélagið vegna niður- skurðar ríkisstjórnarinnar á fjárlögum eða það mætti halda af öllum þeim samþykktum, yfírlýsingum og viðtölum sem yfir landslýð dynja í fréttum fjölmiðla. í flestum tilfellum er um að ræða hópa eða ein- staklinga, sem verða fyrir nið- urskurðinum, hvers konar hagsmunaaðila og þrýstihópa. Þetta er ekkert nýtt fyrirbrigði heldur hefur það tíðkast um langt skeið, að þrýstihópar skipuleggi mótmælaherferðir til að hafa áhrif á almennings- álitið. Það er gert með því t.d. að skipuleggja greinarskrif í blöð og birtingu á yfirlýsingum og samþykktum félaga, funda og stjórna í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Við þessu er að sjálfsögðu ekkert að segja, því það er lýðræðislegur réttur fólks að rödd þess heyrist. En svo langt getur þetta -gengið að heildarmyndin brenglast. Ágætt dæmi um þetta er blaðamannafundur fjármála- ráðherra í síðustu viku þar sem hann skýrði frá því, að hallinn á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári hafi numið 12,6 milljörðum króna. Fréttin af þessum ógn- vænlegu tíðindum drukknaði í mótmælayfirlýsingum vegna afleiðinga af niðurskurði á fjár- lögum 1992. Upplýsingar fjár- málaráðherra eru samt skýr- ingin á ástæðum niðurskurðar- ins, sem verið er að mótmæla — orsökinni fyrir því, að nauð- synlegt er að draga saman seglin í ríkisrekstrinum. Hall- inn á ríkissjóði undanfarin ár hefur verið geigvænlegur og á síðasta ári var hann hinn mesti í fjörutíu ár. Þessu til viðbótar hafa lántökur hins opinbera verið gengdarlausar, jafnt inn- anlands sem utan, og þjóðin og komandi kynslóðir verið skuldsettar til framtíðar. Að- eins á síðasta ári námu þessar lántökur 36-38 milljörðum króna. Halli ríkissjóðs er í raun og veru lántaka og umfram- eyðslan á síðasta ári nam því um 50 milljörðum króna, eða nærri helmingi af fjárlögum ársins. Hvert heilvita bam ætti að geta skilið, að þessi eyðsla getur ekki gengið svona leng- ur. Hallinn á ríkissjóði svarar til þess að 12.600 manns hefðu þurft að greiða eina milljón hver til viðbótar sköttum sínum til að standa undir eyðslunni eða 25.200 manns þurft að greiða hálfa milljón hver til viðbótar. Eða 126 þúsund manns hundrað þúsund krónur hver. Þessar tölur sína ljóslega hversu hrikalegur ríkissjóðs- hallinn var á síðasta ári. Við þetta er ekki búandi. Meginviðfangsefni ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins er að ná tökum á ríkisfjármálunum og hún hefur einsett sér .að eyða hallanum á tveimur árum. Þrátt fyrir niðurskurðinn, sem mótmælin beinast að þessa dagana, er hallinn á ríkissjóði í ár áætlaður fjórir milljarðar samkvæmt fjárlögum. Reynsl- an undanfarin ár hefur þó ver- ið sú, að hallinn hefur orðið miklu meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir, svo ríkisstjórnin og fjármálaráðherra verða að halda vel á spöðunum til að fjárlögin standist. En það eru fleiri mikilvægar ástæður fyrir því að nauðsyn- legt er að skera niður kostnað í ríkisbúskapnum. Þar ber hæst, að halli ríkissjóðs og lán- tökur halda uppi vöxtum í land- inu en á síðasta ári keyrði svo um þverbak, að lánsfjárþörf hins opinbera var meiri en allur nýr sparnaður landsmanna í bankakerfinu. Lækkun raun- vaxta er skilyrði þess að end- urnýjun þjóðarsáttar á vinnu- markaði takist, því þannig má létta byrðum af heimilum og atvinnufyrirtækjunum, veija kaupmátt og atvinnu. Ekki er hægt að búast við kauphækk- unum vegna samdráttar í þjóð- artekjum fimmta árið í röð. Af þessu má glöggt ráða, að það er hagur þjóðarinnar í heild að dregið verði úr útgjöld- um ríkisins og það er óhjá- kvæmilegt að það bitni að ein- hveiju leyti á jafn viðkvæmum málaflokkum og heilbrigðis- og menntamálum, sem taka til sín nær 60% af útgjöldunurn. Sú hugsun virðist æði rík hjá mörgum, að ríkið sé eitthvert ópersónulegt fyrirbrigði, sem allt í lagi sé að gera kröfur til og láta borga. En ríkið, og reyndar sveitarfélögin líka, er ekkert annað en fólkið í land- inu. Kröfur á hendur ríkinu eru kröfur á hendur þjóðarinnar. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Islenskir aðalverktakar: Ríkið fékk 27% eignar- hluta fyrir 129 milljónir ÞEGAR grannt er skoðað, virðist sem Sameinaðir verktakar fái 86 milljónir króna við það að minnka eignarhlut sinn í Aðalverktökum úr 50% í 32% og Reginn hf. að sama skapi 43 milljónir króna fyrir að minnka sinn eignarhlut úr 25% í 16%. Þetta er langt innan við raunverulegt innra virði Aðalverktaka, sem voru með áætlaða eiginfjár- stöðu upp á liðlega 3,4 milljarða króna þegar samkomulagið var gert, í júlílok 1990. í því sambandi er þó rétt að geta þess að samkvæmt ofangreindum samningi var ákveðið að minnka eigið fé Aðalverktaka ineð því að greiða eigendunum út samtals um 2,4 milljarða króna, og minnkaði verðmæti Aðalverktaka í hlutfalli við það. Eins og greint var frá á sínum tíma hér í Morgunblaðinu og aftur nú á miðvikudaginn var um það sam- ið um mitt ár 1990 að Sameinaðir verktakar tækju umsamda upphæð út úr Aðalverktökum með banka- bréfum til fimm ára, og minnkuðu þannig eignarhlut sinn í Aðalverk- tökum úr 50% í 32%. Sama máli gegndi með Regin hf., sem skyldi með úttektum af höfuðstól minnka eignarhlut sinn úr 25% í 16% og eftir stæði ríkið sem 52% eigandi íslenskra aðalverktaka. Úttektir Sameinaðra verktaka eru enn ekki hafnar, samkvæmt upplýsingum Stefáns Friðfinnssonar, forstjóra ís- lenskra aðalverktaka, vegna þess að enn er ekki búið að ganga frá eigna- skiptum öllum, svo sem húseigna- skiptum. Reginn hf. hefur á hinn bóginn tekið út þær upphæðir sem fyrirtækinu bar, til þess að hlutur þess í Aðalverktökum minnkaði úr 25% í 16%. í árslok 1989, eða rúmlega hálfu ári áður en stjórnvöld og Sameinaðir verktaka og Reginn hf. komust að samkomulagi um að ríkið yrði meiri- hlutaeigandi í Aðalverktökum, var uppi mikill þrýstingur af hálfu Reg- ins í stjórn Aðalverktaka á að félag- ið fengi greidda ákveðna upphæð af höfuðstól Aðalverktaka. Var fallist á að Reginn fengi 100 milljónir króna á þessum tíma, samkvæmt mínum upplýsingum, en jafnframt ákveðið að Sameinaðir verktakar og ríkis- sjóður sem samkvæmt þessu hefðu átt að fá 200 og 100 milljónir króna (Sameinaðir áttu 50%, ríkið 25% og Reginn hf. 25%) létu sinn hluta liggja í fyrirtækinu. Samkvæmt samningnum í júlílok árið 1990 var gert ráð fyrir því að Reginn hf. fengi 670 milljónir króna. Þar af hafði fyrirtækið áður fengið 100 milljónir króna árið 1989. Raun- veruleg úttekt Regins er því 670 milljónir króna og samkvæmt því áttu Sameinaðir að taka út tvöfalda þá upphæð, eða, 1.340 milljónir króna, þar af eru 200 milljónir króna vegna fyrra árs. Samkvæmt sama samkomulagi skyldi ríkissjóður taka út 400 milljónir króna. Má því segja að ríkið, sem var jafnstór eigandi að Aðalverktökum og Reginn hf., hefði því átt að taka 270 milljónir í viðbót út af höfuðstól, en til þess að eignaraðild breyttist, ríkinu í hag, voru þeir fjármunir látnir liggja. Því má til sanns vegar færa að ríkið skilji eftir 270 milljónir króna í félaginu og fái breytta eignaraðild í staðinn, þannig að ríkið eigi 52% í stað 25%. Enn þarf frekari skýr- inga við, því þegar breytt eignarað- ild er skoðuð, samkvæmt samningi milli eigendanna þriggja, þá kemur á daginn að þær 270 milljónir króna sem eftir liggja í fyrirtækinu skipt- ast samkvæmt nýjum eignahlutföll- um. Eða með öðrum orðum: Ríkið á 52% í þeim, eða 141 milljón króna, Sameinaðir verktakar eiga í þeirn 32%, eða 86 milljónir króna og Reg- inn hf. 16%, eða 43 milljónir króna. Sameinaðir verktakar fá því 86 millj- ónir króna fyrir 18% í Aðalverktök- um og Reginn 43 milljónir. Kannski er einfaldast að skýra þessa skiptingu á þann veg að setja upp ímyndað dæmi: Segjum sem svo að ríkið hefði tekið út af höfuðstól sömu upphæð og Reginn og því tek- ið 270 milljónir króna til viðbótar, þannig að samtals hefði ríkið tekið 670 milljónir króna frá Aðalverktök- um. En til þess að fullnægja nýju samkomuiagi um breytta eignarað- ild, þá hefði ríkið borgað aftur inn í fyrirtækið 270 milljónir króna og sú innborgun skiptist þá á milli eig- endanna eftir hinum nýju eignarhlut- föllum: Ríkið ætti 52% í eigin inn- greiðslur, 141 milljón króna, Samein- aðir 32%, 86 milljónir, og Reginn 16%, eða 4,3 milljónir króna. Ekkert af þeim 1.340 milljónum króna, sem Sameinuðum verktökum ber, eru þeir farnir að taka út í bankabréfum til fimm ára, vegna fyrrgreindra ástæðna, en Reginn hefur þegar tekið sínar 670 milljónir króna. Reikna má með, að miðað við lánskjaravísitölubreytingar frá þeim tíma sem samningurinn var gerður (í júlílok árið 1990) að þessi eign Sameinaðra verktaka standi í 1.480 milljónum króna í dag. Úm verðið á átján prósentunum segir Thor Ó. Thors, stjórnarformað- ur Islenskra aðalverktaka og fram- kvæmdastjóri Sameinaðra verktaka, í viðtali hér í Morgunblaðinu síðast- liðinn sunnudag: „Höfum við ekki greitt þjóðfélaginu að vissu leyti til baka, með því að samþykkja að ríkið taki af 'okkur 18% af eignarhlut- anum? Minnka hann úr 50% í 32%, án þess að fá í rauninni nokkurn skapaðan hlut greiddan fyrir það?“ Ljóst er af framangreindu að hér er um sannkallað gjafverð á þessum 27% að ræða og eru raunar áhöld um það hvort samningamenn ríkisins í þessum efnum hafi ekki platað fyrr- um meirihlutaeigendur Aðalverktaka alveg bullandi upp úr skónum! Að vísu hafði ríkisvaldið þann þrýsti- möguleika á viðsemjendur sína, að ef ekki semdist á þessum nótum væri ekki um annað að ræða en svipta Islenska aðalverktaka einka- leyfinu til framkvæmda á Keflavík- urflugvelli, gera fyrirtækið upp, borga eigendum sinn hlut og hætta starfseminni sem slíkri. Þar með hefði framtíðararðsvon fyrirtækisins engin verið. Þannig hefði matið á félaginu bara verið miðað við eiginfj- árstöðu þess og upplausnarvirði en ekki hagnaðarvon framtíðarinnar. Því er ekki óeðlilegt að spyija sem svo hvort ríkið ætli að leita eftir frek- ari samningum við Sameinaða verk- taka og Regin hf. um yfirtöku ríkis- ins á Aðalverktökum á sambærileg- um kjörum. Nú er ekki vitað hvort stjórnvöld muni leita eftir slíku, en samkvæmt mínum upplýsingum myndu Sameinaðir verktakar og Reginn vart ljá máls á sams konar samningum, ef leitað yrði eftir því. AF INNLENDUM VETTVANGI KRISTIN BRIEM Eigiii fé Sameinaðra verk- taka 1978 breytt í hlutafé ÖLLU EIGIN fé Sameinaðra verktaka hf. í árslok 1978 Iiefur nú verið breytt I hlutafé á grundvelli ákvæða laga um tekju- og eignar- skatt fyrirtækja. Þær 900 milljónir sem félagið greiddi út í sl. viku eru því að hluta til endurgreiðsla á innborguðu hlutafé stofnenda félagsins sem ekki telst vera tekjur. Allt umfram það er aftur á móti tekjur sem myndast fyrir árið 1978 en skv. lögum hefur mátt framreikna þær miðað við vísitölu jöfnunarhlutabréfa fram til þessa dags. Þannig hefur myndast ákveðið svigrúm í skattkerfinu sem gerir hlutafélögum kleift að greiða út hagnað sem myndaðist fyrir 1978 til hluthafa án þess að þeir þurfi að standa skil á skatti. Þegar útgáfa jöfnunarhlutabréfa var upphaflega heimiluð árið 1962 var sá takmarkandi þáttur á útgáf- unni að ekki var heimilt að gefa út bréf umfram framreiknað hluta- fé. Þessari reglu virðist hafa verið breytt með nýjum skattalögum árið 1971 og var þá veitt heimild til að gefa út jöfnunarhlutabréf miðað við raunverulegt verðmæti eigin fjár. Þar var tekið fram að samanlagt nafnverð jöfnunarhlutabréfa miðað við hlutafé félagsins mætti ekki vera hærra en svarar tii almennrar verðhækkunar frá 1. janúar 1973 eða frá stofnun hlutafélags eða inn- borgunar hlutafjár eftir þann tíma. Útgáfa bréfanna skyldi byggð á raunverulegu verðmæti hreinna eigna félagsins. Þessi síðastnefnda heimild var hins vegar bundin við árin 1971 og 1972 þannig að útgáf- an eftir þann tíma tók eingöngu mið af vísitölunni. Lagaheimildir voru síðan rýmkaðar enn frekar með lögunum frá árinu 1978 þegar aftur varð heimilt að gefa út jöfnunarhlutabréf miðað við raunverulegt eigið fé hlut- afélags í lok þess árs. Það ákvæði var hins vegar ekki bundið við ákveðinn tíma eins og áður þannig að fyrirtæki hafa alltaf getað fram- reiknað eigið fé sitt frá árinu 1978. Rökin fyrir breytingunni árið 1978 kunna að vera þau að á árun- um 1971-1978 var söluhagnaður hlutabréfa skattfijáls ef bréfin höfðu verið í eigu sama aðila í fjög- ur ár. Helmingur söluhagnaðar var hins vegar skattfijáls ef bréfin höfðu verið í eigu sama aðila í tvö ár. Frá árinu 1978 hefur ríkisskatt- stjóri reiknað út sérstaka vísitölu jöfnunarhlutabréfa. Útgáfa jöfnun- arhlutabréfa sem er í samræmi við vísitöluna er talin skattfijáls þar sem aðeins er verið að leiðrétta hlutaféð fyrir verðlagsbreytingum. Hins vegar hefur ekki verið hægt að gefa út jöfnunarhlutabréf vegna uppsafnaðs hagnaðar sem myndast hefur eftir 1978. í máli Félags vatnsvirkja hf. fjall- aði ríkisskattanefnd um álitaefni vegna útgáfu jöfnunarhlutabréfa Sameinaðra verktaka. Deilt var um hvort miða ætti við nafnverð eignar- hluta Sameinaðra verktaka hf. í íslenskum aðalverktökum sf. eða raunverulegt verðmæti eignarinnar. Varð niðurstaðan sú að ekki þurfi að styðjast við nafnverð eignarhlut- ans heldur megi leggja til grundvall- ar raunverulegt verðmæti eignar- innar. Afstaða virðist hins vegar ekki hafa verið tekin til þess hvert hið raunverulega verðmæti eigin fjárins er. Ýmsar aðrar réttarreglur um hlutafélög snúa að máli Sameinaðra verktaka og því hvernig félagið lækkaði og hækkaði hlutafé í því skyni að geta greitt það út til hlut- hafanna. I riti Stefáns Más Stefáns- sonar, Hlutafélög, er á það bent að unnt sé að losa hlutafé út úr félagi með því að hækka hlutafé með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa og iækka það síðan. Þar segir jafnframt að lækkun hlutafjár sé stundum fram- kvæmd í því skyni að endurgreiða hluthöfum hlutafé að einhveiju leyti. Slíkar ráðstafanir geti verið fullkomlega eðlilegar, t.d. ef hlutafé í félagi er mjög hátt en hluthafar óski nú eftir því að félagið dragi saman seglin og þeim sé greiddur út hluti af hlutafénu til fijálsrar ráðstöfunar. í þessu sambandi má einnig benda á að mörg dæmi eru um það að hlutafé sé borgað út við slit félaga eða þegar rekstrartil- gangi félaga er breytt þannig að ekki er þörf á jafn miklu eigin fé og áður. Meginmarkmið laga um lækkun hlutaljár er að tryggja að hagur lánardrottna skei'ðist ekki vegna lækkunarinnar. Heimilt er að ráð- stafa lækkunarfé til jöfnunar taps sem ekki verði jafnað á annan hátt. í öðru lagi má ráðstafa því til greiðslu til hluthafa. í þriðja lagi má veija því til afskriftar á greiðslu- skyldu hluthafa og í fjórða lagi til greiðslu í sérstakan sjóð sem aðeins má nota samkvæmt ákvörðun aðal- fundar. Ef ráðstafa á hlutafénu samkvæmt öðrum heimildum en til jöfnunar taps skal, nema hlutaféð hækki um leið um samsvarandi upphæð, birta þrisvar í Lögbirting- arblaðinu áskorun til kröfuhafa félagsins um að tilkynna kröfur til félagsstjórnar innan þriggja mán- aða frá fyrstu birtingu áskorunar- innar. Svo fremi sem tilkynntar kröfur eru ekki greiddar, má ekki framkvæma hlutafjárlækkunina. Ráðherra getur úrskurðað eftir ósk aðila hvort framboðin trygging sé nægileg. Þá er ráðherra heimilt að veita undanþágu frá innköllunar- skyldu ef félag getur sannað að það á fyrir skuldum. Loks getur hlutafé- lag lækkað lilutafé án innköllunar- skyldu á grundveili ákvæða í sam- þykktum félags, þó verður að vera ljóst að eignir verða a.m.k. að sam- svara eigin fé eftir lækkunina. Hvað hefði orðið um 139 þúsund krónur? Ef upphæðin hefði verið vísitölubundin frá upphafi skv. framfærsluvísitölu, lánskjaravísitölu eða byggingavísitölu. Ef upphæðin hefði verið vísitölubundin frá upphafi skv. framfærsluvísitölu, lánskjaravísitölu eða byggingavísitölu, en jafnframt tekið 5% vexti. K 185,13 152,08 1 55,33 740,14 I 900 miiljónir króna Rikisskuldabréf komu til sögunnar 1964. Ef upphæðin hefði legið á bankareikningnum frá 1960-64 og siðan keypt rikisskuldabréf hefði upphæðin verið orðin um 700 milljónir króna I árslok 1991. Ef upphæðin hefði legið á Kjörbók Landsbankans frá ársbyrjun 1985 KZX 724,66 139 þús. kr. lagðar inn á banka- reikning í ársbyrjun 1960. Upphæðin liggur síðan óhreyfð á bestu venjulegum kjörum hverju sinni til ársloka 1991. 80,84 72,07 millj. kr. nac Á\ 100 millj. kr. -■ - 700 míiij. kr. ■600 '60 '65 '70 '75 '80 '85 '90'91 '91 '91 '91 '91 '91 '97 91 '91 139 þúsund krónur ávaxtaðar í 32 ár: 82 millj. í banka en 700 millj. í spariskírteinum HEFÐU 139 þúsund nýkrónur verið ávaxtaðar í bankakerfinu frá 1960 með bestu ársávöxtun sem þar hefur boðist, væru þær orðnar að tæp- lega 81 milljón króna í dag. Hefðu 139 þúsund nýkrónur verið vaxta- lausar en verðtryggðar miðað við byggingarvísitölu frá 1960 væru þær orðnar að 185 milljónum króna. Hefðu 139 þúsund krónur verið ávaxt- aðar með spariskírteinum ríkissjóðs frá því þau voru fyrst boðin 1964 gætu þær nú verið orðnar að 700 milljónum króna. Og hefðu 139 þús- und krónur verið verðtryggðar með vísitölu vöru og þjónustu og bor- ið 5% raunvexti frá 1960 væru þær orðnar að 900 milljónum króna. I umræðum um útborgun Samein- aðra verktaka hf. á 900 milljóna króna hlutafé til eigenda félagsins, tók Thor Ó. Thors, framkvæmda- stjóri Sameinaðra verktaka, sem dæmi um áhrif verðbólgunnar, að til að eiga 900 milljónir króna nú hefði hann þurft að leggja 139 þús- und krón'ur inn á banka árið 1960 með 5% ársvöxtum. Thor skýrði frá þessu í Morgunblaðinu 24. þessa mánaðar. Þetta dæmi var reiknað af Ólafi Nilssyni endurskoðanda, og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann hafa miðað við 5% ársvexti verðtryggða með vísitölu vöru og þjónustu, og niðurstaðan, 139 þús- und, væri í nýkrónum. Það svarar til 13,9 milljóna gamalla króna. Raunveruleg ávöxtun fjár í bank- akerfinu hefur hins vegar verið mun minni. Pétur H. Blöndal stærðfræð- ingur reiknaði það út fyrir Morgun- blaðið, að hefðu 139 þúsund nýkrón- ur verið lagðar inn í banka árið 1960, og ávaxtaðar á þeim bestu kjörum sem þar hafa verið í boði á hveijum tíma, væri upphæðin nú 80,8 milljónir króna. Raunvirði ný- krónanna 139 þúsund miðað við vísi- tölur væri hins vegar 152-185 millj- ónir króna eftir því hvort reiknað væri með framfærslu-, lánskjara- eða byggingarvísitölu. Ávöxtun bankakerfisins hefði því verið nei- kvæð sem nemi muninum á þessum upphæðum. Samkvæmt útreikningum Péturs hefði þurft að leggja 1,5 milljónir nýkróna, eða 150 milljónir gamalla króna, inn á bankareikning árið 1960 til að eiga 900 milljónir króna í dag. Pétur reiknaði einnig út að hefðu 139 þúsund krónurnar borið 5% raunvexti frá árinu 1960, væri upp- hæðin nú orðin 724 milljónir króna miðað við framfærsluvísitölu, 740 milljónir miðað við lánskjaravísitölu og 882 milljónir miðað við bygging- arvísitölu. 5% ársvextir hafa því nær fimmfaldað raunvirðið á þessum tíma. Þess ber að geta að einungis byggingarvísitalan hefur verið reiknuð út jafnóðum á þessu tíma- bili en hinar vísitölurnar voru teknar upp síðar en reiknaðar aftur í tím- ann. Ríkissjóður hóf sölu spariskír- teina ríkissjóðs árið 1964 en þau voru verðtryggð og gefin út í litlu magni lengst af. Samkvæmt út- reikningum, sem Sigurður Jóhanns- son hjá Kaupþingi gerði fyrir Morgunblaðið, gætu 139 þúsund krónur ávaxtaðar á bankavöxtum . til 1964 en síðan með spariskírtein- um ríkisins verið orðnar að 700 milljónum króna nú. Þá er miðað við meðalvexti sparskírteina sem gefin eru út ár hvert en mögulegt hefði verið að fá hærri ávöxtun ef miðað er við lengri og hagstæðasta binditíma. 139 þúsund nýkrónur samsvara 13,9 milljónum gamalla króna. Pét- ur Blöndal nefndi, að til samanburð- ar hefði lítri af nýmjólk kostað 3,20 krónur og flaska af ákavíti 170 krónur árið 1960. Þá hefðu meðal- laun árið 1962 verið 83.700 krónur yfir árið. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Ríkið á að standa við sína samninga JON BALDVIN Hannibalsson utanríkisráðherra segist á sínum tíma hafa samið um það við meðeigendur ríkisins að Islenskum aðalverktök- um, að þeir féllust á að breyta 25% eign ríkisins í meirihlutaeign, og liður í því sanikomulagi hafi verið að íslenskir aðalverktakar hefðu einkaleyfi til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli í fimm ár. Hann seg- ir að hann geti ekki gengið á bak þeim samningi. „Samningur er samn- ingur og ríkið á að standa við sína samninga," sagði utanríkisráðherra þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að Islenskir aðalverktak- ar yrðu þegar sviptir einkaleyfi til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. „Jafnframt var undirskilið að fast- eignum fyrirtækisins skyldi skipt milli eigenda og að stefnt skyldi að því að breyta fyrirtækinu í almenn- ingshlutafélag. Samstarfsaðilarnir féllust á þessi kjör að auka eignar- hlut ríkisins um 27% á þeim skilmál- um að fyrirtækið hefði þá ákveðinn aðlögunartíma til þess að breyta sér í almenningshlutafélag og leysa margvísleg tæknileg vandamál því tengdu sem lúta að tollfrelsi fyrir- tækisins sem einokunarfyrirtækis á vegum vamarliðsins og til þess að undirbúa að það gæti starfað á sam- keppnisgrundvelli á innlendum og erlendum verktakamarkaði," sagði Jón Baldvin þegar Morgunblaðið náði tali af honum í Prag í Tékkósló- vakíu í gærkvöldi. „Forsenda samningsins var sú að utanríkisráðherra féllist á að fram- lengja leyfi fyrirtækisins til fram- kvæmda, frá og með þeim tíma sem hann var gerður, um fimm ár. Ég get ekki gengið á bak þeim samn- ingi, nema að til komi mjög óvenju- legar kringumstæður sem réttlætist af neyðarrétti. Samningur er samn- ingur og ríkið á að standa við sína samninga," sagði utanríkisráðherra. Málamiðlunarsamkomu- lag um EES talið í sjónmáli Brussel. Reuter. Stjórnarerindrekar í Brussel sögðu í gær að í sjónmáli væri málam- iðlunarsamkomulag í deilu Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) um fyrirkomulag dómstóla í samningnum urn Evrópska efnahagssva'ðið (EES). Háttsettir embættismenn banda- laganna komu saman í gær og utan- ríkisráðherrar Evrópubandalagsins ræða málið í Brussel á mánudag. Stjórnarerindrekarnir sögðu líklegt að ráðherrarnir myndu veita fram- kvæmdastjórn bandalagsins aukið svigním til að ganga frá samningn- um við EFTA í næsta mánuði. Aðildarríki Evrópubandalagsins urðu í gær sammála um að í málam- iðlunartillögu sem EFTA kynnti fyrr í vikunni fælist veruleg tilslökun af hálfu EFTA-ríkjanna, en þar er gert ráð fyrir að Evrópudómstóllinn fjalli um deilur sem kunna að koma upp varðandi samkeppnismál. Stjórn- arerindrekarnir í Brussel sög'ðu að í staðinn kynni Evrópubandalagið að vera reiðubúið að fallast á að ein- hvers konar gerðardómur fjalli með- al annars um gagnaðgerðir annars hvors bandalagsins komi til þess að gripið verði til varnagla í samningn- um að því tilskildu að EFTA-ríkin skuldbindi sig til að taka upp lög sem sett verða innan EB í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.