Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. Fréttir_____________________________________________________ Kröfumar í Tívollið nema 150 milljónmn króna: . Ekkert fæst upp í 130 milljóna kröfur AUs bárust 130 kröfur í þrotabú Skemmtigarðsins h/f, eða Tivolí í Hvergerði, samtals rúmlega 150 milljónir króna. Bústjórinn, William Th. Möller, segir ljóst vera að ekkert komi upp i almennar kröfur, sem eru 130 milljónir, og þess vegna komi þær ekki til álita á skiptafundi. Það bend- ir því allt til þess að eigendur þeirra 130 milljóna, sem teljast almennar kröfur, tapi öllum sínum kröfum. Aöeins átta kröfur, að undanskild- um vinnulaunum, eru samþykktar í þrotabúið. Þá ber að geta þess að ekki er tekið tillit til langflestra krafnanna þar sem sýnt er að ekkert fæst upp í þær. Hæstu kröfuna, sem bústjóri tók ekki tillit til, átti Ólafur Ragnarsson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Tívolísins, eða rúmar 35 miljónir króna. Ólafur Ragnarsson á aðra kröfu, tæpar þijár milljónir, sem ekki verður tekið tillit til. Alls voru 36 kröfur vegna vinnu- launa. Fjórum þeirra var hafnað en hinar samþykktar að fullu eða að hluta. Tollstjórinn í Reykjavík er stærsti kröfuhafi, að undanskildum stjórn- arformanninum, Ólafi Ragnarssyni, með kröfur fyrir rúmar tuttugu og tvær milljónir. Ein krafa tollstjóra var samþykkt og hljóðaði hún upp á rúmar fimm milljónir. Veð haföi ver- ið gert fyrir þeirri kröfu í klessubíl- um. Sjö veðkröfur og tvö fjárnám eru á byggingunni Grænumörk lc í Hvera- gerði. Skuld á fyrsta veðrétti á Helgi Þór Jónsson hótelhaldari, þrjár og hálfa milljón. -sme Mannbjörg er Sigurvon strandaði í morgun Sigurvon ST 54 frá Hólmavík strandaði í svokallaðri Viðlagavík, rétt sunnan við innsiglinguna í Vest- mannaeyjum snemma í morgun. Hjálparsveit skáta og björgunar- sveitin voru kallaðar út um hálfsjö- leytið þegar tilkynning barst um strandið. Tókst að bjarga fjögurra manna áhöfn um borð í lóðsbátinn sem gat komist að skut Sigurvonar þar sem hún ruggaði í stórgrýttri fjörunni. Hafði Sigurvon veriö á leið til hafn- ar þegar hún strandaði en ágætis veður var á þessum slóðum snemma í morgun. Sigurvon er 62 tonna eikarbátur smíðaður 1957. Við mannbjörgina heyrðu menn bresti og þykir ólíklegt að reynt verði að bjarga bátnum. Um klukkustund eftir strahdið var hann farinn að ganga í suðaustanátt og var töluverð hreyfing á Sigurvon í fjör- unni þar sem menn telja að hún endi feril sinn. -hlh Bráðabirgðalögin: Falla Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar eru nú til umfjöllunar hjá fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar og hef- ur formaður nefndarinnar, Eiður Guðnason, sagt að hann búist ekki við að nefndin ljúki umfjöllun sinni fyrr en í desember. Þaö kemur fram í máh stjórnarandstæðinga að þeir telja að það takist jafnvel ekki að ljúka umfjöllun Alþingis um málin fyrr en eftir að ýmis ákvæði þeirra falla úr gildi 1. mars. Lögin eiga aö geta farið mun hraðar í gegnum neðri deOd en þar eð óvíst er hvenær þing kemur saman eftir jól er ekki hægt að segja hvenær þaö kemst til þau á nefndar þar. Aö sögn fulltrúa Kvennalistans í nefndinni, Danfríðar Skarphéðins- dóttur, er fyllsta ástæða til aö hafa áhyggjur af því að ekki takist að ljúka meðferö laganna áður en ýmis ákvæði þeírra faila úr gildi. Þá sagði hún að brýnt væri aö afgreiða lög um Atvinnutryggingarsjóð því hann væri nú farinn að dæla út fjármagni. Halldór Blöndal sagði að það þyrfti að kalla marga aðila fyrir nefndina og því væri mikið staif framundan. Hann sagði að það flýtti ekki fyrir að meirihluti nefndarmanna yrði er- lendis í næstu viku. Hann sagðist tíma? hafa miklar áhyggjur af því að At- vinnutryggingarsjóður hefði ráðstaf- að öllu sínu fé áður en lög um hann hefðu verið rædd á Alþingi. Albert Guðmundsson sagði að þessi meðferð á bráðabirgðalögunum sýndi aö sfjórnin treysti sér ekki til þess að taka þessi mál til meðferðar. Þetta sjónarspil væri hluti af þeim blekkingarleik sem væri í gangi því stjórnin hefði einfaldlega ekki meiri- hluta til að koma lögunum í gegn. Því væri ætlunin að láta Alþingi ekki taka afstöðu til þeirra á meðan þau væru í gildi. -SMJ Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar fjallar nú um bráðabirgðalögin. Næsti fundur er á morgun en síðan er ekki búist við að fundarfært verði vegna utanlandsferða nefndarmanna fyrr en 23. nóvember. DV-mynd KAE Ásgeir Hannes Eiríksson: Kaninn greiði um 15 milljarða „Ég tel að þegar stjómvöld hafi brugðist viö að sjá fólki landsins farborða verði það sjálft aö rísa upp og bjarga sér,“ sagði Ásgeir Hannes Eiríksson, varaþingmað- ur Borgaraflokksins, en athygli vakti á Alþingi þegar hann sagði úr ræðustóli að taka ætti gjald af hernum. Þetta kom fram í umræðu um endurskoöun á vamarsamningnum en borgara- flokksmenn hafa flutt tillögu þar um. Fáir tóku undir mál Ásgeirs og töluðu meðal annars samflokks- menn hans gegn hugmyndinni. Ásgeir sagði að hann væri liklega einn um þessa skoðun á Alþingi. Hann segist hafa reiknað út að þaö fari vel á þvi aö Bandarikja- menn taki yfir erlendar skuldir landsraanna sem Ásgeir sagðist telja vera um 150 rnilljarða króna nú. „Ég sió nú bara á gamlar töl- ur frá Joseph Luns, fyrrverandi framkvæmdastjóra Nato, sem taldi að þaö kostaöi Bandaríkja- menn 40 milljarða dollara að koma upp flugraóðurskipum sem kæmu í staðinn fyrir stöðina hér. Það var 1978. Þessi upphæð er lík- lega orðin 50 milljarðar nú. Ef tekin em um 10% af því þá er um að ræða 230 milljarða í íslenskum krónum talið og ef dregið er frá þvi byggingar varnarliðsins þá kemur út tala nálægt erlendum skuidum okkar." Ásgeir sagði að til að halda efnahagslegu sjálfstæði okkar yrðum við að vefja aronskuna því aðrir valkostir fælu aðeins í sér inngöngu í Efnahagsbandalagið eða innlimun í Bandaríkin. -SMJ Fangar á Iitla-Hrauni: Vilja Jónu burt Fangar á Litla-Hrauni haía sent frá sér ályktun þar sem þeir skora á „fyrrverandi fram- kvæmdastjóm, félagsformann og framkvæmdastjóra félagssam- takanna Verndar að fara að lög- um samtakanna og eðlilegum leikreglum lýðræðisins; aö víkja fyrir nýrri framkvæmdastjóm." Þessi ályktun var samþykkt á trúnaöarráösfundi fanganna sem haldinn var í gær. Þar kom fram aö fangamir era mjög óhressir með þróun mála undanfarið og segjast þeir óttast aö fá ekki að dveljast í húsinu á Laugateigi, -SMJ Viðtalid dv Er að koma mér fyrir Nafn: Lllja Mósesdóttir. Aldur: 26 ára. Staða: Hagtræðingur hjá Alþýðusambandi íslands. „Ég er búin að vera búsett svo viða undanfarin ár að eitthvert eitt áhugamál hefúr ekki náð að taka hug minn allan. Þau hafa breyst eftir svæðum og aðstæð- um. Ég var með dellu fyrir matar- gerð í Þýskalandi en hún datt upp fyrir þegar ég deildi eidhúsi með 20 öðrum stúdentum í Englandi. Þá varð maður bókstaflega aö eida ofan á matarleifúra hinna og gafst ég fljótt upp á því. Nú er ég nýkomin heim og er upptekin af því að koma mér fyrir. Þessir flutningar hafa þó haft þau já- kvæðu áhrif að áhugi á feröalög- um er mikill. Þannig hef ég séð það mesta af Bandaríkjunum og Evrópu," segir Lilja Mósesdóttir sem nýverið var ráðin sem hag- fræöingur þjá ASÍ. Grundfirðingur Lilja er Grundfirðingur, dóttir hjónanna Móses Guðmundsson- ar og Dóru Haraldsdóttur sem búa þar í dag. Lilja er elst fiög- urra systra - þeirra Hildar, Astu og Daggar. Lilja er einhleyp og barnlaus. Hagfræði og þýska Lilja útskrifaðist frá grunn- skóla Eyrarsveitar 1977 og fór síð- an í Verslunarskólann. Þaöan lauk hún stúdentsprófi 1981. í janúar 1981 var hún komin vestur til lowa í Bandaríkjunum til að nema hagfræði og þýsku við há- skólann þar. Hún útskrifaöist með BA-gráöu þaðan i desember 1984. Liija sneri ekki heim að þessu loknu heldur iá leiðin til Þýskalands þar sem hún nam meiri þýsku. Loks fór hún heim en dvaldi ekki nema í ár þar sem hún kenndi við Verslunarskól- ann veturinn 1985-6. Þá fór hún enn á ný til Þýskalands þar sem hún tók uppeidis- og kennslu- fræði á einu ári. Veturinn 1987-8 vann hún að meistaraprófi í hag- fræði viö háskólann í Sussex í Englandi. í september síðastliðn- um kom Lilja loks heim og réöst eins og áður sagði til Alþýöusam- bandsins. Langartil Japan „Þegar ég má vera aö því les ég bókmemitir, aöallega þýskar. Lestur hefur auk sundiðkana fylgt mér sem tómstundaiðkun hvar á landi sem er. Annars er ég löt í íþróttum og hef varla haft tíma tii að hefia neina íþróttaiðk- un þar sem ég er svo nýkomin heim. Það er helst að mig langi að bregða undir mig betri fætin- um og fara í ferð til Japans en þar á ég vinkonu.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.