Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. LAUS STAÐA Staöa lektors í tölvufræði við rekstrardeild Háskólans á Akureyri er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og um námsferil og fyrri störf, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember nk. Menntamálaráðuneytið, 4. nóvember 1988 Sjávarréttir í miklu úrvali Tilboð vikunnar er okkar rómaða fiskfars Verð kr. 249,- kg. Sjávarréttasalan Grímsbæ v/Bústaðaveg TILKYNNING FRÁ FISKVEIÐASJÓÐIÍSLANDS Umsóknir um lán á árinu 1989 og endurnýjun eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði islands á árinu 1989 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði: Sjóðstjórn telur ekki þurfa aukna afkastagetu í hefðbundnum vinnslugreinum og metur umsókn- ir samkvæmt því. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til bygginga, véla og tækja og breytinga sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. 2. Vegna endurbóta á fiskiskipum: Lánað verður til skipta á aflvél, til tækjakaupa og endurbóta ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. 3. Vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum: Lán vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum verða eingöngu veitt ef skip sambærilegrar stærð- ar eru úrelt, seld úr landi eða strikuð út af skipa- skrá af öðrum ástæðum. Gerðar verða strangar kröfur um eigið fjárframlag. Engin lán verða veitt vegna nýsmíði eða innflutnings báta undir 10 rúmlestum. 4. Endurnýjun umsókna: Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 5. Hækkun lánsloforða: Mikilvægt er að lánsumsóknir séu nákvæmar og verk tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin á því að lánsloforð verða ekki hækkuð vegna viðbótar- framkvæmda, nema Ijóst sé að umsækjandi hafi ekki getað séð hækkunina fyrir og hækkunin hafi verið samþykkt af sjóðnum áður en viðþótarfram- kvæmdir hófust. 6. Umsóknarfrestur: Umsóknarfrestur er til 31. desember 1988. 7. Almennt: Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. Sérstök athygli er vak- in á því að sjóðurinn getur synjað lánsumsókn, þótt hún uppfylli almenn skilyrði. Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs fslands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönk- um og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1989 nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 7. nóvember 1988 Fiskveiðasjóður íslands Utiönd ísraelskur arabi var handtekinn í gær er hann reyndi að koma i veg fyrir handtöku mótmælanda. Simamynd Reuter Palestínumenn boða verkfall Leiðtogar uppreisnarmanna á vesturbakkanum og Gazasvæðinu hafa boðað aUsherjarverkfall í dag þegar nákvæmlega ellefu mánuðir eru frá því að uppreisn Palestínu- manna hófst. Stjómmálamenn Likud-bandalags- ins og Verkamannaflokksins í ísrael héldu í gær áfram tilraunum sínum til að mynda nýja stjóm. Eitt af fyrstu verkum þeirrar stjómar mun veröa að reyna að bæla niður upp- reisnina sem krafist hefur á fjóröa hundrað mannslífa. Hvorugur flokk- anna vann hreinan meirihluta í kosningunum þann 1. nóvember síö- astliðinn og báðir reyna nú að fá stuðning heittrúarflokka til hægri sem eru í oddaaðstöðu á þingi. Leið- togi helsta flokks þeirra segist ekki ákveða fyrr en 1 vikulokin hvorn flokksleiðtogann hann muni styðja, Shamir forsætisráðherra, leiðtoga Likud-bandalagsins, eöa Peres utan- ríkisráöherra sem er formaður Verkamannaflokksins. ísraelskir hermenn, sem voru á eftirlitsferð á Gazasvæðinu í gær- kvöldi, hvöttu íbúana til að hreinsa veggjakrot þar sem hvatt var til verkfalls og mótmæla. Hermenn skutu á og særðu ellefu Palestínu- menn á Gazasvæðinu í gær. Á vest- urbakkanum særðu hermenn tvo araba og ísraelsk kona meiddist er gijóti var kastað á bifreið hennar. Tuttugu bráðabirgðahejmili Palest- ínumanna, sem sögð voru hafa verið byggð ólöglega, vom eyðilögð í gær. Sagt var að það hafi verið gert í hefndarskyni fyrir morðið á ísra- elska hermanninum sem stunginn var til bana á mánudaginn. Reuter Erfiðrar stjórnarmyndun- ar að vænta í Færeyjum Færeyska stjómin, undir forystu aðarmannaflokkurinn, fengu nú 15 Framsóknarflokkurinn missti sinn Atla Dams lögmanns, tapaði meiri- þingsæti en höfðu áður 17. eina þingmarm. hluta sínum á þingi í kosningunum Jafnaðarmenn fengu 7 menn Fólkaflokkurinn vann eitt sæti í gær. Taliö er aö stjómarmyndun kjöma en höfðu áöur 8. Þjóðveldis- og fékk 8 menn kjöma. Sambands- geti orðið erflö. flokkurinn fékk 6 menn kjöma, flokkurinn hélt sínum sjö þing- Stjómarflokkamlr, Sjálfstýri- jafnmarga og síðast Sjálfstýri- mönnum og Kristilegi fólkaflokk- flokkurinn, Framsóknarflokkur- flokkurinn hlaut sömuleiöis jafn- urinn vann eitt þingsæti, fékk 2 inn, Þjóðveldisflokkurinn og Jafn- marga og síðast eða 2 þingmenn. menn kiöma nú. Lahd sýnt banatilræði Morðtilraunin á yfirmanni suður- líbönsku hersveitanna, sem ísraels- menn styðja, hefur vakið spumingar um hemaðarhlutverk ísraelsmanna í Líbanon. ísraelskir herforingjar yfirheyra nú ballettkennarann Suha Bshara, sem á mánudaginn skaut á Antoine Lahd samkvæmt fyrirmæl- um Kommúnistaflokks Líbanons. Kommúnistaflokkurinn lýsti yfir ábyrgð á banatilræðinu í gær. Skæruliðar í Bekaadalnum, sem hhðhollir em Sýrlendingum, em nú í viðbragðsstöðu ef Israelsmenn skyldu hyggja á hefndir. ísraelsmenn hafa það sem af er þessu ári gert tuttugu og þrjár loftárásir á Líbanon. Heimildarmenn segja að morötil- raunin á Lahd, sú þriðja síðan 1984, hafi verið högg beitt gegn ísrael sem háð er suður-líbönsku hersveitunum til vamar gegn árásum skæruliða. Þeir hafa að undanfómu hert sókn sína gegn ísrael. Reuter Antoine Lahd, yfirmaður suður-líbönsku hersveitanna, við komuna á ísra- elskt sjúkrahús eftir aö honum var sýnt banatilræði af ungri líbanskri konu. Hersveitir hans eru studdar af ísraelsmönnum. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.