Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 JL^'V Halldór Ásgrímsson um félagshyggjuflokkana á flokksþingi Framsóknarflokksins: Sameiningarhugmyndir tálsýn og dæmdar til að mistakast - kvótaverð hærra en nokkurn óraði fyrir - auðlindaskattur og kvótakerfi óskyldir hlutir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kom víða við í yfirgripsmikilli ræðu sinni við upphaf flokksþings Framsóknar- flokksins í gær. Margt i henni vakti verðskuidaða athygli en líka það sem ekki var sagt. Halldór nefhdi R- listasamstarfið í Reykjavík ekki einu orði í ræðu sinni. Heldur ekki deilumálið við Sjálfstæðisflokkinn um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem ár eldfimt og óleyst mál. Það sem beðið var eftir með hvað mestri eftirvæntingu var hvemig hann myndi afgreiða þá umræðu sem átt hefur sér stað undanfarið um veiðileyfagjaldið, kvótabraskið og stjóm fiskveiða yfir höfuð. Hann sagði að kvótakerfið hefði gerbylt ís- lenskum sjávarútvegi með því að stórauka afköst og framleiðni. En síðan sagði hann: „Engin mannanna verk em þó þannig að ekki megi finna á þeim einhverja galla. Svo er einhig um kvótakerfið." Hann sagði að ríkisvaldið hlyti að áskilja sér rétt til að hafa áhrif á skipan mála og endurmeta stöðuna í ljósi reynslunnar vegna þess að auðlindir hafsins séu sameign þjóð- arinnar. Varðandi framsal afla- heimilda sagði hann að markaðs- verð veiöiheimilda væri allt of hátt. „Þar kann að vera nauðsynlegt að gefa ótvirætt til kynna að handhaf- ar þeirra geti ekki treyst því að fá alla aukningu aflaréttinda í sinn hlut og vel má hugsa sér að ríkis- valdið leigi hluta þeirra á sama markaði og útvegsmenn versla á. I þessu sam- bandi má nefna hluta af þeim heim- ildum sem koma til úthlutunar á norsk- íslenska sildarstofninum, aukna rækju- og loðnuveiði og ef til vill aukinn botnfiskkvóta síðar meir. w 'KNARFLOKKURhVf 11 ^'1996 Þá sagði Halldór að veiðileyfa- gjald væri algerlega óháð því hvort hér væri kvótakerfi eða ekki. Hann sagði að fram hjá þeirri umræðu og undiröldu sem er í þjóðfélaginu í þessum málum yrði ekki litið og því verði að Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðustóll á flokksþlngi á Hótel Sögu f gær. DV-mynd Pjetur Hart deilt á launa- og skattastefnuna á flokksþingi Framsóknarflokksins: Ungt fólk veðjar ekki tvisvar á rangan hest - sagði Guðný Rún Sigurðardóttir sem stal senunni í umræðunum „Við fengum 10 þúsund króna hækkun hjónin til samans út úr síð- ustu kjarasamningum. Strax fóru 4200 krónur í skatta. Síðan hækkuðu leikskólagjöldin um 2000 krónur á bam en við eigum tvö böm. Þá hækkuðu afborganir af námslánum vegna þess að tekjur okkar hækk- uðu. Þar með voram við komin í 1100 krónur í mínus frá því sem var áður en við fengum launahækkun- ina. Það var út frá þessu sem ég lagði í ræðu minni,“ sagði Guðný Rún Sigurðardóttir, fulltrúi af Akra- nesi, á flokksþingi Framsóknar- flokksins, í samtali við DV. Hún hélt afar athyglisverða og rökfasta ræðu um hvemig þeir lægst launuðu hafa verið leiknir, hvemig jaðarskattamir hefðu leik- ið ungt fólk með böm á framfæri. Guðný sagði ungt fólk hvergi sjá Ijósglætu í þeim göngum sem það gengi eftir. Hún endaði ræðu sína á því að skora á þingmenn Fram- sóknarflokksins að snúast til vam- ar fyrir það fólk. Hún sagði það geta komið flokknum illa ef svo yrði ekki. „Þið skuluð ekki gleyma því að ungt fólk veðjar ekki tvisvar á rangan hest,“ voru lokaorðin í þessari mögnuðu ræðu Guðnýjar sem svo sannarlega stal senunni í almennu umræðunum á flokks- þinginu í gær. Hún var spurð hvort þingmenn Framsóknarflokksins hefðu bmgð- ist vonum hennar? „Ég er nú ekki búin að afskrifa þá enn þá. Ég sé í stjómmálaálykt- unum sem liggja fyrir þessu þingi nákvæmlega þá punkta sem ég var að tala um í ræðu minni. Ég vil sjá algera kúvendingu í skattamálum og ég vil sjá lægstu launataxtana hverfa," sagöi Guðný Rún Sigurð- ardóttir. Guðni Ágústsson alþingismaður tók í svipaðan streng og sagði að taka þyrfti á eigna- og tekjuskipt- ingunni í landinu. Fyrirtækin græddu en heimilin blæddu. Bjöm Snæbjömsson, formaður Einingar á Akureyri, sagði að margt í stjómarsáttmálanum væri sér ekki að skapi. Hann fordæmdi lögin um stéttarfélög og vinnudeil- ur frá í vor. Sagði að margir í for- ystusveit verkalýðsfélaga hefðu yf- irgefiö Framsóknarflokkinn vegna þeirra. Flokksþingið heldur áfram í dag og á morgun. -s.dór Skipstjórinn á Skafta víkur úr brúnni: Skipverjar segja réttlætiö hafa sigrað „Niðurstaða í þeim deilum sem hafa verið milli hluta áhafnar og skipstjóra á Skafta er sú að skip- stjóri hættir störfum og teljiun við undirritaðir að þessu máli sé lokið.“ Þannig hljóðar stuttorð yfirlýsing sem Jón E. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skag- firðings, og Ámi Birgir Ragnarsson, formaður sjómannadeildar Verka- lýðsfélagsins Fram, imdirrituðu í gær vegna deilu skipstjórans og Skafta og undirmanna á togaranum. Samkomulag náðist áöur en boðað hafði verið til fundar með öllum sjó- mönnum útgerðarinnar sem vom 1 landi. Eins og DV hefur greint frá gengu níu af fimmtán skipverjum Skafta frá borði þegar skipið átti að fara út á fimmtudag. Þeir sökuðu hann um þjófnað og að hafa hent smáfiski og kröfðust uppsagnar hans. Stuön- ingsyfirlýsingar bámst frá áhöfnum annarra togara útgerðarinnar og stefndi í mikið óefni hjá fyrirtæk- inu. Eftir stíf fundahöld í gærmorg- un náðist samkomulag um að skip- stjóri Skafta hætti. Skipverjarnir halda plássum sínum rnn borð. „Við erum ánægðir með að út- gerðin leysti þetta mál og erum sátt- ir við niðurstööuna. Það þurfti mik- ið til en réttlætið sigraði að lokiun. Einnig þökkum við þann stuðning og samstöðu sem við fengum frá áhöfnum annara togara fyrirtækis- ins,“ sagði Lúðvík S. Friðbergsson, einn skipveija Skafta, við DV. Hamí sagði málinu lokið af þeirra hálfú. Engar kærar yrðu lagðar fram á hendur skipsfjóranum. Jón E. Friðriksson sagði að fáu væri við máliö að bæta en því sem kæmi fram í yfirlýsingunni. Ekki væri búið að ráða nýjan skipstjóra og óákveðið hvenær Skafti færi á sjó. Aðspurður vildi Jón ekkert segja um hvort skipstjórinn færi til annarra starfa hjá fyrirtækinu eða ekki. .bjb mmf*. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja t síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já Nal j 904 rödd INS 1600 Hafa íslenskir raungreinakennarar brugðist? ræða þau opnum huga á flokksþing- inu. Hærri iífeyrisiðgjöld í ræðu sinni nefndi Halldór Ás- grímsson þá hugmynd sína að hækka lífeyrisspamað, það er að hækka iðgjöld til lífeyrissjóða. Hann sagðist telja skynsamlegast að nota hluta af auknum kaupmætti til að hækka lífeyrisspamað til að draga úr þenslu og styrkja um leið lífeyrissjóðina til að greiða hærri lifeyri. Loks er að geta þess að Halldór Ásgrímsson sagði að tilraun félags- hyggjuflokkanna til sameiningar væri dæmd til að mistakast. „Þeir munu aldrei verða nýtt afl í íslenskum stjórnmálum. Það er að- eins ný tálsýn,“ sagði Halldór Ás- grímsson. -S.dór Eggin ódýr sums staðar Vegna mistaka í vinnslu fréttar um eggjaverð sem birtist í blað- inu í gær skal tekið fram að kíló- ið af eggjum kostar 227 kr. í Bón- usi og 249 kr. í KEA-Nettó. KEA, Hrísalundi, býður mn helgina 25% afslátt við kassa, eða kílóið á 273 kr., og Heildsölubakaríið er með kílóið á 250 krónur. Aðrir sem talað var við, Hagkaup, Nóta- tún, Fjarðarkaup o.fl., halda eggjaverðinu enn í 365 kr. -sv stuttar fréttir Herra ísland keppir í Herra ísland, Þór Jósefsson, tekur um næstu helgi þátt í keppninni um titilinn Herra Evrópa 1996 sem fram fer í Stavanger í Noregi. Keppnin veröur sýnd á Eurosport og verðlaun em vegleg. Stóraukinn afli Afli á íslandsmiðum jókst stórlega í október sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Nú veidd- ust 120 þúsund tonn, þar af 47 þúsund tonn af loönu en engin loöna kom á land í október 1995. Rannsóknir í 10 ár Rannsóknaþjónusta Háskóla íslands fagnaði 10 ára aflnæli ?; sínu í gær með því að setja upp sýningu á starfseminni í Tæknigarði. Leiðbeint í landbúnaöi Sverrir Bjartmarz hagfræð- ingur hefúr sett á stofn fyrstu einkareknu leiðbeiningarþjón- ustuna í landbúnaöi. Sverrir | segir þetta lítinn vísi að því sem koma skuli í framtíðinni í | þjónustu við bændur. Vonbrigði kennara í ályktun skólamálaráðs Kennarasambandsins koma j fram vonbrigði með niöurstöð- ur alþjóðlegu TIMSS-skólarann- sóknarinnar. Þær staðfesti þó | að raungreinum sé ekki sinnt sem skyldi í íslensku skólakerfi. Síldveiöar hálfnaöar Alls hafa borist á land 52 þús- und tonn af síld á yfirstandandi vertíð. Eftir er að veiða 61 þús- 1 und tonn af kvótanum þannig að | veiðamir eru bráðum hálfnað- | ar. Síldarvinnslan hefur tekið j viö langmestum afla, eða tæp- lega 10 þúsund tonnum. -bjb wammmmwmmmmmmmmmmmmmmmNH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.