Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. 33 LífsstOI Fólk er hættulega opið fyrir dulspeki „Viöhorf almennings til dulspeki í dag er hættulega opið. Þaö veröa oft dulspekivakningar á tímum þegar fólk 'er aö gera uppreisn gegn ríkj- andi vísindahugsunarhætti og þjóö- félagsástæöur eru þannig aö fólk vill heldur leita aö einhveijum huldum veruleika en horfa á þennan gráa, steinsteypta, guölausa veruleika í kringum sig. Mér finnst mjög slæmt þegar fólk lítur á þetta sem flóttaleið. Það er miklu skemmtilegra þegar fólk tekur þetta sem öðruvísi leiö til að skoða heiminn í kringum sig, aö fólk sé meðvitað um að mjög hugsan- lega sé mikið af þessu algert rugl en um leið mjög skemmtilegt rugl sem getur opnaö augu manns fyrir manni sjálfum,“ sagði Hilmar Örn Hilmars- son sem stjórnar námskeiði í lestri úr Tarotspilum í Tómstundaskólan- um. „Við eigum raunverulega ekki mikla lifandi dulspekihefð á Vestur- löndum. Tarotspilin eru sterkur hluti af henni og hafa verið í gegnum miðaldir og fram á þennan tíma þannig að þau eru mjög skemmtilegt viðfangsefni. Persónulega trúi ég því að á einhvem furðulegan hátt, sem ég get ekki útskýrt, geti maður slys- ast á að hitta á mjög nákvæma og sterka hluti með spilunum." Spilin eru hjálpartæki “Ef maður á að trúa því að við höfum öll möguleika á aö upplifa for- tíðina á dýpri hátt og framtíðina á sterkan hátt þá eru þessi spil tæki sem maður notar.“ - Er það jákvætt tómstundagaman að spá í spilin? „Já, ég myndi segja að það væri jákvætt. Þú ert að horfa á eitthvað annað en gráan veruleikann í kring- um þig og finnur fleiri fleti á tilver- unni. Það er mjög mikilvægt að hafa smáhúmor fyrir þessu en þegar á hefidina er litið þá kennir þetta mönnum meiri sveigjanleika í hugs- un. “ - Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir því að Tarotspil og stjömuspeki em svona vinsæl á íslandi í dag? „Við íslendingar erum náttúrlega rétt skriðnir út úr moldarkofunum og erum enn með gömlu draugana á vappi í kringum okkur. Við höfum ekki ennþá gengið í gegnum þessa vísindatimburmenn sem hin þjóð- félögin á Vesturlöndum hafa gert. Við tókum ekki 300 ár í að fara í gegn- um iðnbyltingu og iðnvæöingu eins og þau. Við fengum 50 ár í að ganga í gegnum allt þetta dót og gerum það með mun meiri sveigjanleika en flestir aðrir. Stjörnuspekin er orðin mjög stór þáttur í lifi fólks. Fjöldi fólks les reglulega stjömuspekidálkana í dag- blöðunum. Svo skrifa vísindamenn mótmæli og telja að fólk sé aö hallast að fratvísindum og dæma stjörnu- speki út frá því sem stendur í þessum dálkum. Ég lít á stjörnuspeki sem eitthvað annað og meira.“ Vildi afsanna stjörnuspeki „Upphaflega lagði ég stund á stjörnuspeki til að geta afsannað hana en mér til mikillar furðu og armæðu þá virkar hún. Ég veit ekk- ert hvemig einhverjir steinklumpar úti í heimi geta haft þessi áhrif en hún virkar lygilega vel. Ég held að Tarotspilin virki þannig aö við vörp- um innri vitneskju út í spilin og not- um þau sem útgangspunkta til að leyfa okkur að sjá inn í framtíðina. Við lærum það frá barnæsku að eng- inn getur séð inn í framtíðina og það em ekki margar leiðir opnar lengur til að spá í framtíðina. Sumir íslend- ingar leyfa sér aö dreyma fyrir dag- látum en ég held að Tarotspil geti verið þetta tæki sem fólk þarf til að leyfa sér að vera skyggnt og sjá fram í tímann.“ - Ert þú forlagatrúar? „Já, ég er forlagatrúar en ég áskil mér samt rétt til að breyta örlögun- um.“ -Ade Hilmar Örn Hilmarsson skyggnist í spilin Menning Jack Nicholson í kvikmyndinni sem gerð'var eftir Járngresi. Rónalíf William Kennedy Járngresiö (Iron Weed) Guöbergur Bergsson þýddi úr banda- risku Almenna bókafélagiö 1988 Ef þaö gæti hresst upp á angist höfunda, sem ekki fá gefnar út skáldsögur hjá forlögunum, þá má minnast þess að Járngresinu var hafnað þrettán sinnum áður en rit- höfundurinn Saul Bellow skrifaði útgefanda William Kennedy (f. 1928) og tjáði honum að það væri hneyksli aö höfundur Albany- sagnanna (Saul Bellow notaði það hugtak um tvær fyrri sögur Kennedys, Legs 1975 og Billy Phel- an’s Greatest Game 1978 - sem fáir höfðu keypt) þyrfti að bíða eftir' útgáfu verka sinna. Saul Bellow mun hafa kennt Kennedy þaö sem Ameríkanar kalla „creative writ- ing“ - eða „skapandi ritun“ - þegar sá síðamefndi var blaðamaður á Puerto Rico. Þetta var þó ekki meiri klíkuskapur en svo að þriðja bók hans, Járngresið, fékk Pulitzer- verðlaunin í Bandaríkjunum árið 1983 og síðan var sagan kvikmyn- duð sem mun vera nútímadómur um hvort skáldsögur hafi lukkast. Útgefandinn notaði hugmyndina um Albany-sögurnar til að mark- aðssetja höfundinn, datt í hug að endurútgefa tvær fyrri bækur Kennedys og segja fólki að hér væri komin trílógía um borgina Albany sem er smáborg í grennd við New York og enginn hafði áður heyrt bendlaða við bókmenntir. Það eitt að skrifa um slíkan staö var því nýjung og markaði höfund- inum nokkra sérstöðu. Kennedy kom Albany á landakort bók- menntanna líkt og þýðandi hans Guðbergur gerði við Grindavík í Tangasögum sínum. Og þessir höf- undar eiga líka samleið i suður- ameríska galdraraunsæinu sem Kennedy þefaði af á Puerto Rico og nýtti sér strax í fyrstu bók sinni, The Ink Truck 1969. Guð hjálparþeim ... Sögupersónur Járngresis eru rónar, karlar og konur, sem lifa sínu lífi utan við borgaralegt sam- félag, berstrípaðar manneskjur án nokkurra ytri stööutákna. Enginn á neitt nema frelsið og stoltið og áhyggjurnar miðast við að komast af næstu tuttugu mínúturnar. Fólkið hrekst viljalaust um tilver- una með ábyrgðina á sjálfu sér, svo gott sem dautt í augum samfélags- ins. Rónarnir eru utan við líf okkar hinna, vinna í kirkjugarðinum, búa í yfirgefnum húsum og bílhræjum eða á öskuhaugunum og einu af- skiptin sem samfélagið hefur af Bókmenntir Gísli Sigurðsson þeim er þegar lögreglan eða sjálf- skipaðar hreinsunarsveitir gera rassíur. Byrði syndarinnar, fyrirgefning- in og frelsunin leika stórt hlutverk í sögunni. Eina athvarfið er í trú- boðsstöð sem gefur mat og húsa- skjól þeim sem ekki hafa drukkið þann daginn. Þar eru menn því stöðugt að falla út úr sælunni og komast aftur í náðarfaðminn með því að hanga edrú. Þannig ber hver ábyrgð á sjálfum sér og nýtur ekki náðarinnar nema til komi eigið frumkvæði. Sagan gerist á nokkrum dögum í kringum allrasálnamessu þegar andarnir fara á kreik og flytja jafn- vel búferlum. Við fylgjumst með Francis Phelan sem vitjar heima- bæjar síns eftir langa fjarveru og notar tækifærið til að rifia upp for- tíðina. Hann hefur sífellt verið á ferðinni, gangandi, í strætó eða í lest og jafnan án markmiðs. Hann tekur bara þá lest sem fer í tiltekna átt og hirðir ekki um hvert hún ber hann. Hann stefnir þó á kirkju- garðinn í upphafi bókar þegar hann fer þangað tfi að vinna fyrir sér einn dag með því að moka í nýjar grafir. Þar erum við kynnt fyrir söguefninu og Francis endurnýjar kynnin við þann hluta fiölskyld- unnar sem er kominn í gröfina. Hinir dauðu tala til hans og hann við þá og þannig byrjar hann að horfast í augu við sjálfan sig sem hann hefur jafnan hlaupið undan líkt og þegar hann lék hafnabolta forðum og hljóp á milli hafna, kast- aði boltum (sem verða að grjóti í raunveruleikanum) og sló með kylfu sem hættir að vera leikur sé kylfunni beint gegn öðrum mönn- um. Sá sem eftir lifir Francis kemst þannig í samband við dauöa fortíð sína í gegnum dáið fólk sem lifir áfram í endurminn- ingunni líkt og hann sjálfur sem dó samfélaginu þegar hann hljópst á brott frá konu og börnum og varð róni. Ólíkt þeim dauðu, getur Francis þó komist aftur inn í sam- félagið með því hætta að drekka sem er kallað á ensku að vera „on the wagon", eða að vera „á vagnin- um“ sem er einmitt það sem Franc- is gerir þegar hann sest upp á vagn- inn hjá tuskusala sem ræður hann í vinnu annan dag sögunnar og ekur þá m.a. um fornar söguslóðir Francis. Myndir kvikna úr fortíð- inni, svipir gamalla vina og fiand- manna koma fram og smám saman fær lesandinn heildarmynd af lífs- hlaupi Francis. Járngresið er óvenjulega sterk bók. Þar kynnumst við heimi sem sjaldan kemst í bókmenntirnar. Mitt í allri niðurlægingunni lúta mannleg samskipti þó sömu lög- málum og annars staðar og þannig lýsir sagan stærri heimi og fær goðsögulega vídd. Stíllinn er mjög margvíslegur, allt frá ruddalegum og stuttorðum samtölum rónanna til lýrískra kafla sem tengjast end- urminningum, ást og dauða. Og .kannski mætti finna að því að strætisslangrið er ekki mjög sann- færandi í þýðingunni en hinir lýr- ískari kaflar njóta sín mjög vel. Undirritaður hnaut þó um stöku orð eins og ,jarðarfararumboðið“ (77) sem er jafnan kallað útfarar- stofa eða stofnun (á ensku „funeral home“) og ekki verður séð að Óður- inn til gleðinnar eftir Schiller, sem er sunginn með 9. sinfóníu Beet- hovens, sé betur þýddur með: „Þú ert gleði fríður guðaljómi” (138) í stað hins hefðbundna sem flestir þekkja: „Fagra gleði guðalogi”. Gísli Sigurðsson Akureyringar forðast skjaldbökur - en óttast Reykvíkingar kóngulæi? Akureyringar eru komnir suður með leiksýninguna Skjaldbakan kemst þangað lika eftir Árna Ibsen. Gestaleikur þeirrahefst á litla sviöi Þjóðleikhússins í kvöld og verður síðan á hverju kvöldi fram á sunnudag. Þráinn Karlsson og Theodór Júlíusson flytja rökræður skáldanna tveggja, Ezra Pound og W.C. Williams, um tilgang listar- innar og lífsins. Þótt Skjaldbakan sé aðeins fiög- urra ára gömul hefur hún þegar verið sýnd allvíða erlendis. En Akureyringar sýndu henni litinn áhuga, þrátt fyrir vel heppnaða uppsetningu Viðars Eggertssonar. „Fáguð sýning um efni sem-kemur öllum við,“ skrifaði gagnrýnandi DV, Auður Eydal, Ekki er öruggt að Reykvíkingar taki betur við sér. Fáir hætta sér í kjallara Hlaðvarpans að sjá Koss kóngulóarkonunnar, eitt snjallasta leikrit sem ritað hefur veriö á okk- ar tímum, um ofbeldiö og mann- eskjuna, Eftir því var gerð marg- verðlaunuð kvikmynd með Will- iam Hurt í aðalhlutverki. Þeir sem séð hafa sýninguna (Sigrún Val- bergsdóttir leikstýrir) eru í skýjun- um af hrifningu. Enbatni aðsóknin ekki gæti ieikhópurinn kannske reynt að fara með sýninguna norð- ur, í þeirri von að Akureyringura lítist skár á kóngulær en skjald- bökur. -ihh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.