Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. 35 Afrnæli Baldur Bjarnason Baldur Bjarnason, oddviti og fyrrv. b. í Vigur við Ísaíjarðardjúp, er sjö- tugur í dag. Baldur fæddist í Vigur og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann tók gagnfræðapróf frá MA 1937 og stundaði kennslu á árunum 1944-1949. Baldur kvæntist 14. júlí 1951 Sigríði Salvarsdóttur, f. 17. maí 1925. Foreldrar hennar voru Salvar Ólafsson, hreppstjóri í Reykjarfirði við Djúp, og kona hans, Ragnheiður Hákonardóttir frá Reykhólum. Böm Baldurs og Sigríðar eru Björg, f. 10. 'september 1952, skólastjóri á ísafirði, gift Jónasi Eyjólfssyni, yfir- lögregluþjóni á ísafirði, en þau eiga þijá syni; Ragnheiður, f. 11. júlí 1954, gift Óskari Óskarssyni, afgreiðslu- manni í Rvík, en þau eiga þijú böm; Bjami, f. 14. febrúar 1957, sjómaður í Hafnarfiröi, sambýhskona hans er Amdís Bernharðsdóttir; Salvar Ól- afur, f. 5. september 1960, b. í Vigur, kvæntur Hugrúnu Magnúsdóttur frá Kvígindisfelli í Tálknafirði, en þau eiga þrjá syni, og Bjöm, f. 2. júlí 1966, b. í Vigur, ókvæntur. Son- ur Sigríðar fyrir hjónaband er Haf- steinn Hafliðason, f. 25. febrúar 1946, garðyrkjumaður í Rvík, kvæntur Iðunni Oskarsdóttur, systur Óskars hér að framan. Baldur og Sigríður tóku við búi í Vigur 1953 ásamt Birni, bróður Baldurs, en foreldrar Baldurs höfðu þá búið í Vigur í þijá- tíu og fimm ár. Baldur, Sigríður og Bjöm bjuggu í Vigur til 1985 er syn- ir Baldurs og Sigríöar, Salvar og Bjöm, tóku við búi. Baldur hefur setið í hreppsnefnd Ögurhrepps frá 1955, verið oddviti frá 1962 og setið í sýslunefnd frá 1966. Systkini Baldurs eru Sigurður, f. 18. desember 1915, fyrrv. alþingis- maður, ritstjóri ogsendiherra, kvæntur Ólöfu Pálsdóttur mynd- höggvara en þau eiga tvö böm; Bjöm, f. 31. desember 1916, fyrrv. b. í Vigur, ókvæntur og barnlaus; Þor- björg, f. 16. október 1922, fyrrv. skólastjóri Húsmæðraskólans á Isafirði, var gift Brynjólfi Samúels- syni byggingameistara, en þau eiga einn son; Þómnn, f. 14. júlí 1925, kennari og ekkja eftir Láms Áma- son, málarameistara frá Akranesi, en þau eiga einn son; og Sigurlaug, f. 4. júh 1926, fyrrv. alþingismaður, kennari, gift Þorsteini Thorarensen rithöfundi en þau eiga þrj ú börn. Foreldrar Baldurs vom Bjarni Sigurðsson, b. og hreppstjóri í Vig- ur, og kona hans, Björg Bjömsdótt- ir. Föðurbróðir Baldurs var Sigurð- ur, faöir listmálaranna Sigurðar og Hrólfs, Amórs sýsluskrifara, Stef- áns lögfræðings, Árna, prests á Blönduósi, og Snorra skógfræðings. Bjami var sonur Sigurðar, prests og alþingismanns í Vigur, bróður Stefáns skólameistara, fööur Valtýs ritstjóra. Sigurður var sonur Stef- áns, b. á Heiði í Göngusköröum, Stefánssonar og konu hans, Guð- rúnar Sigurðardóttur, skálds á Heiði, Guðmundssonar. Móðir Bjama var Þómnn, systir Ólafs, afa Ólafs Bjarnasonar pró- fessors. Annar bróðir Þórunnar var Brynjólfur, langafi Þorsteins Gunn- arssonar arkitekts. Þómnn var dótt- ir Bjama, b. og dbrm á Kjaransstöð- um á Akranesi, bróður Guðbrandar, afa Sigurðar Helgasonar borgar- dómara, langafa Brynjólfs Helga- sonar, aðstoðarbankastjóra Lands- bankans, og yfirlæknanna Ásgeirs Ellertssonar og Helga Guðbergsson- ar. Annar bróðir Bjarna var Magn- ús, langafi Gerðar kennara og Sig- urðar prófessors Steinþórssonar. Bjarni var sonur Brynjólfs, b. á Ytra-Hólmi, Teitssonar, vefara í Rvík, Sveinssonar, föður Arndísar, langömmu Finnboga, fööur Vigdís- ar forseta. Móöir Þórunnar var Helga Ólafsdóttir Stephensen, b. og stúdents í Galtarholti, Björnssonar Stephensens, dómsmálaritara á Esjubergi, Ólafssonar, stiftamt- manns í Viðey, Stefánssonar, ætt- föður Sephensensættarinnar. Móðir Þómnnar var Anna, systir Baldur Bjarnason Þórunnar, langömmu Jónasar, föð- ur Jónasar Rafnar fyrrv. banka- stjóra. Anna var dóttir Stefáns Sche- vings, umboðsmanns á Leirá, og konu hans, Helgu Jónsdóttur, prests á Staðastað, Magnússonar, bróður Skúlafógeta. Meðal móöursystkina Baldurs var Haraldur leikari, faðir Stefáns yfir- læknis. Björg var dóttir Bjöms, b. og dbrm. á Veðramóti, Jónssonar og konu hans Þorbjargar, systur Sigurðar, prests í Vigur. Aslaug Magnúsdóttir ÁslaugMagnúsdóttir, Kópavogs- braut 1A, Kópayogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Áslaug er fædd í Rvík og bjó þar til 1967 er hún og fjölskylda hennar fluttust í Kópa- vog. Hún vann við verslunarstörf í Rvík 1925-1940 og að matseld á Kópavogshæli 1972-1984. Áslaug giftist í apríl 1937 Guðmundi Frið- finnssyni, f. 23. ágúst 1910, d. 12. apríl 1971, pípulagningameistara. Foreldrar hans voru Friðfinnur Þórðarson, b. á Kjaransstöðum í Dýrafirði, og kona hans, Jóhanna Jónsdóttir. Sonur Ásíaugar og Guð- mundar er Magnús, f. 9. desember 1937, blómaskreytingamaður og nuddari í Kópavogi. Sambýhskona hans er Kristín Jóhannesdóttir læknaritari og sonur þeirra er Guð- mundur Ás, f. 20. júní 1988. Systkini Áslaugar em Ólafur, f. júní 1910, d. 1963, verkamaður í Rvík, Ingibjörg, f. 16. september 1911, gift Valdimar Hannessyni, málarameistara í Rvík, og Sigrún, f. 28. janúar 1917, gift Henrik Bemburg, glerskurðar- manniíRvík. Foreldrar Áslaugar vom Magnús Hróbjartsson, trésmiður í Rvík, og kona hans, Sigurdís Ólafsdóttir, sem vann lengst við gæslu á leikvöhum borgarinnar. Magnús lést i spænsku veikinni 1918 og ólst Áslaug upp hjá fósturforeldmm sínum, Davíð Ól- afssyni, bakarameistara í Rvík, og konu hans, Guðbjörgu Ingvarsdótt- ur. Föðursystkini Áslaugar voru Margrét, amma Jóns Dalbú Hró- bjartssonar, prests í Rvík; Ólafur, faðir Ingibjargar, konu Jóns Thor- oddsen, prests í Rvík; Jórunn Ey- fjörð, ammaHjaltaGuðmundssonar dómkirkjuprests; Ástríður, móðir Unnar Haraldsdóttur, konu Sigur- bjamar í Vísi; Einar, póstmaður í Rvík, og Margrét yngri, í Keflavík. Magnús var sonur Hróbjarts, b. á Húsum í Holtum, bróður Sigurðar, afa Rúriks Haraldssonar leikara. Hróbjartur var sonur Ólafs, b. í Gaularáshjáleigu í Landeyjum, Sig- urðssonar, b. í Hahgeirsey, Jónsson- ar, bróður Guðrúnar, móður Tóm- asar Sæmundssonar Fjölnismanns. Sigurður var sonur Jóns, b. í Hall- geirsey, Ólafssonar. Móöir Jóns var Guðfinna Magnúsdóttir, prests á Breiðabólstaö í Fljótshhð, Jónsson- ar, og konu hans, Ragnhildar Hah- dórsdóttur, systur Daða sem segir frá í Skálholti Kambans. Móöir Magnúsar var Ingibjörg Magnús- dóttir, b. á Snjahsteinshöfða á Landi, Jónssonar. Móðursystkini Áslaugar voru Þorsteinn, b. á Akranesi, afi Braga Hannessonar, bankastjóra Iðnaöar- bankans; Sigurjón, skipstjóri í Rvík; Sigurður, hárskeri í Rvík, afi Kol- beins Pálssonar, formanns Körfu- . knattleikssambands íslands, Hann- esar Hafstein sendiherra og Sigurð- ar Hafstein framkvæmdastjóra; Ás- geir; Þorsteinn, stýrimaöur í Rvík; Loftur, stýrimaður í Rvík; Júlíus, vélstjóri í Rvík, og Þórdís. Sigurdís var dóttir Ólafs, b. og smiðs í Leirár- görðum í Leirársveit, Jónssonar, b. á Vestri Leirárgörðum, Hahdórs- sonar. Móðir Ólafs var Sigrún Ólafs- dóttir, b. á Þyrh á Hvalfjarðar- strönd, Þorsteinssonar, ogkonu hans, Margrétar Gunnlaugsdóttur. Móðir Sigurdísar var Ásgerður Sigurðardóttir, b. í Stóru-Fellsöxl, Ásgrímssonar, b. á Englandi, hluga- sonar. Móðir Sigurðar var Þorgerð- ur Ásgeirsdóttir, b. í Þorlákshöfn, Jónssonar. Móðir Ásgerðar var Þór- dís, systir Brynjólfs, langafa Valdi- mars leikfimkennara og Þorvarðar, framkvæmdastjóra Krabbameins- félagsins, Ömóhssona. Þórdís var dóttir Odds, b. á Reykjum í Lundar- reykjadal, Jónssonar, b. á Stóra- Aslaug Magnúsdóttir botni, íslehssonar. Móðir Odds var Guðrún Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Systir Guðrúnar var Salvör, amma Tómasar Fjölnis- manns. Móðir Þórdísar var Krist- rún, systir Sigríðar, ömmu Jóhann- esar Zoega, fyrrv. hitaveitustjóra í Rvík. Kristrún var dóttir Davíðs lög- réttumanns á Fitjum, Björnssonar, lögmanns á Innrahólmi, Markús- sonar. Áslaug tekur á móti gestum laug- ardaginn 12. nóvember i veitingasal þjónustuíbúða aldraöra á Kópa- vogsbraut1A. Ólafur J. Ólafsson Ólafur J. Ólafsson, lögghtur endur- skoðandi, th heimhis að Dalbraut 20 í Reykjavík, er sjötíu og fimm ára ídag. Ólafur fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp th sautján ára aldurs er hann fór th mennta í Reykjavík. Hann vann svo fyrir sér á Siglufiröi og hentist þar í nokkur ár en flutti th Reykjavíkur 1942 og hefur búið þarsíðan. Ólafur brautskráðist frá VÍ1934 og er lögghtur endurskoðandi frá 1956 aö loknu námskeiði og prófi. Hann stundaði verslunar- og skrif- stofustörfá Siglufirði 1934-41 og rak þar umboðs- og hehdverslun 1941-42. Hann var aðalbókari viö heildverslun í Reykjavík 1942-47, starfaði á endurskoðunarskrifstofu N. Manscher & Co í Reykjavík frá 1947-55 og hefur rekið eigin endur- skoðunarskrifstofu í Reykjavík frá 1955. Ólafur er einn stofnenda og var í fyrstu stjórn Leikfélags Siglufjarðar 1936 en hann lék nokkur hlutverk með félaginu. Þá var Ólafur í Karla- kórnum Vísi á Siglufirði og í stjórn hans um skeið. Hann var einnig einn af stofnendum Verslunar- mannafélags Siglufiarðar 1937. Ólafur kvæntist 16.7.1938 Stef- aníu, f. 22.12.1912, dóttur Páls, b. á Ölduhrygg í Svarfaðardal, Hjartar- sonar og konu hans, Fhippíu Þor- steinsdóttur. Dóttir Ólafs og Stefaníu er Anna Margrét, f. 7.11.1941, hehsugæslu- hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð, gift Rune Nordh tæknifræðingi. Ólafur átti þijú systkini og eru tvö þeirra á lífi. Systkini hans: Höskuld- ur, aðalbókari Landsbankans, f. 6.6. 1908, en hann er látinn; Valgarð, fyrrv. framkvæmdastjóri SIF, f. 24.9. 1919, og Lára, húsmóðir í Hafnar- firði. Foreldrar Ólafs voru Jón A. Ólafs- son, verslunarstjóri á Patreksfirði og síðar fiölritari í Reykjavík, og kona hans, Anna, dóttir Erlends, verslunarstjóra á Sauðárkróki, Pálssonar og konu hans, Guðbjarg- ar Stefánsdóttur úr Kelduhverfi. Bróðir Jóns var Pétur Andreas, kaupmaður og stórútgerðarmaður á Patreksfirði og víðar og forstjóri Síldareinkasölu íslands. Annar bróðir Jóns var Ragnar, kaupmaður á Akureyri, faðir Ólafs Ragnars, kaupmanns á Siglufirði, föður Gunnars Ragnars, forstjóra ÚA. Ragnar var einnig faöir Kjartans sendiráðunautar, föður Áslaugar Ragnars rithöfundar, og faðir Guð- rúnar, móður Sunnu Borg leikkonu. Jón var sonur Ólafs „verts“, gest- gjafa á Akureyri, Jónssonar, b. á Helgavatni í Vatnsdal, Ólafssonar. Systir Ólafs „verts“ var Ragnheiö- ur, móðir Ólafs Friðrikssonar, rit- stjóra og verkalýðsleiðtoga. Móðir Jóns var Valgerður Narfa- dóttir, systir Valentínusar, langafa Erlu, móður Þórunnar Valdimars- dóttur sagnfræðings. Móðir Olafs „verts“ var Guðrún Jónsdóttir, sýslumanns á Eskifirði, Johnsen, bróöur Þóru, móður Ás- mundar Guðmundssonar biskups. Ólafur J. Ólafsson Jón var sonur Ásmundar, prófasts í Odda, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Þorgrímsdóttur, systur Gríms Thomsen. Móðir Guðrúnar var Kristrún Hallgrímsdóttir, pró- fasts á Hólum, Jónssonar, prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar, forföð- ur Reykjahlíðarættarinnar. Ólafur tekur á móti gestum á af- mæhsdaginn í Oddfellowhúsinu á mihi klukkan 17.00 og 20.00. Til hamingju með daginn 85 ára Ólöf Kristjánsdóttir, Barða- strönd 7, Selfiarnamesi, er átta- tíu og fimm ára í dag. 75 ára Sigurrós Sigurðardóttir, Mela- braut 7, Seltjamarnesi, er sjötíu og fimm ára í dag. Garðar Lárus Jónasson, Spít- alastíg 4, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Ingvi Guðmundsson, Álftamýri 40, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Jóhann Adolf Oddgeirsson, Haf- bliki, Grýtubakkahreppi, Suöur- Þingeyjarssýslu, er sjötíu og fimm ára I dag. 70 ára Guðlaug Stefónsdóttir, Búðar- gerði 3, Reykjavík, er sjöhtg í dag. Hulda Jóhannsdóttir, Öldugötu 10, Hafnarfiröi, er sjötug í dag. 60 ára Unnur Marteinsdóttir, Nes- bakka 15, Neskaupstað, er sextug í dag. Kristín Gunnlaugsdóttir, Skeiö- arvogi 119, Reykjavík, er sextug í dag. 50 ára Sighvatur Eiriksson, Miöengi 13, Selfossi, er fimratugur í dag. Aðalheiður Guðbjömsdóttir, Barðavogi 38, Reykjavik, er fimmtug í dag. 40 ára Björk Kristjánsdóttir, Brekk- utúni 6, Kópavogi, er fertug í dag. Graham Antony Johnson, Geröavegi 21, Gerðahreppi, Guh- bringusýslu, er fertugur í dag. Elisabet ögmundsdóttir, Grundarstig 6, Sauðárkróki, er fertug í dag. Margrét Bogadóttir, Fjaröarási 12, Reykjavik, er fertug í dag. Sigiu-ður Guðmundsson, Ála- kvísl 90, Reykjavík, er fertugur í dag. Hafsteinn Halldórsson, Hjalla- braut 66, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Stefán Jóhannsson, Ægisíðu34, Reykjavík, er fertugur í dag. f' "

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.