Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. 15 Mismunun - viljandi eöa óviljandi Boð frá borði fatlaðs manns Þegar þess er beöiö aö færa boö á vettvang vandast oft málið. Þetta hefi ég oft gert fyrir mæta kunn- ingja sem ekki hafa af hógværö sinni lagt út í það að ráðast fram á ritvöllinn, hafa ekki viljað eða treyst sér til að koma skoðun sinni nægilega vel til skila. En boðberinn vill stundum blanda sér inn í boðin og ósjaldan eru svo boðin beint tek- in sem skoðun og bein viðhorf þess sem skrifar. Þá skal það viður- kennt að vísu að ekki skrifar undir- ritaður um þau boð annarra, sem hann er í algerri andstöðu við, þó meiningarmunur sé. Enn skal þess freistað að færa í letur athyghsverð boð til íslenskrar þjóðar frá fötluð- um einstakhngi sem hefur fylgst vel með fréttum sem öðru og ég tek fram um leið að ég er honum sam- mála að yfirgnæfandi hluta þó að ég tæki vart svo harkalega th orða. Þetta snýst um fréttamat, áhersl- ur í fréttamati og þetta snertir hka áherslur stjómvalda í viðkomandi málaflokki. Umbúðalaust bar vinur minn saman ofurumfjöllun fjölmiðla, og þá ríkissjónvarpsins okkar sér í lagi, um ólympíuleikana í Seoul og þá tiltölulega veigalitlu og fátæk- legu umfjöllun sem aðrir ólympíu- leikar, þ.e. fatlaðra, hafa svo hlotið. Og nú hefur hann alfarið orðið. Heilbrigð sál... Án efa hafa ýmsir haft ánægju nokkra af öhu því flóði sem yfir skall á skjánum meðan íþrótta- menn okkar kepptust við það eitt, að því er virtist, að vera langt frá sínu besta og komast hvergi nálægt Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ því að lenda í úrshtum, hvað þá það að komast á verðlaunapall. Auðvit- að er ranglátt að vera með ein- hveijar ofurvæntingar æ og sí en íþróttamennimir sjálfir og ekki síður þeir sem þar standa næstir höfðu vissulega gert sitt til þess að ýta undir því ekki er nú hógværð- inni fyrir að fara hjá flestum á þeim bæ. Nú, en auðvitað gátu menn ekki séð fyrir hina ömurlegu frammi- stöðu okkar manna og því er ekki að neita að leikar þessir era býsna merkilegir. Þó að mörg skugga- myndin hafi einnig birst þar sem ekki beint er í órofatakt við hið fomkveðna: Heilbrigð sál í hraust- um hkama. En nú eru aftur ólympíuleikar og að þessu sinni era það fatlaðir, sem í hlut eiga, og ekki hafa þeir verið með neinar yfirlýsingar og auglýs- ingar um eigið ágæti, heldur ekki þeir sem standa að ferð þeirra, og það hafa ekki einu sinni verið reist- ar fyrirfram hahir fyrir þá. Nú bregður svo við að boðskipti öll ganga ofurhægt. Myndir af afrek- um okkar fólks eru ekki fáanlegar, enda hefur þetta fólk tekið upp á því að vinna til verðlauna æ ofan í æ, öfugt við hinar hetjurnar. Allur annargaröur Raunar ber að athuga í þessu til- felh það mikilvæga atriði að um- íjöllunarskorturinn (nú er umfjöll- un óneitanlega ærin víða og m.a.s. orðin thefni leiðaraskrifa sem þakka ber) getur einmitt valdið nokkra um ágætan árangur ef þaö var reyndin að hin gífurlega um- íjöllun fyrri ólympíuleika hér heima hefði gjörsamlega gert íþróttahetjur okkar magnþrota þarna úti í Seoul, og máttu þær þó ekki máttlausari vera. Já, nú fer fólk á verölaunapall og flykkist í úrslit og auðvitað er frá því greint - annaðhvort væri nú - þetta eru þó íslendingar að gera sinn fatlaða garö frægan - sem náttúrlega er allur annar garður og ógöfugri en sá er best átti að gera skil og bera skyldi hróður um heimsbyggð alla. En nóg um þetta. Þó að mismun- ur í fréttamati, mismunun, sé slík- ur, að líkt er sem við lifum á mið- öldum og annar hópurinn sé af aðals- eða jafnvel konungakyni en hinn hópurinn sé af þeim þá týnda og falda almúga. Og er þá komið að hallarmálum en eins og kunnugt er þá er ætlunin að halda hér hand- boltahátíð mikla á næsta áratug og til þess að svo megi verða þá verður að reisa mikilfenglega milljarða- höh svo landinn geti a.m.k. tapað með sæmd í sómasamlegu húsnæði og unnið með enn meiri sæmd ef svo skyldi vilja til. Hver verða viðbrögðin? (Skrifara verður nú óneitanlega hugsað th allra hálfköruðu íþrótta- húsanna og sundlauganna vítt um landið sem alltaf biða vegna hins auma ástands í fjármálum þjóðar- innar, enda ekki allt hægt að gera í einum grænum - nema, jú, „þegar býður þjóðarsómi", þá er ýmislegt unnt að gera - og gera bæði fljótt og vel.-) Mikil og makalaus er þessi fram- kvæmd og allt í einu er til slík of- urgnótt fjár að blönkustu ráðherr- ar vissu ekki lengur mihjóna sinna tal og sögðu í kór: Skrifaðu hand- boltahöh, hvað svo sem hún kostar. Á sama tíma era íþróttasamtök fatlaðra að freista þess að fá fjár- magn í venjulegt íþróttahús sem náttúrlega er hreinasta hismi og hégómi, kostar bara nokkra mihj- ónatugi og er því of ómerkilegt til að vera að verja til þess dýrmætu og vandfengnu almannafé. Fróðlegt væri nú að vita hvort stjórnvöld sjá sóma sinn í að meta í einhverju ágætan árangur hinna fótluðu í Seoul nú og veita myndar- legar fjárhæöir i íþróttahúsið þeirra svo þetta fólk gæti haft un- andi aðstöðu við iökanir sínar. (Skrifara þætti það einnig vel við hæfi að heiðra svo þetta hugdjarfa afreksfólk, hvað sem öllum áform- um um handboltahöhina miklu hð- ur nú.) En eitt er víst að eftir því verður tekið í röðum fatlaðra hver við- brögð verða. Og er þá nóg þuhð að sinni um leið og fatlaður einstaklingur, sem ekki er, vel að merkja, í íþróttum neins konar, óskar íslensku þjóð- inni til hamingju með fatlaða af- reksfólkið sitt og því sjálfur góðs gengis í framtíðinni með þökk fyrir frábæran árangur. Síðan þessari grein var komið á framfæri hefur ýmislegt ánægju- legt gerst hvað varðar framlög til íþróttamála fatlaðra. Og guð láti gott á vita. Helgi Seljan „Fróðlegt væri nú að vita hvort stjórn- völd sjá sóma sinn 1 að meta 1 ein- hverju ágætan árangur hinna fötluðu í Seoul nú.“ ímyndað mér að nokkram manni komi til hugar að fólk geti tekið því með léttúð, hvað þá þögninni, að hvahr, sem búið er að ættleiða með ærnum tilkostnaði og mikilli fyrir- höfn, séu bara skotnir rétt si svona. Annars skfl ég ekki hvers vegna þeir sem ættleiða hvah taka þá ekki heim með sér. Það hlýtur að vera tfltölulega einfalt mál fyrir vini okkar í Bandaríkjunum aö koma sér upp svona tuttugu tfl þrjátíu metra löngum vatnsrúmum í bamaherbergjunum sínum svo að vel fari um þá ættleiddu. Þá þyrftu þeir ekki að vera að bægsl- ast um ahan sjó, eigandi á hættu að festast í ís, synda í strand eða verða morðóðum íslendingum að bráð. Það er annars eins gott að þeir sem helst hafa í hótunum við okkur skuli vera vinir okkar því að óvin- irnir væru vísir tfl að beita okkur einhverjum óþokkabrögðum. Guðmundur Axelsson „Sumar illa þenkjandi sálir ganga jafn- vel svo langt að halda því fram að fyrir- tækin hafi hugsanlega tafið eða komið í veg fyrir sókn okkar á aðra markaði.“ Að deila um nokkra hvali Það er makalaust merkilegt að fylgjast með deilu þeirri sem í dag- legu tali er nefnd hvalveiðideilan. Eins og allir vita gengur deflan fyrst og fremst út á það að menn hafa ekki getað komið sér saman um hverjir eigi að ákveða fyrir okkur hvort við veiðum hvah inn- an okkar eigin fiskveiðilögsögu og þá hve marga og ef við veiðum þá hvort við þurfum leyfi frá Ameríku tfl þess aö selja af þeim kjötið. Maður gæti jafnvel ætlað að það sé einhvers konar lögmál að alhr hvahr, sem eru í útrýmingarhættu (sjötíu talsins), flykkist að strönd- um landsins tfl þess eins að verða útrýmt og lenda að lokum í maga vina okkar, Japana. Nema náttúr- lega að við verðum hlýðin og góð og geram eins og stóri bróðir í Ameríku vih og hendum kjötinu eins og þeir gera við smáhvahna 20.000 sem þeir veiða. Æth þetta væri ekki í lagi ef viö bara veiddum hvahna í net, svo sem eins og óvart, og hentum þeim svo úr þvi þeir era hvort sem er dauðir? Þegar stóri bróðir í Ameríku reynir svo af góðmennsku sinni einni saman aö nota Japani til þess að bregða fyrir okkur fæti I við- skiptum rjúka jafnvel ráðherrar upp og brúka sig, eins og þetta káfi eitthvað upp á þá og það núna þeg- ar enn ætti að vera langt tfl kosn- inga. Og svona rétt eins og tfl að bíta höfuðið af skömminni neita þeir jafnvel að mæta í kaffi hjá vemdurunum. (Kannski þeim hafi verið sagt að það yrði ekkert brennivín með.) Viðskiptahagsmunir Þeir sem vita betur en við, þetta venjulega fólk, fræða okkur gjarn- an um það geigvænlega tap sem við gætum orðið fyrir ef við ekki hætt- um að veiða þessar djúpvitru skepnur. Freshwater, Seawater, eða hvað þau annars heita, stórfyr- Kja]]aiiim Guömundur Axelsson framhaldsskólakennari irtækin í Ameríku, eiga stórtap á hættu ef við mökkum ekki rétt. Við eigum áreiðanlega enn eftir að komast að því hvað við höfum gott af þessum fyrirtækjum, annað en að kalla þau íslensk á hátíðis- og tyllidögum. Sumt fólk hefur það jafnvel fyrir satt að þau annars ágætu fyrirtæki í Ameríku, sem við gjama viljum eigna okkur, séu, eins og sagt er, „almost as Americ- an as apple pie“. Sumar flla þenkj- andi sáhr ganga jafnvel svo langt að halda því fram að fyrirtækin hafi hugsanlega tafið eða komið í veg fyrir sókn okkar á aðra mark- aöi og þar með gert okkur háðari einu markaðssvæði en eðhlegt er. Hvers vegna hvalafriðun? Það era gefnar á því ýmsar skýr- ingar hvers vegna sumt fólk vfll ekki að við veiðum fáeina hvah, aðrar en að það þurfi að koma í veg fyrir útrýmingu. Tfl dæmis vfll fólk alls ekki drepa, hvað þá éta, sálufé- laga sína. Ekki get ég heldur „Ætli þetta væri ekki í lagi ef við bara veiddum hvalina í net, svo sem eins og óvart“, segir m.a. í greininni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.