Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. 7 DV Vigdis borðar með Elísabetu í næstu viku snæðir Vigdís for- seti hádegisverð í Buckingham- höll með Elísabetu Bretadrottn- ingu. Vigdís fór utan á morgun áleið- is til Genfar þar sem hún verður forseti dómnefndar í samkeppni Evrópubandalags útvarps- og sjónvarpsstöðva um besta sjón- varpsleikritið í ár. Samkeppnin er á milli 10 höfunda sem í fyrra hlutu verölaim fyrir bestu hug- myndir að stjónvarpsleikritl í samkeppninni taka þátt fyrir ís- lands hönd þau Vilborg Einars- dóttir, og Kristján Friðriksson. í Genf mun Vigdís heimsækja alþjóðanefnd Rauða krossins og alþjóðasamtök Rauða kross fé- laga. Frá Genf heldur forsetinn til London og sækir aöalfund Viking Society, sem er félag breskra sér- fræðinga í norrænum fræðum, auk þess aö borða með drottningu og hitta borgarstjórann í Lund- únum. -pv Bikurum stolið frá þjálf ara KR Tveimur verðlaunabikurum var stolið úr bíl þjálfara annars flokks kvenna í knattspyrnu hjá KR. Bfll þjálfarans var í Grund- arlandi í Fossvogshverfi þegar bikunmum var stolið. Gerðist það á laugardag á tímabilinu frá klukkan tíu um morguninn og til klukkan sjö um kvöldið. Bikarana á að afhenda um næstu helgi. Þeir eru ætlaðir ann- ars vegar besta og hins vegar efnilegasta leikmanni annars flokks KR. Nöfn stúlknanna, sem eiga að fá bikarana, eru áletruð og því gagnast þeir engum nema þeim. Þeir sem eru með bikarana eru beðnir um að koma þeim til skila svo hægt verði að veita stúlkun- um verðlaunin. Bikurunum má koma til lögreglunnar eða KR. -sme Svartá og Blanda: Mikil hækkun á leigusamningi Gyifi Kristjánæon, DV, Akureyrr Um þessar mundir er víða verið að ganga frá leigusamningum fyrir laxveiðiár landsins og ef marka má tvo slíka samninga, sem gerðir hafa veriö í Húna- vatnssýslu, þá er lítiö lát á hækk- unum laxveiðiánna, og viðbúið að veiðileyfi hækki mikið næsta sumar. Leigusamningurinn umBlöndu gerir ráö fyrir 36% hækkun frá í sumar og hækkunin varðandi Svartá nam 46%. Það eru stanga- veiöifélögin á Blönduósi, Sauðár- króki og í Reykjavík sem taka árnar á leigu en þau hafa haft árnar á leigu undanfarin ár. Fréttir Frá Vogum á Vatnsleysuströnd. Byggingagjöld eru helmingi lægri en i höfuðborginni og 40 tilbúnar lóðir bíða framkvæmdaþyrsts fólks sem þreytt er orðið á erli höfuðborgarinnar. DV-mynd GVA Aukin ásókn þéttbýlisfólks 1 Vatnsleysustrandarhrepp: „Maður verður var við að áhugi er að vakna fyrir að ná í lóðir hér í hreppnum. Það hefur borið á áhuga upp á síðkastið sem ekki hefur orðið vart við lengi. Bæði hús og lóðir ganga á betra verði en áður og bið- tíminn eftir að kaupendur láti heyra frá sér er nánast enginn. Áður tók mánuði og ár að fá kaupendur að fasteignum hér,“ sagði Vilhjálmur Grímsson, sveitarstjóri Vatnsleysu- strandarhrepps, í samtali við DV. Nýverið keypti maður nokkur gamalt 200 fermetra skólahús, Brunnastaðaskóla, á Vatnsleysu- strönd af hreppnum. Hann flutti fljótlega inn og hefur unnið aö því að gera húsið, sem var orðið illa far- ið, íbúðarhæft. Húsinu fylgdi stór lóð sem mun vega nokkuð þyngra en húsið í kaupverði eða rúmar 3 millj- ónir. Eins var eyðibýlið Traðarkot selt borgarbúa ekki alls fyrir löngu með þokkalega stórri lóð. Þessi húsa- og lóðakaup þykja samkvæmt heim- ildum DV nokkuð dæmigerð fyrir þá þróun sem er að eiga sér stað í Vatns- leysustrandarhreppi- Þéttbýlisfólk sækist í síauknum mæli eftir því að komast þangað út fyrir skarkala borgarlífsins. í einu helgarblaðinu auglýsti hreppurinn 5 jarðir til sölu. Minnsta lóðin er tæpur hektari og sú stærsta tæpir tíu með afréttar- landi upp að Kefll Hefur hreppurinn óskað eftir tilboðum og munu þau þegar hafa borist. Greiðfært í allar áttir „Eitthvað af því fólki sem hefur haft samband við okkur hefur flutt á höfuðborgarsvæðið utan af landi og vfll nú komast í rólegra umhverfi, þó ekki lengra frá höfuðborgarsvæð- inu eða Keflavík að hægt sé að keyra þangað á um það bil hálftíma. Héöan er jú greiðfært í allar áttir.“ Ingi E. Friðþjófsson, sem á sæti í hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps, segir að síðustu 10 árin hafi íbúum hreppsins fjölgað úr um 530 í 650, mest fyrir um þremur árum. Nú sé eftirspurn eftir húsnæði enn á ný að aukast. „Hús á sölu hér eru rifin út um leið. Hér er mikil gróska í byggingum og ýmislegt ákjósanlegt við að búa hér. Það ríkir töluvert frjálsræði í byggingum eins og nýlegt pýramídahús ber vott um. Hér eru byggingagjöld rúmlega helmingi lægri en í höfuðborginni og viö höf- um um 40 byggingaklárar lóðir við tilbúnar götur,“segir Ingi. Ingi segir hreppinn enn eiga meiri- hluta jarða í hreppnum sem væri einn sá landstærsti á Suðurnesjum. En hvernig er fjárhagsstaða hrepps- ins? „Hún er alveg þokkaleg. Við höfum getað staðið í skilum. Það má þakka aðhald í fjármálum hreppsins. Allar meiriháttar framkvæmdir voru stöðvaðar þegar við tókum við hreppnum 1986 ef frá er talin gatna- gerð. Við höfum getað haldið í horf- inu og í dag er engin ákallandi fram- kvæmdaþörf." -hlh Hús á sölu í Vogum rifin út um leið TIL SKOTLANDS FYRIR KR.12.000! Innifalið: Flug Keflavík — Edinborg — Keflavík, matur og drykkir um borð, ■4 akstur milli flugvallar og hótels, kanna af góðu skosku öli á hótelinu. Gisting á Holiday Inn **** £ 22.00 pr. nótt. Næstu brottfarír sunnud. 13., 20., 27. nóv. og 4. des. SKOTFERÐIR SUÐURLANDSBRAUT 4 • 108 RVK ■ SÍMI686680 • TELEFAX687535 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.