Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 8
isplkerinn LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1996 Agnar Sverrisson er Norðurlandameistari nema í matreiðslu: Hunangsgljáð andabringa með steiktum grænum pipar Agnar Sverrisson, matreiöslumaður í Grillinu á Hótel Sögu, er Norðurlandameistari nema í matreiðslu en hann útskrifaðist í vor. Agnar gef- ur hér uppskrift að hunangsgljáðri andabringu með grænum pipar en þessir réttir verða á nýj- um matseðli í Grillinu. Uppskriftin er fyrir fjóra, sósan og kartöflurn- ar miðast þó við tíu. Hunangsgljáð andabringa 4 stk. andabringur 1 tsk. salt og pipar 50 ml olía 4 msk. dökkt hunang 4 tsk. grænn pipar 300 ml soja- og hunangssósa 4 skammtar sykurbrúnaður skalotlaukur 4 greinar kerfill 4 skammar roesti kartöflur 4 skammtar braserað fennel Kryddið bringurnar með salti og pipar og steikið í oliunni. Snúið hamnum niður, snúið bringunni við og brúnið á hinni hliðinni. Penslið með himanginu og stráið piparkorn- unum yfir og steikið áfram í salamander. Sker- ið bringuna í 5 bita og berið fram með kart- öflukökunni, braseruðu fennel og grænmeti dagsins. Soja- og hunangssósa 1000 ml andasoðsósa 40 ml góð sojasósa 100 ml hunang 30 g kalt smjör 100 ml creme de cassis (líkjör) Sjóðið creme de cassis niður og látið í sojasós- una. Bræðið hunangið í sojasósunni og bætið andasósunni út í. Sjóðið upp á sósunni og bætið með köldu smjöri. Sykurbrúnaður skalotlaukur 70 g skalotlaukur 15 g flórsykur 20 g smjör 100 ml grænmetissoð 50 ml púrtvín Hreinsið laukinn og brúnið í sykrinum og smjörinu. Þegar laukurinn er orðinn vel brúnn heílið þá grænmetissoðinu yfir og lokið með smjörpappír. Sjóðið meyran. Roesti kartöflur 1350 g kartöflur 5 g salt og pipar 50 g hreinsoðið smjör 5 g múskat Agnar Sverrisson matreiðslumaður. Skrælið kart- öflurnar og rífið fínt niður. Krydd ið til og blandið út í smjörið. Steikið á vel heitri pönnu á báðum hlið- um. Gufusteikt fennel 1 stk. fennel 1 lftill laukur 3 hvítlauksgeirar 100 g ólífuolía 1 grein timjan 1 grein rósmarín 75 ml sítrónusafi 2 g salt og pipar 100 ml vatn Hreinsið fennelið og skerið í falleg lauf. Svitið hvítlaukinn og laukinn í olíunni. Bætið nú kryddinu og sítrónusafanum í og að endingu fennelinu. Ekki skera fennelið fyrr en rétt fyrir eldun þar sem það dökknar mjög fljótt. Hellið vatninu yfir og eldið í ofni við 180 gráður í um 15 mín. eða þangað til það verður meyrt. -GHS Sætabrauðs- matgæðingur vikunnar Fyrir jólin er sniðugt að búa til sætabrauðsdrengi því að þeir eru bæöi ljúf- fengir og skemmtilegir til skreytingar. Ef mót er Ingibjörg Sverrisdóttir bóndi: Gúllassúpa með nautakjöti og heitur brauðréttur ekki fyrir hendi getur ver- ið gott að klippa drengina út í bökunarpappír áður. Hér kemur uppskrift að sex sætabrauðsdrengjum, um 18 cm á hæð og 11 cm á breidd. 600 g hveiti 100 g heslihnetur y2 tsk. sjávarsalt 50 g sykurreyr 1 tsk. sýróp 1 stk. ferskt ger 100 g fljótandi smjör eða smjörlíki 2 lítil egg 150 ml volg mjólk 12 rúsínur Blandiö saman hveiti, hnetum, salti, sykri, kanel og sýrópi í skál. Myljið gerið út í, bætiö við smjör- inu og eggjunum. Hnoðið saman og bætið mjólk smám saman út í. Hnoðið i 5 mín. Breiðið yfir deigið og látið hefast í um 30 mín. á heitum stað. Hnoð- ið aftur og látið hefast. Flefjið deigið út svo það verði um 1 cm að þykkt. Leggið útskorinn bökunar- pappír á það og skerið út sætabrauðsdrengi. Leggið drengina á bökunarplötu, notið rúsinur fyrir augu og skreytið. Látið standa í 10 mín. Penslið mjólk á kall- ana og bakið í ofni við 200 gráður í 15-20 mín. -GHS „Þetta er holl og matarmikil súpa sem ég hef alloft og hef þá gott brauð með. Þá er það brauðréttur sem má hafa í stað brauðtertu, sem smárétt eða forrétt," segir Ingibjörg Sverris- dóttir, bóndi i Ölfusinu, en hún er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. 300-400 g nautakjöt 3 msk. olia m tsk. pipar 2-3 tsk. salt y2 bolli hrísgrjón 2 gulrætur 1 græn paprika 1 rauð paprika 2 bollar saxað hvítkál 6-7 sveppir 2 tsk. tómatkraftur 1 hvítlauksrif % púrra 2 1 vatn 2 teningar kjötkraftur Nautakjötið er skorið í smáa bita og velt upp úr heitri olí- unni. Saltað og piprað. Helm- ingnum af vatninu er bætt á og soðið í 30 mín. Grænmetið skorið í sneiðar eða bita og allt sett í pottinn ásamt hrís- gjónum. Afgangnum af vatn- inu er bætt á, mörðum hvít- lauknum, tómatkraftinum og teningunum. Allt soðið áfram í 15-20 mín. Nota má næstum allt græn- meti í þessa súpu jafnvel bak- aðar baunir í tómat. Heitur brauðráttur 1 samlokubrauð 200 g majones 1 tsk. sinnep 1 dós sýrður rjómi 1 tsk. aromat 1 rauð paprika 1 gul paprika y2 gúrka 1 hálfdós ananas sneiðar 250 g rækjur 5-6 sneiðar skinka 3 soðin egg 3-4 blöð kínakál Skorpan er skorin af brauðinu brauðið skorið í teninga. Bleytt að- eins með ananassafa. Majones, sýrð- um rjóma og sinnepi hrært saman, grænmetið og eggið, an- ananasinn og skinkan skorin smátt. Fer í tvær skálar. Allt er sett saman í skál, og skál- in síðan skreytt. -GHS Jólakonfekt Margir eru famir að huga að kökubakstri og konfektgerð fyrir jólin enda skapast alltaf skemmtileg stemning þegar aðventan er notuð til að baka smákökur og búa til nammigott til að gæða sér á með ástvinum um jólin. Hér koma nokkrar hugmyndir að góðu jóla- konfekti. limiiijj gifiiiiiiiiisiiiíi Möndludropar 100 g sætbeiskt súkkulaði 100 g mjólkursúkkulaði 150 g smjör 200 g möndlur Grófsaxið súkkulaðið og bræðið í | potti yfir gufu. Bætið mjúku smjör- inu smám saman út í. Hellið möndl- unum öllum í einu út í og hrærið þar til þær eru þaktar súkkulaöi. Bökunarplata er þakin álpappír. Búið til litiar kökur með tveimur teskeiðum og leggið á bökunarplöt- una. Látið kökumar haröna á þurr- um, köldum stað. Þríhyrningar 200 g mjólkursúkkulaði 150 g hnetur 2 msk. sýrður rjómi 2 msk. mokkalíkjör y3 msk. kanill 150 g súkkulaði til að þekja með skraut Grófskerið súkkulaðið og bræðið i potti yfir gufú. Látið kólna við stofuhita. Skerið svo hneturnar. Hrærið hnetunum, sýrðum rjóma, mokkalíkjör og kanil saman við súkkulaðið. Hellið blöndunni í ísmolabox og geymiö í ísskáp í 1 klst. Losið konfektbitana varlega úr ísmolaboxinu og skerið hvern bita í tvo þríhyrninga. Bræöið 150 g af súkkulaði og dýfið hverjum konfektbita í súkkulaðið og skreyt- ið. Látið haröna. Hægt er að vefja súkkulaðibitana inn í fallegan pappír, raða i krukku og gefa sem jólagjöf. Ingibjörg Sverrisdóttir gefur uppskrift að athyglisverðri gúllassúpu og og heitum brauðrétti. DV-mynd Sigrún Lovísa Kúlur 100 g heslihnetur 100 g möndlur 75 g mjúkt smjör 1 msk. bökunarkakó 1 msk. kókó (til aö drekka) 40 g sykur (í kökukrem) 100 g appelsínumarmelaði 2 msk. appelsínulíkjör 200 g súkkulaði til að þekja með 50 g mjólkursúkkulaði Ristið hnetumar og möndlumar létt og hrærið stöðugt í á meðan. Blandið saman hnetum, smjöri, kakói, kókói, sykri, appelsínumar- melaði og líkjör í skál og hnoðið saman. Búið til litiar kúlur með köldum höndunum og setjið á plötu. Látið kólna i 30 mín. Bræðið mjólkursúkkulaðið og dýfið kúlunum með gaffli. Látið þoma. Bræðið mjólkursúkkulaðið og skreytið kúlumar. Geymist á þurrum, köldum stað. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.