Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. 5 Fréttir Sagan af fjölskyldunni sem borin var út - hvað verður um húsnæðislausa í Reykjavik? „Það á að bera okkur út,“ kallar konan án þess að víkja úr dyragættinni. DV-mynd Brynjar Gauti Það er rétt fyrir hádegi og heimil- isfaðirínn situr við eldhúsborðið og drekkur kaffi. Dyrabjallan hringir en hann hreyfir sig ekki. Dyrabjallan hringir aftur pg konan kemur úr svefnherberginu. Á leið- inni til dyra klæðir hún sig í nátt- sloppinn. Maðurinn heyrir að konan á orðaskipti við tvo menn. Hann þekkir málróm annars þeirra. Það er lögfræðingurinn sem var á nauðungaruppboðinu, hinn hljóm- ar líka eins og embættismaður. „Það á að bera okkur út,“ kallar konan hásri röddu. Það hlaut að koma að þessu, hugsar maðurinn upphátt og lýkur við kaffið. Hann gengur fram í forstofu þar sem konan stendur í dyragættinni eins og til að vama mönnunum tveim inngöngu. „Okkur er sagt að fara út strax,“ segir konan og er æst, „þeir eru með menn til að bera okkur út,“ heldur hún áfram. Mað- urinn stingur hausnum út um dyragættina og sér flutningabíl á bfiastæðinu. Við mennina tvo segir hann: „Gefið okkur séns að pakka saman, við fórum.“ Krakkamir eru í skólanum og þegar þeir koma heim eftir hádegi er fjölskyldan á götunni. Ódýrustu íbúðirnar í Reykjavík búa tæplega fjörutíu einstaklingar og fjölskyldur í verkamannabústöðum sem eru þegar seldir ofan af þeim. íbúðirnar voru seldar á nauðungamppboði vegna vanskila eigenda. Fólkið þráast við að yfirgefa húsnæðið þótt íbúðunum hafi verið úthlutað á ný. „Það hefur enn ekki komið tfi þess að við bókstaflega bemm fólk út. Þegar við mætum á staðinn með fógeta og flutningamenn fer fólkið sjálfvfijugt," segir maður sem starfar á vegum verkamannabú- staða. Páll R. Magnússon, formað- ur stjórnar Verkamannabústaða, segir að allar líkur séu á að tvær tfi þrjá fjölskyldur verði að bera út með valdi, fólkið sýnir ekki á sér fararsnið með góðu. Það fólk, sem missir verka- mannabústaði, á í fá hús að venda. Verkamannabústöðum er úthlutað til fólks sem er með lægstu tekjurn- ar og ekki er hægt að búast við að fá hagstæðari íbúð en verka- mannabústað. Ef fólk missir það húsnæði á það verulega erfitt. Óheppni, óreiða og óheiðarleiki Hvers vegna missir fólk íbúð í verkamannabústað sem kostar í kringum tíu þúsund krónur á mán- uði að halda? Það er lægri upphæð en maður borgar fyrir nokkra leiguíbúð á frjálsum markaði. „Stjórn Verkamannabústaða krefst aldrei nauðungarsölu á íbúð- um. Öll uppboðin eru komin til vegna þess að aðrir lánardrottnar krefjast þess,“ segir Páll R. Magn- ússpn. „Ég vil skipta vanskilafólkinu í þrjá hópa,“ segir starfsmaður Verkamannabústaða, „í fyrsta lagi greindarlaust undirmálsfólk sem kann ekki fótum sínum forráð; í öðru lagi fólk sem lendir í peninga- vandræðum vegna eymdar og bjargleysis; í þriðja lagi eru það hreinir skúrkar sem notfæra sér velferðarkerfið út í ystu æsar og eru tilbúnir að bijóta alla samn- inga geti þeir hagnast á því. Það er erfiðast að eiga við þá síðast- töldu.“ Páll vill bæta fjórða hópnum við og segir sumt fólk missa íbúðina Fréttaljós Páll Vilhjálmsson sína vegna þess að það skrifar upp á víxil fyrir einhvern annan sem ekki borgar lánið og víxillinn fellur á ábyrgðarmann. „Það er sárast að horfa upp á það þegar gengið er að heimili fólks fyrir það eitt aö það skrifar upp á víxil. Stundum er það einhver úr fjölskyldunni sem seldi víxilinn og málið verður mjög per- sónulegt," segir Páll. Enn fremur segist Páll vita tfi að fólk hafi tapað íbúð sinni þegar það hafi ráðist í atvinnurekstur eins og á myndbandaleigu og sölutumi. Reksturinn hafi endað í gjaldþroti og íbúðarmissi. íbúðirtapast vegna smáskulda Það eru nokkur dæmi þess að eigendur verkamannabústaða missi íbúðir sínar fyrir skuld sem hleypur á bfiinu 40-60 þúsund krónur. Veðbókarvottorð gefa upp- lýsingar um þær kröfur sem leiöa til nauðungaruppboðs. Á einu veð- bókarvottorði kemur fram að mað- ur missti heimili sitt á nauðungar- uppboði vegna þess að hann skuld- aði húsgagnaverslun 20 þúsund krónur, bókaklúbbi 15' þúsund krónur og heimilistækjaverslun 15 þúsund krónur. Samtals eru þetta 50 þúsund krónur. „Þessi maður hefði getað samið um greiðslu á þessari smáskuld en hafði annaðhvort ekki rænu á því eða hann hreinlega vildi það ekki,“ segir lögfræðingur sem þekkir vel til þessara mála. Þegar fólk kaupir vörur með af- borgunum og borgar ekki víxla á gjalddaga geta fyrirtæki fengið dómsúrskurð sem leyfir að eigur þessa fólks verið seldar á nauðung- aruppboði. Oft á fólk ekki annað en íbúðina sína og því fer hún á uppboð. Stjórn Verkamannabústaöa á forkaupsrétt á íbúðum í verka- mannabústaðakerfinu. Þennan forkaupsrétt nýtir stjórnin sér nær undantekningarlaust. Fyrstu veð- réttina á Byggingasjóður verka- manna sem lánar til íbúðarkaupa. Þegar Byggingasjóður hefur fengiö sitt af uppboðssölunni er vanalega lítið sem stendur eftir til að borga öðrum kröfuhöfum. í verkamannabústöðum er ein- göngu um að ræða söluíbúðir og óheimilt er að leigja þær. Stjórn Verkamannabústaða lætur gera nauðungarseldu íbúðina upp og úthlutar henni til nýrra eigenda. Yfir fimm hundruð umsóknir bíða afgreiðslu. En hvaö verður um fyrra heimil- isfólk? Beðið á hótelherbergi Þegar annað þrýtur leita húsnæðis- lausir til borgarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á sæti í félags- málaráði og hún segir aö þess séu dæmi aö húsnæðislaust fólk bíði á hótelherbergi á meðan Félagsmála- stofnun aðstoði það við að leita aö framtíðarhúsnæði. Ingibjörg segir að yfirvöld verði alltaf að aðstoða ákveðinn hóp fólks sem standi vegalaust. Hún staðfestir að fólk missi húsnæði sitt í verkamannabústöðum ýmist vegna bjargleysis, fjármálaóreiðu eða að það hreinlega hafi ekki • stjórn á sínum málum. Borgin er með 600 íbúðir sem leigðar eru til fólks sem ekki á í annað hús að venda. Það er mikil aðsókn í þessar íbúðir og komast færri að en vfija. Birgir Ottósson, húsnæðisfulltrúi borgarinnar, segir að leiga fyrir þriggja herbergja íbúð á vegum borgarinnar sé um 12.500 krónur á mánuði með hita. Þetta er álíka upphæð og aíborgun af verka- mannabústaö. Munurinn er sá að lánardrottnar geta ekki gengið að leiguíbúðum fólks, aðeins eignar- íbúðum. Einstæð móðir tapar húsnæði vegna svika Einstæð móðir, rúmlega tvítug, var húsnæðislaus í Reykjavík. Henni bauðst þokkaleg íbúð í vest- urbænum. Til þess að fá íbúðina varð móðirin að skrifa upp á skuldabréf fyrir þriggja ára leigu- greiðslu. Konan var ekki fyrr búin að fá tilkynningu um fyrstu afborgun á skuldabréfinu frá banka, sem hafði keypt bréfið, en henni var sagt að hún yrði að flytja úr íbúðinni. Ibúð- in er verkamannabústaður en með öllu er óheimilt að leigja út verka- mannabústaði. Lögfræðingur Verkamannabú- staða, Gylfi Thorlacius, segir ein- stæðu móðurina hafa lent í svika- hrappi sem gegndarlaust svíkur þá samninga sem hann gerir. Maður- inn býr sjálfur í verkamannabú- stað sem seldur var ofan af honum á nauðungaruppboði fyrir þrem árum. Hann neitar að flytja úr sinni íbúð og ekki gerir hann upp skuldirnar sem leiddu tfi nauðung- aruppboðs. Þegar þessi maöur fékk fyrir skömmu annan verkamanna- bústað í arf eftir ættingja sagðist hann ætla að gera upp sín fyrri mál með arfinum. Áður en hægt var að ganga frá sölunni á verkamannabústaðnum var maðurinn búinn að leigja ein- stæðu móðurinni íbúðina og hafði látið hana skrifa upp á þriggja ára skuldabréf fyrir leigunni. Skulda- bréfið seldi hann í banka og veit enginn hvað orðið hefur af pening- unum. Eftir situr einstæð móðir sem verður að flytja úr nýfengnu hús- næði og skuldar í ofanálag leigu- greiðslur þrjú ár fram í tímann. -pv 600 íbúðareigendur fá neyðarlán til að bjarga heimilinu Yfir 600 einstaklingar og tjöl- ust í greiðsluþrot vegna aöstæðna skyldur hafa á þessu ári fengið sem ekki varð ráöiö við og fólkinu neyðarlán vegna þess að fólkið átti sjálfu ekki að kenna. á hættu aö missa heimili sín á Húsnæðisstofnun er i ár búin aö nauðungaruppboði. Þetta kemur veita rúmlega þijá milljarða til fram í skýrslu Húsnæðisstofnunar fólks sem var komiö í algjört ríkisins. greiðsluþrot. Þriðjungur þessa fólki var að Þrírafhveijumfjórumþiggjend- glata húsnæði sínu vegna ástæðna um neyðarlána búa á þéttbýlis- á borð við fjármálaóreiðu, óskyn- svæðum á suðvesturhomi lands- samleja fjárfestingu og ofneyslu. ins. Flestir sem fá neyðarlánin, 400 -pv einstaklingar og fjölskyldur, kom-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.