Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBÉR 1988. 19 Sviðsljós „Rolling Stones eru ranglega sakaðir um fíkniefhaneyslu" Ólyginn sagði . . . - segir Jerry Hall, eiginkona Micks Jagger Snemma á síöasta ári varð Jerry í nýlegu viðtali við hana' sem birt- Hall, ein frægasta fyrirsæta heims ist í erlendu tímariti, segist hún hafa og sambýliskona Micks Jagger, fyrir goldið þess að vera Rolling Stones- þeirri bitru reynslu að vera ranglega kona sem oft er sett í samband við ásökuð um að vera með 10 kíló af fíkniefni. Enhúnfullyrðirjafnframt marijúana í fórum sínum á eynni að félagamir í Rolling Stones láti Barbfidos. fíkniefnin lönd og leið í dag. „Þeir gætu þá ekki hafa lifað í gegn um þessi 25 ár sem þeir hafa spilað saman. Þaö er ekki hægt að lifa á fíkniefnum endalaust, fólk deyr. Mick var að fara í gegnum símanúm- erabókina sína frá því 1960 og komst að raun um það að helmingur vina hans frá þessum tíma var látinn - flestir af völdum fíkniefna. Það er ömurlegt," segir fyrirsætan meðal annars. „Mick reykir ekki og drekk- ur hvorki vín né kaffi. Honum finnst ég slæm stúlka því ég reyki, drekk kaffi og neyti einstaka sinnum áfeng- is.“ Hún segir enn fremur í þessu merka viðtali að hún haldi að karl- menn séu hræddir við sig. „Þegar ég var ein buðu örfáir karlmenn mér út, þeir virtust hræðast mig. Þeir sem buðu mér út voru flestir mjög ánægð- ir með sig og þóttust vera ríkir og frægir. Þess vegna segja þeir slúður- dálkahöfundar, sem er illa við mig, að ég sé í eðh mínu gullgrafari." Jerry kemur frá stóru heimili með þremur systrum. Jerry Faye Hall, eins og hún heitir fullu nafni, er tví- buri og systir hennar héitir Terry Jaye Hall. Tvíburasystir hennar er einnig fræg fyrirsæta. ætlaði aldeilis að slappa af eina helgina og heimsækja rólegan bæ að nafni Arkansas en heppnin fylgdi honum ekki því hann lenti í hvorki meira né minna en tveggja daga umferðarhnút. Með honum í for var ungfrú Arkansas 1980 en þau hafa verið saman undanfarna 6 mánuði. Þau voru á leið til heimabæjar hennar til að heilsa upp á foreldrana þegar þau lentu í hrakningunum. Þegar umferðarhnúturinn var ekki enn leystur á sunnudagsmorguninn ákváðu Stevie og kærasta hans að koma við í kirkju á leiðinni. Hann gerði sér lítið fyrir og söng þar þrjú lög við mikinn fógnuð viðstaddra. Colossus er górilla í dýragarðinum rétt hjá Gulf Breeze í Bandaríkjunum sem hefur lengi verið ein í sínu búri. Nýlega var sett kvenkyns- górilla, Muke að nafni, með hon- um í garðinn í von um að það lifn- aði smárómantík hjá hjúunum. Þegar síðast fréttist haföi það ekki gerst en þau höfðu þó færst örlítið nær hvort öðru. Hingað til hafa þau slegist fremur hastar- lega og verðimir hafa ekki enn þoraö að láta þau vera saman á nætmnar. Það má geta þess að Colossus hefur alltaf verið frem- ur erfiður í skapinu. Ekki er ólík- legt að Muke finnist hann heldur mikið karlrembusvín fyrir henn- ar smekk. En það má vera að það lagist þegar náttúran kallar. Jerry Faye, eins og hún heitir fullu nafni, ásamt tvíburasystur sinni, Terry Jay, sem einnig er fræg fyrir- sæta. Jerry sagðist hafa haft miklar áhyggjur af því hversu grönn og löng hún var og reyndi allt til að sýnast minni og feitari. En hún segist mjög ánægð með lífíð og sjálfa sig í dag. „Við Mick erum mjög náin og eigum Af illum tungum hefur hún verið nefnd gullgrafarinn. tvö yndisleg börn.“ Stevie Wonder Diana prinsessa viöurkenndi að hún væri ekki hrifin af sprautum þeg- ar hún heimsótti bamaspítala á dögunum. Öll börnin voru bólu- sett meðan á heimsókn prinsess- unnar stóð. Prinsessan varð hin æstasta og kallaði: „Hvað í ver- öldinni eru þið að sýna mér? Þið vitið að ég get ekki horft á þegar verið er að sprauta fólk.“ Hún reyndi þó að verða ekki til at- hlægis á staðnum. Hin 27 ára gamla prinsessa stóðst samt ekki mátið þegar 4ra ára stúlku og annarri 13 mánaða voru gefnar sprautur og lét sig hverfa. Tvíburasystur dóu á sama hátt á sama tíma Tvíburasystumar Lizzie og Edith Hope eyddu svo til öllu lífinu saman og dauðinn gat ekki einu sinni aðski- hð þær. Á áttugasta og öðru aldurs- ári stoppaði hjarta þeirra á sama degi á sama tíma. Systumar fundust í sitt hvorri íbúöinni síðar sama dag. Lizzie og Edith klæddust alltaf eins. Það var tvöfalt brúðkaup er þær gift- ust sama dag, báðar mönnum sem hétu Ted að fomafni. Þær unnu hhð við hhö í verksmiðju og bjuggu hhð við hhð. Vinir og ættingjar segja að þær hafi verið svo samrýmdar að það væri eins og símasnúra á milli þeirra. Það sem meira er, eins og greint var frá að ofan, þær fengu báðar hjartaáfah 8. apríl síðasthðinn á sama tíma og lágu báðar við bak- dymar á húsunum sínum, sennilega að reyna að ná í hvor aðra. „Þær höfðu alltaf á orði að fyrst þær fæddust saman væru þær ákveðnar í að deyja sarnan," sagði Mohy nokkur sem bjó í nágrenni við þær. Eldri systir þeirra, sem nú er 86 ára, segir að þær hafi ekki einu sinni þurft að tala saman, þær lásu huga hvor annarrar. Alltaf veiktust þær báðar í einu. Eitt sinn þegar þær fóm í frí í sitt hvom lagi héldu þær dagbók á með- an. Þegar þær svo bára saman bækur sínar eftir fríið kom í ljós að þær höfðu gert flesta hluti eins og á sama tíma. Þær keyptu oft óafvitandi það sama í kvöldmatinn. Flestir vina og ættingja eru sam- mála því að það sé guðs blessun að þær hafi fengið að fara á sama tíma því þær hefðu ekki getað lifað án hvor annarrar. Tvíburasysturnar Lizzie og Edith á brúðkaupsdaginn. A sitt hvorum endanum eru eiginmennirnir sem bera sama fornafnið, annar hét Ted Sanford en hinn Ted Heys. í miðjunni er svaramaðurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.