Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 199 49 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn allt árið: Milljónasti gesturinn Hinn nýfæddi kálfur hefur góð áhrif á aðsóknina i Fjöl- skyldu- og húsdýragaröinn. DV-mynd PÖK Eitt af þvi sem hefur aðdráttarafl í Reykjavík er hús- dýragarðurinn í Laugardal og hann hefur ekki einungis aðdráttarafl fyrir borgarbúa. Margir af landsbyggðinni, sem heimsækja höfuðstaðinn, leggja leið sína í húsdýra- garðinn. Þess misskilnings hefur gætt víða að húsdýra- garðurinn sé einungis opinn á sumrin en starfsemi hans stendur yfir allt árið og hann er opinn alla daga vikunn- ar. „Við eigum von á milljónasta gestinum um helgina, það gæti orðið á sunnudaginn," segir Stefanía Stefáns- dóttir, kynningarfulltrúi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. „Aðsóknin hjá okkur hefur verið framar vonum, við erum komin með rúmlega 187 þúsund gesti það sem af er árinu og við erum farin að finna fyrir því að gestir vita að hér er opið yfir veturinn. Hinn heppni gestur og fjölskylda hans fá gjafakörfur með íslenskum landbúnaðarafurðum frá Osta- og smjör- sölunni, Mjólkursamsölunni í Reykjavík og Sláturfélagi Suðurlands. Þau fá einnig árskort í garðinn og Ferða- þjónusta bænda býður þeim bændagistingu næsta sum- ar. Dýrahirðar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins bjóða síð- an milljónasta gestinum og fjölskyldu hans að taka ein- hvem daginn þátt í umhirðu og fóðrun dýranna," segir Stefanía. Um helgar í vetur er börnum boðið á hestbak frá kl. 13-15. Sunnudaginn 24. nóvember verður sögustund kl. 11 og kl. 15 skemmta vinir garðsins, Trjálfur og Mimmli. „Aðsóknin er góð þessa dagana vegna þess að við höf- um hér nýfæddan kálf. í sumar var það selur sem jók mjög aðsóknina en nú er það kálfur," segir Stefanía. -ÍS væntanlegur A gönguskíðum yfir Grænland Á þessu ári áformaði ferða- málaráð Grænlands að keppt yrði í fyrsta sinn í skíðagöngu á vesturhluta Grænlands. Gangan átti að fara fram i aprílmánuði en vegna óvenjulega milds vetr- ar á Grænlandi var keppninni frestað þar til í apríl á næsta ári. Gönguleiðin ætti að vera á færi þeirra sem lagt hcifa á sig að læra á gönguskíði og em í ágætu formi. Vegalengdin sem gengin er er 160 km löng og verður farin á þremur dögum, dögunum 7.-14. apríl. Gist er í sérstökum búðum í tjöldum fyr- ir 2-4 manns en allur farangur skíðamannanna verður fluttur með vélsleðum eða hundasleðum. Gangan fær heitið „Arctic Circle Race“, enda er hún rétt norðan Sisimiut, nálægt mynni fjarðar- ins. Leiðin er afskaplega fógur og ósnortin af mannahöndum og veður á þessum tíma eru yfirleitt með besta móti og sólin ofan sjónbaugs i 18 tíma á dag. Þessi tími árs er yfirleitt með stöðugt veðurfar, sól og 10 stiga frost. Ferðamálayfirvöld áforma að gera þessa göngu að árlegum við- burði, ekkert síðri en Vasagöng- una í Svíþjóð eða Birkibeina- gönguna i Noregi. Þeir sem áhuga hcifa á að fara í þessa göngu ættu að hafa samband við Greenland Tourism a/s, PO Box 1139, Pilestræde 52 DK-1010 Kobenhavn K-Danmark. Skrán- ingarfestur er til 10. febrúar á næsta ári. -ÍS Ferðamálayfirvöld óforma að gera Arctic Circle Race að árlegum viðburði, ekkert síðri en Vasagönguna í Svíþjóð eða Birkibeina- gönguna í Noregi. heimskautsbaugs. Hún hefst innar- lega i Kangerlussuaq (Syðri-Straum- firði) og áfangastaðurinn er bærinn „í&lendingar eru gáfjaða&ta fjélk í heimi" - þeóó vegna kaupa útlendingar líka afj okkur hugbúnað íilenókt hugvit er orðin verðmœt 690581*111100® úttilutningóvara etttinótt um allan heim. íilemkur iðnaður þolir vel alþjóðlegan iamanburð. Berðu alltat iaman verð og gœði. íilenskur iðnaður á heimsmœlikvarða SAMTÖK IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.