Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. 11 t Utlönd Frestur fyrir Marcos Thurgood Marshall, hæstaréttar- dómari í Bandaríkjunum, veitti í gær Ferdinand og Imeldu Marcos bráöa- birgðafrest til að skila bankaskjölum og öðrjim gögnum sem sérstakur kviðdómur hafði krafist af þeim. Dómarinn veitti frest frá úrskurði undirréttar, sem fól í sér að Marcos- hjónin áttu að láta kviðdóminn fá fingrafór sín, sýni af handskrift og raddupptöku aiik þess sem þau voru skylduð til að afhenda bankaskjölin. Samkvæmt úrskurði undirréttar- ins áttu hjónin að afhenda þessi gögn í dag eða eiga á hættu að lenda í fang- elsi fyrir óvirðingu við réttinn. Marshall ákvað að fullskipaður hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skoða þetta mál en næst kemur rétt- urinn saman á morgun. Lögfræðingar Marcoshjónanna höfðu beðið hæstarétt um að hafna úrskurði undirréttar á þeim forsend- um að hjónin nytu friðhelgi eins og um erlenda sendifulltrúa eða þjóð- höfðingja væri aö ræða, auk þess sem kviðdómurinn sem um ræðir hefði ekki vald til að kreíjast þessara gagna. Rannsókn á fjárreiðum Marcos- hjónanna hefur staðið í tvö ár og í síðasta mánuði voru þau ásamt fimm öðrum ákærð fyrir svindl. Málið snýst um tólf milljarða ís- lenskra króna sem Marcoshjónin eru sögð hafa stolið af fihppeysku þjóð- inni og bandarískum bönkum og notað til að kaupa stórhýsi á Man- hattan í New York. Ef hjónin hefðu verið dæmd fyrir vanvirðingu við réttinn hefðu þau þurft að sitja í fangelsi þar til rann- sókn kviðdómsins væri lokið. Reuter Lurie telur að Imelda Marcos þurfi marga fætur til að geta notað alla skóna sem hún hefur sankað að sér i gegnum árin. Hárgreiðslan talar lika sinu máli. Samið um fangaskipti íranir og írakar hafa orðið sam- mála um að skiptast á nokkrum særðum stríðsfóngum. Þetta er fyrsta raunverulega merkiö um að friðarviðræðurnar milli ríkjanna í Genf beri árangur. Sérfræðingar segja samt að of snemmt sé að segja til um hvort þessi samningur verður til þess að frekara samkomulag takist á milli deiluaðil- anna. Þetta samkomulag, sem mjög kom á óvart, er að sögn sérfræðinga að- eins eitt lítið skref í átt til friðar á þessu svæði. Líklegt er talið að samningurinn um fangaskipti feli í sér að skipst verði á nokkur hundruð fóngum. Tugþúsundir verða áfram enn um sinn í fangabúðum. Utanríkisráðherra íraks sagði í gær að sér fyndist rétt að reyna að leysa mál sem tengjast mannréttindum sér og halda pólitískum deilum sér. Mikill ágreiningur er um mikilvæg pólitísk og hernaðarleg mál og hátt- settur íranskur embættismaður sagði í gær að friðarviðræðurnar gætu dregist mjög á langinn. Aðstoðarutanríkisráðherra írans sagði að það væri skoðun írana að viðræðurnar myndu standa í nokkur ár og utanríkisráðherra íraks tók í sama streng. Reuter Róttæklingar hunsa Walesa Nokkrir ungir róttæklingar í Sam- stöðu, bönnuðu verkalýðssamtökun- um í Póllandi, héldu áfram mótmæl- um gegn ríkisstjóminni í tveimur skipasmíðastöðvum í Gdansk þrátt fyrir hótanir Lech Walesa, leiðtoga samtakanna, um að hann muni segja af sér ef mótmæli þeirra breiðast út. Allt að þijú hundruð menn voru í setuverkfalli í slippstöðinni í Gdansk þar sem um fimm þúsund og átta hundruð manns starfa. Að minnsta kosti þijátíu manns voru við tákn- ræna verkfallsvörslu við Wisla skipasmíðastöðina í gær en það kom ekki í veg fyrir að allir aðrir af níu hundruð starfsmönnum mættu til vinnu. Þetta er í þriðja skiptið á þessum ári sem verkamenn í skipasmíða- stöðvum í Gdansk grípa til aðgerða gegn kommúnistastjórninni í Pól- landi. Fyrri verkfóllin voru í apríl og ágúst. Ekki voru hins vegar sjáan- leg merki um að mótmælendum bættist hðsauki í gær. Verkfallsmennirnir virtust flestir vera á þrítugsaldri, af nýrri kynslóð róttækra verkamanna sem krefjast þess að látið sé sverfa til stáls gegn stjórnvöldum og hafa gagnrýnt Wal- esa fyrir að aflýsa verkfollunum í ágúst. Segja þeir að hann hafi ekki náð miklum árangri í baráttu sinni við stjómvöld upp á síðkastið og vilja þvítakauppharðaristefnu. Reuter Lech Walesa á nú í basli með rót- tæka unga verkamenn sem ekki vilja hlýta leiðsögn hans, heldur taka upp harðari stefnu í baráttunni gegn kommúnistastjórninni. Símamynd Reuter Hvít CORSICA hreinlætistæki frá Sphinx í setti á frábæru verði. HREINLÆTI ER OKKAR FAG ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F. RÉTTARHÁLSI 2 SÍMI 8 38 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.