Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 Framkoma ferðamanna er oft vin- sælt umræðuefni og margir tala með vanþóknun - eða velþóknun - um framkomu ferðamanna. Víða í hinum vestræna heimi er talað um að Þjóðverjar séu óþægilegir í um- gengni og hafi marga ókosti; niskir og duglegir að hamstra við öll tæk- . ifæri. En erfitt er að alhæfa um heiiu þjóðimar í þessum efnum og leiðinda framkoma ferðamanna hlýtur að vera að mestu leyti per- sónubundin. Vel getur verið að ís- lendingar séu almennt illa liðnir ferðamenn 1 útlöndum. Margar sög- ur hafa heyrst um drykkjuskap landans erlendis og mörgum finnst íslendingar vera fram úr hófi dóna- legir eða með ófágaða framkomu. Ferðamenn ættu almennt að vanda framkomu sína á ferðum er- lendis því líta má á hvern ferða- mann sem sendiherra sinnar þjóðar. Slæm hegðun einhvers af ákveðnu þjóðerni er fljót að berast út á milli manna. Þær þjóðir sem hafa á sér gott orð fá frekar góða þjónustu en ! hinar sem eru óvinsælli. Umsögn um feröamenn Breska dagblaðið Sunday Times gefur út ferðakálf einu sinni í viku, líkt og DV, þar sem ýmis ferðatengd málefni eru tekin fyrir. 1 síðasta ferðablaði ST er forvitnileg grein (viðtal) við leiðsögumann í Kenía sem hefur mikla reynslu af ferða- mönnum frá mörgum þjóðum. Greinin ber heitið „Eins og aðrir sjá okkur“ (As others see us). Viðmæl- j/mdinn, Kagia Kairu af kynþætti Masai-manna, er maður sem vinnur við heldur bágbomar aðstæður sem fæstir íslendingar myndu láta bjóða sér. Hann vinnur 70 klst. vinnuviku fyrir um 4.000 króna mánaðarlaun- um og hittir fjölskyldu sína einu sinni á tveggja mánaða fresti. „Launin mín eru viljandi höfð lág vegna þess að treyst er á að ferða- menn gefi þjórfé. Flestir í minni stöðu hafa að meðaltali um 13.000 krónur á mánuði í þjórfé en sú tala er mjög misjöfn eftir því af hvaða þjóðemi ferðalangarnir eru,“ segir Kagia Kairu í viðtalinu. „Bandaríkjamenn eru gjafmild- astir á þjórfé og Bretar eru einnig ágætir. Fullt af fólki hefur hins veg- ar verið með mér í marga daga og Ferðalag til Kenía getur verið mikið ævintýri en ferðamenn verða að gæta þess að koma fram við umhverfi sitt með virðingu, bæði fyrir mönnum og dýrum. Leiðsögumaðurinn Kagia Kairu á minni myndinni. ekki gefið mér eyri að því loknu. Ein ljölskylda gaf mér 25 krónur eft- ir þriggja daga ferð. Sumir ferða- menn draga upp slitna bómullarboli eða hálfónýtar gallabuxur og vilja gefa mér að launum fyrir dygga þjónustu. Þeir skilja ekki að ég hef engan áhuga á þannig gjöfum því ég þarf peninga til að lifa. Frakkar og ítalir eru erfiðustu ferðalangarnir því þeir em svo háv- aðasamir. Flestir sem til Kenía koma vilja skoða villt náttúrulíf og þá er mikilvægt að láta ekki mikið á sér bera. Þess vegna finnst mér und- arlegt þegar hávaðasamir ítalir eða Frakkar kvarta undan því að sjá lít- ið af villtum dýrum. Sumir vilja endilega sjá ljón á ferðinni en vandinn er sá að fæst ljónanna láta á sér kræla fyrr en eft- ir kl. 17.30 á daginn vegna hitans. Ferðamenn sjá ef til vill gíraffa, sebradýr, buffla, fíla og margar aðr- ar tegundir en eru samt óánægðir af því þeir sjá engin ljón - en þau er erfitt að koma auga á eftir að skyggja tekur. Fjöldi ferðamanna þykist vera góðir vinir mínir að loknu ferðalag- inu, segjast ætla að skrifa mér eða senda myndir úr ferðalaginu en sjaldgæft er að þeir standi við lof- orðin," sagði Kaim. Þessi grein er fróðleg og holl lesn- ing. Ferðamenn ættu að spyrja sjálfa sig hvort framkoma þeirra sé eitthvað í líkingu við það sem Kagia Kaim lýsir. Ef svo er, þá er tilefni til þess að vanda betur framkom- una. -ÍS Breytingar hjá Flugleiðum: Stóraukin tíðni áætlunarflugs Flugleiðir eru stórt fyrirtæki sem er mikið notað af ferðamönnum í landinu. Miklar hræringar em nú í gangi hjá flugfélögum heims með auknu frelsi í flugi og Flugleiðir standa á tímamótum og ýmsar að- geröir eru fyrirhugaðar til að tryggja reksturinn. „í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir, blasir við að Flugleiðir standa á krossgötum. Við verðum að velja milli tveggja kosta. Að reksturinn verði á svipuðum nótum og hjá leiguflugfélögum sem hafa ekkert beint samband við viðskiptavini, en em framleiðendur á sætum fyrir ferðaskrifstofur og ferðaheildsala. Hinn kosturinn, sem við höfum valið, er að reyna að skapa i kringum sætisframleiðsluna eitthvað sérstakt sem gerir okkur öðruvísi heldur en það sem er á markaðnum, þurfum að gera aðra þætti framleiðslunnar verðmeiri og eftirsóttari," segir Einar Sigurðs- son, aðstoðarmaður forstjóra Flug- leiða. „Við lítum ekki lengur á Flugleiðir sem flugfélag, heldur fremur sem alhliða ferðaþjónustu- fyrirtæki." Einar segist jafnframt augljóst að ferðalög hafa færst ofar í forgangs- röðina hjá fólki. Fjölskyldur eru til- búnar að spara á flestum sviðum áður en þær spara við sig ferðalögin og aðeins matarkaupin og húsnæðið virðist hafa forgang. „í þeirri niðursveiflu sem var í efna- hagslífinu í byrjun líðandi áratugar varð árlegur vöxtur alltaf i ferðum," segir Einar. Meiri þjónusta „Við höfum lagt út í töluverðan kostnað til að reyna að reyna að koma til móts við þarfir fólks sem áhuga hefur á ferðalögum. í þeim hæklingum sem við höfum gefíð út eru þeir meira og meira að verða eins og tímarit, þar eru ekki aðeins gefnar upplýsingar um ferðir okkar, heldur einnig leiðarlýsingar, upp- lýsingar um bílaleigubUa, veitinga- hús og svo mætti lengi telja. í þeirri hörðu samkeppni sem rík- ir á markaðnum, hafa Flugleiðir skapað sér sérstöðu með þvi að byggja upp leiðakerfi sem nýtir sömu flugvélamar til flutnings mUli íslands og annarra landa og til flutninga milli Evrópu og Ameríku. Það hefur okkur tekist og í fram- haldinu aukið mjög tíðni flugs tU og frá landinu, þrátt fyrir að fargjalda- verð hafí lækkað. í vetur verðum við með 92 brottfarir í viku frá Keflavík sem er mikil aukning á tíðni. Það sem hefur breyst undanfarin ár í starfseminni er að okkur hefur tekist að sameina áætlunarleiðir okkar í eitt kerfi. Keflavík er ekki lengur áfangastaður allra farþega. Um þriðjungur farþega notar Keflavík sem skiptistað á leiðinni yfir hafið. Með því að blanda sam- an áætlunarleiðum okkar getum við boðið upp á 175 pör. Áður en við tengdum þetta flug voru þetta 43 leiðir. Álagstímar Við erum með einn álagstíma frá 6-8 á morgnana þegar flugin eru að koma frá Bandaríkjunum og fara til áfangastaða í Evrópu. Hinn álags- tíminn er milli 16-18 þegar flugvélar eru að koma frá áfangastöðum okk- ar í Evrópu á leiðinni til Bandaríkj- anna. Við getum því selt áætlun- arflug á milli allra þessara staða. Á vetuma eru 7 af hverjum 10 far- þegum frá Stokkhólmi á leið yfir hafið en 3 á leið til íslands. Með því að flytja heimamarkaðinn í þjóð- braut með þessum hætti, hefur okk- ur tekist að auka tíðni flugs fyrir ís- lendinga sjálfa og bætt við áætlun- arstöðum," segir Einar. -ÍS Kaupmannahöfn er oröin aöaláfangastaöur Flugleiöa og þangaö er flogiö alla daga vikunnar aö vetri til og tvisvar á dag tvo daga vikunnar. DV-mynd GVA Verðlaun í ferðaþjónustu Danir tóku sig nýlega til og veittu ferðaþjónustufyrirtækj- um verðlaun fyrir framúrskar- andi þjónustu og verðlaunin, ; sem bera heitið Danish Travel ; Awards, verða veitt árlega héð- 1 an í frá. Besta flugfélagið var kosið British Airways en SAS kom í öðru sæti og Singapore Airlines í því þriðja. Besta bíla- leigan var Hertz, Avis í öðru sæti og Europcar í því þriðja. Skemmtilegasta landið til að heimsækja var Bandaríkin, Taíland í ööru sæti og Frakk- land í því þriðja. Besta hótel- keðjan var Best Western, Radis- son-SAS í öðru sæti og Scandic í því þriðja. S-Afríka í tísku Eftir að stjómmálaástandið í S-Afríku breyttist og kynþátta- aðskilnaðarstefnan var lögð niður hefur ferðamönnum til landsins fjölgað verulega. Þar hjálpast margt að. Andúð við apartheid kom í veg fyrir heim- sóknir ferðamanna, flugfargjöld til landsins eru hagstæð og ferðamannaþjónustan er vel skipulögð. Hins vegar blasa mörg vandamál við í landinu sem gætu haft neikvæð áhrif. Jóhannesarborg þykir með hættulegri höfuðborgum heims, ofbeldisglæpir eru þar tíðir og bílþjófnaðir stórvandamál. | Leðurblökur Sérstök tegund af leðurblök- um í Ástralíu, sem lifir á ávöxt- um, er talin sérlega varasöm. Nokkuð hefur borið á því að þær hafi bitið fólk og komið hafa upp afbrigði hundaæðis. Fólki er ráðlagt að leita sem fyrst læknisaðstoðar ef þeir ■ verða fyrir leðurblökubiti. Þrátt fyrir viðvaranir ríkir þó engin stórhætta og bit em fátíð. Nýr Disneygarður Næstkomandi febrúarmánuð verður opnaður í nágrenni Los Angeles nýr !! D i s n e y - skemmti- garður sem ætlaður er a ð a 11 e g a bömum und- ir 10 ára aldri. Disney- garðurinn verður með n o k k u ð óvenjulegu sniði því hann verður þannig uppbyggður að leikimir fyrir bömin eru oft hannaðir með það í huga að hinir fullorðnu taki þátt í gamninu. FlestaUir skemmtigarðar fyrir böm eru þannig að fullorðnir eru oftast nær áhorfendur og geta ekki gert annað en að fylgjast með leik bama sinna. Ríkari ferðamenn Em ferðamenn almennt að verða betur efnum búnir eða fara fleiri ríkir ferðamenn í ferðalög nú á dögum? Þessum spurningum hefur verið varpað fram þegar í ljós kemur í könn- unum hjá British Airways að sífellt fleiri farþegar kaupa sér ); sæti á fyrsta farrými sem eru mun dýrari en almenn sæti. Einnig er greinileg þróun í átt til þess að ferðamenn kaupi sér dýrari hótelgistingu en áður. ■ Skriður féllu á járnbraut- | arteina við Brennerskarð í Ölp- unum og rofnaði járnbrautar- samband landanna Ítalíu og Austurrikis. Skriðuföllin vora vegna mikilla rigninga í suður- hluta Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.