Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 14
14 M.IÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. Frjálst.óháð dagblað Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SN/ELAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. K vennalistinn Kvennalistinn er um margt sérstakt fyrirbæri í ís- lenskum stjórnmálum. Ekki er þaö allt neikvætt. Listinn hefur hrist upp í pólitíkinni, fulltrúum Kvennalistans hefur tekist að vekja athygli á mörgum umbótamálum fyrir kvenþjóðina og ýmislegt í vinnubrögðum hstans mættu aðrir flokkar taka sér til fyrirmyndar. Kvennahstakonur virðast enn vera í snertingu við grasrótina en því miður geta ekki allir stjórnmálaflokk- ar hrósað sér af því. Ennfremur ríkir frjálslegt form á stjórnun og verkaskiptingu og andrúmsloftið ber keim af því að konurnar eru að vinna í þágu málstaðar en ekki eigin þágu. Það má auðvitað deila um þá ákvörðun kvennalistakvenna að skipta stöðugt á þingmönnum og varamönnum þeirra, sérstaklega vegna þess að shk vinnuregla stangast á við þingsköp og festu í þingstörf- um. Á hinn bóginn verður það að segjast að stöðug end- urnýjun í þingliðinu frá einu kjörtímabili til annars er staðfesting á því að þar vinna allir fyrir einn og einn fyrir aha. Þessi virkni og þessi endurnýjun gefur Kvennahstanum sérstakan blæ og á sinn-þátt í vinsæld- um og fylgi sem listinn nýtur. En vinsældir eru th htils í stjórnmálum ef þeim er ekki fylgt eftir í valdastofnunum þjóðfélagsins. Huggu- legt málskraf, kátína á fundum og einfaldar tihögur um áskoranir til karla um að gefa eftir sinn hlut í valdastól- unum gagna lítið þegar á hólminn er komið. Fram að þessu hefur kvennahstakonum verið fyrirgefið margt í ljósi sérstöðu sinnar. Þær hafa notið góðs af því að vera kvennahreyfmg sem er sprottin upp úr þeim jarðvegi að bæta þurfi stöðu kvenna í þjóðfélaginu. En Kvenna- hstinn er búinn að slíta barnskónum og verður að fara að taka sjálfan sig alvarlega í þjóðmálunum. Og það sem meira er: Kvennahstinn verður að fara að láta kjósend- ur taka sig alvarlega. Kvennahstakonur hafa tvívegis neitað að taka þátt í stjórnarmyndun, nema með þeim afarkostum að aðrir stjórnmálaflokkar hafa talið þá óaðgengilega. Kvenna- hstinn hefur sömuleiðis ekki verið undir það búinn að taka afstöðu til ýmissa þjóömála sem eru utan og ofan jafnréttisbaráttu kvenna. Athyghsvert er að heyra um- mæh Kristrúnar Ástgeirsdóttur sem hefur gegnt for- ystustörfum hjá Kvennahstanum. Kristrún segir meðal annars: „Mín skoðun er sú að það sé ansi mörgum grundvahar- spumingum ósvarað eins og hvað varðar afstöðu til breytinga á stjómkerfmu, afstöðu th atvinnulífsins, eign- arhalds á fyrirtækjum, hversu langt á að ganga í sam- bandi við ríkisrekstur. Mál eins og þessi hafa einfaldlega ekki komist á dagskrá en sem stjómmálasamtök verðum við að útfæra hugmyndir okkar að þessu leyti.“ Kristrún telur að Kvennahstinn hafi ekki verið í stakk búinn th að taka þátt í stjórnarmyndun eða stjórnar- myndunarviðræðum, einmitt fyrir þá sök að slík mál hafi ekki verið rædd sem skyldi í kvennahreyfingunni og engin stefna mótuð. Hættan er auðvitað sú að með slíkri stefnumótun verði Kvennalistinn skilgreindur öðruvísi en nú er gert. En á móti kemur að kvennahsta- konur geta ekki lengur staðið th hliðar og neitað að taka þátt í þeirri póhtík sem myndar ríkisstjómir eða fellir þær. Kvennahstinn tapaði thtrú þegar hann vhdi áfram vera stikkfrí við síðustu stjórnarmyndun. Ef sú afstaða endurtekur sig eftir næstu kosningar eru dagar Kvennahstans taldir sem áhrifamikhs afls í íslenskum stjómmálum. Ehert B. Schram í tttefhi viðtals við SÍS-forstjóra: Hugkvæmni og aðstæður í Tímanum 15. október sl. er birt allítarlegt viötal viö Guöjón B. Ól- afsson, forstjóra SÍS. Þar er haft eftir forstjóranum: „Ég held aö þaö sé fylhlega ástæða til þess að fólki veröi gerö grein fyrir því aö eftir þetta öárfestingaiifyllirí er nauð- synlegt að spoma viö og skera mjög niður allar framkvæmdir." Spurningin er hver á að gera hverjum grein fyrir rangri stefnu. Sumir mundu e.t.v. segja aö for- stjóri SÍS væri enn á fjárfestingar- fylliríi með byggingu einnar dýr- ustu skrifstofubyggingar landsins og sér sannarlega ekki fyrir end- ann á því ævintýri. Einhver heíði nú kannski líka átt aö benda for- stjóranum á að ekki hefði endilega þurft að láta SÍS byggja handa hon- um tugmilljóna króna einbýlishús til aö búa í þegar ekki árar betur en nú gerir. Gengisfelling - dulbúin kauplækkun Um útflutningsgreinarnar segir Guðjón: „Þessar greinar hafa verið neyddar til að selja þann gjaldeyri, sem þær afla, á lægra verði en þurfti til að standa undir kostnaði og mæta þeirri allt of miklu verð- bólgu sem hér hefur verið... Ríkis- valdið á að drepa niður verðbólg- una.“ Skoðum þetta nánar. Væri ekki hætt við því, ef útflytjendur réðu gengi gjaldeyris, að hann hækkaði í veröi og þar af leiöandi allar vör- ur sem fluttar væru inn í landið? Það mundi aftur leiða af sér vax- andi verðbólgu og hækkandi kaup- gjald. Þessi kenning stenst því ekki þar sem ekki er hægt að lækka verðbólgu með því aö lækka gengi krónunnar. En Guöjón er ekki einn um það aö halda að gengisfelling leysi aflan vanda. Þaö var gengisfelhngarboð- skapur Þorsteins Pálssonar sem framar öðru felldi síðustu ríkis- stjóm. Gengisfelhng er ekkert ann- aö en dulbúin kauplækkun. Og hver trúir því svo að fólk í flsk- vinnslu hafl alltof hátt kaup? Hvemig er með starfsfólk Cold- water og Iceland Seafood? Hefur þaö innan viö eitt þúsund dollara á mánuöi? Hitt er staöreynd að ef ekki næst meiri framleiðni hér í frystihúsum, sem öðrum iðnaði, er tilgangslaust að reyna að framleiða hér iðnaöarvörur til útflutnings. Einokunaraðstaöa SÍS og SH Forstjóri SÍS sér ýmsar leiðir til úrbóta í rekstri fyrirtækja. Hann segir að einn aðalvandi hér sé fjöldi fyrirtækja og smæö þeirra. Og hann heldur því fram að hér ættu aðeins að vera fá „myndarleg" fyr- irtæki, eins og SÍS, sem hefðu góð tök á markaðnum í bæði inn- og útflutningi vara. Þetta hljómar ekki illa og'sýnist í fljótu bragði raunhæft. En hver er reynslan? Selur SÍS yfirleitt ódýrari vömr eða betri en aðrir innflytjendur? Fræðilega séð eru frekar stórar einingar hag- kvæmari í rekstri en smáar. En staðreyndir sanna að hagkvæmnin ræöst engu síður af aðstæðum og hugkvæmni hveiju sinni. Tveir aðilar, sem verða að teljast stórir á okkar mælikvarða, hafa um áraraðir selt íslenskan fisk á Bandaríkjamarkað. Sumir hafa haldið því fram að frystihúsin hafi ekki alltaf fengiö sitt út úr þessum viðskiptum og að sölukostnaður hafi oft veriö býsna hár. En ef aðr- ir aðilar, þótt minni væru, töldu sig geta selt fiskafurðir á Bandaríkja- Kjallarlnn Andrés Guðnason stórkaupmaður markað með minni tilkostnaði og á hærra verði var það ekki leyft vegna þess að SÍS og SH höfðu sölu- réttinn. Og talið er að þessi fyrirtæki komi sér saman um hvað frystihús- in eiga að fá og aö það megi aldrei vera meira en lágmarksverð. Gróð- inn yrði eftir eða færi í eyöslu hjá sölufyrirtækjunum í Bandaríkjun- um. Það fer ekkert á milli mála að veldi SÍS og SH á undanfómum árum hefur að verulegu leyti byggst á einokunaraöstöðu þeirra á Bandaríkjamarkaði. Á það skal enginn dómur lagður hvort þessi séraðstaða tveggja stærstu útflutningsfyrirtækja landsins hefur skilað þjóðarbúinu þeim arði sem til var ætlast. Hitt má þó draga í efa að íslendingum hafi enn lærst aö standa aö sölu- mennsku á erlendum mörkuöum eins og best verður á kosið. Enda var þess ekki aö vænta, á meðan tvö til þijú fyrírtæki voru vernduð opinberlega til að fara með obbann af útflutningi landsmanna, að öðr- um lærðist aö leita nýrra markaða. Einokun leiðir aldrei til hagkvæm- ustu leiöa í viðskiptum. Og þar að auki er engan veginn víst að fá til- tölulega stór fyrirtæki í útflutningi skili þjóðarbúinu meiri tekjum en fleiri smærri. Þaö fer mest eftir hugkvæmni og dugnaði manna í markaðsleit og svo því að menn hafi frjálsari hendur en verið hefur í útflutningi. Kaupfélögin skikkuö til að kaupa Því hefur verið haldið fram af mörgum að allt of margir séu í vöruinnflutningi. Má vera að nokk- uð sé til í því. Hitt er þó miklu verra að í mörgum tilfellum er innflutn- ingur ekki í neinu samræmi við þaríir þessarar fámennu þjóðar. Mestu skaðvaldar í þessum efnum eru menn sem þykjast vera stórir en reikna dæmið aldrei til enda. Þessa sést best merki í þeim vöru- fiokkum sem eru hér á útsölum allt árið. Tölfræðilega séð væri sjálfsagt nóg að hér væru aðeins tveir til þrír stórir vöruinnflytjendur en fyrir neytendur í landinu væri það mikil plága. Að sjálfsögðu geta stór innkaup stuðlað að lægra vöruverði. En stóru fyrirtækin, eða öllu heldur þeir sem við þau vinna, hafa ekki sama næmi fyrir óskum neytand- ans og þeir sem eru í nánari tengsl- um við markaðinn. Enda eru allt of mörg dæmi þess að keyptar eru inn í landið vörur sem enginn vill nýta. Þetta stafar bæði af vanþekk- ingu og kæruleysi. Það væri kannski ekki úr vegi að spyija forstjóra SÍS að því hvort ekki hafi viljað brenna við að inn- kaup væru gerð á vörum sem ekki var hægt að selja? Og er það nokk- ur verslunarmáti að skikka kaup- félögin til að taka við vörum sem ekki er hægt að selja nema af því að fólkið á svæðinu hefur engan annan valkost? Menn, sem eru í lykilstöðum þjóðfélagsins, þurfa að gera sér grein fyrir því að þótt þeir geti haft mikfl áhrif tU góðs eða iUs þá fara markaðslögmál ekki eftir duttlung- um þeirra. Eftir að frelsi tU við- skipta hefur aukist á seinni árum hafa þarfir og óskir neytenda þótt skipta höfuðmáli. Og þeir sem við viðskipti fást gera sér æ betur grein fyrir mikilvægi þekkingar á mark- aðsmálum. Lítið skipulag Auðvitað er þaö rétt sem forstjóri SÍS segir aö höfuðáherslu þuríi aö leggja á eflingu útflutnings- atvinnuveganna. Það er mikil skammsýni að halda að hér þurfi allt að byggjast á fiskútflutningi. Hér á að vera hægt að framleiða hvaðeina sem markaðir heimsins þarfnast. Til þess þarf markaðs- þekkingu, hugvit og hagkvæma framleiöni. Því miður er stjómkerfið þannig upp byggt hér að ekki er ætíast til þess að einstaklingar leití markaða erlendis á íslenskum framleiöslu- vörum, enda er markaðsleit oft dýr og ekki á færi einstaklinga. Og ekki bætir úr skák þegar menn, sem eru að reyna að opna nýjar leiðir, rek- ast alls staðar á veggi í stjómkerf- inu. Hér er eytt mörgum miUjónum í langskólanám karla og kvenna sem gera sér ekki neina grein fyrir því hvort lærdómurinn skUar sér í arð- semi þegar námi er lokið. Og hvergi er að finna í öllu bákni hins opin- bera upplýsingar eða leiðbeiningar fyrir námsfólk um valkosti með hhðsjón af þörfum þjóðfélagsins fyrir menntað fólk. Annars má segja það almennt að hér er regla að skipuleggja ekki neitt fyrirfram heldur er göslast út í hlutina án tUUts til annars en ímyndaðs hagnaðar sem oft bregst. í annan stað er það regla að ef vel gengur hjá einhveijum í nýrri at- vinnugrein em eftir stuttan tíma komnir fjölmargir inn á það svið svo enginn hefur neitt upp úr krafsinu. Ættu ekki stjórnvöld aö hafa leið- sögn í að breyta þessari vitíeysu? Aö síðustu þetta: Menn ættu að hætta að hrópa á gengisfelhngar í tíma og ótíma nema þeir geti rök- stutt að hér séu samningsbundin laun hærri en í nágrannalöndun- um. Þensla og yfirborganir hafa ekkert með gengismál að gera. Andrés Guðnason „Það er mikil skammsýni að halda að hér þurfi allt að byggjast á fiskútflutn- ingi. Hér á að vera hægt að framleiða hvaðeina sem markaðir heimsins þarfnast.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.