Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 36
36 Merming MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. Söludeild, Borgartúni 1 Höfum fengið margar gerðir borða og stóla ásamt miklu magni skrifborða. Einnig tölvuborð og tölvuskjái Nánari uppl. í síma 18000-339 Innritun á vinsælu örbylgjuofnanám- skeiðin, sem haldin eru á Holiday Inn hótelinu, er í síma 689398 mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14-16 (aðeins). Innflytjandi tækjahreinsun Hreinsa kísil og önnur óhreinindi af hreinlætis- tækjum og blöndunartækjum. Sértilboð á stykkjafjölda. Fljót og góð þjónusta. Verkpantanir daglega milli kl. 1 og 6 í síma 985-28152. 1 Hreinsir hf. ) Hreinlætis Loftastoðir BYGGINGA- MEISTARAR Eigum nú á lager loftastoðir á mjög hagstæðu verði, bæði málaðar og galvaniseraðar ★ Stærðir 1,90-3,40 m, 2,30-3,80 m og 2,50-4,40 m ★ Góðir greiðslu- skilmálar ★ Leigjum einnig út loftastoðir Fallar hf. Verkpallar - stigar Vesturvör 7 - 200 Kópavogur, simar 42322 - 641020. „Art brut“ með kaffinu - um sýningu Ástu Guörúnar Eyvindardóttur á Mokka Kaffihúsin hér í Reykjavík hafa lengi verið griðastaðir ýmisskonar neðanjarðarlistamanna sem ann- aðhvort fá ekki inni í lúxussölun- um í miðbænum eða kæra sig ekki um það. Til langs tíma var Mokka eina kafíihúsið sem bauð uppá myndlistarsýningar en nú hefur t.d. Bókakafli við Garðastræti bæst við. Að sjálfsögðu eru þessar sýn- ingar afar misjafnar en uppá síð- kastið hefur tilhneigingin greini- lega verið sú að á þessum stöðum koma uppá veggi persónulegri og jafnframt einkennilegri verk en sjást á lúxusmarkaðnum. Á marg- an hátt geta kafíihúsaverkin flokk- ast undir „art brut“ en svo nefndi franski listamaðurinn Jean Dubuf- fet safn sitt af listaverkum utan- garðsfólks sem voru oft torráðin og stundum gerð með nýstárlegum heimatilbúnum aðferðum. Verkin áttu það sameiginlegt að vera yfír- máta persónuleg og listamennirnir höfðu sjaldnast neinn áhuga á að markaðssetja verk sín og foldu þau jafnvel fyrir öðrum. Varast ber að rugla „art brut“ saman við frum- stæða list eða naívisma. Hvorir tveggja prímitívistar og naívistar eru gjaldgengir á listamarkaðnum og eru meðal eftirsóttustu hsta- manna. Prímitívistum hefur hins- vegar flestum mistekist það sem utangarðsbrutistum er eiginlegt; að tjá sitt eigið frumstæða sjálf óháð duttlungum markaðarins. Nú stendur yfir á Mokkakafíi sýning Ástu Guðrúnar Eyvindar- dóttur á „matarmyndum".. Að nafninu til er þama um olíumál- verk að ræða en við nána athugun koma í Ijós ýmsir aðskotahlutir eins og álpappír og tertuskraut. Myndlist Ólafur Engilbertsson Myndirnar eru málaðar í sterkum htum og viðfangsefnin eru sum hver upphleypt einsog t.d. brún- tertan í mynd nr. 5. Ugglaust verð- ur mörgum næmgeðja kaffi- drykkjumanninum um og ó innan um matseld Ástu en hvað sem smekk hvers og eins líður þá taka þessar myndir hennar svo sannar- lega afstöðu og eru persónulegar og einlægar. Tjáning Astu er barns- leg og vekur furðu að hún skuli hafa að baki margra ára myndhst- amám. Þetta er þó ekki sagt henni til hnjóðs því hún virðist þvert á móti sjálfri sér samkvæm og staö- fastari en margur lúxusmálarinn. Undirritaður er þó á þeirri skoðun að sú sýning sem Ásta hélt í Hafn- argalleríi síðastliðið vor hafi verið að mörgu leyti sterkari og hentað hinu brúðuleikhússlega andrúms- lofti mynda hennar betur. í haust hafa fleiri málarar sýnt í kaffihúsunum verk sem eru í þess- um „art brut“-dúr. Ósjaldan er þama um að ræða ljóðskáld með þúsundþjalatilhneigingar. Bjarni Bemharður sýndi t.d. á Mokka nú nýverið og Margrét Lóa Jónsdóttir og Einar Melax sýndu í Bókakaffi. Það væri hreint ekki úr vegi aö koma á fót séstöku „art brut“ kaffl- hússsafni hér í borg og hefja þar- með hina persónulegu feluhst til þeirrar vegsemdar sem henni ber. Sýningu Ástu Guðrúnar lýkur hvað sem því líður nk. sunnudag, 13. nóvember. ÓE. Andlát Ásgerður Andrésdóttir, Framnesvegi 42, andaðist mánudaginn 7. nóvemb- er. Ástrós Jónsdóttir, Krokveien 12,1652 Torp, Norge, lést í sjúkrahúsi í Frederikstad þann 7. nóvember. Pálína Gunnarsdóttir, dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, er látin. Þorleifur Skagfjörð Jóhannesson, Hvammi, Svartárdal, lést á heimili sínu sunnudaginn 6. nóvember. Jarðarfarir Útfor Ólafs Norðfjörð Kárdal, Rauða- gerði 12, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 15. Anna Ragnhildur Viðarsdóttir, áður til heimilis í Hraunbæ 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 10.30 f.h. Sigurbjörg Marteinsdóttir frá Fá- skrúðsfirði, til heimilis á Laugames- vegi 108, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 10. nóv- ember kl. 15. Oddný Jónasdóttir, Þrúðvangi 10, Hellu, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju fóstudaginn 11. nóvemb- er kl. 15. Arthur Emil Aanes, vélstjóri, Efsta- sundi 12, verður jarösunginn fóstu- daginn 11. nóvember kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Einar Sigursteinn Bergþórsson skipa- og húsasmiður, Þingholts- stræti 12, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Magnús Loftsson lést 31. október sl. Hann var fæddur í Haukholtum í Hrunamannahreppi þann 15. júlí 1908, sonur hjónanna Kristínar Magnúsdóttur og Lofts Þorsteinsson- ar. Magnús hóf ungur að árum bif- reiðaakstur og frá árinu 1947 stund- aði hann leigubílaakstur í Reykjavík, lengst af á Hreyfli. Hann giftist Jón- ínu S. Ásbjömsdóttur, en hún lést árið 1983. Þau hjónin eignuðust sex börn. Jónína hafði eignast dóttur áöur sem Magnús ól upp. Útfór hans verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Kvennadeild Flug- björgunarsveitarinnar verður með félagsfund í félagsheimilinu Nauthólsvík í kvöld, 9. nóvember, kl. 20.30. Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund funmtudaginn 10. nóv- ember kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Gestur fundarins verður frú Guðrún Waage með kynningu og sölusýningu frá versluninni Silkiblóminu. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur sinn árlega basar í safnaðar- heimiii kirkjunnar laugardaginn 12. nóv- ember kl. 14. Margt verður góðra og eigu- legra muna. Tekið verður á móti gjöfum á basarinn í safnaðarheimilinu á fimmtu- dag kl. 16-20, fostudag kl. 16-22 og fyrir hádegi á laugardag. Kökur eru vel þegn- ar. Myndakvöld Útivistar Myndakvöld verður í Fóstbræðraheimil- inu, Langholtsvegi 109, fimmtudags- kvöldiö 10. nóv. kl. 20.30. Mætið stundvís- lega. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur basar og hlutaveltu nk. laugardag að Laufásvegi 13, Betaníu. Velunnarar félagsins eru beðnir að koma munum þangað nk. fimmtudag og fóstudag eftir kl. 17. Hvar var Leifur? Háttvirta ritstjórn DV. Við hljóðfæraleikarar í Sinfóníu- hljómsveit íslands viljum hér með vekja athygli á gagnrýni Leifs Þór- arinsssonar um tónleika sem birt- ist í DV þann 1/11 1988. Tónleikar þeir sem um ræöir voru lokatón- leikar Tónlistarhátíðar ungra nor- rænna einleikara, sem að þessu sinni var haldin í Reykjavík. A tón- leikunum léku þrír ungir norrænir tónhstarmenn einleik með S.í. í Háskólabíói verk eftir Frounberg, Elgar og Brahms. Yfirskrift gagn- rýni Leifs Þórarinssonar ér hins vegar: „Fjórir einleikskonsertar". Tónlistargagnrýnandinn hrósar þar sérstaklega flutningi á blokk- flautukonsert eftir Vivaldi sem féll út af efnisskránni, eins og fram kom á sérstöku blaði sem tónleika- gestir fengu í hendur. í grein sinni segir Leifur meðal annars: Leikur hans í konsert eftir Vivaldi var eitthvað alveg sérstakt... Þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem tónlistargagnrýnandinn Leif- ur Þórarinsson virðist heyra tón- hst sem ekki er flutt og sjá flytjend- ur sem ekki eru til staöar viljum við harðlega mótmæla óábyrgum vinnubrögðum hans. Viö minnum á mikilvægi heiöar- legrar gagnrýni á opinberum vett- vangi, þar sem ljóst er að gagnrýn- andi hefur áhrif á skoðanir al- mennra lesenda. Um leið og við skorum á ristjóm DV að finna hæfan tónlistargagnrýnanda til starfa við blaðið, hljótum við að spyrja: Hvar var Leifur? Reykjavík, 2/111988 Hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit íslands Athugasemd ritstjóra. Það skal tekið fram að vegna þessa atviks hefur Leifi Þórarins- syni verið sagt upp sem tónlistar- gagnrýnanda DV. Ritstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.