Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 40
 p p i" -|- yy gfc -|- | Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. Innheimta sveitarfélaga: Akureyri á 43 milljónir inni Ljóst er aö í kjölfar hins nýja staö- greiðslukerfis á sköttum hefur of mikið verið greitt til minni sveitarfé- laga og þurfa sum þeirra að endur- greiða nokkrar upphæðir. Það er 101 milljón sem hefur verið ofgreidd á þennan hátt og hefur ísaflörður feng- ið mest í sinn hlut eða 16 milljónum of mikið. Stykkishólmur hefur fengið 5 milljónum of mikið, Hólmavík 3 og Seltjarnarnes 2,5 milljónum. Aðrir hafa fengið minna. Þessi sveitarfélög munu ekki endurgreiða þetta með beinum hætti heldur verður þeirra hlutur í skiptingunni út árið minnk- aður þar til leiðréttingu er lokið. Um mun hærri upphæðir er að ræða hjá þeim sveitarfélögum sem hafa fengið of lítið í sinn hlut og má nokkuð af því ráða launaskriöið í þjóðfélaginu. Akureyri á 43 milljónir inni, Reykjavík 40 milljónir, Hafnar- fjörður 30, Vestmannaeyjar 12, Kefla- vík og Sauðárkrókur 11, Selfoss 8,4, Dalvík 6,8 og kannski vekur mesta athygli að Þorlákshöfn á inni 4,6 milljónir sem bendir til töluverðs launaskriðs þar. -SMJ ' Selja ólöglegt hreindýrakjöt? Svo virðist sem nú sé mikið fram- boð af hreindýrakjöti í verslunum og á veitingastöðum í Reykjavík, þrátt fyrir að veiðikvótinn hafi verið skorinn niður um nær helming í ár, eða úr 600 dýrum í 330. Þá gengu veiðar óvenju illa í haust, vegna þoku á veiðitímanum, svo ekki veiddust nema 213 dýr af 330. „Okkur hefur aðeins tekist að selja eitt dýr af sex sem við máttum veiða,“ sagði Þóra Bjarkadóttir á Neskaupstað við DV. „Þegar við fór- ^.um að bjóða kjötið til sölu í verslun- um og á veitingastöðum eins og venj- an er, fengum við þau svör að þeir væru búnir aö kaupa nóg af kjöti og þyrftu ekki meir. Við seljum kílóið á 1200 krónur, en þeir verslunar- og veitingamenn sem við ræddum við kváðust hafa birgt sig upp fyrir tals- vert lægra verð, eða 900-1000 krónur kílóið." -JSS Bílstjórarnir aðstoða SSÐM ^senDiBíLnsTöÐin LOKI Hvað skyldi Steingrímur gera við óþekku framsóknarbörnin? Slagurinn um Keflavíkurtogarana: Leitað eftir samvinnu íslenskra aðalverktaka - þessu mali er ekki lokið, segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson for- sætisráöherra staðfesti í samtali við DV að Eldeyjarmenn, sem og hann sjálfur og þingmenn Reykja- neskjördæmis væru að leita eftir þvi við íslenska aöalverktaka að þeir aðstoði Suðumesjamenn við að halda Keflavíkurtogurunum í heimabyggð. Er þá verið að tala um að þeir gerist annaöhvort hluthafar i Hraðfrystihúsi Keflavikur eða liðki fyrir lánveitingu til þeirra. Fordæmi er fyrir því að íslenskir aðalverktakar gerist hluthafar í fyrirtæki utan Kefiavíkurflugvaii- ar, þar sem var Sjóefnavinnslan á Reykjanesi. Jón Baldvin Hannibaisson utan- ríkisráðherra er að aðstoða Suður- nesjamenn í þessu máli og átti hann fund með þeim í gær vegna þess og annar fundur er fyrir- hugaður í dag. „Ég hygg aö það sé einsdæmi að stjórn Byggðastofnunar hafni beiðni sitjandi forsætisráðherra um að fresta afgreiöslu máls ogþað er ótrúlegt að slíkt skuli gerast,“ sagöi Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra i samtali við D V. Steingrímur sagði þessu máli ekki lokið. Þetta væri svo alvarlegt mál fyrir Suðuraesjamenn að óþol- andi væri að þeir skyldu ekki fá tækifæri til að ná saman peningum til að halda togurunum. „Gengur ekki iengur“ „Maður hlýtur að spyrja í hvers þágu Byggöastofnun sé? Það er ef til vill rétt sem haldið hefur verið fram aö hún vilji ekkert fyrir Suð- urnesin gera. Þar fyrir utan tel ég það alvarlegt mál að auka kvótann jafnt og þétt á smáfiskasvæðunum fyrir norðan og koma þannig í veg fyrir að þorskstofninn nái að vaxa. Loks má benda á að það gengur ekki lengur að Suðumesjamenn missi meiri fiskkvóta, en þeir hafa misst 11 til 12 þúsund tonn á 4 árum og eru nú aö missa á milli 4 og 5 þúsund tonn meö þessum togur- um,“ sagði Steingrímur. Karl Steinar Guðnason alþingis- maður sagðist vart hafa trúað sín- um eigin eyrum þegar hann heyrði um afgreiöslu stjórnar Byggða- stofnuna á málinu, sera hann kall- aði fáheyrða aðför að hagsmunum Reyknesinga alira. „Þetta verður ekki liðið og við látum þetta ekki yfir okkur ganga. Við munum halda kvótanum í heimabyggö, hvemig svo sem við förum að því,“ sagði Karl. Hann sagði það lýsa best þekk- ingarleysi stjómarmanna Byggöa- stofhunar þegar Stefan Valgeirsson segði að bæjarstjórn Keflavíkur hefði ekkert fyrir Hraðfrystihúsiö gert. Það væru ekki liðin 2 ár síðan bærinn gerðist þar hluthafi og lagöi fram 20 milljónir króna. Þá er þess loks að geta að sfjórn Eldeyjar hefur ritað Guðjóni B. Ólafssyni bréf vegna þessa máls. Sambandið er sem kunnugt er að hróka langt í málinu, en það er eig- andi meirihluta bæði í Hraðfrysti- húsi Keflavíkur og fyrirtækisins á Sauðárkróki sem ætlar að kaupa togarana. I dag munu þingmenn Reykja- neskjördæmis koma saman til fundar vegna þessa máls að frum- kvæöi Matthíasar Á. Mathiesen. Þar verður skoðað hvað þingmenn- irnirgetigerttilað togaramir verði áfram syðra. -S.dór Á myndinni er verið að leggja þökur á Litla sviðið i Þjóðleikhúsinu vegna sýninga á leikriti Árna Ibsen, Skjald- bakan kemst þangað lika. Verkið er sýnt í uppfærslu Leikfélags Akureyrar og er fyrsta sýningin í kvöld. DV-mynd: Brynjar Gauti Veðrið á morgun: Frost áNorður-og Austurlandi Fremur hæg norðaustanátt, viða él eða slydduél norðan- og austanlands. Urkomulaust verð- ur í öðmm landshlutum. Hitinn á morgun verður á bihnu 2-3 stig. Sj óvá-Almennar: Hluthafafundir í desember Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá hf., segir að enn líði nokkrar vikur þangað til að það hggi fyrir endan- lega hvort af sameiningu Sjóvá hf. og Almennra trygginga hf. verði. „Hluthafafundir beggja félaga eiga síðasta orðið i málinu. Og ég reikna ekki með að hægt sé að halda þá fyrr en í desember. Það er ekki nóg aö stjórnir félaganna samþykki samein- inguna," segir Einar. Einar sagði að hann hefði haldið fund með starfsmönnum Sjóvá eftir frétt DV í gær og skýrt þeim frá við- ræðunum og hvernig málið stæði. Að sögn Einars starfa tryggingafé- lögin eftir tvennum lögum, vátrygg- ingalögum og hlutafélagalögum, sem aftur þýði aö tryggingaeftirlitið og hluthafafundir félaganna þurfi að samþykkja sameiningu félaganna ef af henni verður. „Ég vil taka það fram að viðræður Sjóvá og Almennra trygginga um sameiningu eru ekki tilkomnar vegna þess að fyrirtækin eigi í erfið- leikum, heldur til að ná fram hag- ræðingu. Félögin eru svipuö að upp- byggingu og ættu aö smella vel sam- an.“ -JGH Tíð innbrot í tívolíið Að minnsta kosti þrisvar sinnum hefur verið brotist inn í tívolíið í Hveragerði undanfarna daga. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur ekkert verið eyðilagt en tölu- vert rótað í hlutum þar inni, ekki hafi miklu verðmæti verið stolið en einhverju af sælgæti og gosi. Grunur leikur á að unghngar hafi verið að verki í öll skiptin. Hafa verið brotnar rúður til að komast inn. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.