Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 28 sérstæð sakamál Þau Fay Gooch, fjörutíu og tveggja ára, og maður hennar, Geoff, sem var tveimur árum eldri, bjuggu í smábænum Shemess í Kent á Englandi. Þau höfðu ákveðið að fara út að skemmta sér með nokkrum vinum að kvöldi laugar- dagsins 4. júlí 1992. En þar sem Fay hafði átt annasaman dag ákvað hún að leggja sig í klukkutíma áður en hún skipti um föt. Eitt barna þeirra Gooch- hjóna, Andy, tutt- ugu og tveggja ára, ætlaði líka út þetta kvöld og Fay var um það hil að sofha þegar hún heyrði hann kalla: „Ég er að fara, mamma! Skemmtið ykkur vel í kvöld.“ Þetta var í síðasta sinn sem hún heyrði rödd hans. „Ég varð áhyggjufull morguninn eftir þegar ég sá að hann hafði ekki sofið í rúminu sínu um nóttina," sagði Fay síðar. „En ég lét mér til hugar koma að hann hefði sofið hjá einhverjum vina sinna.“ Þegar komið var fram á sunnu- dag og Andy hafði hvorki látið sjá sig né til sín heyra varð Fay Gooch alvarlega hrædd. Það var ólíkt hon- um að vera að heiman án þess að segja frá því fyrirfram. Þegar Andy hafði enn ekki skilað sér á mánudagsmorgninum höfðu þau Goeff og Fay samband við lög- regluna. Hún bað um ljósmynd af honum og vissar upplýsingar. Stundaði fíkniefnasölu „Hann var svo góður drengur,“ sagði Fay um son sinn eftir að þau höfðu tilkynnt hvarf hans. „Hann var vin- sæll meðal félaga sinna og varði miklum tima í vélhjólið sitt sem hann fór í langar ferðir á. Hann var heilbrigður ungur maður með heilbrigð áhugamál." En sama dag kom bróðir Andys, Lee, sem var árinu yngri, að máli við for- eldra sína og sagði: „Ég þarf að segja ykkur dálitið. Andy seldi fíkniefni." Foreldrarnir komu af fjöllum. Þeim hafði ekki komið til hugar að sonur þeirra drýgði atvinnuleysis- bætur sínar á þennan hátt. Og nú var þeim ljóst að hans gátu hafa beðið slæm örlög. Daginn eftir fann Fay minnisbók Andys. 1 henni voru mörg nöfn og símanúmer og hún hringdi í hvert á fætur öðru en án árangurs. Loks kom hún að nafni Andrews Firth. Lee hafði sagt henni að Andy hefði margoft nefnt nafn hans við sig og því ákvað hún að hringja ekki til hans heldur fara í heimsókn. „Þegar hann opnaði fyrir mér,“ sagði Fay síðar, „hrópaði ég, reiðilega: „Ég veit að þú ert flæktur í flkni- efhamál. Segðu mér það sem þú veist um son minn eða ég fer beint til lögregl- unnar!““ Hann kemur víst heim um helgina" Andrew Firth hélt ró sinni. Hann sagðist hafa hitt Andy síðdegis daginn sem hann hvarf en þá hefði hann sagst vera á leið til Romney March til að taka þátt í leirdúfna- skotkeppni. „Hann kemur víst heim um helgina," sagði Andrew. Fay og Geoff voru ánægð yfir að hafa fengið einhverja skýr- ingu á hvarfi Andys en eitt fannst þeim þó undarlegt. Hvers vegna hafði hann aldrei sagt þeim frá áhuga sínum á skot- fimi? Aldrei hafði hann leynt þau neinu, nema fíkniefLasölunni, og það var skilj- anlegt. Andy. En það heyrðist ekkert til Andys næstu helgi. Og vikurnar liðu. 7. ágúst var afmælisdagur hans. Þann dag náðu sterkar tilfinningar tök- um á foreldrum hans og systkinum en auk Lees átti hann systumar Karinu, nítján ára, og Sharon, sext- án ára. Allt fram til kvölds höfðu þau auga með hverjum bíl sem ók hjá húsinu í von um að þar færi Andy. En þeim varð ekki að von sinni. Lýst eftir Andy í sjón- varpi Nokkru síðar leituðu Gooch- hjónin til skrifstofu sem sérhæfði sig í leit að týndu fólki. Þar fengu þau gert veggspjald og í september var gert sérstakt átak til þess að finna Andy. Var meðal annars lýst eftir honum í sjónvarpi. Fay spurði Andrew Firth hvort hann vildi fara í viðtal og féllst hann á að láta ræða við sig á heimili sínu. Fékk hann jafnvirði um tíu þúsund króna fyrir það. En allt kom fyrir ekki. Ekkert heyrðist til Andys. Verst virtist hvarf hans bitna á föðurnum, Geoff. Minni hans hrak- aði og stundum gat hann um lítið annað talað en það þegar sonur hans var ungur og þeir áttu góðar stundir saman. Nú liður vikur og mánuðir og það var komið að jólum 1992. For- eldrarnir og systkinin keyptu jóla- gjafir handa Andy í þeirri von að hann kæmi heim fyrir hátíðamar. Og um tíma leit út fyrir að sú von gæti ræst. Kvöld eitt hringdi síminn en ekkert var sagt. Svo var lagt á. Fjölskyldan komst að þeirri niður- stöðu að það hefði verið Andy sem hringdi en hann hefði skort kjark til að segja nokkuð eftir svo langa fjar- veru. Sjálfsvígstilraun Nú leið næstum heilt ár og aft- ur var stutf til jóla. Lee, Sharon, Geoff og Fay reyndi að telja kjark hvert í annað en það var sem Kar- ina hefði misst móðinn. Hún hélt sig mest ein í herbergi sinu og í lok jólahátíðarinnar þetta ár reyndi hún að svipta sig lífi. „í sorg okkar hafði okkur sést yfir hve hart þetta hafði allt bitn- að á Karinu,“ sagði Fay, er tekist hafði að bjarga lífi hennar á síð- ustu stundu eftir að hún hafði tekið mikið af hættulegum pill- um. Áfallið vegna sjálfsvígstilraun- arinnar varð til þess að fjölskyld- an ákvað að gera nýtt átak til þess að komast að því hvað orðið hefði um Andy. Nutu þau stuðnings Andrews Firth sem reyndi mikið til að telja í þau kjark. En árangur varð enginn I þetta sinn, frekar en hin fyrri. Það eina sem gaf þeim von um að Andy myndi skila sér, fyrr eða síðar, voru nokkr- ar símhringingar að kvöldi til en aldrei sagði sá sem hringdi neitt, lagði aðeins á. Líkið finnst Nú var fjölskyldan hætt að kaupa jólgjafir handa Andy en í staöinn vildi hún sýna Andrew Firth þakklæti sitt fyrir stuðning- inn með því að gefa ungum syni hans afmælisgjöf. Föt Andys voru enn óhreyfð í fataskápnum. Fay hélt herbergi hans hreinu og af og til færði hún til húsgögnin. Og eins og í gamni sagði hún eitt sinn við Geoff: „Andy getur alltaf fært þau til aft- ur þegar hann kemur.“ Hún sagði ekki „ef hann kemur" því hún hafði enn ekki fengið sig til að trúa því að hann gæti verið dá- inn. En dag einn í fyrri hluta júlí- mánaðar 1995 brustu vonir fjölskyldunnar. Síminn hringdi. Geoff svaraði og féll saman. Sharon kom að honum grátandi á gólf- inu við hliðina á símanum. Hann tók sig þó taki og fór með henni á vinnu- stað Fay. Hún sá strax á svip hans að eitt- hvað var að. „Fundu þeir Andy?“ spurði hún og það leyndi sér ekki að hún var að spyrja hvort lík hans hefði fundist. Geoff kinkaði kolli. Morðinginn handtekinn Þau hjón héldu heim en þar missti Geoff andann og varð að flytja hann á spítala í skyndi. Hann náði sér þó eftir nokkrar klukkustundir og var sendur heim. En morguninn eftir varð fjöl- skyldan fyrir enn einu áfallinu. Unnusta Lees hringdi til þess að segja að lögreglan hefði handtekið þann sem hún taldi vera morðingjann. Andrew Firth! Fay neitaði að trúa því að svo gæti verið. En eftir nokkra daga lá fyrir á óyggj- andi hátt að hann var sá seki. „Þetta er óskiljanlegt," sagði Fay. „Hann var alltaf svo hjálp- fús og veitti okkur stuðn- ing. Og það nokkrum dög- um eftir að hann myrti son okkar. Mér verður illt að hugsa til þess að við umgengumst hann sem vin og gáf- um drengnum hans bæði afmælis- gjöf og jólagjöf. Hvaða gagn gerir það þótt hann segi lögreglunni nú að hann hafi hvorki getað borið sektina lengur né horft á vanlíðan okkar? Hann lét okkur þjást í þrjú ár.“ Lyktirnar 25. maí í ár kom Andrew Firth fyrir sakadóm í Maidstone. Þar kom fram að hann hafði verið orðinn háður amfetamíni þegar hann framdi morðið og var fíknin orðin honum það dýr að hann gat ekki staðið undir henni. Andy var sá sem seldi honum amfetamínið en þar eð Andrew gat ekki greitt þá skuld sem hann var kominn í við hann hafði Andy sagt að hann myndi ekki láta hann fá meira fyrr en hann hefði staðið i skil- um. Andrew lokkaði hann með sér inn í íbúð nágranna síns og þar sló hann hann til bana með handlóði. Fjölskylda Andys átti erfitt með að skilja dóminn. Andrew var dæmdur fyrir ofbeldi sem leiddi til dauða og fékk sex ára fangels- isdóm. Nágranni hans, Rodney Lexon, fékk tveggja ára dóm fyrir að aðstoða við greftrun líksins. „Hann fékk allt of vægan dóm,“ sagði Fay. Þegar fólk gekk út úr réttar- salnum gerðist atvik sem þeir sem fil sáu eiga vafalaust eftir að minnast lengi. Fay kom auga á móður Andrews. Fyrst leit hún hjá henni en síðan gekk hún til hennar og faðmaði hana að sér. „Við grétum saman,“ sagði Fay síðar. „Hún reyndi að afsaka gjörð sonar síns en í raun vorum við bara tvær mæður sem höfðum misst syni okkar frá okkur. Þó var einn munur á. Þótt hún verði að horfast í augu við það sem son- ur hennar gerði fær hún hann aft- ur eftir nokkur ár. En Andy minn er horfinn fyrir fullt og allt.“ Andrew. Geoff Gooch. Fay Gooch.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.