Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBERt1988. Búnaöarfélagið gaf eftir: Viðtalið við ráðunautinn birt- ist í bókinni „Málið er nú komið í annan farveg eftir ítarlegar og ánægjulegar við- ræður við Búnaðarfélagið þar sem málin voru rædd vítt og breitt. Sam- komuiag náðist um að viðtaliö við Þorkel Bjamason hrossaræktar- ráðunaut vrði birt í bókinni." sagði Þorgeir Guðlaugsson. sem ásamt Guðmundi Jónssvni. hefur skrifað bókina Hestar og menn sem kemur út á næstu dögum. Höfðu starfsmenn Búnaðarfélagsins komist í viðtalið og hugðust banna það í bókinni eins og DV greindi frá í gær. ..Viðtalið við Þorkel mun birtast að mestu óbreytt, þótt hnikað verði til áhersluþáttum," sagði Þorgeir. ..Þetta þýðir að það verður ekki eins tæmandi og til stóð um heildarstörf Þorkels á árinu heldur verður áherslan lögð á hrossarækt á Vest- urlandi." - Þýðir þetta ekki að Búnaðarfélag- inu hafi tekist að ritskoða viðtalið eftir allt saman? „Nei. alls ekki. Á því verða engar efnislegar breytingar og munu um- sagnir og orðfæri ráðunautarins halda sér enda hefur hann ekki haft neitt yið það að athuga. Við vonumst eftir góðu samstarfi við Búnaðarfé- lagið þrátt fyrir þetta og hefur jafn- vel komið til tals að það og Skjald- borg taki upp samstarf í útgáfumál- um um hestamennsku enda báðir aðilar í svipaðri útgáfu á því sviði." -JSS Kristinn Hugason: Er að verja rétt árbókarinnar „Þaöer mír. skoðun að allt það efni, sem kemur frá ráðunautum Búnað- arfélagsins og fer í árbók þess, eigi að birtast fyrst þar og hvergi annars staöar," sagði Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur hjá Búnað- arfélagi íslands. Kristinn er ritstjóri árbókar í hrossarækt Búnaðarfélags íslands, sem gefin er út árlega. Þar er m.a. að finna ítarlegt yfirlit yfir sýninga- hald hvers árs, grein um niðurstöður og túlkun á kynbótaspám hrossa og jafnframt öll skráð, ættbókarfærð hross á því ári sem bókin spannar hverju sinni. „Þessi umræddi viötalskafli Þor- geirs Guðlaugssonar við Þorkel Bjarnason hrossaræktarráðunaut bar heitið Hrossaræktin 1988," sagði Kristinn. „Þetta er nákvæmlega sami titm og árbókin ber. Mér finnst óvið- unandi og rapnar óþarfi í útgáfu- starfsemi á slíku sérsviði að kaflinn skuli koma frá ráðunaut Búnaðarfé- lags íslands og bera nákvæmlega sama heiti og árbókin. Þá er í viðtalinu fjallað um sýning- arhald á hrossum um allt land. í næstu árbók Búnaðarfélagsins verð- ur kafli sem heitir Sýningahald 1988. Þama er því efnislega um nákvæm- lega sama hlutinn að ræöa. Það er ákveðin starfsvenja opin- berra starfsmanna, sem standa aö skýrslugerð, að láta upplýsingamar birtast fyrst og fremst í sinni árs- skýrslu, en ekki annars staðar. Bún- aðarfélagið, sem er í fjárþröng, hefur selt árbókina og hefur sú sala gengið vel. Það er hætt við að úr henni dragi ef stór hluti efnisins hefur birst ann- ars staðar áður. Eftir lestur um- rædds viðtals lýsti því ég yfir við þann ágæta samstarfsmann minn, Þorkel Bjamason, að ég gerði at- hugasemdir við þetta tvennt, heiti viðtalskaflans, svo og víðfeðmt yfirlit um sýningahald á árinu, þvi ég tel að þama sé starfsmaöur Búnaðarfé- lagsins að fara yfir á svið óútkom- innar árbókar þess. Því er ekki hægt að tala um að þama sé um ritskoðun að ræða, heldur er verið að veija rétt árbókarinnar." -JSS Síldarsöltun I fullum gangi á Stöðvarfirði. DV-myndir Ægir Petra Sveinsdóttir - ekki á því að gefast upp. StöðvarQöröur: Sfldarsöltun hafin á ný Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirdi; Nú er síldarsöltun hafin að nýju á Stöðvarfirði eftir bmnann sem varð þar nýlega. Saltað er í mjölskemmu loðnubræðslunnar en verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt um nokk- urt skeiö. Starfsfólk söltunarstöðvarinnar var mjög ánægt með að síldarsöltun skyldi geta hafist að nýju, eða eins og Petra Sveinsdóttir söltunarstúlka sagöi: „Við gefumst ekki upp þó á móti blási eða brenni." Alltaf jafnhress, hún Petra, þótt komin sé hátt á sjötugsaldurinn. Skúlamál: Tekið fyrir 9. desember Mál Skúla Alexanderssonar al- þingismanns gegn sjávarútvegsráöu- neytinu vegna kæm þess á hendur Jökli hf., fyrirtæki Skúla á Hellis- sandi, verður að öllum líkindum tek- ið fyrir 9. desember. Allan Magnússon borgardómari fer með málið og sagði hann að fyrst yrði það tekiö til meðferðar 16. nóv- ember en síðan sagðist hann vonast til að það yrði afgreitt 9. desember þótt þaö væri ekki fvdlvíst. Þá era líkur á að dómurinn verði fjölskipaöur, þ.e. að dómaramir verði þrír. Ef svo veröur em líkur á að einn dómarinn veröi ekki lögfróö- ur maður heldur sérfræðingur í fisk- vinnslu. Þetta mál snýst um það að Jökull hf. var kært fyrir kvótasvindl. Skúli heldur því aftur á móti fram aö hann hafi látið ráöuneytið hafa gögn sem sýni mun betri nýtingu hjá Jökli hf. en staðall ráöuneytisins gerir ráö fyrir vegna betri meðferðar afla. -S.dór í dag mælir Dagfari Af fúsum og frjálsum vilja Fréttimar um tilboð ríkisstjóm- arinnar til Alberts um sendiherra- stöðu í París hafa að vonum vakiö mikla athygli. Albert sjálfur segist vona að menn haldi ekki að verið sé að kaupa sig eða Borgaraflokk- inn til fylgis við ríkisstjórnina. Ekki veit Dagfari hvaðan Albert kemur sú hugsun að verið sé að kaupa hann. Hvemig í veröldinni dettur manninum þessi fjarstæöa í hug? Ríkisstjómin er auðvitaö að bjóða honum þessa sendiherra- stöðu af allt öðrum ástæðum. Til að mynda þeirri aö núverandi sendiherra standi sig ekki nógu vel. Eða þá að ísland vilji efla sam- vinnu við Frakkland. Eða þá að Albert sé einfaldlega einasti núlif- andi íslendingurinn sem sé hæfur til að gegna þessari stööu. Það hef- ur ekki nokkram manni, nema þá Albert Guðmundssyni einum, dot- tið það í hug að í þessu tilboði fylgdi böggull skammrifi. Það sýnir aðdáun núverandi rík- isstjómar á Albert að hún er að bjóöa honum stöðuna í annað sinn. Aður var Steingrímur búinn að bjóða Albert að fara til Parísar. Nú koma þeir nafnamir í Alþýðu- flokknum og bjóða Albert stöðuna. Sjálfsagt hefði Sjálfstæðisflokkur- inn líka komið til Alberts og boðið honum stöðuna. Allir vilja þeir koma Albert til Parísar vegna þess að þeir hafa álit á Albert og telja hann hæfan mann sem sendiherra í París. Annað vakir ekki fyrir þeim. Sennilega veröur að telja að núverandi stjómarflokkar hafi ekki ljáð máls á þátttöku Borgara- flokksins í ríkisstjórn vegna þess að þeir vildu frekar aö Albert væri í París heldur en stjómarráðinu. Þar gerir hann íslenskum stjóm- völdum meira gagn heldur en með setu í rikisstjórn. Þetta liggur alveg í augum uppi og þess vegna algjör- lega úr lausu lofti gripið hjá Albert sjálfum aö halda aö einhver vilji kaupa hann til að losna við hann eöa tryggja sér fylgi Borgaraflokks- ins. Borgaraflokkurinn er líka al- mennilegur við Albert. Júlíus Sól- nes tekur það sérstaklega fram 1 viðtali við DV á mánudaginn, að Albert taki þessa ákvörðun á eigin spýtur. Hann fær sem sagt að ákveöa þetta sjálfur. Hann verður ekki reldnn af flokknum út til Par- ísar og hann mun heldur ekki verða fluttur í böndum þótt hann hafni boðinu. Albert fær með öðr- um orðum að taka þessa ákvörðun af fúsum og frjálsum vilja og verð- ur það umburðarlyndi að skoðast sem meiriháttar virðing við mann sem er eini maðurinn á Islandi sem á sér pólitíska framtíð í París. Nú er það svo með Albert að hann er að mörgu leyti ómissandi hér heima líka. Borgaraflokkurinn stendur meö Albert og fellur. Sjálf- stæðisflokkurinn stendur og fellur meö Albert. Sá fyrmefndi vegna þess að hann leggst niður ef Albert fer. Sá síðarnefndi af því hann á sér framhaldslíf ef Albert fer. Það er ekki gott að vera ómissandi bæði hérlendis og erlendis og það er von að Albert þurfi að hugsa sig um áður en hann ákveður hvoram megin hafsins hann sé minna ómissandi. Eftir að hafa áttað sig á þvi hvað Albert Guðmundsson er ómissandi sem sendiherra íslendinga í Paris, veltir Dagfari því fyrir sér hvemig í ósköpunum okkur hafi tekist aö halda uppi eðlilegu stjómmálasam- bandi viö Frakka í öll þessi ár án þess að hafa Albert í sendiráöinu í París. Þegar maður gengur undir manns hönd í hverri ríkisstjóm- inni á fætur annarri og margbýður Albert þessa sendiherrastöðu þá er kristalklárt að mikið liggur við. Albert gat kannske verið án þess en ekki þjóðin og alls ekki Frakk- arnir. Spurningin er hvort við höf- um efni á því að leyfa Albert að hugsa sig um. Verður ekki eftir allt að flytja hann í böndum út til Parísar, þegar svona mikið er i húfi? Getur Borgaraflokkminn verið þekktur fyrir að leyfa Albert að taka þessa ákvörðun af fúsum og fijálsum vilja og upp á eigin spýtur? Mér er spum. Álbert á hiklaust að fara til París- ar. Þar er hann best geymdur. Hann á ekki aö láta sér til hugar koma að ráöherrum eða pólitískum velvildarmönnum hans í öðrum flokkum detti það eina sekúndu í hug að hægt sé að kaupa hann. Þetta er allt gert fyrir fóðurlandið og framtíöina. Og veslings Frak- kanna, sem þurfa á honum að halda. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.