Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. Lífsstm Lesið í Tarotspil: „Nú er hún að fara á nomaþingið" Tómstundir fólks hafa aukist mjög í gegnum tíðina og eykst þá að sama skapi fjölbreytni þess sem boðið er upp á til að drepa tímann á gagnlegan og skemmtilegan hátt. Á haustmán- uðum, þegar skammdegið heldur innreið sína og möguleikar til útivist- ar minnka, hópast fólk á námskeið sér til skemmtunar og fróðleiks. Margir skólar hafa sprottið upp sem sérhæfa sig í námskeiðahaldi fyrir almenning, af nógu er að taka og úrvalið batnar með ári hverju. Sumir vilja hressa upp á tungumála- kunnáttuna, aðrir læra betur á ljós- myndavélamar sínar og þannig mætti lengi telja. Alltaf má bæta við sig kunnáttu og þegar öll hefðbundin málefni hafa verið tæmd er bara leit- að á ný og spennandi mið. Það sem skiptir máli er að hafa gaman af öllu saman og sameina þannig dægra- styttingu og nám. Skólarnir bjóða ótrúlegustu námskeið og alhr ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Tóm- stundaskólinn er, eins og nafnið gef- ur til kynna, skóh sem fólk stundar Tíðarandi í frístundum og er hægt að fara á námskeiö sem kenna allt frá logsuðu til sölu og markaðsstjórnunar smærri fyrirtækja. Kennsla í kukli Áhugi á dulspeki hefur aukist mjög að undanfómu og þykir það sem á árum áður flokkaðist undir kukl og óguðlegt athæfi hin merkilegustu fræði í dag. Margir em óhræddir við að leita til hinna óþekktu afla og spá í framtíðina, það sem að baki er, eða bara velta fyrir sér möguleikum og spyija spurninga. Eitt af námskeið- um Tómstundaskólans er einmitt kennsla í lestri Tarotspila og er læri- meistarinn sjálfur, Hilmar Örn Hilmarsson, þekktur tónhstarmaður og galdrakarl. Blaðamaður leit inn í tíma hjá Hilmari og áhugasömum nemendum eitt mht haustkvöld. Tíminn hófst með þvi að Hilmar út- skýrði eina lögn og kenndi hinar ýmsu leiðir við túlkun spilanna. Hann lagði sérstaka áherslu á lestur úr sphunum út frá stjörnuspekilegu sjónarmiði. Síðan var fólkið látið æfa sig á þvi að spá hvort fyrir öðru og Það þarf að lesa sér vel til um spilin til að byrja með. Tarotspilin eru 78 og merking hvers spils breytiieg eftir stöðu þess. Spáð í spilin Það eru til ahs konar hefðir í sam- bandi viö hvemig á að leggja spilin, stokka þau, lesa úr þeim og jafnvel geymsluhættir em háðir vissum lög- málum. Hver og einn hefur sína eftir- lætisaöferö. Sumir geyma spihn í shki eða í svörtu efni ofan í trékassa, aðrir bara uppi á ísskáp. Einum finnst best að láta þann sem spáð er fyrir stokka og skipta bunkanum með vinstri hendi, sumir stokka sjálfir og leyfa engum öðrum að snerta spilin. Þann- ig era tU jafnmargar aðferðir og mennirnir eru margir. Hver og einn verður bara að komast að hvað hon- um hentar best. í þessari lögn, sem við sýnum hér, skiptir ekki máh hvort spyrjandi eða sá sem spáir stokkar spihn. Síðan em efstu spihn tekin úr bunkanum og lögð í réttri númeraröð. Merkingin breytist ekki þótt spihn snúi öfugt. Spil nr. 1 táknar þann sem spáð er fyrir og afstöðu hans en nr. 2 og 3 nánasta umhverfi hans. SpU nr. 4, 8 og 12 standa fyrir þaö sem mun ör- ugglega gerast í framtíðinni en 5, 9 og 13 það sem gæti gerst ef öll tæki- færi væm nýtt tU fullnustu. Þessi spU í efri röðinni tákna ytri veruleika en neðri röðin er táknræn fyrir innri veruleika. Spil nr. 6, 10 og 14 lýsa sálarlífi spyrjandans en 7, 11 og 15 em „karma“ viðkomandi, þ.e. lögmál orsaka og afleiðinga. -Ade HUmar gekk á milli borða, aðstoðaði og útskýrði merkingu og stöðu spU- anna. Þama var mættiu- mishtur hópur fólks sem flest hafði ekki mikla reynslu af því að lesa í Tarot- spU en lengi haft áhuga á að kynna sér málin.. Nornaþing „Nú er hún að fara á nomaþing- ið,“ segja starfsfélagar einnar þegar hún er að fara á Tarotnámskeiðið. Flestir vom sammála um að algengt væri að fólk tengdi Tarotspilin kukh af einhverju tagi. Það em fordómar fyrir hendi en æ fleiri gera sér grein fýrir að það er fyrst og fremst skemmtUeg og þroskandi dægradvöl að spá í spihn. -Ade Guðrún Kristjánsdóttir og Guðríöur Haraldsdóttir einbeittar yfir spenn- andi spá. Var gerð að spákonu „Fyrir u.þ.b. þremur árum fékk ég geflns TarotspU og var sam- stundis gerð að spákonu vinahóps- ins. Ég keypti raér fljótlega bók á íslensku um Tarotspil og byrjaði á þvi að lesa beint upp úr henni. Fólk vUdi ólmt láta spá fyrir sér þrátt fyrir máttieysisleg mótrnæh mín. Það var ekkert tekið mark á þvi, bara spá!“ sagði Guðríður Har- aldsdóttir en hún er nemandi á Tarotnámskeiði Tómstundaskól- ans. „Síðan fór mér að þykja mjög gaman að þessu og sleppti bókinni en lagði á minnið einhver stikkorð. Ég fór líka að tengja saman merk- ingu spUanna, t.d. ef það komu mjög góð spU með slæmum spUum þá fór maður að draga úr slæmu merkingunni. Spáin breyttist líka yfir í að vera meira run persónu- leUca fólks heldur en bein framtíð- arspá.“ Hefur þessi tómstundaiöja breytt einhverju þjá þér? „Já, ég hef aldrei verið eins „vin- sæl“! Vinir mínir fóm aö taka vini sína með í heimsókn og þaö var mjög gaman. Þaö er aUtaf gaman aö kynnast nýju fólki.“ Hafa spár þínar ræst? „Upp á síðkastið hefur komið tU mín fólk og sagt aö spár mínar hafi ræst En líklega verkar þetta bara eins og máltækið segir, aö kjöftugum ratist oft satt á munn. Ég hef verið meö einhverjar vanga- veltur og hitt einmitt á þaö rétta og svo getur maður oft miöað út frá þ ví sem maöur veit Það er kannski tU í dæminu aö fólk láti spána hreinlega rætast! Mér flnnst þetta aöallega gaman en raér fínnst rangt ef fólk fer að trúa bókstaílega á svona hluti og jafhvel lifa eftir þeim.“ Leggja áherslu áþaðjákvæöa , JÞegar ég spái þá velti ég mér upp úr góðu hlutunum og reyni frekar að draga úr þessu neikvæða. Sumir trúa því aö þegar spilin eru á hvolfi geti merkingin verið slæm. Ég er ekki sömu skoðunar og var rajög fegin þegar HUmar sagöi að þetta væri bara seinni tíma kenning sem ýtti undir þaö að gera spilin dular- fuU og hræðUeg. Fyrir viðkvæmt fólk, sem tekur þetta bókstaflega, hlýtur það bara að vera kvalræði að láta spá fyrir sér.“ Háskólinn eða Kennaraháskólinn? „Þaö kemur auðvitað fyrir að fólk tekur þetta of alvarlega. Ég fékk stúlku í heimssókn sem spurði mig: „Hvort á ég að fara í Háskólann eða Kennaraháskólann?" Ég sagði henni hvað mér fyndist en lagði ekki spU. Ég held að þaö sé ekki hægt að svara svona með spUun- um. Einnig verður maður að passa að fara ekkert að leggja aftur spUin þótt fólk sé ekki ánægt með útkom- una. Það er ekki hægt Flestir hafa gaman af því að láta spá fyrir sér og svo trúa margjr á það. Mér finnst mikU ábyrgö að spá fyrir fólkL" - Hefur þú ákveðnar reglur varð- andi meðhöndlun á spUunum og hvemig þú spáir í þau? „Já, ég læt þann sem ég spái fyr- ir stokka spilin og síðan legg ég þau beint niður og spái. Ég legg þau yfirleitt í eina sérstaka stjömu. Ég geymi spilin niðri í skúffu, ekki vafin inn í silkiklút! Þau em orðin ansi sUtin og rifin af mikUli meö- höndlun. Þaö pirrar mig mest ef einhver tekur spUin og fer aö stokka þau svona bara tU að Ðkta. Þá verð ég alveg óð! Ég vU fa aö stokka á undan og rétta svo fóUdnu spUin.“ Spilin eru gerð of dularfull. „Annars hef ég engar vissar „seremóníur“ og ég held að Tarot- spU séu gerð aUt of dularfuU og óaðgengUeg i augum almennings. Ég þekki fólk sem er hrætt viö spU- in og þorir ekki aö láta spá fyrir sér. Það er mjög misauövelt aö spá fyrir fólki. Stundum lokast ég al- veg; þá era spUin svo ragUngsleg aö ekkert er hægt aö sjá út úr þeim.“ - Ætlaröu aö halda áfram á svona námskeiðum? „Mig langar að halda áfram og þá ekki í þessu venjulega heldur aö fara meira í kabbalisma sem era innri kenningar Gyðinga. Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram því mér finnst þetta alveg ferlegagaman!" -Ade

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.