Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 63 Sigurður Pálsson Sigurður Pálsson, glerslípari og spegla- gerðarmaður, Staðar- hvammi 1, Hafnarfirði, er sjötugur í dag. Starfsferill Sigurður er fæddur og uppalinn í Reykja- vík, nánar tiltekið á Bergþórugötunni. Hann er lærður glerslípari og speglagerðarmaður frá Iðnskólanum í Reykja- vík og starfaði lengst af hjá Ludvig Storr og Magnúsi B. Pálssyni. Sig- urður starfaði í 30 ár sem húsvörð- ur í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Fjölskylda Sigurður kvæntist 16.9. 1950 Guðrúnu Pálsdótt- ur, f. 21.8. 1930, banka- starfsmanni. Hún er dóttir Páls Th. Sveins- sonar, yfirkennara í Hafnarfirði, og k.h., Þónmnar Helgadóttur. Börn Sigurðar og Guð- rúnar eru Þórunn Sig- urðardóttur, f. 5.12. 1950, sölumað- ur. Hún á þrjú börn og eitt barna- barn og er búsett í Hafnarfirði. Sigurður Pálsson. Páll Sigurðsson, 29.8. 1952, múr- ari, kvæntur Helen Gunnarsdótt- ur. Þau eiga fjögur börn og eru bú- sett í Hafnarfirði. Sigrún Sigurðardóttir, f. 21.12. 1956, fóstra, gift Tómasi E. Lind- berg. Þau eiga tvö börn og eru bú- sett í Danmörku. Ásgeir Sigurðsson, f. 12.11. 1959, sölumaður, kvæntur Jóhönnu G. Guðjónsdóttur. Þau eiga þrjú börn og eru búsett í Hafnarfirði. Guðný Sigurðardóttir, 23.12. 1961, hárgreiðslusveinn, í sambúð með Halldóri Ág. Morthens. Þau eiga þrjú börn og eru búsett á Sel- fossi. Hildur Sigurðardóttir, f. 14.6. 1966, eftirlitsmaður, í sambúð með Sigurði T. Sigfússyni. Þau eru bú- sett i Hafnarfirði. Systkini Sigurðar: Valgeir M. Pálsson, f. 11.7. 1911, búsettur á Blönduósi; Magnús B. Pálsson, f. 19.11. 1912, nú látinn; Svava Páls- dóttir, f. 29.6. 1916, d. 27.2. 1922; Hrefna Pálsdóttir, f. 23.11. 1919, bú- sett í Reykjavík; Svavar Pálsson, f. 13.5. 1924, d. 19.6. 1968. Foreldrar Sigurðar voru Páll Böðvar Stefánsson, f. 16.10.1886, d. 1973, trésmiður, og Guðný Magnús- dóttir, f. 29.6.1885, d. 19.4.1965. Þau voru búsett í Reykjavík. Sveinn A. Sæmundsson Sveinn A. Sæmundsson blikk- smíðameistari, Vogatungu 87, Kópavogi, er áttræður á morgun. Starfsferill Sveinn er fæddur á Eiríksbakka í Biskupstungum. Hann lauk námi í Bamaskólanum í Reykholti í Bisk- upstungum 1930, var í Bændaskól- anum á Hvanneyri 1936-38, í Iðn- skólanum í Reykjavík 1945-46 og lauk sveinsprófi í blikksmíði 1947. Hann hefur tekið ýmis námskeið í stjómun og rekstri fyrirtækja. Sveinn vann við landbúnaðar- störf til 1941, þar af eitt ár sem fiósameistari á Hvanneyri. Sveinn stofnaði ásamt fleiri Blikksmiðjuna Vog 1949 og veitt henni forstöðu til 1983. Hann var formaður Félags blikksmiða 1948-49, í stjóm Fram- farafélags Kópavogs 1950-56 og for- maður 1954-56. Sveinn var í stjóm Félags blikksmiðjueigenda í 20 ár og Sambands málmsmiðja í 6 ár, þar af forseti í 4 ár. Sveinn er stofn- félagi í Rotaryklúbbi Kópavogs, var í Karlakór iðnaðarmanna 1945-48 og Karlakór Reykjavíkur 1963-68. Fjölskylda Sveinn kvæntist 22.7. 1944 Ingi- björgu Guðrúnu Krist- jánsdóttur, f. 12.11 1914 að Kirkjubóli í Korpu- dal í Önundarfirði, d. 6.4. 1980. Hún var dóttir Kristjáns Björns Guð- leifssonar frá Bakka í Dýrafirði og Ólínu Guð- rúnar Ólafsdóttur frá Ketilseyri í Dýrafirði. Börn Sveins og Ingi- bjargar: Alda, f. 12.3. 1945, forstöðumaður Dagdvalar aldraðra í Sunnuhlíð í Kópavogi, gift Jóni Inga Ragnarssyni málara- meistara og eiga þau þrjú böm, og Sveinn A. Sæmunds- son. Ólína Margrét, f. 2.3. 1948, rekstrarstjóri Sparisjóðs Kópavogs, gift Trausta Finnboga- syni prentsmiðjustjóra. Hún á þrjú börn. Seinni kona Sveins er Jónina Rannveig Þor- finnsdóttir, f. 16.9. 1921, kennari. Þau gengu í hjónaband 20.2. 1982. Hún er dóttir Þorfinns Guðbrandssonar frá Hörglandskoti og Ólafar Runólfsdóttur frá Hólmi. Sveinn verður að heiman á af- mælisdaginn. Garðar Jóhannsson Garðar Jóhannsson húsasmiðameistari, Heiðvangi 21, Hellu, varð fimmtugur þann 18.11. sl. Starfsferill Garðar er fæddur á Ketilsstöðum í Holta- hreppi og ólst þar upp. Hann útskrifaðist frá Iðnskólanum 1971 sem Garðar Jóhannsson. húsasmíðameistari og starfar við trésmíða- verkstæðið Rangá þar sem hann er einn af eig- endum. Fjölskylda Garðar kvæntist 19.8. 1972 Erlu Guðrúnu Haf- steinsdóttur, f. 28.8. 1948. Börn Garðars og Erlu eru Hafdís, f. 22.12. 1970, kennari við Grunnskólann á Hellu, gift Sig- fúsi Davíðssyni. Þau eiga eina dótt- ur, Erlu Brá, f. 22.6. 1993; Hanna Valdís, f. 25.1. 1973, starfsmaður á leikskólanum á Hellu. Hún er í sambúð með Antoni Karli Þor- steinssyni og eiga þau eina dóttur, Birtu Rós, f. 5.5.1995; Sigrún Eydís, f. 5.3. 1974, snyrtifræðingur, í sam- búð með Rögnvaldi Jóhannessyni og eiga þau eina dóttur, Anítu, f. 27.8. 1992. Þau em búsett á Selfossi; Garðar Már, f. 11.1. 1981, búsettur í heimahúsum. Systkini Garðars eru Kristinn Haukur, f. 31.8. 1935, búsettur á Hellu; Dagrún Helga, f. 29.6. 1941, búsett í Reykjavík; Sigrún, f. 19.3. 1945. Foreldrar Garðars: Jóhann Sverrir Kristinsson, f. 17.12.1910, d. 25.4. 1988, bóndi, og Valgerður Dan- íelsdóttir, f. 19.3. 1912. Þau bjuggu lengst á Ketilsstöðum en Valgerður býr nú á Hellu. Til hamingju með afmælið _______23. nóvember 90 ára 60 ára Jóhannes Þórarinsson, Hlíðarstræti 26, Bolungarvik. 85 ára Gerður Sigmarsdóttir, Lyngholti 14c, Akureyri. 80 ára Guðmundur Stefánsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Guðvarður Jónsson, Aðalstræti 10, Akureyri. Margeir Jónsson, Heiðarbrún 9, Reykjanesbær. 70 ára Jónas Gíslason, Eiðistorgi 13, Seltjarnamesi. Hólmfríður Jónsdóttir, Þórunnarstræti 134, Akureyri. Ólafur Ólafsson, Höfðagmnd 18, Akranesi. Árni Ingvarsson, Hólabraut 15, Hafnarfirði. Guðrún Ólöf Sveinjónsdóttir, Tjamarflöt 9, Garðabæ. Maður hennar er Jóhannes Árnason hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins. Þau verða að heiman. Sigut ður Pálsson, Staðarhvammi 1, Hafnarfirði. Jens Vamek Nikulásson, Höfðavegi 41, Vestamannaeyjum. Hann verður að heiman í dag. Úlfar Vilhjálmsson (Uwe Eggert), Víðiteigi 4e, Mosfellsbæ. 50 ára Jón Leósson, Laugavegi 27, Reykjavík. Magnea Guðmundsdóttir, Hraunteigi 21, Reykjavík. Bjarni Ragnar Haraldsson, Lindargötu 13, Reykjavík. Ingibjörg Þórðardóttir, Laugamesvegi 55, Reykjavík. Sylvía Hildur Ágústsdóttir, Jöldugróf 13, Reykjavík. Þórey Jónasdóttir, Haukadal 3, Biskupstungna- hreppi. Elías Jóhann Leósson, Gnoðarvogi 28 Hámundur Bjömsson, Vatns- holti 18, Reykjanesbær. 40 ára Hrafnhildur Gyða Hauks- dóttir, Kambaseli 75, Reykjavík. Björgvin Tómasson, Dalatanga 27,. Ámi Ingason, Dalseli 31, Hafnarfirði. Úlfar Vilhjálmsson Úlfar Vilhjálmsson (Uwe Eggert), starfsmaður hjá Hitaveitu Reykja- vikur, Víðiteigi 4e, Mosfellsbæ, er sextugur í dag. Starfsferill Úlfar er fæddur í Hamborg í Þýskalandi og ólst þar upp. í Þýska- landi lærði hann bjórbruggun hjá Bill Braueri í Hamborg. Úlfar vann hjá Keflavíkurverktökum, í frihöfn- inni á Keflavíkurflugvelli og síðar sem verslunarstjóri hjá SÍS. Fjölskylda Úlfar kvæntist 5.6. 1965 Unni Ottós Vestmann, f. 2.7. 1940, hús- móður. Foreldrar hennar voru Val- borg Tryggvadóttir og Ottó Vest- mann. Þau voru búsett á Fáskrúðs- firði en era nú bæði lát- in. Börn þeirra hjóna eru Gerður Jóna Úlf- arsdóttir, f. 20.9. 1964, húsmóðir í Mosfellsbæ; Jón Óli Unnarson, Úlfar Vilhjálmsson. f- 4.2. 1959, bílstjóri í Reykjavík; Garðar Harðarson, f. 21.5. 1956, tón- listarmaður á Stöðvarfirði. Foreldrar Úlfars vom Wilhelm Eggert og Gertrud Eggert. Þau vom búsett í Hamborg í Þýskalandi en eru bæði látin. Hulda Hjálmarsdóttir Hulda Hjálmars- dóttir hús- móðir, Ás- garði 143, Reykjavík, varð sjötug þann 19.11. sl. Starfsferill Hulda er fædd á Hofi í Kjalamesi og ólst þar upp. Hún hefur Hulda Hjálmarsdóttir starfað sem húsmóðir og er mikil prjóna- og hannyrðakona. Fjölskylda Hulda er fráskilin. Börn hennar em Hafsteinn Blandon, f. 9.2. 1946; Ragnheiður Blandon, f. 12.11. 1951, faðir þeirra er Þorsteinn Blandon og Björn Finnsson, f. 7.11. 1949. Foreldrar Huldu: Hjálmar Þor- steinsson, bóndi og skáld, og Anna Guðmundsdóttir húsmóðir. Til hamingju með afmælið 24. nóvember 80 ára Sveinn Sæmundsson, Vogatungu 87, Kópavogi. 75 ára Jónas Þorsteinsson, Ásgarðsvegi 20, Húsavík. Matthildur Árnadóttir, Höfðagrund 3, Akranesi. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Orrahólum 7, Reykjavík. 70 ára Ásta Jónsdóttir, Háaleitisbraut 45, Reykjavík. María Sigurðardóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Hermanía Kristín Þórarins- dóttir, Skálagerði 11, Reykjavík. 60 ára Jón Anton Jónsson, Klapparstíg 17, Árskógshreppi. Auðunn Blöndal, Sléttavegi 15, Reykjavík. Helga Sigurgeirsdóttir, Ljósabergi 24, Hafnarfirði. 50 ára Guðbjörg K. Björgvinsdótt- ir, Sörlaskjóli 3, Reykjavík. Ásrún Davíðsdóttir, Sunnubraut 18, Kópavogi. Bjarni Jóhannesson, Starhólma 12, Kópavogi. Þórhalla Snæþórsdóttir, Miðgarði 6, Egilsstöðum. Sigmar Kristjánsson, Höföavegi 20, Húsavík Sigurður Dalmann Skarp- héðinsson, Austurbergi 4, Reykjavík. 40 ára Jóna Júlia Böðvarsdóttir, Strandgötu 17a, Vesturbyggð. Ingibjörg Sigríður Ágústs- dóttir, Háagerði 3, Húsavík. Jóhanna Huld Jóhannsdótt- ir, Vegghömram 16, Reykjavík. Sigrún Pálsdóttir, Holtsgötu 5, Hafnarfirði. Vaka Jónsdóttir, Punkti, EyjafiarðarsveiL Eygló Eiðsdóttir, Sæviðarsundi 23, Reykjavík Ari Haukur Arason, Heiðarbóli 25, Reykjanesbæ Birgir Einarsson, Ástúni 10, Kópavogi. Sigurlaug Svava Hauksdótt- ir, Hraunteigi 13, Reykjavik Eyþór Hjartarson, Gnoöavogi 14, Reykjavik Guðmundur Bergur Antons- son, Birkihlíð 20, Vestmannaeyj- um. Adda Sigríður Amþórsdótt- ir, Dísarási 16, Reykjavík Jón Ágúst Aðalsteinsson, Reynivöllum 2, Akureyri. Ingibjörg G. Aðalsteinsdótt- ir, Hofsvallagötu 16, Reykjavík. Hulda Guðmundsdóttir, Engihjalla 9, Kópavogi. Grímsbœ v/Bústaðaveg Skreytingar við öll tœkifœri. Frí heimsending fyrir sendingar yfir 2.000 kr. Sími 588-1230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.