Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. 9 Bush vann yfirburðasigur George Bush fagnar sigri í gær. Símamynd Reuter Steinunn Böðvaisdóttir, DV, Washington; George Bush, forsetaframbjóðandi repúblikana, mun taka við embætti forseta Bandarikjanna í janúar^-á næsta ári. Hann vann yfirgnæfandi sigur yfir andstæðingi sínum, Mic- hael Dukakis, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Heildartölur Uggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag. En þegar búið var að telja 85 prósent atkvæða haíði Bush 8 prósent forskot, 54 prósent gegn 46 prósentum. Hann hafði þá hlotið 355 atkvæði kjörmanna en Dukakis 102. Bush hélt forskoti frá þvi að fyrstu tölur bárust. Þegar búið var að telja 9 prósent atkvæða hafði hann 16 pró- sent forskot, 58 prósent gegn 42 pró- sent. En Dukakis hjó á þetta forskot hægt en örugglega og hafði minnkað muninn niður í 8 prósent þegar tæp- lega helmingur atkvæða hafði verið talinn, 54 prósent gegn 46 prósentum. Sigur Bush hvað várðar atkvæði kjörmanna var yfirgnæfandi. Snemma í morgun höfðu tölur borist frá 42 af 50 fylkjum landsins auk höfuðborgarinnar. Bush vann sigur í suður- og miðvesturríkjunum eins og búist hafði verið við. Hann sigraði einnig í nokkrum fylkjum austur- strandarinnar en Dukakis vann bæði í New York og Washington DC. íbúar Texasfylkis og Flórída, sem bæði hafa á að skipa yfir 20 atkvæð- um, kusu Bush sem og íbúar Penn- sylvaniu og Michigan. Þessi fylki voru talin Dukakis nauðsynleg til sigurs. í Ohio, þar sem Dukakis barð- ist hetjulegri baráttu og var talinn eiga góða möguleika, tapaði hann. í Kalifomíufylki liggja tölur ekki fyrir en Bush leiðir í fylkinu með 12 pró- sent forskot. Snemma kvölds í gær var ljóst að Bush hafði sigrað. Þegar fyrstu tölur fóru að berast var ljóst að Dukakis hafði tapað í suðurríkjunum. Niður- stöður frá miðvesturríkjunum styrktu enn stöðu Bush og þegar ljóst var að hann hafði sigrað í stærstu fylkjunum, Texas, Flórída, Ohio og Michigan, var hann kominn með yfirgnæfandi forskot. Fréttaskýrendur lýstu yfir sigri Bush áður en öllum kjörstöðiun hafði verið lokað. Vegna tímamis- munarins milli austur- og vestur- strandarinnar voru íbúar Kalifomíu enn að gera upp hug sinn þegar sjón- varpsstöðvar á austurströndinni lýstu því yfir að Bush hefði þegar tryggt sér þau 270 atkvæði sem þarf til sigurs. Bush tók forskotið í þessum kosn- ingum snemma. Hann hafði rúmlega 100 atkvæða mun strax fyrstu stund- imar eftir að kjörstöðum á austur- ströndinni var lokað og jók þann mun hægt og sígandi. Klukkan tíu í gærkvöldi að staðartíma í New York var hann búinn að tryggja sér rúm- lega 270 atkvæði en Dukakis um 100. Klukkustundu síðar lýsti Dukakis sig sigraðan ög um miðnætti fagnaði Bush niöurstöðunum með stuðn- ingsmönnum sínum í Texas og tók formlega við úrskurði Bandaríkja- manna: Hann hafði sigrað. Bush er fyrsti varaforsetinn í Bandaríkjunum í meira en öld sem nær kjöri í forsetaembættið áður en kjörtímabili hans sem varaforseta lýkur. Hann færði Repúblikana- flokknum yfirráö yfir Hvíta húsinu þriðja kjörtímabiliö í röð en það hef- ur ekki gerst í 40 ár að öðmm hvor- mn flokknum takist það. Bush mun ljúka kjörtímabili sínu í janúar á næsta ári og taka við stjómartaum- unum af Ronald Reagan forseta þann 20. janúar 1989. Reagan forseti hringdi í gærkvöldi til Bush og Quayle skömmu eftir að Kjörstöðum var lokað á vestur- ströndinni og óskaði þeim báðum til hamingju. Fatlaðir efndu til mótmæla fyrir utan kjörstað í Denver í gær. Með því að hindra aðgöngu kjósenda að kjörstað vildu þeir vekja athygli á málefnum fatlaðra. Simamynd Reuter Þakkaði Reagan stuðninginn Michael Dukakis ásamt konu sinni, Kitty, er hann játaði sig sigraðan i gærkvöldi. Simamynd Reuter Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington: George Bush, hinn nýkjömi forseti Banglaríkjanna, lýsti formlega yfir sigri í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum í gærkvöldi. í ræðu sinni þakkaði Bush Ronald Reagan, sem lætur nú af embætti forseta eftir átta ára setu, fyrir hinn mikla stuðning sem forsetinn veitti honum í þessari löngu kosningabar- áttu. Bush var fagnað vel og lengi og var hvað eftir annað truílaður af fagnað- arlátum áheyrenda. Þúsundir stuðn- ingsmanna hins nýkjöma forseta söfnuðust saman í Houston í Texas til að hlýða á ræðu hans. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út þegar Bush skýrði frá því aö andstæðingur hans, Michael Dukakis, heíði hringt til sín og óskað sér til hamingju með sigur- inn. Hann sagði að viðræður þeirra Dukakis hefðu verið vinsamlegar og persónulegar, í sönnum anda banda- rískra stjómmála. Bush notaði einnig tækifærið og þakkaði starfsliði sínu fyrir vel unn- in störf og glæsilegan sigur. Hann þakkaði einnig varaforsetaefni sínu, Dan Quayle, fyrir framlag hans í kosningabaráttunni. Hann kvaðst hreykinn af hinum nýkjöma vara- forseta en Quayle hefur mátt þola mikla gagnrýni fjölmiðla síðastliðna þrjá mánuði. I ræðu sinni í gærkvöldi lofaði Bush Bandaríkjamönnum bjartri framtíð, styrkri stöðu Bandaríkj- anna á alþjóðagrundvelli sem og heima fyrir. Hann kvaðst myndu verða forseti aUra Bandaríkja- manna, þeirra sem studdu hann í þessum kosningum sem og þeirra er gáfu Dukakis atkvæði sitt. Hann kvaðst myndu reyna að vera verðug- ur þess trausts sem stuðningsmenn hefðu sýnt honum og ávinna sér traust allra Bandaríkjamanna. Michael Dukakis, frambjóðandi demókrata, lýsti sig sigraðan um ell- efuleytið að staðartíma í gærkvöldi. Hann ávarpaöi stuðningsmenn sína í Boston í Massachusettsfylki þar sem hann hefur starfað sem fylkis- stjóri. Hann óskaði Bush gæfu og gengis í embætti forseta í ræðu sinni og lýsti yfir fullu trausti á hinum nýKjöma forseta. Hann sagði að framundan væru erfiðir timar í bandarísku þjóð- lífi og hvatti alla til að starfa sameig- inlega með hinum nýkjörna forseta. Bush mun sveija embættiseið sem 41.forseti Bandaríkjanna þann 20.janúar næstkomandi. Útlönd Demókratar auka þing- meirihluta Þrátt fyrir góðan sigur George Bush í forsetakosningunum í gær virðist sem demókratar ætli að auka við meirihluta sinn í öld- ungadeild BandaríKjaþings og einnig halda þeir öruggum meiri- hluta sínum í fulltrúadeildinni. Þetta veikir stöðu hins ný- kjöma forseta og er staða Bush nú ekki sambærileg við þá óska- stöðu sem Reagan var í þegar hann tók fyrst við embætti 1980. Þá hafði Reagan með sér meiri- hluta í öldungadeildinni. Þetta þýðir að Bush þarf að byggja mjög á samningum og málamiðlunum við þingið. Fyrir kosningamar höfðu demókratar 54-46 meirihluta í öldungadeildinni. í morgim benti allt til þess að demókratar myndu bæta við sig tveimur sætum þar. í fulltrúadeildinni hafa demó- kratar haft meirihluta frá árinu 1955. Fyrir kosningar var staðan 255-177 demókrötum í hag og er búist við að hlutfallið í fulltrúa- deildinni verði að mestu óbreytt. Meðal þeirra sem stóðu í kosn- ingabaráttu vegna þingsins var Edward Kennedy, öldungadeild- arþingmaður frá Massachusetts. Hann vann fyrirhafnarlítinn sig- ur á keppinaut sínum. Reuter tannlæknis Nýkjörinn varaforseti Banda- ríkjanna, Dan Quayle, átti í gær augljóslega von á því að þurfa aö brosa mikið í gærkvöldi. Snemma í gærdag fór Quayle til tannlækn- is tíl að láta hreinsa í sér tennum- ar. Nýi varaforsetinn sagði við fréttamenn í Huntington í Indi- ana aö hann léti alltaf hreinsa í sér tennurnar á kjördag. „Það var annaðhvort að fara til tannlæknis eða halda blaðamannafund,“ sagði hann á eftir. Ef það er haft í huga hve mikil vandræði Quayle hefur haft af fréttamönnum þá var það sárs- aukaminna fyrir hann að fara til tannlæknis. Reuter Sigri Bush fagnað Bæði í Vestur- og Austur-Evr- ópu virtist vera ánægja með nið- urstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Hans-Dietrich Genscher, utan- rikisráðherra Vestur-Þýska- lands, fagnaöi úrshtunum og sagði að þau væra jákvæð. Genscher sagöist eiga von á að kjör Bush heföi góð áhrif á sam- skipti Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu. í Sovétríkjunum virtust menn vera ánægðir með kjör Bush. Talsmaöur stjómarinnar þar sagði að Gorbatsjov yrði tilbúinn til fundar við Bush mjög fljótlega. Sá fundur yröi þá kynningar- fundur til undirbúnings fyrir frekari viðræður leiötoganna. Daniel Ortega, forseti Nic- aragua, sendi í morgun George Bush, nýkjömum forseta Banda- ríkjanna, boð um að koma til al- þjóðlegra viðræöna um frið í Mið-Ameríku. Ortega sagöi nauðsynlegt að binda enda á stríðið gegn Nic- aragua. í morgun fógnuðu egypsk stjórnvöld sigri Bush. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.