Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. 31 LffsstQl Ef þakleka verður vart: Hvað á að gera? Það sem fólki dettur oft fyrst í hug þegar leka verður vart er að leita til smiðs - „til að kíkja á þetta“. Smiðir koma þó oft dálítið seinna til sögunn- ar þegar staðið er að þessum leka- vandamálum. Það er nefnilega hægt að leita til sérfræðinga um þakleka sem ko'ma á staðinn og kanna skemmdir. Að því loknu gera þeir skýrslu þar sem bent er á þær að- gerðir sem eiga að duga gegn lekan- um. Þannig er hægt að leita til Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðar- ins í Keldnaholti. Á þeirra vegum eru verkfræðingar og rannsóknamenn sem taka slík verk að sér. Verð slíkra úttekta er reiknað í tímavinnu. Al- gengt mun vera að slík úttekt og skýrsla kosti 6-10 þúsund krónur. Einnig er hægt að leita til Verkvangs sem veitir svipaða þjónustu. Þaðan koma 2 menn á staðinn, kanna skemmdir og gera skýrslu. Þeir aðil- ar benda einnig á iðnaðarmenn sem þeir taka ábyrgð á. Leki í fjölbýlishúsi Algengt er, þegar leki kemur upp í fjölbýlishúsi, að áhtamál sé hvort einn eða fleiri stigagangar eigi að bera skaðann. Vegna þessa er hægt að leita til Húseigendalfélagsins. Sól- veig Kristjánsdóttir starfsmaður þar, segir að fólk komi gjarna til þeirra vegna lekavandamála. Á þeirra veg- um starfar lögfræðingur sem sker úr um álitamál, t.d. vegna sameignar. Byrjað er á því að fá útlitsteikningu af húsinu þar sem fram kemur hvort um er að ræða eina eða íleiri eignir undir sama þaki. Lögfræðingur skil- ar síðan áhtsgerð þar sem skorið er úr um vafaatriði. Sólveig segir að mikhvægt sé í þessu sambandi að hafa fengið faglega áhtsgerð áður' (t.d. frá RB) en húsfundir eru haldn- ir vegna leka eða skemmda. Th að húsfundir séu löglegir verður að boða til þeirra í húsfélagi með 8 daga fyrirvara og thgreina í fundarboði hvað skal ræða á fundinum. Að því í fjölbýlishúsum er stundum álitamál hve margir aðilar skuli bera skaðann þegar byrjar að leka. Þessu er hægt að fá skorið úr með því að fá álitsgerð hjá Húseigendafélaginu. DV-mynd BG loknu er svo hægt að leita álitsgerðar um íjölda ábyrgra (stigaganga). Þeg- ar það hggur ljóst fyrir skiptist svo kostnaður niður á íbúðir eftir eignar- hluta í húseigninni. Hvað varðar bætur vegna leka þá bætir húseigendatrygging aldrei skaða sem hlýst af völdúm vatns sem kemur utan frá. Sé hins vegar um að ræða að leiðsla springi, eða annað sem kemur innan frá, þá bætir sú trygging hins vegar tjón sem hlýst af slíku. Leitað til kunnugra Jón Sigurjónssonm verkfræðingur hjá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins segir að þegar lekavanda- mál kemur upp geti verið mjög gott að leita th manna sem þekkja húsin. „Stundum þekkir einn íbúi hússins byggingarferhinn og veit í mörgum tilfehum hvað er að þegar eitthvað bjátar á,“ segir Jón. „Þeir vita meira og minna hvar mistök hggja. Svona hlutir eru oft leystir með vinum og kunningjum. En það er líka svo oft að þegar ver- ið er að gera við hús af einhverjum öðrum völdum en leka, þá kemur stundum í ljós að tréverk í þaki er byrjað að fúna. Þetta gerist stundum án þess að vart hafi orðið við nokk- urn leka. Þannig getur leki átt sér stað á húsum sem alls ekki eru tahn í lekahættu." -ÓTT. Leki með nöglum: © •• Eitt smáatriði getur skipt sköp- um meö þakleka. Þannig getur byrjaö að leka þar sem einn nagli var rekinn niður í þakklæðning- una. Oft er talað um að eitt hamars- högg geti dregið dhk á eftir sér. Með þessu er átt viö að þegar smiö- ir vinna við að negla niður báru- járn, eða trapisulaga þakklæðn- ingu, sé slegið einu hamarshöggi of mikið. Það er neglt í hábáruna svoköhuðu (efri bylgjuna). Þessi lekaliætta skapast sérstaklega þeg- ar naglarnir ltafa ekki gúmmí- pakkningu. Þá myndast eins konar skál með örhtlu gati við naglann. Á trapisulaga klæðningu mynd- ast eins konar rennibraut á hábár- unni og hætta er á leka ef skál hef- ur myndast. Þetta á sérstaklega viö um lognrigningu. Þá nær vindur ekki að feykja vatninu niöur í iág- báruna. Á venjulegu bárujárni er minni hætta á þessum leka því vatnið á greiðari leið niður í lág- báru. í þessu tilfelli sem öðrum er hættan á leka mest þegar halli þaksins er minnstur. -ÓTT. Þegar gúmmípakkning er ekki með nagla skapast lekahætta þegar slegið er „einu höggi of mikið“. Þannig getur myndast skál og vatn lekið niður eftir efri báru, sérstaklega á trapisulaga klæðningu (sjá innfelida mynd). DV-mynd BG „Margir hafa numið á visindalegan hátt.“ DV-mynd BG Vilhjálmur Hjálmarson, fyrrverandi ráðherra: „Svo rósamáli sé sleppt" Þeir sem hafa rannsakað þakleka á íslandi fuhyrða að öh þök virðast geta lekið. Tíðni lekatilfeha er þó að miklu leyti háð þakhaha á húsum - því minni halli því meiri hætta á að leki. „Ótrúlega mörg hinna nýrri húsa halda ekki vatni - mígleka eins og tágahripið andskotans, svo sleppt, sé öhu rósamáh.“ Þessi thvitnun er úr grein Vhhjálms Hjálmarssonar, fyrr- verandi menntamálaráðherra, í Tím- anum fyrir nokkrum árum. Vh- hjálmur talaði um að margir íslend- ingar hafi numið húsagerð á vísinda- legan hátt og þjóðin hafi á fáum árum eignast dugmikla sérfræðinga á því sviði. En þó lækju húsin. Orsaka hefur verið leitað. Erlendis hefur verið tahð að ný þakefni og þakgerðir hafi ekki staðið sig eins og til var ætlast. Önnur ástæða hefur verið tahn að um ranga hönnun þaka úr þekktum og þaulreyndum efnum hafi verið að ræða. Þriðja orsökin er að handverki hafi verið ábótavant. Tahð er að sömu skýringar eigi við hér á landi. Auk þess er tahð að sér- staða íslensks veðurfars valdi því að þakgerðir sem reynst hafa öruggar erlendis geti reynst óhepphegar hér álandi. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.