Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. Spumingm Áttu þér einhvern uppá haldstónlistarmann? Guðjón Hilmarsson prentarj: Nei, ekkert frekar, helst Mark Knopfler og Jeff Lynne. Kristinn Jónsson pípulagningamað- ur: Já, það er Bubbi, hann er alveg frábær. Sigurður Ólafsson sjómaður: Nei, 'engan sérstakan, það er helst Kim Larsen í augnablikinu. Jóakim Ólafsson sjómaður: Bubbi Morthens er bestur, það er enginn vafi. Ásta Grétarsdóttir hjúkrunarkona: Björk Guðmundsdóttir sykurmob. Hún er öðruvísi en aðrir. Ragnheiður Jóhannsdóttir nemi: Nei, það er enginn svona sérstakur, helst David Bowie. Lesendur ísland og irniheimurinn 1 myndaseríu: Varnarmálin enn viðkvæm Vilhjálmur skrifar: Öll umfjöllun um utanríkismál er ávallt viðkvæm hér á landi, svo við- kvæm að varla hefur mátt á þau minnast án þess að til upphlaups hafi komið þar sem þau eru rædd. Ég á að sjálfsögðu við upphlaup í ræðu og riti því að til handalögmála hefur lítt eða ekki komiö síðan árið 1949. Og það er alltaf verið að gefa út bækur og framleiða sjónvarpsþætti, jafnvel kvikmyndir, sem fjalla um „áhrif hins erlenda herliös" á okkur íslendinga! Rétt eins og við séum eina þjóðin í heiminum sem höfum orðið að sætta okkur við veru erlends her- hðs í landinu á meðan heimsstyrjöld- in síðari varði. Það urðu flestar þjóð- ir að þola, a.m.k. þær í Evrópu, og flestar höfðu hjá sér óvinveitt herliö en ekki vinveitt eins og við hér. Nú á Ríkisútvarpið að hafa lokið tökum á ítarlegri myndaseríu sem nefnist ísland og umheimurinn og er þar enn og aftur fjailað ítarlega um „veru hersins á Islandi“. Þetta er auðvitað engan veginn einleikið hvemig við ætlum að velta okkur upp úr þessum striðsárum fram og til baka. Og fyrir þessu hlýtur að vera gild ástæða. Hún er sú, að mínu mati, að við íslendingar höfum mikla minnimátt- arkennd gagnvart þjóðum sem sjá sjálfar um varnarmál sín, hafa eigin her eða sjálfboðaliössveitir sem eiga að hafa það hlutverk að taka að sér varnir eða tefja fyrir óvinum sem ráöast á land þeirra þar til utanað- komandi aðstoö berst. „Við íslendingar höfum minnimáttarkennd gagnvart þeim þjóðum sem sjá sjálfar um varnarmál sín,“ segir bréfrit- ari m.a. - Norðmenn hafa eigin hervarnir og norskir sjálfboöaliðar hafa verið í herliði S.Þ. siðan 1968. Við íslendingar erum mjög blendn- ir í trúnni á þessum vettvangi og lít- um með aðdáun til þeirra tíma þegar söguhetjur íslendingasagna voru einfærar um að bjóða utanaðkom- andi aðilum birginn. Síðan kemur langt niðurlægingartímabil, sem hef- ur staðið allt fram á þennan dag, að þvi undanskildu þegar Danir báru ábyrgð á vömum landsins eins og sínu eigin. Ég tel að lækningin viö þessari minnimáttarkennd sé í fyrsta lagi sú að hætta að velta sér upp úr þessu og gera ekki fleiri myndir eða sjón- varpsþætti um máhð og í öðru lagi að koma hér upp einhvers konar hjálparsveitum sjálfboðahða eða ígildi vamarhðs sem grípa mætti til við ýmis tækifæri, svo sem gegn að- steðjandi hættu utan frá og í neyðar- tilfehum. Ég get ekki séð að þetta ætti að vera okkur ofviða og það væri um margt æskilegra en ýmis þau verkefni sem við höfum verið að leggja fjármuni tíl á undanfömum árum. Sjónvarpið ekki öryggistæki Pálmi hringdi: í þætti Hahgnms Thorsteinsson- ar á Bylgjunni síðdegis í gær (3. okt.) var mikiö hringt vegna af- notagjalda útvarps og sjónvarps og rætt um möguleika á aö setja ríkis- sjónvarpið inn í myndlyklakerfi líkt og hjá Stöð 2. Þar sem þátturinn Reykjavík síð- degis hjá Hallgrími er yfirleitt fjör- ugur og einkar skemmthegur frei- staðist ég til að hlusta á hann all- an. Það er alveg merkhegt hve lengi þessi umræða um útvarp, sjónvarp og afnotagjöld þeirra eðamyndlyk- lagreiöslur ætlaði að endast - Það er lí klegast vegna þess að fólk hefur áhuga á málinu og er ekki sátt við hvernig að því er staðið. Einn er hringdi th Hahgríms sagði að aldrei myndi verða hægt að hafa sama hátt á með ríkissjón- varpið og Stöð 2 vegna þess að Rík- isútvarpið gegndi ákveðnu hlut- verki í neyðarþjónustu almennings og því þyrfti bara að innheimta fyrir þaö með nefskatti. Þessu er ég ekki sammála því það er vel hægt að aðskhja þessa starfsemi Ríkisútvarpsins. - Annars vegar er hljóðvarp og hins vegar sjónvarp. Síjónvarpið gegnir engu hlutverki sem öryggistæki og mun aldrei gera. Hljóðvarpið gerir það aftur á móti og sýndi sig t.d. er Vest- mannaeyjagosið dundi yfir. Þá var það ekki Sjónvarpið sem ghti. Auðvitaö á að aðskhja þennan rekstur hjá Ríkisútvarpinu og selja myndlykla fyrir þá sem viija nota sjónvarp þess en ekki skylda fólk th að kaupa þessa þjónustu eins og nú er. - Hljóövarpið má svo gjarn- an setja í innheimtukerfi nefskatts fyrir mér. Ég held að allir vhji halda því uppi sem einum öruggum og tryggum ljósvakamiöli. - Um Sjónvarpið gegnir aht öðru máh. Það á einfaldlega ekkert skylt við starfsemi hljóðvarpsins hjá Ríkis- útvarpinu. Um Seljavallalaug Einar Ingvi Magnússon skrifar: Á fahegum stað undir Eyjafjöllum, inn mihi fjalla, er sundlaug sem margir landsmenn kannast við. Þetta er Seljavahalaug undir Austur-Eyja- fjöllum og hefur í áraraðir og áratugi verið sveipuð rómantískum og í senn dulúðgum ljóma, þarna sem hún kúrir upp við bergið, fjarri erli og amstri daganna. Bæði hafa erlendir og innlendir ferðamenn notið þess að hvha lúinn skrokkinn eftir langa daga á vegum landsins, og svo einnig heimafólkið „undir Fjöllunum" eftir erfiöa daga í heyskapnum. Þaö var notalegt að geta skroppið 1 laugina í skjóh fiahanna og bæði synt og marað í notalega heitu hvera- vatninu úr iðrum jarðar. - En nú er það af sem áður var. Seljavallallaug hefur verið dregin ofan í svaðið, raunveruleg verið „slátrað“ eins og fómardýri, fyrir eiginhagsmuni. Seljavahalaug er í rúst og hörmung að líta augum þennan sælureit í dag. Skemmdarverk hafa verið framin á lauginni, búningsherbergjum og fleiru og röraleiðslur, sem fluttu heitt vatn í laugina, logskomar í sundur, eins og sjá má á mynd sem ég læt fylgja hér með. Ég skora á EyfelUnga að hlúa að og veita nýju lífi í þennan fallega unaðsreit svo að Seljavallalaug megi á ný verða mönnum th augnayndis og th gagns og gamans. Leiðslan við Laugará. - Hún hefur verið logsoðin i sundur. Um niðurskurö og spamað: Barnabætur bara burt Jóhannes hringdi: Ég er einn þeirra og við hjónin sem hafa fengið bamabætur frá hinu op- inbera nú um nokkurt skeið. Við eig- um þijú börn en okkur finnst að viö komumst ekkert betur af þótt við fáum þessar bætur sem svo eru kall- aðar. Ég var að lesa um að nú væri ný- búið að senda út barnabætur th allra viðkomandi og nemur sú upphæð mhli 700 og 800 milljónum króna th 62 þúsund bótaþega, hvorki meira né minna! Mér finnst að þetta ætti að taka af og spara. Barnabæturnar mega hreinlega fara burtu úr kerf- inu. Það ætti að vera á ábyrgð fólks hvort þaö eignast bömin eða ekki og kemur ríkinu ekkert við. - Nóg er aö þurfa að sinna bömum með opin- bemm greiöslum þegar þau fara í skólana, aht frá dagheimhum og upp úr, þar th þau ljúka háskólanámi. Forsætisráðherra var að biöja um hugmyndir th spamaðar. Hér með kem ég þessari hugmynd minni á framfæri. Einhveijir munu ekki hrifnir af þessari hugmynd en svo mun verða um ahar aðrar hugmynd- ir. Sparnaðurinn kemur ahtaf viö einhvern eða einhveija og því verður að grípa til þess að höggva á hnútinn þar sem bruðlið er hvað nýjast eins og er um barnabætur sem ekki eru svo ýkja gamlar í kerfinu og hafa ahtaf verið umdehdar. áskilursér rétttil að stytta bréf og símtöl, sem birt- ast á lesendasíð- um blaðsins Hringið í síma 27022 mj]Ii kl. 10 og 12 eða skrifið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.