Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. íþróttir Dregiö í Evrópumótunum í handknattleik í gær: FH fékk sjálfa IHF-meistarana FH-ingar til Rúmeníu og Valsmenn til Sviss Valur og FH fengu úthlutað erfið- um verkefnum í 2. umferð Evrópu- mótanna í handknattleik er dregið var til þeirra í Basel í gærmorgun. FH-ingar voru þar öllu óheppnari því þeir drógust gegn rúmenska liðinu Baia Mare sem sigraði í IHF-keppn- inni i fyrra en Valsmenn leika við svissnesku meistarana Amicitia frá Zúrich. Snillingur í liði Baia Mare Baia Mare er án efa eitt af bestu félagsliðum Evrópu í dag. í IHF- keppninni í fyrra tapaði það með tíu mörkum fyrir Drott í Svíþjóð en vann þann mun síðan upp á heimavelli. í undanúrslitum slógu Rúmenarnir spænska stórliðið Barcelona út og unnu síðan Granitas Kaunas frá Sov- étríkjunum tvívegis í úrslitum, 21-20 heima og 23-20 úti. Með liðinu leikur einn snjaUasti handknattleiksmaður heimsins í dag, Marcel Voinea, en hann þykir hreinn töframaður með knöttinn. „Þetta verður geysilega erfitt og möguleikamir eru mestallir þeirra megin," sagði Þorgils Óttar Mathie- sen, fyrirliði FH, í samtali við DV í gær. „Það er ákveðinn kostur að byija á útivelli þótt það geti verið tvíeggjað. Ef okkur tekst að standa í þeim þar getur allt gerst. Það var viðurkenning fyrir okkar lið að ná að slá út Fredensborg/Ski á dögun- um, eitt besta norska handknatt- leikslið sem ég hef séð. FH-liðið er ekki lengur bara efnilegt. Flestir leikmahna eru komnir með ákveðna reynslu og leikirnir fara fram að lok- inni fyrri umferð íslandsmótsins þannig að við ættum að vera búnir að laga vörnina sem er okkar helsti höfuðverkur," sagði Þorgils Óttar. Fimm landsliðsmenn hjá Amicitia Amicitia hefur verið í fararbroddi í svissneskum handknattleik síðustu árin og oft náð langt í Evrópu- keppni. í fyrra féll liðið reyndar út í 2. umferð en fyrir stórliðinu Dukla Prag. Amicitia vann þá heimaleik- inn, 21-19, en tapaði 16-20 í Prag. Með liðinu leikur Max Schár, einn besti leikmaður svissneska lands- liðsins um áraraðir en hann hætti á þeim vigstöðvum eftir heimsmeist- arakeppnina í Sviss. Fjórir aðrir landsliðsmenn eru innanborðs, markvörðurinn Kessler, línumaður- inn Maier og þeir Múller og Beer. „Ég tel að þetta sé yfirstíganlegt verkefni en örugglega barátta frá upphafi til enda,“ sagði Einar Þor- varðarson, landshðsmarkvörður úr Val, í samtali við DV í gær. „Sviss- nesku liðin spila mjög agaðan og hægan handbolta og það er erfitt að sigra þau. Það eru aldrei miklar sveiflur í leikjum gegn þeim, menn mega þakka fyrir 2-3 marka sigur. Það er hagstætt fyrir okkur að byrja á útivelli, þá vitum viö hvar við stöndum fyrir heimaleikinn. Við er- um með góðan mannskap og höfum hug á að standa okkur í Evrópu- keppninni og ef okkur tekst ekki að klára þetta verkefni erum við ein- faldlega ekki nógu góðir,“ sagði Ein- ar. Leikið í desember Leikir 2. umferðar fara fram í des- embermánuði. Valur og FH eiga að leika útileiki sína 5.-11. desember en heimaleikina 12.-18. desember. -VS Hér má sjá þá menn er mættu á sáttafundinn sem haldinn var í gær milli deiluaðila i svoköliuðu dómaramáli. DV-mynd Brynjar Gauti Dómaralaust í Firöinum 1 kvöld? Engin niðurstaða - segir Gimnar Gunnarsson Fær Stöð 2 emkarétt? - „ekki Mgengið“ „Þetta er ekki frágengið en er í allhraðri gexjun. Ég geri ráð fyrir að þetta verði ljóst um hádegiö á rnorgun," sagði Kristján Öm Ingibergsson hjá félagi 1. deildar liöa í samtali viö DV í gærkvöldi, aðspurður hvort Stöð 2 hefði öðl- ast einkaleyfi á sýningum á efni frá L deildar keppninni i hand- knattleik og bikarkeppni HSÍ. „Við vorum búnir að gera munnlegt samkomulag við Stöð 2 og við hJjótum að standa við það en fórum engu að síður fram á ákveðnar breytingar af hálfu Stöðvarinnar til að liðka fyxir ríkissjónvarpinu og afnema þá einokunarréttinn,“ sagði Krisfj- án. Eftir þvi sem heimildir DV herma voru forvígismenn 1. deildar liöanna að skoða gagntil- boð frá ríkissjónvarpinu í gær- kvöldi og segja heimildir blaðsins að það hafi verið tviþætt. Annars vegar á sjónvarpið að hafa boðist til að ganga að upphaflegu tilboði deildarfélaganna og fá þá jafnan sýningarrétt og Stöð 2 og hins vegar að fá aö sýna 5 leiki beint í deildinni og að auki úrslitaleik- inn í bikamum ef fyrra boðinu yrði hafiiað. í samtali við DV í gær sagöi Heimir Karlsson, umsjónarmað- ur íþrótta á Stöö 2, aö hann teldi að málið væri nánast í höfii þótt samningar væru ekki frágengnir milli Stöövar 2 og samtaka íþróttafélaganna. -JÖG Celtic úr leik Bremen og Bordeaux komust áfiram á Evrópumótunum í knatt- spymu í gær. Bremen sló út Celtic eftir jafiitefli 0-0 (1-0) en Bordeaux lagði Ujpest 1-0 (2-0). Viggó Sigurðsson, þjálfari FH- inga, sagði í samtali við DV í gær- kvöldi að hann teldi að deilumál það er upp hefði risið milli hans og margra dómara í 1. deildinni væri nú úr sögunni. Viggó kvaðst enn- fremur eiga von á því að þeir dómar- ar sem settir hefðu verið til að dæma í Hafnarfirði í kvöld myndu dæma. Þetta sagði Viggó í kjölfar sáttafund- ar er hann sat með fulltrúum þessara dómara og dómaranefnd HSÍ og með fulltrúa FH-inga. Að sögn Gunnars Gunnarssonar hjá dómaranefnd HSÍ er málið hins vegar fjarri því í höfn. Sagði hann dómarana hafa fundað vegna deilumálsins í gærkvöldi í kjölfar sáttafundarins: „Dómarar vora ekki sáttir við þá Ægir Már Kárasce, DV, Suðumesjum: UMFG vann ÍS á íslandsmótinu í körfuknattleik í gær, 81-65. Þetta var 3. sigurleikur UMFG í röð. Stig UMFG: Guðmundur 24, Jón Páll 23, yfirlýsingu sem Viggó gaf á sátta- fundinum og munu þeir dómarar sem rituðu undir skeytið ekki dæma leiki hjá liði sem Viggó Sigurðsson stjórnar að svo komnu máli. Sam- komulagsumleitanir munu þó halda áfram og framtíðin verður að skera úr hvað verður en niðurstaðan er engin enn. Ég vona að mér takist að útvega dómara á leik FH og KA í Hafnarfirði en hvað síðar verður get ég ekkert sagt um,“ sagði Gunnar. Þess má geta að Ami Mathiesen, formaður handknattleiksdeildar FH-inga, sem sat sáttafundinn fyrir hönd félagsins, tók ekki í ósvipaðan streng og Viggó og sagði að allt væri nú kyrrt á vesturvígstöðvunum. -JÖG Hjálmar 13, Ólafiu- 8, Sveinbjöm 7, Eyjólfur 3, Ástþór 2, Guðlaugur 1. Stig ÍS: Páll Amar 19, Valdimar 16, Hafþór 11, Jón 9, Þorsteinn 4, Auð- unn 2, Héðinn 2, Heimir 2. Stúdentar steinliggja Ekkert stoðvar Ekkert lát er á sigurgöngu Njarð- víkinga á íslandsmótinu í körfuknatt- leik. I gærkvöldi bættu þeir einum sigri í safnið er þeir unnu Valsmenn að Hlíðarenda með 92 stigum gegn 83. Valsmenn höfðu hins vegar tveggja stiga forystu í hálfleik, 47-45. Leikur liðanna var hnífjafn og það var ekki fyrr en undir lokin sem Njarðvíking- ar tryggðu sér öraggan sigur en reynsla réð þar úrshtum. Stig Vals: Tómas 26, Matthías 17, Hreinn 15, Þorvaldur 8, Einar 8, Arn- ar 6, Ragnar 2, Hannes 2, Bárður 1. Ákveðiðaðégl - segir Bjami Sigurösson, landsliösmarkví „Það er ákveðið að ég fer í Val. Eg hlakka mikið til að koma heim og spila þar enda farinn að sakna þess anda sem einkennir knattspymuna á íslandi. Heima þekkir maður mótherjana öfugt við það sem hér gerist. Þótt enginn sé vitanlega annars bróðir í leik þá era andstæðingamir nánast félagar manns á íslandi." Þetta sagði landsliðsmarkvörðurinn Bjami Sigurðsson sem nú hefur ákveðið að ganga í raðir Vals. Er hann annar landsliðsmaðurinn á tveimur dögum sem tekur slíka ákvörðun en norðan- maðurinn HaUdór Áskelsson ákvað að ganga í Val í fyrrakvöld. Aðspurður um styrk Valsliðsins í kjöl- far þessara breytinga haíði Bjami þetta að segja: „Styrkur liðsins ræðst af því hvað menn leggja á sig inni á vellinunum. Mannskapurinn er fyrir hendi hjá Val og ef allir leggja sig fram þá getum við náð langt í mótunum heima. Hvað Evr- ópukeppnina varðar þá hafa íslensk hð farið í gegnum fyrstu umferðina og auð- vitað stefnum við af því að komast svo langt. Vitanlega ræðst þó árangurinn fyrst og síðast af mótheijanum," sagði Bjarni. Kitlaði að fara í Keflavík „Jú, ég neita því ekki að það var spum- 'mg um tíma að fara í KeflavíkurUðið," sagði Bjami, aðspurður hvort ekki hefði kitlað að fara heim á Suðurnesin. „Ég sé og sá hins vegar mesta möguleika á starfi í Reykjavík með hUðsjón af mínu námi. Ég hef verið í þrjú ár í námi á- háskólastigi hér ytra og veit að mögu- leikamir á vinnu era mestir í Reykja- vík.“ - Nú hafa þær raddir heyrst hér heima að sum 1. deildar félögin séu leikmönn- Einar Ólafsson hefur fundið leið framhjá Teiti Örlygssyni sem virðist mjög áhyggj frá leik Valsmanna og Njarðvíkinga i gærkvöldi á íslandsmótinu i körfuknattleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.