Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. 29 . dv______________________________________________________________________________________LífsstOI Skrapmíðar: Þeir fiska sem róa Fastur liður hjá mjög mörgum ís- lendingum er að kaupa sér skrap- miða. Þótt það sé oftast ekki beint ákveðið með fyrirvara lætur fólk verða af því að kaupa sér miða um leið og þaö fer að kaupa í matinn, út í sjoppu o.s.frv. Yfirleitt er ekki farin sérferð eftir skrapmiðum en sölu- staðimir, a.m.k. í þéttbýli, eru svo margir að sífellt er verið að minna okkur á tilvist miðanna. Skýringin á þessum vinsældum miðanna er sjálfsagt sú að spilafíkn- inni og spenningnum er svalað svo til samstundis. Það kemur strax í ljós hvort maður vinnur eða ekki. Nú segir fullorðna fólkið ekki lengur við börnin: „Við skulum bíða þangað til tíunda þegar dregið verður í happ- drættinu.“ Nú segja bömin hins veg- ar: „Mamma, átt’ekki fimmtíukall?" Ungir sem aldnir DV fór nýlega í Kringluna og tók púlsinn á „skraphreifum" íslending- um. Við htum inn í Happahúsið sem er við einn innganginn - þar sem eflaust flestir fara um. Umferðin við þetta htla sölugat, þar sem fólk á öll- xun aldri kemur og reynir að freista gæfunnar, var stanslaus. Svo virðist sem fólk komi helst við þarna þegar það er búið að versla - kemur með innkaupavagninn, leggur frá sér pinkla og pakka og „fær sér einn“ eða fleiri. Sumir létu fimmtíukah duga. Aðrir keyptu fleiri miða, t.d. keyptu tveir tíu stykki fyrir fimm hundruð krón- ur. Annar þeirra skrifaði meira að segja ávísun fyrir upphæðinni. Þetta er nokkuð alvarlegt mál. Þama var fólk á öhum aldri. For- eldrar komu meö böm og leyfðu þeim að skrapa, unglingsstúlkur komu við og lögðu eitthvað af sínum takmörkuðu vasapeningum í miða og gamla fólkið lét sig ekki vanta. Marta Hauksdóttir var að skrapa lukkutríómiða við innkaupavagn- Magni Sigurðsson hjálpar dóttur sinni, Steinunni, að skrapa. Frænka þeirr- ar stuttu vann nýlega hálfa milljón svo það er til mikils að vinna. DV-myndir KAE „Ég verð nú hérna í allan dag með þessu áframhaldi. Ég vinn bara kók- flöskur aftur og aftur. Þá er nú betra að fá sér bara annan miða og skipta á sléttu," sagði Marta Hauksdóttir þar sem hún stóð við innkaupavagn- inn sinn. Þótt vasapeningarnir dugi ekki fyrir geislaspilara má reyna að vinna eitt- hvað á eina af fimm tegundum skrapmiða. Þetta eru Guðrún Linda, Anna Karen og Gunnhildur, 14 ára. Við Happahúsið var stöðug umferð. Sumir keyptu bara fyrir fimmtiu- eða hundraðkail, aðrir borguðu með ávísun og fengu bunka. inn. „Nú fæ ég kók einu sinni enn, æth ég verði ekki héma í ahan dag,“ sagði hún. Marta sagði að hún væri ekkert spennt fyrir kókvinningunum sem sífeht komu upp á miðunum sem hún keypti. „Ég vh miklu frekar bara fá mér annan miða, það kemur út á eitt. Annars vann vinkona mín upp- þvottavél á svona miða svo það er th einhvers að vinna. Nei! nú kemur upp möguleiki á Stöð 2,“ sagði Marta og tók th við að merkja miðann sem sendur er th Eiríks Fjalars sem dreg- ur út vinning fyrir þá sem höfðu fengið þennan möguleika á miðann sinn. Sandra litla fékklOþúsund kr. Nú komum við auga á htla stúlku sem skrapaði ákaft af happaþrennu- miöa með mynt í hendinni. Þetta var Sandra htla Matthíasdóttir. Hún hélt miðanum upp að vegg og hafði auð- sjáanlega gert þetta áður. Sandra var í fylgd með afa sínum og ömmu sem sögðu að sú stutta hefði eitt sinn unnið 10 þúsund krónur á happa- þrennumiða og ekki nóg með það - systir hennar hafði fengið fimmtíu þúsund. Það er því th mikhs að vinna. Magni Sigurðsson var líka aö kaupa miða með htlu dóttur sinni, Steinunni. Lánið hafði ekki leikið við þau en mágkona Magna hafði nýlega dottið í „pottinn” og fengið hálfa mihjón. Ef smávinningar koma upp kaupir fólk yfirleitt miða aftur fyrir and- virðið. 50 til 500 hundruð króna vinn- ingar eru greiddir út á sölustað. Þá er reynt að halda spennunni áfram. Á sölustöðum skapast oft skemmti- leg andrúmsloft. Fólk fylgist hvað ^ með öðru. Sumir kaupa miða og skrapa í „leyni“ - öðrum er sama hvort aðrir fylgjast með. Á þekktum vinnustað í borginni kemur starfsfólk alltaf saman í síð- degiskaffinu á föstudögum og byijar að skrapa. Þá fer einn og kaupir heht búnt af miðum og svo er byijað - sameiginlegir miðar, sameiginleg spenna, gleði og vonbrigði. En allir eru að freista gæfunnar. Þeir fiska sem róa. I sveitinni Eldra fólk, bæði hér á landi og er- lendis, er ákaflega gjamt á að takai þátt í margs konar meinlausum sph- um. Þetta fólk hefur betri tíma en aðrir og fær að vissu leyti lífsfyllingu við aö taka þátt í einhveiju sem er spennandi. En hvemig skyldi skrapmiðafyrir- komulagið vera th sveita? Ekki er hægt að kaupa miða úti í fjósi. Einn viðmælenda DV „úr sveitinni" segist ahtaf kaupa miða þegar hún er á ferðinni (í kaupstað). „Ég held nú að flestir á bæjunum í kring fái sér miða þegar svo ber undir. Þetta kemur staðinn fyrir happdrættismiða sem ' maður veit oft ekkert um eftir aö búið er að borga þá. Og meö þessu er staðfest strax hvort maður vinnur eða ekki - maður tekur út gamanið eða skúfíelsið strax. Auk þess er fólk oft með þessum miðakaupum að styrkja björgunarsveitina í sínu byggðarlagi. Þaö má líka segja að verið sé að athuga hvort hægt sé að vinna fría verslunarferð með skrap- miða.“ -ÓTT Sandra hafði nýlega unnið tiu þús- und krónur. Hún er ekki há í loftinu en alvön að skrapa með mynt. Tíðarandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.