Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 7
JCÞ"V LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 Forsetaheimsóknin til Danmerkur: i Vel heppnaðri ' heimsókn lokið Opinberri heimsókn forsetahjón- anna, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, í Danmörku lauk á fimmtudag en þau hjón kvöddu Margréti Dana- drottningu og Henrik prins í Fredensborgarhöll kl. 8.00 þann sama morgun. Á fimmtudag heimsóttu forseta- hjónin eina af stórverslimum Super Brugsen sem er matvöruverslanak- eöja i eigu dönsku samvinnuhreyf- ingarinnar. Þaðan fóru þau í heim- sókn í Árnasafn en að henni lokinni á ráðstefnu þar sem rædd voru við- skipta- og fjárfestingarmál íslands og Danmerkur. Síðar um daginn voru forseta- hjónin viðstödd frumsýningu kvik- myndarinnar Djöflaeyjan i Imperial Bio en snæddu að henni lokinni pitsu á Pizza 67 við Ráðhústorg. Þaðan héldu þau í Jónshús og þar með lauk Danmerkurdvöl forseta- hjónanna að þessu sinni. -SÁ I Imperial Bio fyrir sýningu kvikmyndarinnar Djöflaeyjan. Lengst til vinstri situr Friðrik Þór Friðtiksson, leikstjóri myndarinnar, þá Guðrún K. Þorbergsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson forsetahjón og loks Einar Kárason rithöf- undur. DV-mynd GTK Júpíter ÞH: * Aflaverð- * mætið losar 280 milljónir „Það er rétt. Við vorum að skríða yfir 50 þúsund lesta mörkin á dögunum. Þetta er þó ekki met því Hólmaborgin fékk yfir 50 þús- und lestir á einu ári fyrir tveimur árum. Ég hef ekki trú á því að við bætum miklu við til áramóta. Það gæti þó verið ef við fyndum loðnu,“ sagði Kristján Ragnarsson, stýrimaður á Júpíter ÞH. , Þessar 50 þúsund lestir, sem þeir I á Júpíter ÞH hafa fengið það sem af er árinu, skiptast þannig að loðna er 44 þúsund lestir en síld 6 } þúsund lestir. Verðmæti þessa afla losar 280 milljónir króna. Háseta- hluturinn er nærri þrjár miUjónir króna. Kristján sagði að þeir hefðu ekki verið við veiðar allt árið. Eftir loðnuvertíðina í vor kom langt hlé ' og síðan aftur eftir vorsíldveiðam- ar og síðan á milli þeirra og sum- arloðnuveiðanna. Það væru um 3 mánuðir sem þeir hefðu verið í landi. -S.dór Víöa pottur brotinn í blóðsykurs- eftirliti > „Rúmlega tuttugu manns mæld- I ust með of hátt blóðsykursmagn af þeim 1500 sem létu mæla sig hjá okkur. Þetta er miklu hærri tala en I okkur hefði nokkum tímann órað fyrir,“ segir Sigurður V. Viggósson, formaður Samtaka sykursjúkra. Al- þjóðadagur sykursjúkra var 14. nóv- ember og í tilefni af því gafst fólki kostur á að láta mæla blóðsykurs- magn sitt í Kringlunni þann sama dag. „Það hefur alltaf verið talið að um eitt til tvö prósent íslendinga þjáist af sykursýki en núna fundum við stóran hóp sem við vissum ekki um. Þetta sýnir þörfina á auknu eft- irliti með blóðsykursmagni. Flestir halda að þegar þeir gefi blóð eða fari í læknisskoðun sé þetta athugað en þar er greinilega pottur brotinn," segir Sigurður. Fólk getur gengið með sjúkdóm- inn í nokkur ár án þess að finna fyr- ir einkennum og þá getur verið of ' seint að bjarga því skemmst hefur. Sjóninni hrakar, kalk sest innan á I æðarnar og nýrun og lifrin skemm- I ast. Samtök sykursjúkra á íslandi halda upp á það á sunndaginn að 75 ár eru liðin síðan insúlín var tekiö í notkun á íslandi. Á afmælis- og jólafundi á Grand Hótel verður þar fjallað um þessar niðurstöður. -ilk Það er skemmtilegt að spara í Æskulínu Búnaðarbankans Þar fá allir félagar bæði vexti og verðlaun NÝIR FÉLAGAR ERU ALLTAF VELKOMNIR Þeir sem vilja gerast félagar geta komið í næsta Búnaðarbanka og gengið í Æskulínuna með því að leggja 1000 kr. inn á Stjörnubók Æskulínunnar (30 mán. bundinn reikn- ingur). Þeir fá þá afhent límmiðaspjald, bol og sparibaukinn Snæfinn eða Snædísi. SPARAÐU FYRIRVERÐLAUNUM Þeir sem eru duglegir að spara í Æskulínunni eiga möguleika á verðlaunum. I hvert sinn sem sparibaukurinn er tæmdur og lagt er inn á Stjörnubók Æskulínu fá krakkar flottan límmiða sem þeir safna.Tvisvar á ári eiga þeir möguleika á verðlaunum. Leikfangasaga á myndbandi og lukkupottur Nú er komið myndband með Leikfangasögu sem þú getur keypt í næstu verslun. Með myndbandinu fylgir þátttökuseðill fyrir nýja og núverandi félaga í Æskulínu Búnaðarbankans og gildir hann í Lukkupott Leikfangasögu. í hverjum mánuði verða dregin út nöfn tíu krakka sem fá verðlaun og stendur þessi leikur til l.júní 1997. P I X A R Vertu með því það er leikur að spara í Æskulínu Búnaðarbankans. BÚNAÐARBANKINN Traustur banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.