Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 44 bókarkafli Ævisaga Hannesar Þ. Hafstein, Á vaktinni, eftir Steinar J. Lúðvíksson: Ævintýraferðin tgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur sent frá sér bókina „Á vaktinni" eftir Steinar J. Lúðvíksson. Bókin hefur að geyma ævisögu Hannesar Þ. Hafstein sem varð þjóðkunnur maður fyrir störf sín hjá Slysa- varnafélagi íslands í tæplega 30 ár. Bókin segir frá æskuárum hans á Húsavík, sjómennsku og námsdvöl hjá bandarísku strandgæslunni en þar fór hann m.a. í eftirminnilega ferð á hinu fræga skólaskipi Eagle. Er hér gripiö niður á nokkrum stöðum þar sem Hannes segir frá þessari ferð, fyrst þar sem hann hittir kommander Olsen. Fyrirsagnir eru blaðsins. „Það fyrsta, sem hann gerði, var að leiða mig í sannleikann um það sem í vændum var. Hann byrjaði á því að fara með mig niður að höfn þar sem skólaskipið Eagle lá við bryggju. Það var sjón að sjá. Skipið var 2000 tonna, þrímastraður bark- ur og það, sem vakti mesta athygli við fyrstu sýn, voru hin risavöxnu möstur sem teygðu sig til himins eins og skýjakljúfar. Rár og reiðar mynduðu síðan einskonar skóg út frá þessum stofnum. Þegar ég reigði mig aftur á bak til þess að horfa upp eftir möstrunum var ekki laust við að ég hugsaði til þess með kvíða að þurfa að klifra þarna upp, kannski í allskonar veðrum. En það var of snemmt að hafa áhyggjur af þvi. Um nóg annað var að hugsa. Það þurfti að galla mig upp. Kaupa fannhvíta kadetgalla til skiptanna, húfur, slaufur og legg- hlífar. Slíkum einkennisklæðnaði átti ég að klæðast dagsdaglega á siglingunni. Auk þess þurfti ég blá- an vinnugalla sem nota átti þegar verið var að vinna stritvinnu um borð eða gera eitthvað niðri í vél. Olsen sagði mér að hafa líka með mér venjulegan fatnað þar sem ekki væri ætlast til þess að ég yrði í einkennisbúningi þegar skipið væri í höfn. Næst á dagskrá var að útskýra rækilega fyrir mér hvernig mönnum væri raðað í virðingar- stigann um borð. í efsta þrepinu var auðvitað aðmírállinn. í næstu þrepum fyrir neðan hann voru skipstjórnarmennirnir sem sáu bæði um verklega og bóklega kennslu um borð. Næstir í virðing- arstiganum voru síðan þeir nem- endur úr Strandgæsluháskólanum sem voru langt komnir í námi. Þeir voru kallaðir „upperclass men“ eða efribekkingar. Skör neðar voru ný- liðarnir, busarnir, sem voru búnir að vera eitt ár í skólanum. Þeir voru „lowerclass men“ og átti ég að fylla þann flokk. Lægst settir voru siðan þeir sem kallaðir voru óbreyttir og voru i þjónustuliðinu bæði í eldhúsi, á dekki og í vél. Margir í þeim flokki voru þeldökk- ir. Síðan var að koma sér fyrir um borð. Þægindunum var ekki fyrir að fara hjá nýsveinunum. Þeir voru nær tvö hundruð talsins og allir í tveimur sölum miðskips sem voru í senn matsalir þeirra, hvíld- ar- og svefnstaður. Til þess að koma öllum þessum íjölda fyrir þurfti að notast við hengikojur sem festar voru í keðjum í loftið. Þegar r búið var að ræsa á morgnana þurftu menn að láta það verða sitt fyrsta verk að taka niður kojuna sína og koma henni fyrir í stafla úti í horni og þegar dagur var á enda þurfti síðan að hengja kojum- ar upp aftur. Þeir, sem hærra voru settir, höfðu hins vegar betri kojur. Eftir að ég hafði sofið tvær nætur í hengikoju kom einn af „upp- erclass" mönnunum að máli við mig, sagði að svo vildi til að ein föst koja væri laus og þar sem ég væri útlendingur væri ekki nema sanngjarnt að hún stæði mér til boða. Það þurfti ekki bjóða mér þetta tvisvar. Út af fyrir sig fannst mér þó ekki slæmt að sofa í hengikojunni en það kostaði hins vegar mikla fyrirhöfn og brölt að koma sér í hana og úr og þurfa að ganga frá henni á hverjum morgni." Dýrmæt kennslustund I ýmsu var að snúast meðan und- irbúningur fyrir siglinguna stóð, skipta nýliðum í vakthópa, láta þá fá starfsáætlun auk þess sem þeir þurftu að fylkja liði reglulega og sýna yfirmönnum hollustu og hlýðni eftir kúnstarinnar reglum. Þetta var ekkert nýtt fyrir þá flesta en einn skar sig úr hópnum. Hér segir frá því: „Það fór fyrir mér eins og Sveini dúfu forðum daga. Þegar stíga átti eitt skref fram henti það mig að taka tvö skref aftur á bak og þegar snúa átti til vinstri eða hægri með ákveðnum limaburðum sat ég eftir. Ég skammaðist mín svolítið og spurði sjálfan mig hvort ég væri orðinn snarvitlaus að gefa mig í þetta. Þegar dagur var að kveldi kom- inn og ég var enn að reyna að átta mig á því hvernig ég ætti að bera mig að í fylkingunum kölluðu nokkrir félagar mínir í fimmta flokki á mig og báðu mig að koma með sér fram í seglageymslu, fremst i skipinu. Ég vissi varla á hverju ég átti von. En erindið var aðeins að kenna mér hvernig ég ætti að hlýða skipunum og bera mig að. Þarna voru endurtekin köllin og skipanirnar frá því um daginn og mér kenndur limaburð- ur og hreyfingar. Líka hvernig ég ætti að heilsa og standa ef yfir- menn ávörpuðu mig, hvernig ég ætti að bera mig að ef mér væri skipað að fara í sendiferðir og ótal fleiri atriði voru tekin fyrir innan um seglin og kaðlana. Þetta var dýrmæt kennslustund. Strax dag- inn eftir var ég orðinn liðtækur í siðakerfinu. „Gakktu bara hreint til verks og vertu ákveðinn í öllu sem þú gerir,“ voru ráðin sem mér höfðu verið gefm. Og ég fékk raunar not fyrir þessi ráð strax daginn eftir. Þá var ég settur á vakt aftur á skutþiljum og „upperclass“ maður skipaði mig sem sendiboða. Áður en haldið var úr höfn fór fram eldvarnaræfing um borð og til þess að boða hana þurfti að hringja skipsbjöllunni á ákveðinn hátt. „Eldvarnaræfing. Farðu og hringdu bjöllunni," skipaði „upp- erclass" maðurinn mér. „Ég veit ekki hvernig á að fara að því,“ svaraði ég. „Hringdu bjöllunni!" „Upp- erclass" maðurinn brýndi röddina. Vertu bara ákveðinn, hugsaði ég með mér og endurtók fyrra svar mitt og gleymdi ekki „sir“ ávarp- inu. Yfirmaðurinn horfði á mig með þótta og ómögulegt var að segja hvernig hann hefði brugðist við eða hvað hann hefði gert ef Olsen hefði ekki skorist í leikinn. „Hann er nýliði hér um borð,“ sagði hann. „Farðu og sýndu hon- um hvernig hann á að hringja til brunaæfíngarinnar. Hann er hér til þess að læra og hann lærir ekkert ef honum er ekki kennt." Sá, sem skipunina hafði gefið, var mun lægra settur en Olsen og átti ekki annarra kosta völ en að hlýða og fara með mér að bjöllunni og kynna mér leyndardóma hringing- anna. En ekki var þessi náungi meiri maður en svo að eftir þennan atburð lét hann sem hann sæi mig ekki, hvað þá að hann tæki undir ef ég kastaði á hann kveðju.“ Kviðu fyrir átakaverki „Það reyndi oft á líkamlegt at- gervi manna um borð í Eagle. Ekki voru notaðar neinar vindur heldur allt gert með handaflinu einu sam- an. Það þurfti t.d. mikið til þegar verið var að draga upp rár með fullum seglabúnaði. Þá röðuðu menn sér á kaðlana og samstilltu átökin. „Hífopp" var kallað og þá þurfti að taka á af öllum kröftum. Erfiðast af öllu var þó að ná inn akkerunum. Til þess verks var not- uð vinda, „capstan", sem löngum tréörmum var stungið í. Menn röð- uðu sér síðan á armana og beittu ýtrustu kröftum. Þegar búið var að koma akkerinu á ferð var um að gera að slaka ekki á og þvi var hafður á sá háttur að fjöldi vara- manna var til taks. Þegar einhver gafst upp hljóp varamaðurinn óðar í skarðið og þannig var reynt að ná akkerunum upp í einni lotu. Þetta var átakaverk sem menn kviðu svo fyrir að leysa að þeir gáfu því jafn- an hornauga hvað mörgmn liðum af keðju var slakað í sjó þegar skip- inu var lagt við akkeri og bölvuðu yfirmönnunum í hljóði ef þeim fannst óþarflega margir liðir fara út. Nýliðarnir höfðu líka ærinn starfa við að halda skipinu við. Það þurfti að rústberja og mála, skrúbba og pússa. Öðru hverju og þá sérstaklega áður en skipið kom til hafnar fór fram athöfn sem köll- uð var „holystoning". Þá var dekk- ið þrifið á sérstakan hátt. Byrjað var á því aö strá á það sandi sem síðan var bleyttur. Að því búnu var tekið til við að skrúbba með múr- steinum sem festir-voru á skaft. Þarna stóðu menn berfættir og hömuðust og hömuðust. Smátt og smátt myndaðist froðukenndur salli á yfirborðinu og þá var kom- inn tími til þess að smúla og ljúka verkinu með yfírferð með strákúst- um, Á eftir horfðu menn síðan með velþóknun á verk sitt; dekkið var slétt og mjúkt eins og meyjarkinn. Skólaskipið Eagle undir fullum seglum í blásandi byr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.