Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 1 stuttar fréttir Engin Dietrich-gata Mikil andstaða er við að nefna götu í Berlín eftir söng- konunni Marlene Dietrich en jarðlestarstöð fær hugsanlega að bera nafn hennar. Norsku skipi vísað frá Chilestjórn hefur meinað norskum risatogara að veiða í landhelgi sinni eftir að um- hverfisverndarsinnar mót- mæltu kröftuglega. Ekki Jackson Afstaða þýskra kvenna er af- dráttarlaus. Ekki ein ein- asta þeirra hefði áhuga á því að ganga með bam poppstjömunnár Michaels Jacksons undir belti, ef eitthvað er að marka nýja skoðanakönn- un þar sem Jacko fékk ekki eitt einasta atkvæði. Sprakk undir þotu British Airways flugfélagið skýrði frá því f gær að tyrk- neskt flugskeyti hefði vegna mistaka sprungið í átta km fjar- lægð frá vél félagsins á flugi yfir Tyrklandi í sumar. Ellefu enn saknað Ellefu manna er enn saknað eftir gassprengingu í skóbúð í San Juan á Puerto Rico og eru litlar líkur taldar á að nokkur sé á lifi. Staðfest hefur verið að 17 fórust. Barist áfram Stjómendur útvarpsstöðvar sem almenningi í Króatíu tókst að koma í veg fyrir að yrði lok- að segja að baráttan fyrir raun- verulegu lýðræði haldi áfram. Umbótasinnar fleiri Umbótasinnar voru i meiri- hluta þegar nýtt þing Rúmeníu kom saman í gær en fyrrum kommúnistar em nú í stjórnar- í andstöðu. Persson stóðst prófið Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, stóðst áhlaup- ið þegar greidd voru atkvæði í gær um vantraust- stillögu vegna stefnu stjómar hans i málefnum Kína og orða sem hann lét falla, sem andstæð- ingar segja að afsaki skoðana- kúgun kínverskra stjórnvalda heima fyrir. Vændiskonur óhressar Vændiskonur í Þýskalandi, 400 þúsund talsins, em óhressar með hvemig þær eru skattpínd- ar og hafa nú hafið baráttu fyr- ir aukinni virðingu stéttarinnar og lögleiðingu. Reuter Dow Jones í Wall Street: Tíu met í nóvember Dow Jones hlutabréfavísitalan í kauphöllinni við Wall Street í New York hefur tíu sinnum slegið sögu- legt met í þessum mánuði. Bjartsýni greip um sig hjá fjárfestum vestra í kjölfar endurkjörs Clintons Banda- rikjaforseta auk þess sem spákaup- mennska hefur verið stunduð grimmt. Tíunda metið var sett sl. miðvikudag en daginn aftur lækk- aði Dow Jones lítillega. Sögulegt met var sömuleiðis sleg- ið í Hong Kong í vikunni en að öðm leyti hafa helstu hlutabréfavísitölur heims ekki breyst mikið síðustu daga. Bensín á heimsmarkaði snar- lækkaði í vikunni á meðan verð á hráolíu sveiflaðist upp og niður. -Reuter Jeltsín fluttur á hressingarhæli ríkisins: Hvattur til að reka starfsmannastjóra Borís Jeltsín Rússlandsforseti var vart búinn að koma sér fyrir á hressingarhæli stjómvalda þangað sem hann fór af sjúkrahúsi í gær þegar neðri deild þingsins, þar sem kommúnistar eru í meirihluta, hvöttu hann til að leysa Anatólí Tsjúbais starfsmannastjóra frá störfum um stundarsakir vegna hneykslismáls. Rússneska sjónvarpið sýndi myndir af Jeltsín í gær og var hann töluvert grennri en fyrir hjartaað- gerðina sem hann gekkst undir á dögunum en miklu skýrmæltari var hann og ákveðnari en áður. Jeltsín fagnaði samkomulaginu sem náðist milli forseta og þings Hvíta-Rússlands fyrir milligöngu rússneskra ■ sáttasemjara og sagði það mikinn sigur að komið hefði verið i veg fyrir pólitískt neyðará- stand i grannríkinu. Sergei Míronov, líflæknir Kreml- arbónda, sagði að Jeltsín gæti nú unnið í allt að sex klukkustundir á dag og að forsetinn ætti að vera bú- inn að ná sér eftir um það bil mán- uð. Neðri deild þingsins samþykkti áskorun til forsetans um að láta Tsjúbaís starfsmannastjóra víkja á meðan fram fari rannsókn á meintu ólöglegu athæfi i tengslum við fjár- mögnun kosningabaráttu forsetans í sumar. Tsjúbaís, sem stjórnarandstæð- ingar fyrirlíta af heilum hug, hefur hins vegar borið af sér allar sakir um að hafa aðhafst eitthvað mis- jafnt. Hann sagði að ásakanirnar væru runnar undan riljum póli- tískra andstæðinga sinna og hann væri reiðubúinn að svara öllum spurningum til að auðvelda sak- sóknurum rannsókn málsins. Reuter SMMHRI Þessa dagana er ekki gott að vera bensínlaus bílstjóri í Frakklandi, eins og sjá má á myndinni. Flutningabíistjórar eiga í kjaradeilu og hafa þeir lokaö vegum, svo og aökomuleiöum aö fjölda bensínstöðva til aö leggja áherslu á kröf- ur SÍnar. Sfmamynd Reuter Tonn af geislavirku efni hvarf frá Arlandaflugvelli Lögregla á alþjóðaflugvellinum Arlanda við Stokkhólm rannsakar nú hvarf á rúmlega einu tonni af beryllíum, geislavirku efni sem not- að er í sprengjuodda á kjamaflaug- um. Áke Granberg, rannsóknarlög- reglumaður á Arlanda, sagði Reuters fréttastofunni að bæði Interpol og sænska öryggislögreglan tækju þátt í rannsókninni á því hvað hafi orðið um beryllíumið. Efnið hvarf úr vörugeymslu á flug- vellinum fyrir tæpu ári. Farið var að leita efnisins eftir ábendingu frá flutningabílstjóra einum. Beryllíumiö kom til Stokk- hólms með skipi frá Tallinn í Eist- landi og var síðan flutt út á flugvöll. „Flutningabílstjóri staðfesti við mig að hann hefði flutt efnið i frakt- geymslu á Arlanda þann 29. desemb- er 1995. Ég trúi sögu hans, hann hef- ur enga ástæðu til að segja ekki satt,“ sagði Granberg. Hann sagði að búa hefði átt um efnið og senda það til kaupanda þess í Bandaríkjunum, fyrirtækis í New Jersey. Lögreglan hefur ekki hugmynd um hvar efnið er nú niðurkomið. „Mjög lítil eftirspum er eftir beryll- íumi í Svíþjóð og mig grunar að það hafi verið flutt til annars lands,“ sagði Granberg. Enginn starfsmaður á flugvellin- um kannast við að hafa séð efnið en leifar af því hafa þó fundist á bretti í vöruskemmunni. Fram kemur í fylgiskjölum að sendingin hafi verið lögleg. Efnið var nógu gott til aö hægt væri að nota það í kjamavopn en önnur not er einnig hægt að hafa af því. Grunur leikur á að efnið sé upprunnið i Rússlandi. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendisl Töluverður upp- gangur í efna- hagslífi Færeyja Edmund Joensen, lög- maður Fær- | eyja, og félag- ar hans geta verið ánægðir með niður- stöður skýrslu sem : nefnd á veg- j um danska forsætisráðuneytis- ins hefur unnið um efnahagslíf 1 eyjanna. í danska blaðinu Jyflands- Posten kemur fram að mikil aukning í þorskveiðum Færey- inga á þessu ári hafi orðið til þess að talsverður uppgangur er nú í efnahagslífinu hjá frænd- 1 um okkar. Launagreiðslur hafa hækkað, atvinnuleysið hefur minnkað og f heita má að fólksflóttinn frá | landinu hafi stöðvast á þessu ári. Þá hefur töluvert verið grynnkað á erlendum skuldum og fjárlög landsstjómarinnar eru að heita má orðin hallalaus. í skýrslunni er það hins veg- ar undirstrikað að Færeyingar eru mjög svo háðir fiskveiðum og að erlendar skuldir séu hlut- I fallslega háar. Af þeim sökum sé efnahagur eyjanna því mjög við- kvæmur. írska löggan vill edrú ökumenn yfir jólin Ölkærir ökumenn verða nú að fara að passa sig. Lögreglan á írlandi ætlar að koma upp 41.000 eftirlitsstöðvum í landinu um jólaleytið til að hræða öku- menn frá því að keyra um götur borga og bæja eftir áfengisþamb á krám og knæpum. „Sá verður að teljast ljón- | heppinn sem kemst í gegnum | þetta eftirlit ef hann ekur og ■ hefur fengið sér neöan í því,“ sagði P.J. Moran, aðstoðarlög- L’ reglustjóri írlands. írska lögreglan hefur ekki áður haft jafn mikinn viðbúnað i til að koma í veg fyrir ölvun- | arakstur um hátiðarnar. Herstjórar ósam- mála um allt er varðar Saír Herstjórar frá Vesturlöndum | og Afríku ræddu saman um I hvemig koma mætti flótta- | mönnum í Saír til aöstoðar en jpeir gátu ekki einu sinni komið i; sér saman um fjölda flóttamann- I anna. Þeir ætla því að þalda í áfram að tala saman. Ekki verður ákveðið hvort | hersveitir verða sendar til að- | stoðar fyrr en búið er aö telja I flóttamennina. Mandela harmar harðlínuafstöðu P.W. Bothas Nelson Mandela, for- seti Suður- I Afriku, sagði í I gær að hann Íharmaði ósveigjanlega afstöðu P.W. Bothas, fyrr- um forseta landsins, og hvatti i hann til að skýra sérstakri rannsóknarnefnd frá glæpum sem framdir voru á stjórnar- tíma hans. Botha bauð formanni rann- I sóknarnefndarinnar, Tutu erki- Ibiskupi, í te og kökur í gær en sagði næsta lítið sem varpað gæti ljósi á glæpi kynþáttaað- skilnaðarstjómarinnar. í yfirlýsingu sem Botha sendi frá sér sagðist hann ekki vera sekur um neitt sem hann þyrfti | að biðjast afsökunar á. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.