Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. Lífsstíll n>v Hárgreiðslustofa Karlar Konur Börn I Klipping Léttur blástur Klipping m. lótt- umblæstri I Klipping Léttur blástur, stutthár Klippingm. létt- um blæstri Permanent stutt hár Permanent axlars. hár Hárlagning stutt hár Hárlagning- axiars. hár Þvottur + klipp ing + perman- ent, stutt hár 1 1 Hárþvottur Klippingbarna karla og kvenna I Aldurstakmark Aristókratinn. Slðumúla 23. R. 1095 1095 1260 1260 2960 3430 1350 1350 4375 155 890 10 Dís, Ásgarði 24, R. 750 750 1950 2150 550 610 2860 160 500 12 Bla, Dunhaga 23, R. 650 650 650 650 2000 2200 670 690 2870 220 500 13 Gott útlit, Nýbýlavegi 14, Kóp. 795 _ 795 810 810 2500 2850 810 880 3410 100 650 12 Hjá Dúdda, Suðurlandsbraut 2, R. 1100 1100 1530 1630 3620 4500 1020 1190 5477 427 500 m Paradís, Laugarnesvegi 82, R. 700 700 700 700 1600 1800 700 700 2400 100 400 m Salon VEH, Aliheimum 74, R. 1060 1060 1068 575 1643 3100 4500 1225 1675 4595 427 785 13 Salon VEH, Húsi Versl., R. 1060 1060 . 1240 575 1815 3100 4500 1335 1815 4667 427 982 12 Þema. Reykjavikun/. 62, Hf. 650 650 650 650 1960 2100 700 850 2740 180 650 12 Cortex, Bergstaðastræti 28, R. 1095 440 1535 1335 440 1775 2105 3050 865 1000 3375 170 600 12 Jói og félagar, Egilsb./Rauðarárst. R. 1050 1050 1050 1050 2990 4085 4467 427 690 10 Rakarast. Sigurðar, Laugarnesv. 74a, R. 650 650 650 650 190 550 12 327% verðmunur mest Lægsta verð á herraMippingu er 650 krónur á hárgreiðslustofunni EOu við Dunhaga, Þemu við Reykja- vikurveg og hjá Sigurði við Laugar- nesveg. Dýrast er að láta klippa sig hjá Aristókratanum og Hári og snyrtingu en þar kostar það 1.095. Verðlagsstofnun kannaði nýlega verð á þjónustu 126 hárgreiðslu- og rakarastofa á höfuðborgarsvæðinu. Talsverður verðmunur kom í ljós og munaði mest 327% á hæsta og lægsta verði. Þar var um ræða hárþvott sem kostar 100 krónur hjá hárgreiðslu- stofunni Gott útlit við Nýbýlaveg og Paradís við Laugarnesveg en á íjór- Neytendur Farsímaeigendur njóta í dag þeirra forréttinda að eiga kost á sundurliðuðum símreikningum. Almennir símnotend- ur eiga ekki kost á því i náinni framtíð miðað viö tillögur um framkvæmdafé Pósts og síma á fjárlögum. Fjöldi bílasala og bílaumboóa auglýsir fjölbreytt úrval bíla af öllum geröum og öllum verðflokkum. Auglýsendur athugið ! Auglýsingar í DV-Bílar þurfa aö berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. um hárgreiöslustofum, sem ekki eru nafngreindar í könnun Verðlags- stofnunar, kostar hárþvottur 427 krónur. Dömuklipping kostar á flestum stofum það sama og herraklipping. Þó eru dæmi um hið gagnstæða. T.d. kostar dömuklipping 1.530 krónur hjá Dúdda en þaö er 135% hærra verð en þar sem þjónustan er ódýr- ust. Dömuklipping með léttum blæstri kostar 1.815 krónur hjá Salon VEH í Húsi verslunarinnar en það er 179% hærra verð en það lægsta. -Pá Sundurliðun símreikninga: Ekki á næsta ári miðað • X f f 1 •• við fjarlog „Póstur og sími er ekkert að draga lappirnar í þessu máli. Þessi búnaður kemur næst þegar hugbúnaður staf- rænna símstöðva verður endumýj- aður,“ sagði Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri tæknideildar Pósts og síma, aðspurður hvenær ís- lenskir símnotendur mættu eiga von á því aö eiga kost á sundurliðuðum símreikningum. Hugbúnaður stafrænna símstöðva er í stöðugri þróun og er endurnýjað- ur með reglulegu millibili. Stafrænar símstöðvar eru að hluta til í Reykja- vík, Keflavík, Borgamesi, Sauðár- króki, Hvolsvelli, Húsavík og Egils- stöðum. Mjög misjafnt er hins vegar hve hátt hlutfall númera á hverju svæði er tengt við stafræna stöð. Alls eru um 30.000 símanúmer í stafræna kerfinu. í Reykjavík geta öll sex stafa símanúmer fengið sundurliðun á reikningum þegar skipt verður um hugbúnað. „Hitt er ljóst að miðað við þær 204 milljónir, sem lagt er til aö Póstur og sími fái á fjárlögum til framkvæmda á næsta ári, þá kemur þetta ekki til á næsta ári,“ sagði Þorvarður. Stofh- unin sjálf lagði til að veittar yrðu 7-800 milljónir í framkvæmdafé. Þegar margumrædd sundurliðun símreikninga verður tæknilega möguleg verður að biðja sérstaklega um sundurhðun. Fyrir það verður að greiða sérstaklega. Einn hópur símnotenda á þegar kost á því fá sundurliðaða símreikn- inga en það eru farsímanotendur. Fyrir það greiða þeir 565 krónur í stofngjald, 205 krónur ársfjórðungs- lega og 1,15 krónur fyrir hvert símtal á sundurliðuðum reikningi. Þetta er greitt fyrir utan venjulegt gjald. Af framanskráðu má ljóst vera að þrátt fyrir yfirlýstar áætlanir Pósts og síma veltur það engu að síður á fjárframlögum ríkissjóðs hvort neyt- endur eiga þess kost að fá sundurlið- aða símreikninga. Ef framlagðar tillögur til fjárlaga verða látnar standa kemst þessi sjálf- sagða þjónusta ekki í gagnið á næsta ári. í DV16. okt sl. kvaðst Steingrím- in- Sigfússon samgönguráðherra lítið hafa skoðaö þetta sérstaka mál en það væri allrar athygli vert. Miðað við framlagðar tillögur hefur sú skoðun leitt í ljós að þetta mál mætti bíða. -Pá gripir “ Mr • úr ryðfríu stáli Stálpottar eru mjög sterkir og auðveldir í hreinsun. Mjög mikil- vægt er að hitaleiðni pottanna sé sem best Bestu pottar hafa 5-6 mm þykka álþynnu í botni milli tveggja stállaga. Koparbotnar þykja mjög góðir en hitaíeiðni kopars er tvisv- ar sinnum meiri en áls. Vandaður pottur sparar orku við matseld, er auðveldur í þrifum og augnayndl. Slíkur gripur getur verið lífstíðareign með réttri með- ferð. Pottamir skulu ávallt þvegnir í heitu sápuvatni og varast skal að nota máímbursta til að fjarlægja hitaskellur. Notið frekar kopar-stál hreinsi. Bræðumir Ormsson hafa gefið út leiöbeiningabækling á íslensku um ýmsa eiginleika potta. Fyrir- tækið flytur inn potta úr ryðfriu stáli af geröinni Kuhn/Rikon og veita 10 ára ábyrgð á öllum pottum af þessari tegund. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.