Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. LífsstHI Þegar kreppir að er ástæða til að nýta gömul húsgögn og gera upp eða mála - eða hvað? Oft eru gömul húsgögn mjög vönduð og duga vel. Áður fyrr voru húsgögn smíðuð með þaö fyrir augum að endast. Þess vegna skyldi ávaUt hugsa sig vel um áður en slíku er hent. Þó að yfirborð sé farið að láta á sjá er alltaf hægt að mála og gera fallegt á ný. Tvær aðferðir Pétur B. Lúthersson húsgagna- arkitekt segir að það sé hægt að fara tvær leiðir þegar gera skal upp gömul húsgögn. „Annar kosturinn er að fara með húsgögnin á verk- stæði og láta þá sprauta þau - þá þarf bara að velja liti. Þannig verð- ur þetta auðvitað mjög áferðarfag- urt,“ segir Pétur. Hinn kosturinn er að gera þetta sjálfur og setja sér þá ákveðin markmið í byrjun. Ef maður hefur gamlan skáp, t.d. úr góðu efni, væri synd að mála hann. Þá er betra að hreinsa máln- ingu eða lakkefni upp og láta svo viðaræðamar sjást. Fallegast er aö hafa viðinn án lakks. Það er enginn sem segir að nauðsynlegt sé að lakka. Svo er fallegt að pússa upp eða skipta um lamir eða bæta við málmhomum eða einhverju slíku. Ef um harðvið er að ræða þá má sandblása slíkt. Mýkri við, eins og furu og greni, má þvo upp úr lút eöa þvottasóda. í húsgögnum úr eik Þaö var friskað upp á þessi hús- gögn með því að mála tréverkiö í hvítum lit. Einnig var skipt um ákiæði. Síðan var gamalt borð fundið sem passaði við og það pússað upp með húsgagnabóni. Þegar slíkt bón er notað er mikil- vægt að vinna aðeins lítið svæði í einu svo áferðin þorni ekki. Húsgögn: Að gera gamalt nýtt og öðrum laufviðartegundum er hins vegar sýra í viðnum. Því er varhugavert að hreinsa þessar teg- undir upp úr sterkum efnum - þetta getur gengið í efnasambönd." Þegar efni eru notuð til að leysa upp kemísk efni á húsgögnum er mikilvægt að fara eftir leiðbeining- unum á umbúðunum. Til eru nokk- ur uppleysiefni til að hreinsa yfir- borö á húsgögnum undir málningu eða lökkun. En þegar slíkt er gert er vinnan stundum svo mikil að ekki tekur þvi að standa í því. Und- irvinnan er mikilvæg og það er einnig hægt að nota sandpappír eða jafnvel sköfu. En það verður að gæta sín vel á skreytingum ef ein- hverjar eru. Einfaldast er vafalaust að matta, grunna og lakka. Þá er yfirborðið sært (mattað) með sandpappír - gljáinn tekinn af með pappírnum, svo lakkið festist. Síðan er grunnað og lakkað. Svokölluð „do it your- self‘-efni eru til sem henta fyrir slíkt. í verslunum er hægt að spyrja um málningu, sparsl o.fl. fyrir hús- gögn. Til eru terpentínuþynnt olíu- lökk sem henta vel fyrir húsgögn sem á að mála. Kemst næst að smíða Pétur telur að það sé gott fyrir ungt fólk að nota frístundir í að dunda við að skreyta hjá sér og gera upp gömul húsgögn. „Þetta er þroskandi og mikið betra heldur en sjónvarpsgláp. Svona fram- kvæmdir komast næst því að smíða. Gömul húsgögn eru alltaf til einhvers staðar, t.d. hjá foreldr- um ungs fólks og í geymslum. Reyndar er búið að henda miklu en það er engin ástæða til að halda því áfram. -ÓTT Meðferð bóka: Bækur eiga að standa nokkuð þétt saman, ekki í of mikilli birtu og hitastig má ekki vera of hátt til þess að þær endist sem best. Hiti og rakastig hefur mikil áhrif á ástand böka þegar til Iengdar læt- ur. Heppilegt rakastig er ura 50-55%. Það er ákaflega misraunandi hvemig eigendur fara með bækur sínar. Bækur standa mjög oft óhreyföar allan ársins hring. En hvemig er þá best að geyma þær, er ekki nóg að þær standi bara þama í hillunni eins og þær hafa gert til þessa? Vissulega eiga þær að vera í hiUum en ektó á víð og dreif eða jafnvel í kössum í skúma- skotum. Bækur eiga að standa þétt- ingsfast saman svo að ryk komist síður að þeim og þannig halda þær lagi sínu og reisn - þó mega þær ektó standa of þétt saman. Þaö eru nokkur önnur atriði sem hafa skal í huga til að þessir gripir endist sem best. Birta, raki og ofnar Eiginlega er stofuhiti of hár fyrir bækur. Talið er að 1&-19 stiga hiti sé heppilegastur fyrir bækur og rakastigiö á aö vera 50-55%. Hilmar Einarsson hjá Morkin- skinnu, sem hefur mikið fengist við viðgerðir á bókum, segir dæmi nokkurt lýsa vel hvemig bækur geymast „Það er meö ólítóndum hvemig bækur hafa varöveist, t.d. á geymslulofti nokkm á safhi í 't__________________________________i Skandinavíu. Þar er kalt og dimmt en loftstreymið er gott - mikil hringrás lofts. Þama hefiir aldrei verið kynt og bækurnar þama era í mjög góðu ásigkomulagi eftir hundrað ára. Mikil birta er slæm fyrir kjöl bóka, að ekki sé talað ura sólarljós. Það er raikilvægt að fólk sé ekki aö staðsetja bókahillur nálægt ofn- um. Þær eiga sem sagt, ef kostur er, að vera í ekki of heitu lofti. Standi bækur þétt saman má segja að þær verji hver aðra Þannig á ryk fyrst og fremst verra með að komast að þeim. Og fari illa, t.d. að eldur komi upp, þá á sót og jafn- vel vatn ekki jafngreiða leið inn í þær. Fylli bækur bara út í hálfa hilluna er mikilvægt að setja bóka- stoðir við endann." - Er mikill munur á eiginleikum bóka með tilliti til aldurs? „Jú, bækur í dag eru lélegri en t.d. um aldamótin. Þá var notaður harxdunninn pappír, Þó eru bækur í dag úr ágætisefni. En á milli 1920 og 1940 var lélegur pappír notaður. Þetta var tijákvoðupappír, svipað og er í dagblöðum í dag. Meðferð bóka er ektó flókið at- riöi. Bækurnar mega í sjálfu sér standa óhreyföar í htilunum. Hins vegar eru það ytri aðstæður sem ráöa mestu um ástand þeirra, hita- stig, rató, birta og loftstreymi. Og að sjálfsögðu á að fara vel með þær þegar þær era teknar fram úr hill- unum. -ÓTT Hvemig eiga bókahillur að vera? - Eyjólfur Bragason arkitekt „Bókahillur þurfa ekki að vera skrauthtilur," segir Eyjólfur Braga- son arkitekt. En það fer vel að láta þær ná alla leið upp í loft, t.d. báöum megin við hurðarop. Hillumar sjálf- ar eiga aö vera einfaldar - ekki of breiðar og ekki of djúpar. Aðalatriöið er að þær séu sterkar og haldi sér. Þegar bækur fylla svo út í hillurnar er hin raunverulega „dekorasjón" komin. Þetta er hin mesta prýði. - Hvaðadýptirogbreiddiráaðstyðj- ast við þegar smíða skal bókahillu? „Svo hillurnar svigni ekki er heppi- Mismunandi er hvort fólk raðar bókum upp miðað við notagildi. Einföld regla (sé aðeins ein hilluröð notuð) er að setja söfn með fallegum kili efst og láta svo uppslðttarrit og jafnvel myndaalbúm vera við höndina. Þar fyrir neðan geta svo vasabrotsbækur eða reyfarar komið og neðst er svo best að hafa möppur og safntímarit (það þyngsta). DV-mynd BG legast að hafa þær á bilinu 75-100 cm, ekki breiðari án sérstakrar styrking- ar. Dýptin fer auðvitað að miklu leyti eftir stærð bókanna sem geyma skal. 27 cm eru nóg, t.d. fyrir möppur, og þá er nóg rými fyrir bækur. Þetta má gjarna fara niður í 22 Ví cm fyrir venjulegar bækur. Bil á mitii hilln- anna getur svo verið þannig að 2-3 cm séu frá hæstu bók upp í næstu htilu. Þegar bókahilla er hönnuð verður að gæta þess að bolta hana upp við vegginn - þetta mætti gera á fjórum stöðum með vinkiljámum. Þama er um mikil þyngsli að ræða.“ - Áaðstyðjastviðeinhverjarmegin- reglur um uppröðun bóka? „Það á auðvitað að styðjast við notagtidið. Uppsláttarrit og það sem mest er notað á að vera við handar- jaðarinn, í brjósthæð t.d. Söfn og annað slíkt, sem minna er gluggað í, ætti að vera efst uppi. „Pocket- bækur“ og reyfarar ættu svo að vera annaðhvort fyrir ofan eða neðan miðju. Tímarit og möppur og mynda- albúm gætu svo verið í neðri kantin- um - tímaritin geta verið neðst því þau eru þung þegar þau eru í stafla. Hvað varðar staðsetningu htiln- anna í rými eða herbergi er fallegt að láta þær ná alla leið upp í loft. Það er engin ástæða til að láta eitthvert pláss vera afgangs við loftið. Ef hti- luraðirnar eru látnar vera sín hvor- um megin við hurðarop nýtist rýmið vel. Þannig myndi veggpláss skapast á milh, þ.e.a.s. fyrir ofan huröaropið. Við gluggavegg mætti svo hafa lægri hillur sem hægt væri að sitja við. í herbergjum, þar sem á aö seija mikið af bókum, er smekklegt að láta hæð hillnanna lækka í línu niður að glugganum - láta hæðina detta niður. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.