Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. 3 Fréttir Regnbogasilungur: Stór markaður að opnast í Japan - Fellalax flytur út 70 lestir fyrir áramót Fríkirkjan: Gunnarsmenn stofna safn- aðarfélag „Þaö leikur ekki á tveim tung- um að undirstaðaallsfélagsstarfs er þátttaka almennra félaga. Stuðningsmenn séra Gunnars Bjömssonar hafa því ákveðið að stofna þetta félag til þess að blása lífi í safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík" segja Gunnars- menn í bréfi þar sem þeir boða stofnun nýs safiiaðarfélags í Frí- kirkjunni á Hótel Borg á laugar- dag. Enn fjölgar þeim tegundum fisk- metis sem Japanar vilja kaupa af okkur. Nú er það regnbogasilungur- inn sem þeir vilja kaupa og hefur fiskeldisfyrirtækið Fellalax gert samning við Japana um kaup á 70 lestum af heilfrystum regnbogasil- ungi. Fiskurinn er hengdur upp og heilfrystur þannig. Verðið er líka gott, eða á þriðja hundrað króna skilaverö fyrir kílóið. Regnbogasil- ungur er mun auðveldari í ræktun en lax og allur tilkostnaður miklu minni. Að sögn Guðmundar Bang hjá Fellalaxi hefur fyrirtækið flutt nokk- uð af ferskum regnbogasilungi með flugi til Bandaríkjanna. Verðið er nokkru hærra fyrir fiskinn ferskan, en kostnaðurinn við flutninginn meiri þannig að skilaverðið er svipað og fyrir frystan fisk til Japans. Guð- mundur sagði að hingað til lands hefðu komið fulltrúar frá kaupend- Steingrímur Hermannsson: Fleiri þingmenn en Guðmundur G. „Það eru fleiri þingmenn á þingi en Guðmundur G. Þórarinsson. Ég á til dæmis eftir að ræða aUa tekjuöfl- unina við stjómarandstöðuna,“ sagði Steingrímur Hemiannsson í morgun. Með yfirlýsingu Guðmundar um að hann geti ekki greitt atkvæði með skattlagningu á happdrættismiða er ekki ljóst hvort allir stjómarþing- menn styðja skattatillögur fjármála- frumvarpsins. „Það er búið að ræða ýmsa skatta- möguleika en endanleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en endanleg útfærsla liggur fyrir. Þessi skatt- heimta getur að sjálfsögðu breyst. Það kemur fram í frumvarpinu að annaðhvort verði þessi skattur lagð- ur á eða að happdrættin taki meiri þátt í rekstrarkostnaði. Það er meðal annars lagt til í frumvarpinu að Happdrætti Háskólans geri það. Þetta þarf að ræða nánar," sagði Steingrímur. - Hefur Framsóknarflokkurinn í raun ekki hafnað þessum skatti? „Ég hef ekki hafnað því. Það var fulltrúaráö framsóknarfélaganna í Reykjavík sem lagðist gegn þessum skatti. Því er að sjálfsögðu frjálst að gera það.“ - Er þessi afstaða Guðmundar ekki agavandamál í Framsóknarflokkn- um þar sem ríkisstjórn þín stendur ákaflega tæpt á þingi? „Það var ekki búið að samþykkja þetta í þingflokknum. Ég veit ekki um neinn þingmann sem hefur end- anlega bundið sig í þetta mál og reyndar ýmis. fleiri. Það er búið að ræða hugmyndirnar, kortleggja þær, vísa sumum frá en búið að sam- þykkja sumar endanlega. Síðan eru mörg mál sem við getum sagt að séu á gráu svæði,“ sagði Steingrímur. -gse um í Japan, skoðað stöðina og fisk- inn, litist vel á og gert samning. Jap- anar vilja að fiskurinn sé um 4 pund þegar honum er slátrað. Er gert ráð fyrir að flutt verði út í frystigámum 4 tonn á dag eftir að slátrun hefst. Samkvæmt heimildum DV eru fleiri fiskeldisstöðvar famar að hugsa sér til hreyfings varðandi sölu á regnbogasilungi til Japans, enda ku þar vera mikill markaður fyrir hann og verðið gott. Það sem gerir þetta hvað eftirsókn- arverðast er að regnbogasilungur er auðveldur í eldi og tilkostnaðurinn lítill ef miðað er við laxeldi. Þau fyrirtæki, sem skipta við Jap- ana, kvarta yfir því að viðskiptalíf þar í landi liggi niðri um þessar mundir, sé nánast lamað vegna veik- inda Japanskeisara. -S.dór Segir aö félagjð sé ekki hugsaö sem bræðrafélag eða kvenfélag, en með þátttöku allra áhuga- manna. Virðist Fríkirkjusöfnuð- urinn þar með ætla að klofna formlega. Dregið hefur í fylking- ar undanfarna mánuði vegna deilna milli stjómarinnar og Gunnarsmanna þar sem uppsögn séra Gunnars sem Fríkirkju- prests hefur borið hæst. -hlh 20/12-4/1 Nu er tilvalið að flytja jólin til Mallorka. Jólastemningin er ekki síðri þar en heima. Vöruúrvalið er meira en þú átt að venjast, svo ekki sé minnst á lágt vöru- verð. Sláðu til og njóttujól- anna í góðu veðri og fallegu umhverfi. ís- lensk fararstjórn. Umtjoó 4 iS'ancJ. tyr OíNERSCLUB INTERNATIONAL Gististaðir: Royal Playa de Palma Royal Cristina FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINL HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.